Morgunblaðið - 29.08.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SÚNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1,93
9
STANGVEIDI /Hvers ber aðgceta?
Að þreyta lax
Fastur á færi.
HAFA VERÐUR TVENNT í
huga eftir að lax hefur tekið
flugu. I fyrsta lagi hvort línan
sé klár svo að bugirnir sem hald-
ið er í vinstri hendi snarist ekki
um handfangið á hjólinu eða hjól-
ið sjálft. I öðru lagi, sé staðið úti
í á, að koma sér í land hið skjót-
asta því það er ekki á hvers
manns færi að fylgja eftir, um
ósléttan botn árinnar, fiski sem
tekur á rás. „
Mér finnst best, eftir að hafa
sett í lax, að reisa stöngina,
halda hæfilega við hann en gefa
honum lausu línuna meðan ég feta
mig í land. Laxinn er oft rólegur
fyrsta kastið sé
hann ekki beittur
harðræði. Umfram
allt ber að forðast
rykki og ójafnt
átak.
Á þessari
stundu er veiði-
maðurinn í hlut-
verki tamninga-
manns sem hefur náð taki á göldum
fola. Harkalegar aðfarir espa fákinn
svo hann rífur sig lausan og er rok-
inn veg allrar veraldar. Sé farið vel
að honum, en með festu og ákveðni,
eru meiri líkur á að hann verði við-
ráðanlegur. Svipaða sögu er að
segja um laxinn.
Þegar veiðimaðurinn er kominn
á þurrt þarf að stilla bremsuna
hæfilega. Ég kýs að hafa hana
mjög lausa en hafa hemil á fiskinum
með því að styðja fingri á brún hjól-
spólunnar sem alltaf ætti að vera
utanáliggjandi.
Það fer eftir aðstæðum hve auð-
velt er að fást við fisk á hvetjum
stað en leynist þar hættur sem þarf
að varast, stórgrýti, hvassar hraun-
brúnir eða slýbreiður er skynsam-
legt að leiða hann strax af töku-
staðnum. Hann styggir þá líka síður
fiska sem eftir kunna að vera í
hylnum.
Þótt undarlegt megi virðast er
oft auðvelt að teyma lax strax eftir
tökuna. Það er eins og hann átti
sig ekki á því að hann er fastur á
færinu. En veiðimaðurinn verður
að fara varlega, hafa langt í og
láta ekki fiskinn sjá sig. Best er
að setja hönd á hjólið og draga
hann af staðnum sveigðri stöng.
Fljótlega þarf að huga að góðum
löndunarstað og muna að hagstæð-
ara er að þreyta fisk af hærri stað
en lægri þá liggur minna af línunni
í vatni, átakið verður upp á við og
betra að halda fiskinum frá festum
í botni. Æskilegast er að vera neð-
an við laxinn og láta strauminn
vinna með sér.
Bráðræði er bannorð í veiði. Eng-
inn skyldi ætla sér að snara á land
lítt þreyttum flugulaxi. Varast ber
allar snöggar hreyfingar. Góð regla
er að taka jafnt og þétt á fiskinum
meðan hann er rólegur og lætur sér
nægja að þumbast en þegar hann
fer af stað að fylgja honum eftir
fremur en láta hann strax draga
út af hjólinu en vera þó alltaf tilbú-
inn að gefa honum lausan taum.
Mér finnst laxinn verða þægari
og þreytast skjótar ef reynt er að
koma i veg fyrir að hann taki rok-
ur. Það er eins og hann æsist upp
í hvert sinn sem hann heldur að
hann hafi fengið frelsi.
Ég tek yfirleitt fremur fast á fisk-
um án þess að beita þjösnaskap.
Ef það á fyrir mér að missa fisk
vil ég heldur að það gerist fljótt en
eftir langa viðureign en treysti því
einfaldlega að öngullinn sitji vel í
honum og taumurinn haldi.
Stökkvi lax verður að lækka
stangartoppinn svo að fiskurinn
hlammi sér ekki niður á strengda
línu en reisa stöngina jafnskjótt og
finnst fyrir fískinum og vona að
átakið haldi flugunni á sínum stað.
Fyrsta boðorð í viðureign við lax
er stilling. Algengt er að fum komi
á óvana veiðimenn þegar þeir sjá
laxinn stökkva og þeir verði stjarfir
þegar hann tekur á rás og fjarlæg-
ist. Ósjálfrátt reyna þeir að hefta
för hans og halda honum föstum
sem oft verður til þess að fiskurinn
slítur eða rífur úr sér. Stefni fiskur-
inn frá þér fýlgir þú honum eftir,
lætur hann halda að hann ráði ferð-
inni - en um leið og hann hægir á
sér tekur þú í taumana og kemur
honum í skilning um hver hefur
völdin.
í veiðiskap felst töluverð sál-
fræði. Það er eins og laxinn finni
ef veiðimaður er óstyrkur og hik-
andi. Ráðleysið berst með línunni
og gefur fiskinum til kynna að hann
eigi alls kostar við andstæðing sinn.
Hann uppveðrast og verður erfiður
viðfangs. Haldi veiðimaður ró sinni
eru meiri líkur á að fískurinn spek-
ist og beygi sig undir vilja hans.
Er þetta ekki svipað í hestamennsk-
unni?
T Ælifil/Er plastid tákn nútíma-
menningarinnarf
Undraefnið með
mörgu andlitin
Sorphaugar nútímans eru við-
fangsefni fornleifafræðinga
framtíðarinnar. Við öfundum
þá fornleifafræðinga varla af
að grafa í þeim ókjörum sem
við skiljum eftir okkur og ósk-
um þeim þess að þeir þurfi
ekki í gegnum nema örlítinn
hluta þessa frálags okkar.
Rétt eins og fyrri menningars-
amfélög eru kennd við hið
ráðandi efni, svo sem stein,
brons og jám, þá myndu þeir
fornleifafræðingar kenna
okkur við plast. Við erum
uppi á plastöld. Það er bæði
efnið sem mestu er hent af
og það sem því miður varð-
veitist best. Því fær hvorki
mölur né ryð grandað.
Fyrir meira en öld hét banda-
rískur auðmaður hverjum
þeim verðlaunum sem gæti búið
til billjarðkúlur úr betra efni en
fílabeini, sem var að jafnaði notað
í þær. Vandinn var leystur með
fyrsta plast-
efninu. Með
upphitun líf-
rænna efna sem
innihalda kol-
efni og vetni
undir þrýstingi
var hægt að fá
kolefnis- og
vetnisfrumeind-
irnar til að mynda langar keðjur.
Efnið var auðmótað við hita, en
hafði óviðjafnanlega seiglu og
hörku er það var kælt. Það er
þó ekki fyrr en eftir stríð að plast-
efnin ryðja sér til rúms svo að
um munar í iðnaði. Nú á dögum
er það notað í þeim mæli í iðn-
aðarsamfélögum, að vanda veld-
ur. Megingalli plasts er að það
eyðist tæplega af sjálfu sér, nema
nokkrar nýtilkomnar sérgerðir
þess, sem hafa ekki enn náð út-
breiðslu á markaði. Plast er einn-
ig erfitt í endurvinnslu, því að á
markaðinum eru nokkrar mis-
eftir Egil
Egilsson
munandi gerðir þess, og þeim er
ekki hægt að blanda saman.
Flokkun plasts fyrir endurvinnsl-
una er tímafrek og dýr. Enn er
sá hængur á, að ekki liggur beint
við að eyða plasti í venjulegri
brennslu (við „Iágt“ hitastig), því
að þá myndast eiturefni. Heldur
verður að brenna því í sérútbúnum
háhitaofnum við a.m.k. 900 C
stiga hita.
Notkunogeig-
inleikar
Notkun plastsins verður æ víð-
tækari. í neikvæðri umræðu um
það gleymist gjarnan, að það
hefur þegar komið í veg fyrir
miklu víðtækari eyðingu skóga
heimsins en orðið hefur í reynd.
Hráefnið í það hefur í miklum
mæli verið notað í stað annara
efna, og plast hefur komið í stað
tijáviðar meira en nokkurs ann-
ars efnis sem var fyrir á markað-
inum, en einnig í stað málma og
glers. Meginflokkar plastsins eru
tveir: termóplast og harðplast.
Termóplastið linast við upphitun,
og má þannig móta það á ný.
Harðplastið er hitaþolið, og það
er ekki hægt að hita til nýrrar
ummyndunar, og því er það verr
fallið til endurvinnslu. Harðplast-
ið hefur hitaþol og styrk í þeim
mæli að það er farið að koma
verulega í stað málma. Enn aðrar
gerðir plasts (pólýmetakrýl-
sýrumetýlester) eru farnar að
koma í stað glers, og eru gæddar
æskilegum ljósfræðilegum eigin-
leikum. Nýjasta sviðið þar sem
plast kann að halda innreið sína
er innan rafeinda- og tölvuiðnað-
arins. Ljósnæm plastefni má nota
fyrir minniseiningar, og upplýs-
ingar eru geymdar eða sóttar
með aðstoð leysigeisla sem fellur
á einingarnar. Þessar minnisein-
ingar geta orðið afar hraðvirkar
og litlar að fyrirferð.
Morgiuitimar
Síðdegi.itíma r
Kvöidtímar
Karlatfmar
í hádegiuu nuínudaija,
mithikutiaga og
ftkitudaga kl. 12.
Góáir teyg/’u- og
þrektímar
„í skemmtilegum
félagsskap og frábærri
leikfimi hjá Sóleyju hef
ég tapað 7 kílóum sem
mig langar ekkert til að
íinna aftur"
Hjördúi G. Thord
„Frábær kennsla, góð
persónuleg tilsögn,
| fjölbreyttar og skemmti-
i legar æfingar sem skila
! sér í auknu þoli og betri
i líðan. Streita og
| vöðvabólga hverfa"
Nína B. Ragnarddóttir
DANSSTÚDÍÓ
sólevuariV_
N4f
- náSu. frHun/'m íesta/
Kennarar:
Sóley Jóhannddóttir
Bryndúi Jóiudóttir
Þórný Jóhannddóttir
Engjateigi 1
Símar
687701 og
687801
„Það sem mér finnst
einkenna leikfimina hjá
Sóleyju eru mjög fjöl-
breyttir og skemmti-
legir tímar þar sem
mikil alúð er lögð í alla
tilsögn."
ÁddÚJ Róda
„Ég er búinn að vera
hjá Sóleyju í líkamsrækt
í 5 ár og á hverju hausti
hlakka ég alltaf
til að byrja aftur.“
KristCn Bjöi
Hefst fe.sept
Innritun hafin
Skemmtilegir
og hressir tímar
fyrir þá sem vilja
vera í góðu formi.
Púl, sviti og þrek
þar sem aðal-
áherslan er á
góðar þrek-
æfingar, teygjur
fyrir allan
líkamann og
styrkjandi æfingar
fyrir maga, rass
og læri.