Morgunblaðið - 29.08.1993, Qupperneq 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
eftir Arnald 'lndriðason
ENGINN spennusagnahöf-
undur er umtalaðri um
þessar mundir en banda-
ríski rithöfundurinn Mich-
ael Crichton. Ástæðurnar
eru tvær: Júragarðurinn,
eða „Jurassic Park“, og
Sólris eða„Rising Sun“.
Báðar hafa þær orðið að
milljarða króna bíómynd-
um sem frumsýndar hafa
verið með stuttu millibili
og vakið aðdáun í fyrra
tilvikinu en verið mótmælt
í því síðara. Warner Bros.
kvikmyndaverið hefur
keypt réttinn að næstu bók
Crichtons fyrir 245 milljón-
ir króna, eldri bækur hafa
verið endurútgefnar og
sögur hans virðast ómiss-
andi í sumarfriið um allan
heim.
^Sjórar bækur Crichtons
■ eru á metsölulista dag-
blaðsins The New York Tim-
es(Kongó, „Sphere", „Jur-
assic Park“, „Rising Sun“).
Annar tískuhöfundur nú um
stundir, John Grisham, á „að-
eins“ þijár sögur á listanum.
Hér heima hafa bækur Cric-
htons „rokselst" eins og einn
bóksalinn komst að orði og
hafa bókabúðir orðið uppi-
skroppa með þær. Að ein-
hverju leyti má þakka það
allri umíjölluninni sem bíó-
myndirnar, sérstaklega
tækniundrið Júragarðurinn,
hafa fengið í fjölmiðlum en
ekki má gleyma í öllu því
fári að sól Crichtons hefur
risið mjög hin sfðustu ár sem
afbragðs spennusagnahöf-
undar er skrifar iðulega um
heillandi viðfangsefni á sviði
vísindaskáldskapar og mótar
úr því hraða og spennandi
frásögn sem gerist á mörkum
hins mögulega. Nokkur
dæmi: í bók hans Kongó
(1980) gegnir górilla sem
skilur mennsk táknmál stóru
hlutverki; í „The Andromeda
Strain" (1969) kemur dular-
fullt veiruský til jarðar úr
geimnum og leggst á íbúa
smábæjar; bókina „The
Terminal Man“ (1972)
byggði hann á skáldsögunni
Frankenstein eftir Mary
Wollstonecraft Shelley; í
Júragarðinum (1990) skapa
vísindamenn risaeðlur úr
kjamsýrum fundnum í skor-
dýrum er geymst hafa í rafi
í 65 milijón ár.
Og svo er það nýjasta bók-
in hans sem mest fjaðrafokið
er útaf og einhverjir vilja
kalla mesta vísindaskáld-
skapinn af öllu, „Rising Sun“
(1992), er lýsir yfirgangi Jap-
ana á fjármála- og viðskipta-
sviðinu ogtregðu Bandaríkj-
anna við að snúast gegn
henni. Bókin hefur verið
mjög umdeild og bíómyndinni
hefur verið mótmælt harka-
lega. Skoðun Crichtons á 123
milljónum Japana og þjóðfé-
lagi þeirra kemur kannski
skýrast fram í orðum aðal-
söguhetjunnar í „Rising
Sun“, Johns Connors, rann-
sóknarlögreglumanns í Los
Angeles, sem búið hefur í
Japan og talar japönsku og
telur sig skilja menningu Jap-
ana (Crichton byggir persón-
una á leikaranum Sean Conn-
ery — nafnið er nánast það
sama — sem leikur hana í
bíómyndinni): „En vinir mínir
biðja mig að gleyma því ekki
að þeir [Japanir] eru í fyrsta
lagi mennskir og í öðru lagi
japanskir," segir Connor.
„T>ví miður er það ekki alltaf
rétt samkvæmt minni
reynslu."
Bókin segir frá rannsókn
lögreglumannsins og félaga
hans á morði sem framið
hefur verið í japönsku stór-
fyrirtæki staðsettu í Los
Ángeles en um leið og flett
BANDARÍSKI RITHÖFUNDURINN MICH-
AEL CRICHTON HEFUR SLEGID i GEGN
MEÐ SPENNUSÖGUM ÚR VÍSINDA- OG
FJÁRMÁLAHEIMINUM SEM GERAST Á
MÖRKUM HINS MÖGULEGA
er ofan af morðinu er rakin
sterkstaðaJapana í Banda-
ríkjunum og hvernig þeir
hafa náð undirtökunum í við-
skiptalífinu og þjóðlífínu al-
mennt. Þar er að margra
mati ófögur lýsing dregin
upp af Japönunum. Þeir eru
sagðir „mestu kynþáttahat-
arar“ á jörðinni og þeim sem
tala máli þeirra er jafnvel líkt
við samverkamenn nasista.
Kvikmyndaleikstjórinn Philip
Kaufman vildi draga úr þess-
ari hlið sögunnar við gerð
samnefndrar bíómyndar en
við það vildi Crichton ekki
una og hvarf frá gerð mynd-
arinnar þótt hann sé skrifað-
ur handritshöfundur ásamt
Kaufman og Michael Backes
(David Mamet vann einnig
við það).
Margar staðhæfingar í bók
Crichtons um Veldi sólarinn-
ar vestra hafa verið hraktar
eða mætt vantrú en hann
byggir á skoðunum manna
sem telja að tími sé kominn
til að endurmeta afstöðu
Bandaríkjanna til Japana.
Hörðustu gagnrýnendur í
þeim hópi segja að Japanir
hafi sloppið við gagnrýni
árum saman en séu í raun
harðskeytt þjóð sem starfi
eftir óprúttnum og fjandsam-
legum reglum í félagslegu
og efnahagslegu tilliti. Cric-
hton telur að „háttvísi" jap-
anska samfélagsins sem stýr-
ir hjá beinum árekstrum
ásamt sterkri fjárhagsstöðu
Japana hafi orðið til að tak-
marka gagnrýni á gerðir
þeirra. Hann telur Banda-
ríkjastjórn hafa leyft jap-
önskum fjárfestum að vaða
óhindrað um bandarískt
efnahagslíf og hann vill setja
strangari reglur um viðskipt-
in við Japan. „Við flytjum inn
tölvuhluti og flytjum út hrís-
gijón,“ segir Crichton. „Við
erum að verða bændasamfé-
lag. Ef það þýðir að við verð-
um að bregðast gegn þeim
[Japönum] af hörku, hei, lífið
heldur áfram."
John Michael Crichton er
rúmlega fimmtugur, fæddur
árið 1942. Hann er með próf
í mannfræði frá Harvard og
hann fjármagnaði læknanám
við sama skóla með því að
skrifa harðsoðna reyfara
undir dulnefninu John Lange.
Alls skrifaði hann átta sögur
undir því nafni á árunum frá
1966 til 1972. Einnig skrifaði
hann söguna„A Case of
Need“ árið 1968 undir nafn-
inu Jeffrey Hudson (nafn á
dvergi við hirð Karls IIEng-
landskonungs). Fyrsta sagan
sem hann skrifaði undir sínu
rétta nafni var „The And-
romeda Strain", sem út kom
árið 1969 og hann byggði
að einhveiju leyti á sögum
H.G. Wells. Þar kom fram
áhugi hans á vísindaskáld-
skap og víðtækri heimildar-
könnun ásamt því sem kalla
má vísindalega frásagnarað-
ferð en sagan byggðist upp
eins og dagbók með tölvuút-
skriftum, tilvísunum í heim-
ildir og uppdiktuðum stjórn-
arskjölum.
Hann hélt áfram með vís-
indaskáldskapinn í „The
Terminal Man“. Hann sagð-
ist alltaf hafa viljað endur-
skrifa Frankenstein en sagan
segir af manni sem lætur
setja í sig tölvustýrð rafskaut
sem draga eiga úr ofbeldis-
fullri skaphöfn en eitthvað
fer úrskeiðis og maðurinn
verður að tölvustýrðri
drápsmaskínu. Sagan var
kvikmynduð með George
Segai í aðalhlutverki. Næsta
Crichton-saga byggðist á
þekktu lestarráni í Bretlandi
á nítjándu öld og hét einfald-
lega Lestarránið mikla. Síðan
skrifaði hann „Eaters of the
Dead“ sem rakti ferðalag
siðfágaðs araba um Norður-
lönd á miðöldum og hvernig
hann aðstoðar Norðmenn í
baráttu við mannætur frá
nýsteinöld.
Næsta skáldsaga Cric-
htons var Kongó, útgefin árið
1980 og skrifuð í sagnahefð
H. Riders Haggards (Námur
Salómons konungs). Hún
sagði frá landkönnuðum sem
leituðu að hinni týndu borg
Zinj í svörtustu Afríku og
komust í tæri við meira en
meðalgreindar górillur. Sjö
árum seinna kom „Sphere"
sem sagði frá því hvernig
vísindamenn reyna að kom-
ast að geimskipi sem hrapaði
ofan í Kyrrahafið fyrir 300
árum. Eftir það komu þær
tvær bækur sem hann hefur
orðið heimsfrægur fyrir í
seinni tíð, „Jurassic Park“ og
„Rising Sun“.
^^eðfram bókaskrifunum
reyndi Crichton fyrir sér í
Hollywood sem kvikmynda-
leikstjóri og handritshöfundur
o g kom þá áhuginn á vísinda-
skáldskap berlega í ljós. Fyrsta
verkefnið í Hollywood var
framtíðarspennumyndin,,
Westworld" (1973) með Yul
Brynner þar sem túristar lentu
í skotbardögum við biluð kú-
rekavélmenni. Þá kom„Coma“
(1978) með Michael Douglas
sem byggðist á sögu Robins
Cooks um sjúkiinga sem myrt-
ir voru fyrir líffæramarkaðinn.
Hann kvikmyndaði Lestarrán-
ið mikla með Sean Connery á
sama ári og árið 1984 gerði
hann „Runaway" með Tom
Selleck, spennumynd í slappari
kantinum.
Honum tókst aldrei að
hasla sér völl sem kvik-
myndaleikstjóri enda ekki
víst að áhuginn hafi verið
fyrir hendi. En hann þekkir
vel innviðina í Hollywood og
þeir sem lesið hafa t.d. „Ris-
ing Sun“ sjá að ekki þarf
mikið að eiga við hana svo
úr henni verði kvikmynda-
handrit. Crichton hefur sagt
að hann skrifi þegar hann
„kemst í stuð“ og skrifi þá
10.000 orð á 16 stunda
vinnudegi. Hann kynnir sér
afar vel viðfangsefnið sem
hann skrifar um hveiju sinni
og birtirt.d. langan bókalista
í lok „Rising Sun“ sem sýnir
hvað hann hefur lesið sér til
um Japan sem gert hefur
honum kleift að skrifa um
land og þjóð af þekkingu án
þess nokkurn tíma að hafa
dvalið þar lengur en í tvo
sólarhringa í senn. Hann vill
líka að bókin hans, þótt hún
sé reyfari, sé tekin alvarlega.
Þetta á við um aðrar bækur
hans. í „Jurassic Park“ skrif-
ar hann inngang, e.k. varn-
aðarorð um einræktun, og
brýtur frásögnina upp m.a.
með línuritum ogtölvumynd-
um til að leggja áherslu á
vísindalega þáttinn og raun-
veruleikann sem býr að baki.
Vísindi einræktunar eins og
þau koma fram í „Jurassic
Park“ er einmitt sá efniviður
sem Crichton leitar eftir til
þess að sýna hvað getur gerst
þegar maðurinn tekur uppá
því að leika guð. Hann sökkti
sér í steingervinga- og risa-
eðlufræði og kynnti sér til
hins ýtrasta þróunina sem
átt hefur sér stað í einrækt-
un. Úr því mótaði hann
spennusögu sem varar við
afleiðingum þess að grufla í
þróunarsögunni og varar við
því sem getur gerst þegar
ekkert er til sem heldur utan
um hin nýju vísindi.
Um hvað Crichton hefur á
prjónunum í framtíðinni er
ekki gott að segja en líklega
nægir að líta í kringum sig
í heimi nýjustu tækni og vís-
inda. Ef einhver framtíðar-
sýnin skelfír ykkur má búast
við að Crichton sé þar að ala
á óttanum.