Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
B 5
en Björk segist vilja eyða meiri
tíma í að æfa saman hljómsveit
sína og meðal annars hefur hún
hafnað því að koma fram í „Unpl-
ugged“ þætti MTV-sjónvarps-
stöðvarinnar og einnig hafnaði
hún því að hita upp fyrir irsku
hljómsveitina U2 í Dyflinni síðast-
liðinn föstudag. Tónleikahald
byijar fyrir alvöru í Wolverhamp-
ton 13. september og síðan leikur
Björk í Manchester og er þegar
uppselt á báða tónleikana. Þá er
förinni heitið til Bandaríkjanna í
mánaðar tónleikaferð eða svo og
síðan hyggur Björk á tvenna tón-
leika hér á landi í byijun desem-
ber. „Þá verðum við orðin veru-
lega góð saman og mig langar til
að hafa bestu tónleikana á ís-
landi.“
„Syng á eina veginn
sem ég get“
Breskir viðmælendur Bjarkar
hafa undrast mjög að hún hafi
ekki numið söng og reyndar efast
þeir margir um þá fullyrðingu
hennar að hún hafi bara farið að
syngja vegna þess að enginn ann-
ar vildi gera það í fyrstu hljóm-
sveitinni sem hún var í þegar hún
var tólf ára. „Eg syng nú bara á
eina veginn sem ég get,“ segir
Björk aðspurð um þetta viðhorf
Bretanna og einnig það sem sum-
ir hafa viljað meina að hún sé oft
meira að syngja fyrir sjálfa sig
•en fyrir áheyrendur. „Það hefur
verið mín reynsla að í þau skipti
sem ég hef verið að reyna að
gera einhveijum til hæfis, þá geri
ég engum til hæfis.- Ef ég fer af
sviðinu ánægð sjálf og finnst ég
hafa lagt eitthvað af mörkum, þá
er það yfirleitt raunin."
Sölumet verða slegin
Óhægt er að ætla sér að spá
einhveiju um framtíð Bjarkar á
þessari stundu. Þó er óhætt að
gera því skóna að plata hennar
eigi eftir að slá fyrri sölumet Syk-
urmolanna og seljast í vel yfir
einni milljón eintaka. Að svo
komnu er þó ekki hægt að gera
ráð fyrir því að Björk eigi eftir
að ná „Madonnustærð", til þess
er tónlist hennar of sértæk; hún
er of frumlegur tónlistarmaður til
að hneppa sig í fjötra vinsælda-
popps og hefur of margt að segja.
Björk nýtur virðingar fyrir tónlist
sína, þó sumir séu óánægðir með
stefnu hennar eins og gengur, en
enginn frýr henni hæfileika og
allir virðast reiðubúnir að ganga
röddinni á vald.
Ásmundur Jónsson í Japís hef-
ur líklega manna best fylgst með
ferli Bjarkar og reyndar Sykur-
molanna allra, enda hefur hann
haldið vináttu- og viðskiptasam-
bandi við Björk í áraraðir. Hann
segir að vinsældir Bjarkar hafi
ekki komið sér á óvart í ljósi þess
sem á undan er gengið. „Ég held
að þetta sé rökrétt framhald af
því sem gekk á með Sykurmolun-
um og vísbending um áframhald-
andi göngu Bjarkar uppávið."
Ásmundur segir að enn eigi
Björk nokkuð í land áður en hún
nær viðlíka vinsældum í Banda-
ríkjunum og hún hefur náð í Bret-
landi og víðar í Evrópu, en hann
segist ekki í nokkrum vafa að það
takist, hvort sem það verði með
þessari plötu eða þeirri næstu.
„Ég trúi því að Björk hafi þann
metnað og þá reynslu sem þarf
til að fylgja þessu eftir. Ég man
vitanlega vel hvernig fór hjá Syk-
urmolunum, sem voru hafnir upp
til skýjanna þegar fyrsta platan
kom út, en síðan hallaði mjög á
þá þegar önnur platan kom, og
auðvitað læðist að mörgum sá
grunur að ef til vill bíði sama
Bjarkar. Ég held hins vegar ekki
að Björk eigi eftir að lenda í álíka
hremmingum, enda nýtur hún
meiri velvildar en Sykurmolarnir
og hennar vinsældir eru byggðar
á öðrum og traustari grunni.“
„Ég tor-
tryggi
frægóina ooo
allir geta
oróió frægir
— þú þarft
bara aó
ganga einu
sinni nióur
aóalgötuna
allsber!"
Ásmundur segir að hann telji
það meðal annars Björk til
tekna hve tónlistin hefur
mikla dýpt; þetta sé tónlist
sem allir geti hrifíst af, en
þeir geri það ekki nema með
nokkurri hlustun. „Það sjá
allir og heyra sem vilja að lít-
ið hefur farið fyrir sköpunar-
gleði í poppheiminum síðustu
misseri og menn hafa keppst
við að apa hver eftir öðrum.
Björk er að leita að leið út
úr þeim doða og tónlistin sem
hún er að senda frá sér er
hennar líf og yndi ólíkt mörgu sem
gefið hefur verið út undanfarið.
Það hlýtur að vera styrkur hennar
og ef ég þekki hana rétt þá er
hún nógu sterkur karakter til að
halda áfram að gera það sem hún
vill án tillits til markaðarins og
óska utanfrá.“
Hvað svo sem framtíðin ber í
skauti sér verður því vart mælt í
mót að fáir íslenskir tónlistarmenn
hafa til þess meiri burði að leggja
heiminn að fótum sér en Björk,
enda enginn með tæmar þar sem
hún hefur hælana á þessu sviði.
íjS'X
Það eru tvö lög af bragðmiklum ekta
Mozzarella osti á öllum Pizza Hut pizzum, en
á veislupizzunum okkar bætum við um betur
og setjum tvær ostategundir til viðbótar:
gómsætan Gouda og mildan Maribó.
Og þar með er ekki allt upp talið, því á
fjölskyldustærð af Pepperoniveislu eða
Ostaveislu er rúmlega hálft kíló af þessum
gæðaostum, auk ljúffengra áleggstegunda.
Pizza Hut — einfaldlega meira af öllu.
Piöa
'Hut
Hótel Esja • 680809 • Mjódd • 682208
Frí heimsendingarþjónusta
Um leið og við hjá Pizza Hut á íslandi fögnum 5 ára afmæli, fagnar Pizza Hut veitingahúsakeðjan
35 ára afmæli. Við erum stolt af því að tilheyra stærstu pizzukeðju í heiini með yfir 9.000 veitingastaði.