Morgunblaðið - 29.08.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.08.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993 B 3 Björk svo á Wembley-leikvangin- um frammi fyrir um 50.000 manns. Þar virðist hún afskaplega lítil og einmana á gríðarstóru svið- inu með íburðarmikið víravirki og stórkarlalegan sviðsbúnað U2-liða fyrir aftan sig. Hún stendur fremst á sviðinu og aðrir hljóm- sveitarmeðlimir týnast. Fyrstu tvö lögin eru líka grunsamlega frjáls- lega flutt og þó hljómsveitin kom- ist á sporið eftir það má heyra að Björk kann ekki of vel við sig á leikvanginum, enda ógjörningur að skila af sér einhveiju öðru en sýndarmennsku á svo stóru sviði, nokkuð sem U2 sannar eftirminni- lega síðar um kvöldið. Björk segir reyndar eftir tónleikana að hún hafi lítið hugsað um andlitin öll sem horfðu á hana á sviðinu. „Ég hugsaði eiginlega bara um það að reyna að halda sambandi við hljómsveitina, enda fengum við enga hljóðprufu og höfðum reynd- ar ekki séð sviðið fyrr en við geng- um inn á það. Við erum bara búin að æfa í tvær vikur og því byggist okkar samstarf svo mikið á beinum samskiptum á sviðinu til að allt gangi upp, en málum var þannig háttað að slagverks- leikarinn, trommarinn og hljóm- borðsleikarinn sáust ekki fyrir súlunum á sviðinu og ég varð því að hafa mig alla við að reyna að stjórna hljómsveitinni, ég hugsaði ekki út í fólkið, sviðið eða um- hverfið." Saga Bjarkar rétt að hefjast Saga Sykurmolanna er líklega öll, þegar hér er komið sögu, en saga Bjarkar rétt að hefjast og allir vilja fylgjast með. Atgangur fjölmiðla hefur verið harður og Björk segist reyndar fátt annað hafa gert síðan í mars en að gefa viðtöl og sitja fyrir á myndum. Á endanum dró hún sig úr sviðsljós- inu til að setja saman hljómsveit svo henni væri unnt að fylgja plöt- unni eftir, enda segir hún að sig hafi verið farið að langa mikið að fást við lifandi tónlist á ný. Að sögn umboðsmanna Bjarkar í Bretlandi hefur þeirra starf snú- ist upp í það að halda aftur af fjölmiðlamönnum í stað þess að vera að vekja á henni athygli og einn þeirra segir að mesta vinnan hafi verið við að svara fyrirspurn- um og óskum um viðtöl frá ís- landi. Á endanum fór svo að Björk skrúfaði fyrir öll viðtöl við breska fjölmiðla og síðar fyrir fjölmiðla allra landa. Kynningin hefur verið slík að menn opna varla tónlistarblað að Bjarkar sé ekki getið þar á forsíðu eða í yfírgripsmiklu viðtali inni í blaðinu, myndband hennar við Human Behaviour, og nú síðast við Venus as a Boy, er sýnt í sí- fellu í sjónvarpsstöðvum víða um heim og varla er hægt að kveikja á útvarpi í Bretlandi án þess að hún sé að syngja eða þá að tala. Þannig ráku íslenskir kunningjar blaðamanns í Bretlandi upp stór augu þegar þeir heyrðu til hennar í kvennaþættinum Woman’s Hour, sem segir kannski sína sögu um það hversu dálætið á Björk nær út fyrir öll venjuleg mörk poppum- fjöllunar. Viðtöl hafa birst við Björk í öllum helstu dagblöðum Evrópu, þó mest í Bretlandi, og hún hefur tekið þátt í ýmsum uppákomum, þar á meðal lagði The Independent heilsíðu undir „Mér fannsl mjög erfitt aö syngja á ensku til að byr ja með, mér fannst alltaf eíns og ég vœri að Ijúga." Þessi mynd af Björk og Dom T birtist í ágústhefti breska blaðsins Select. tískumyndir af henni. Tískutíma- ritið I-d birti við hana forsíðuvið- tal, og annað tískutímarit, The Face, hefur gert henni góð skil og valdi hana meðal annars best klæddu konu ársins, Lime Lizard birti myndir af henni á forsíðu og mikið viðtal og myndaseríu, einnig var hún á forsíðu á Smash Hits, sem er útbreiddasta poppblað Bretlands, Exposed og Outlook, aukinheldur sem kvennablaðið Elle birti um hana stóra grein í júlíhefti sínu. Time og Newsweek hafa gert Björk skil og meira að segja hið íhaldssama blað Financ- ial Times fjallaði lofsamlega um London Forum tónleikana. Franska blaðið Liberation, sem hafði á sínum tíma nokkurt dá- læti á Sykurmolunum, setti Björk á forsíðu sína og fleiri evrópsk blöð hafa fylgt í kjölfarið. Af fregnum frá Bandaríkjunum að dæma á Björk ekki síður eftir að komast áfram þar í landi, því þeg- ar hefur orðið vart mikils og vax- andi áhuga á plötu hennar, sem sannast í öruggri siglingu hennar upp bandaríska breiðskífulistann. Láttu gamminn geisa með Mkominni námsmannatölvu! Macintosh Colour Classic með 80 Mb harðdisk Með Macintosh Colour Classic færð þú aukna orku í lærdóminn. Með þessari tölvu er ótrúlega einfalt og þægilegt að skrifa ritgerðir og skýrslurnar fá fagmannlegt útlit. Og nú er hægt að semja, hanna, teikna, leiðrétta... og yfirleitt allt sem þér dettur í hug án þess að læra eina einustu tölvuskipun. Colour Classic er hönnuð með námsmenn í huga. Hún er öflug og það fer svo lítið fyrir henni að liún kemst alls staðar fyrir - bæði heima og í skólanum. Tölvan er með innbyggðan Trinitron-skjá, sem getur sýnt allt að 256 liti samtímis og það með skerpu og birtu sem á sér ekki líka í þessum verðflokki. Líkt og allar aðrar Macintosh-tölvur er hún einföld í notkun og hver sem er getur lært að nota hana á örskömmum tíma. Nú áttu tækifæri á að slást í hóp þeirra hundruð þúsunda um heim allan, sem nota Macintosh-tölvur til að gera námið auðveldara. Macintosh Colour Classic er nú á sérstöku tilboðsverði og þvi er ekki eftir neinu að bíða. Jafnframt viljum við minna á hinn frábæra StyleWriter II, en hann getur prentað texta og myndir sem gefa leysiprentuðum skjölum ekkert eftir. Verð á Colour Classic ásamt StyleWriter II er aðeins 117.789,- kr. (afb. verð) eða 111.900,- stgr. Macintosh Colour Classic kostar aðeins 79.900 kr. stgr. Afborganaverð er 84.105,- kr. í þessu verði er innifalið 4 Mb vinnsluminni, 80 Mb harðdiskur, 16 MHz 68030 örgjörvi, Kerfi 7.1, skjár með 512 x 384 punkta upplausn, innbyggður hljóðnemi og hátalari auk margs annars. Þar fyrir utan má tengja við tölvuna ýmis jaðarlæki, t.d. prentara, skanna, auka- har5di.sk og geisladrif.. / .^. Apple-umboðið Skipholti 21 • Sírni (91) 62 48 00 / v«v Apple Macintosh - réttu tölvurnar fyrir skóla og námsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.