Morgunblaðið - 29.08.1993, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
Lrfandi Iff med meiru
Ibíó
Orðspor hefur alltaf haft
mikið að segja í sam-
bandi við aðsókn á bíó-
myndir eins og kvikmyndin
Júragarðurinn hefur sýnt.
En það hefur ekkert síður
áhrif á aðrar minni og list-
rænni myndir.
Næstmest sótta mynd
Háskólabíós þessa dagana
er Við árbakkann eftir
Robert Redford. Þetta er
einkar falleg og ljóðræn
mynd um minningar
bandaríska rithöfundarins
Normans MacLeans sem
hinn smekkvísi Redford
hefur farið um góðum
höndum og þótt heildarað-
sóknin sé ekki nema rúm
4.000 manns telst það gott
á rólegar listrænar myndir
hér.
Og orðspörið hefur verið
jákvætt og máttugt því
aðsóknin hefur aukist frek-
ar en hitt og hún bætir sí-
fellt á sig og er nú sú
mynd sem fær bestu að-
sóknina dag frá degi á eft-
ir eðlufyrirbærinu. Eins og
aðrar ágætiega sóttar og
vandaðar listrænar myndir
sýnir Við árbakkann að
orðsporið gildir jafnt fyrir
það smáa og það stóra.
Sex mynda mexíkósk
kvikmyndahátíð hófst í
Háskólabíói í gær með
frumsýningu á Lifandi lífí.
Til stóð að Kryddlegin
hjörtu yrði opnunarmynd
hátíðarinnar, en hætt var
við sýningar myndarinnar
af óviðráðanlegum orsökum
að sögn Guðbrands Arnar-
sonar, eins af skipuleggj-
endum hátíðarinnar.
Lifandi líf Fríðu er eftir
Paul Leduc og er einskonar
minningarbók einnar mestu
myndlistarkonu S-Ameríku
á þessari öld, Fríðu Kahlo,
sem eyddi mestum hluta
ævi sinnar í hjólastól, var
ástkona byltingarleiðtogans
Diego Riviera og vinur Trot-
skys.
Danson er eftir Maria
■Novaro en myndin er nefnd
eftir vinsælum dansi í Mex-
íkó sem endurspeglar sam-
skipti kynjanna. í myndinni
verður dansinn myndlíking
fyrir lífið og stöðu konunn-
ar.
Fang Benjamíns er eftir
Carlos Carrera og gerist í
mexíkósku þorpi þar sem
lítið er við að vera en Benj-
amín verður ástfanginn af
ungri stúlku og rænir henni.
Snákar og stigar er eftir
Busi Cortés en yrkisefnið í
myndinni er ást kvenna á
ólíkum tímum og eru tvær
ungar konur í brennidepli.
„Gertrudis Bocanegra“ er
eftir Emesto Medina og
segir af mexíkóskri valkyiju
sem lifði á tímum sjálfstæð-
isstyijalda í landinu á síð-
ustu öld.
Eldengill er eftir Dana
Rotberg og segir frá loft-
fimleikakonu í fímmta
flokks fjölleikahúsi.
Það er Hreyfimyndafé-
lagið í samvinnu við ræðis-
mannsskrifstofu Mexíkó á
íslandi og Sendiráð Mexíkó
á íslandi sem stendur fyrir
hátíðinni sem Iýkur 5. sept.
Nýlegar myndir frá Mexíkó; úr Eldenglinum.
-KVIKMYNDIR™
A flótta milli vonar og ótta?
Flótta-
maðurinn Ford
Ríkissjónvarpið sýndi bandarísku sjónvarpsþættina
Flóttamanninn með David Janssen í aðalhlutverki í
kringum 1970 og eru þeir mörgum minnisstæðir.
Þeir eru líka greinilega mörgum Bandaríkjamannin-
um minnisstæðir því vinsælasta myndin vestra þessa
dagana (Júragarðurinn ekki talinn með) er bíómynda-
útgáfa þáttanna með Harrison Ford í gamla Jenssen-
hlutverkinu sem læknirinn Richard Kimble. Myndin
kemur i Sambíóin í haust.
ættirnir um lækninn,
lögguna á hælum
hans og einhenta morðingj-
ann sem aðeins læknirinn
sá, voru sýndir á ABC-stöð-
inni vestra á árunum 1963
til 1967, nutu mikilla vin-
sælda og gerðu Janssen að
stjörnu dagsins. Kimble
missti allt sitt þegar hann
var sakað-
ur um að
hafa myrt
eiginkonu
sína og
varð að
leggja á
flótta í leit
að morð-
ingjanum. Enginn fékk
meiri samúð í sjónvarpinu
en hin grimmu örlög lækn-
isins voru helsta ástæðan
fyrir vinsældum þáttanna.
Síðustu tveir þættirnir þeg-
ar Kimble var heinsaður af
ákærum og einhenti
maðurinn náðist héldu met-
inu í áhorfendafjölda þar
til JR var skotinn í Dallas.
Einn af þeim sem hreifst
af Flóttamanninum var
framleiðandinn Amold
Kopelson. Hann reyndi
fyrst að fá kvikmyndarétt-
inn keyptan í byijun átt-
unda áratugarins frá sjón-
varpsþáttaframleiðandan-
um Quinn Martin en það
var ekki fyrr en árið 1988
sem skriður komst á málið.
Rétturinn lá þá hjá Taft
Broadcasting og þegar
framleiðandinn Keith Bar-
ish sleit sig frá því fyrir-
tæki spurði hann Kopelson
hvort hann hefði áhuga á
einhveiju af efni þeirra.
Kopelson bað um Flótta-
manninn og sagði að þeir
skyldu gera hana saman.
Um þetta leyti áttu Hinir
vammlausu, bíóútgáfa
frægra sjónvarpsþátta, upp
miðasölur um öll Bandarík-
in og æ fleiri litu til gömlu
sjónvarpsþáttanna í „Kan-
anum“ eftir metsöluefni.
Flóttamaðurinn hlaut að
verða að bíómynd. Þegar
Harrison Ford las handritið
eftir David Twohy höfðu
aðrir þ.á.m. Alec Baldwin
verið spurðir hvort þeir
vildu leika aðalhlutverkið.
Ford leist vel á efnið og
fljótlega eftir að Andew
Davis („Under Siege“) var
ráðinn sem leikstjóri fóru
vélamar að rúlla. Tommy
Lee Jones var ráðinn í hlut-
verk Iöggunnar en hann
Indriðcson
Nýr flóttamaður; Harrison Ford sem læknirinn Kimble,
Fórnarlamb í fleiri ár; David Janssen í sjónvarpsþátt-
unum Flóttamaðurinn.
hefur gert margt gott við
lítil hlutverk að undanförnu
(JFK).
Ford horfði ekki mikið á
sjónvarp á sjöunda ára-
tugnum og Flóttamaðurinn
fór algerlega framhjá hon-
um. Hann hefur þó engar
áhyggjur af því þótt ein-
hveijum þyki ómögulegt að
hann hafi ekki hinn sögu-
lega bakgrunn á hreinu.
Hann hefur undanfarið
leikið í bíóútgáfum met-
sölubóka (Uns sekt er sönn-
uð, „Patriot Games“) og
fínnst að sé hann ókunnug-
ur frumgerðinni hafi hann
„möguleika á að skapa eitt-
hvað uppá eigin spýtur“.
Og hann segir: „Ég skapa
persónu og það er á mína
ábyrgð að blása lífi í hana
innan ramma myndarinnar.
Það er eina leiðin í
kringumstæðum sem þess-
um. Og það er það eina sem
ég kann.“
Næsta mynd Fords verð-
ur„Clear and Present Dan-
ger“, þriðja myndin uppúr
bókaflokki Tom Clancys.
Eftir hana ætlar hann að
taka sér frí og leika svo „í
litlum myndum um undar-
lega menn og þeirra páfa-
gauka“ hvað svosem hann
meinar með því maðurinn.
Þjóðfélagsógn; úr mynd Hughesbræðra, „Menace II
Society“.
6.000 hafa séð
Helgarfríið II
Alls höfðu um sex þús-
und manns séð gam-
anmyndina Helgarfrí með
Bernie II um síðustu helgi
að sögn Magnúsar Gunnars-
sonar hjá Laugarásbíói.
Hann sagði spennumynd-
ina Dauðasveitina hafa
byijað mjög vel um síðustu
helgi og að spennumyndin
Feilspor bætti alltaf við sig
Rafmagnað andrúmS'
loft; Stone.
Rydell
stýrir
Stone
ogGere
Bandaríski leikstjórinn
Mark Rydell, sem
frægastur er fyrir myndirn-
ar „On Golden Pond“, „The
Rose“ og „For the Boys“,
er byijaður á nýrri mynd
sem heitir „Intersection" og
er með Richard Gere og
Sharon Stone í aðalhlut-
verkum.
„Sharon eltist við hlut-
verkið eins og hundur á eft-
ir beini,“ er haft eftir Ry-
dell en leikkonan sóttist
grimmt eftir því að leika
eiginkonu Geres í myndinni.
„Intersection“ er um arkí-
tekt sem fer að halda fram-
hjá og töldu margir að Stone
myndi leika hjákonuna en
það hlutverk hreppti Lolita
Davidovitsj.
„Þetta er saga um mann
sem stendur á tímamótum
í lífí sínu,“ segir Rydell, „og
hann þarf að taka afar
mikilvæga ákvörðun." En
hvernig þótt Rydell að vinna
með öllu þessu fallega fólki:
„Mig svimaði enda raf-
magnað andrúmsloft í
myndverinu. Mér leið eins
og dýratemjara."
en meira en 7.000 manns
hafa séð hana.
Næstu myndir Laugarás-
bíós eru að sögn Magnúsar
gamanmyndin „Who’s the
Man?“, „Menace II Society“,
„Surf Ninja“ með Leslie
Nielsen, „Mother’s Boys“
með Jamie Lee Curtis og
Joönnu Whalley-Kilmer og
nýjasta mynd Gus Van
Sants, „Even Cowgirls Get
the Blues“, verður að líkind-
um sýnd í október.
Þá mun Laugarásbíó
sýna nýjustu mynd Bruce
Beresfords (Ekið með Da-
isy) sem heitir „A Good Man
in Africa" og er m.a. með
Sean Connery.
MSagt erað Tom Hanks
fari á kostum í væntan-
legri mynd Jdnathans
Demme sem heitir
Fíladelfia og fjallar um
alnæmissjúkdóminn.
Einnig er sagt að Hanks
muni fara með aðalhlut-
verkið í nýjustu mynd
Roberts Zemeckis,
„Forrest Gump“, er seg-
ir frá ósköp venjulegum
manni sem er sífellt að
verða vitni að heimssögu-
legum atburðum.
mBandaríski gamanleik-
arinn Charles Grodin
leikur á móti Robert
Downey, sem síðast lék
Chaplin, í nýrri mynd
sem heitir „Heart and
Souls“. Leikstjóri er Ron
Underwood, sem leik-
stýrði „Tremors“ um
árið, en Downey leikur
uppaling sem andsetinn
er af Grodin.
■ Nýjasta mynd ástr-
alska leikstjórans Bruce
Beresfords heitir „A
Good Man in Africa“,
gerist eins og nafnið
bendir til í álfunni stóru
og fjallar um spillingu og
stjórnmál. Margir góð-
kunnir leikarar fara með
aðalhlutverkin: Louis
Gossett, Colin Friels,
John Lithgow, Joanne
Whalley-Kilmer og Se-
an Connery, sem leikur
eina óspillta mann mynd-
arinnar, eina góða mann-
inn í Afríku. „A Good
Man“ gæti orðið jóla-
myndin í Laugarásbíói í
ár.