Morgunblaðið - 29.08.1993, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR'29. ÁGÚST1993
Eitthvaö bitastætt
Þegar rennt er yfir þann
grúa viðtala sem birst hefur
við Björk fer ekki á milli mála
að hún hefur ígrundað vel tón-
list sína og líf, því í þeim öllum
er eitthvað bitastætt að fínna
sem sýnir nýja hlið á tónlist
hennar og persónu, þó hún
segi að sér þyki í raun ómögu-
legt að ræða um tónlist og
helst eigi að merkja öll viðtöl
með viðvöruninni: í þessu við-
tali er ekkert sem færir þig
nær tónlist. Henni sé nauðsyn
að syngja eins og að borða eða
fara á klósettið og svo hvers-
dagslegar þarfir er ekki þörf
á að ræða.
Sykurmojamir koma upp í
hveiju viðtali, en Björk vill lít-
ið ræða um þá og segir fólk
gera of mikið úr því að Sykur-
molamir séu hættir, og reynd-
ar hafí þeir orðið vinsælir fyrir
misgáning og þvert ofan í fyrri
áætlanir. Reyndar em Sykur-
molamir nokkur hindrun, því
vera Bjarkar þar kallar á að
menn búast við vissri tegund
tónlistar frá henni og sumir
hafa agnúast út í að hún sé
ekki lengur að syngja rokk-
tónlist þar sem hæfíleikar
hennar liggi helst, til að mynda
í dómi um Debut í Rolling
Stone fyrir stuttu. í viðtali í
tískublaðinu Elle segist Björk
ekki þola það þegar fólk sé að
mynda sér skoðun fyrirfram.
„Ef ég hefði kallað plötuna
Fjöldamorðingi drepur níu
manns eða Viðkvæmt blóm
þakið dögg, eða eitthvað álíka
undarlegt er ég viss um að
fólk myndi hlusta á hana á
allt annan hátt.“ í sama við-
tali segist hún tortryggin á
viðtökur breskra blaða og
dóma um plötuna enda hafi
hún sem forðum Sykurmoli
reynsluna af því að plötudóm-
arar fjölluðu um tónlistina á
plötunni eins og þeir væm að
lýsa indverskum kjúklinga-
rétti. Frægðin virðist því hafa
lítil áhrif á Björk, sem segist
reyndar óska þess helst að hún
gæti sent frá sér plötu og þurfí
síðan ekki að hugsa meira um
hana og geti því snúið sér að
næstu plötu. í fjölmörgum við-
talanna gerir hún lítið úr
frægðinni og sagði meðal ann-
ars í viðtali við breska dagblað-
ið The Guardian í júní síðast-
liðnum: „Okkur Sykurmolun-
um fannst frægðin vera mjög
afkáraleg. Það er enginn
stjama á íslandi vegna þess
hve landið er lítið. Þú sérð
stjörnumar kaupa klósett-
pappír úti í búð eins og aðra.
Ég tortryggi frægðina, þaðan
sem ég kem geta allir orðið
frægir — þú þarft bara að
ganga einu sinni niður aðalgöt-
una allsber!"
„Gott að oeta bara oleymt bví
hvað maður heitir"
Vinsældir Bjarkar á Eng-
landi em um margt merkileg-
ar, þar sem Englendingar hafa
lítt verið ginnkeyptir fyrir því
sem ekki er enskt. Þannig
snerist öll umfjöllun um það i
upphafí hve Björk væri fram-
andleg og merkileg, en í seinni
tíð hefur hreinn tónlistarmæli-
C' w
tr': i
4 í
Efftir þvi sem
sigur á tón-
Mynd úr Time 2. áoúst.
leikana f jölg-
ar þó þeim
augnablikum
þar sem hún
heillar til sin
vióstadda
meó röddinni
og einföld
sviósmyndin
undirstrikar
aó þaó eina
sem skiptir
móli er tón-
listin.
kvarði verið lagður á frammistöðu
hennar. Björk hefur rætt þetta í
viðtölum og rakið þessa fordóma
Englendinga, sem meðal annars
hafí komið í veg fyrir að þeir
hafí fengið notið ýmislegrar
menningar sem þrífíst í þeirra eig-
in landi, en þeim fínnst óensk.
„Mér fínnst mjög fínt að um-
fjöllunin snúist meira um tónlist
mína en um mig persónulega,"
segir Björk. „Það er mjög gott
að geta bara gleymt því hvað
maður heitir og bara sungið og
ég er mjög ánægð með það ...
umfjöllunin um mig og Sykurmol-
ana var alltaf með svo mikilli for-
dæmingu og menn sögðu að allir
væru voða skrýtnir sem kæmu frá
íslandi, bara einhveijir eskimóar,
og þegar þeir hættu að trúa að
við værum eskimóar, þá vorum
við álfar sem trúðu á drauga og
álíka rugl. Nú er aftur á móti
farið að fjalla um mig sem tónlist-
armann. Það er kannski helsti sig-
urinn fyrir mig í því efni,
þó ekki bara fyrir
mig persónu-
lega, heldur
það að vera
innflytj-
andi í
Eng-
landi,
innflytjendahúsmóðir í Englandi,
og sjá Englendinga fjalla um út-
lendinga sem jafningja, en ekki
sem einhveija dýrategund. Það
eru svo miklir ómeðvitaðir for-
dómar í gangi hér ytra. Ég er
heppin með það að vera hvít, en
samt mátti heyra þegar platan
mín kom út: „Ótrúlegt að þetta
sé góð plata, hún sem er útlend-
ingur?!?““
sem
:V' >■••
Eins og áður segir er hljóm-
sveit Bjarkar skipuð einstakling-
um sem eiga sér ólíkan uppruna
í tónlist ekki síður en að þjóð-
erni, „þau eru öll svo fær hvert á
sínu sérsviði og við eyðum núna
miklum tíma í að hlusta á ind-
verska diskótónlist og íranskan
jass“, og hún segir að það geri
öll samskipti hljómsveitarliða
skemmtilegri fyrir vikið, og flýti
því í raun fyrir að þau nái vel
saman. „Það er mjög góður andi
innan hljómsveitarinnar, en þetta
er að mestu eins og ég bjóst við;
það er ekki hægt að fara út í búð
og kaupa sér hljómsveit sem er
frábær frá fyrsta degi. Ég held
að við verðum ekki orðin verulega
góð fyrr en eftir tvo eða þijá
mánuði. Við spilum enn mest með
höfðinu og við verðum ekki góð
fyrr en við erum farin að
spila með hjartanu.“
Sykurmolarnir voru alla
1 tíð samvinnuhljómsveit, það
| kom aldrei neinn með hug-
mynd að lagi á æfíngu, held-
,ur var alltaf byijað með tvær
hendur tómar. Björk segist
kunna því afskaplega vel að
vinna nú lög ein síns liðs og
ekki telur hún að hljómsveit-
in nýja eigi eftir að hafa mik-
il áhrif á næstu plötu hennar,
hún er þegar farin að taka
og koma á út eftir áramót.
„Það er eigingirni að segja það,
en ég fann það svo vel þegar ég
var að vinna plötuna og spila á
nánast öll hljóðfæri á móti Nelee
[Hooper] hvað það gaf mér mikið
frelsi að hafa alla þræði í hendi
mér ... ég á ekki eftir að hleypa
neinum inn í það í bráð.“
Sviðsverkaskiptingunni í Syk-
urmolunum var alla tíð þann veg
háttað að Björk sá um sönginn
og Einar Öm sá um áheyrendur,
eða þannig gat það virst utan úr
sal, en aðspurð segist Björk ekki
sakna þess að hafa Einar á svið-
inu með sér, „það var mjög gott
að geta einbeitt sér að söngnum
og láta Einar sjá um áheyrendur,
en ég hugsa þetta ekki þannig,
ég er ekkert að bera þetta sam-
an. Það er þó að vissu leyti fynd-
inn samanburður að vera allt í
einu innan um fólk sem hefur
fyrst og fremst áhuga á tónlist,
sem var aldrei innan Sykurmol-
anna, áhuginn þar var alltaf ann-
ars staðar, á bókum eða bíó-
myndum. Okkur fannst allt-
af hálf þriðja flokks að
vera að tala um tónlist.“
Hafnar MTV og U2
Framundan
mikið tón-
leikaflakk,