Morgunblaðið - 29.08.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.08.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993 B 17 Grunnmynd, 3. hæð glugga. Aðaldómsalur er breiður og þar er lofthæð mikil, en sá minni er hlutfallslega lægri og lengri. Þannig eru dregin fram ólík áhrif í sölunum tveimur með blæbrigðum birtu og mismunandi hlutföllum. Efsta hæð hússins er almennt vinnusvæði dómara. Skrifstofur dómara eru beggja vegna gangs, sem liggur frá stigahúsi, þrengist og opnar útsýni austur Lindargötu. Skrifstofurnar eru látlausar með bókahillum á glugga- og hurðar- vegg. Skrifstofur ritara eru næst inngangsdyrum á hæðina en í norð- vesturhorni eru fundarherbergi með góðri lofthæð og útsýni yfir höfn- ina. Bókasafn er í suðvesturhorni hæðarinnar og úr lesstofuhorni er útsýni yfir Kvosina. Næst bókasafni við suðurvegg eru skrifstofur bóka- varðar og fjögurra aðstoðarmanna dómara. Milli þeirra og ritara er afskermað rými, ofanlýst um þak- glugga, sem geymir ágrip og þingbækur auk lokaðri rýma fyrir ljósritun og skjalageymslu. Stigahús er staðsett fyrir miðju húsi, innan æskilegrar hlauplengd- ar íýmingarleiða. Ekki er nauðsyn- legt að gera ráð fyrir nema einu stigahúsi og óþarfi er að sprinkler- veija bygginguna. Bílageymsla er náttúrulega loftræst um op í stein- veggjum og þarf ekki að gera ráð fyrir sprinklervörn þar. Aðgengi fatlaðra er greitt um húsið. Efnisval Klæðning utan á einangrun er úr 10 sm þykku hlöðnu grágrýti, með brotnu hijúfu yfirborði næst jörðu, en söguðum hellum þar sem grágrýtið nær hæst, í suðvestur- horni hússins við aðalinngang. Léttslípað gabbró er notað á sérstök- um áherslustöðum í húsinu, s.s. í vegg undir svölum við aðalinngang í súlum við afgreiðslu og kaffiað- stöðu, við norðurglugga aðaldómsal- ar, í vegg við inngang dómara o.s.frv. Efri hluti hússins og væng- laga suðurveggurinn er klæddur for- veðruðum kopar. Gert er ráð fyrir að efnið sé með sægrænni vamarhúð og að lóðrétt samskeyti verði sam- felldur standandi saumur en láréttur saumur flatur, í mismunandi hæð og fylgi ýmist halla þaks eða stein- sökkullínu. Þetta eykur á dýpt veggflatarins og gæðir hann lífi. Grænkomótt gabbróið er eins konar tenging milli jarðlitaðs grágrýtisins og sægræns koparsins. Við efnisval er tekið mið af dökkg- ráum lit Þjóðleikhússins, brúnleitum skeljasandslit Arnarhváls og and- stæðunni í beinhvítum gafli Safna- hússins. Þetta em allt hlutlausir lit- ir, sem að mati tillöguhöfunda mynda sérstaklega góðan bakgrunn við sægrænt koparyfirborðið. Bent er á Alþingishúsið og þak dómkirkj- unnar, sem dæmi um áferð og litblæ ofangreindra efna. Þak hússins er með góðum vatns- halla í austur. Öllu frárennsli þaká- ins er beint í eina útrás, um vatns- stút fyrir ofan gangglugga í austur- gafli hússins. Þaðan rennur það nið- ur á runnavaxið þak lágbygging- arinnar og tryggir gróðrinum þar góðan raka. Gert er ráð fyrir hefðbundinni efnisnotkun innanhúss s.s. parketi, teppum og dúki á gólfum, gipsplöt- um, pússningu eða eikarþiljum í veggjum og sömu efnum'ásamt ál- plötum í loft. Hins vegar ná hijúf- ari efni yfirhöndinni á stöku stað, svo sem bak við hillur á útveggjum og í loftum skrifstofa efstu hæðar, en þar er sýnilegt steypuyfírborð sett í samhengi við fínlegt eikaiyfir- borð og hágæðateppi. Sýnileg steypa er einnig á lofti og gólfi almennings- rýmis við aðalinngang og halla. Þar Ráðstöfun rýmis 1 Yfirstjórn 1.1 Forseti Hæstaréttar 1.2 Hæstaréttarritari 2 Dómsalir 2.1 Aðaldómsalur 2.2 Dómsalur 2.3 Þingsalur (móttökusalur) 2.4 Aðstaða dómara 2.5 Búningsherbergi dómara 2.6 Aðstaða lögmanna 2.7 Búningsherbergi lögmanna 2.8 Viðtalsherbergi lögmanna 3 Vinnusvæði dómara 3.1 Skrifstofur dómara 3.2 Skrifstofur dómara (vegna fjölg- unar síðar) 3.3 Aðstoðarmenn dómara 3.4 Geymslur ágripa og þingbækur 3.5 Ritarar 3.6 Fundarherbergi 1 3.7 Fundarherbergi 2 3.8 Bókasafn 3.9 Bókavörður 3.10 Kaffiaðstaða 3.11 Skjalageymsla 3.12 Ljósritun 4 Skrifstofa Hæstaréttar 4.1 Dómvörður 4.2 Skjalageymsla og pökkun vegna afgreiðslu 4.3 Afgreiðsla, almenn skrifstofa, ritvinnsla 4.4 Öryggisvarsla 5 Almenn svæði 5.1 Aðalkaffistofa 5.2 Eldhús 5.3 Afgreiðsla 5.4 Snyrting 5.5 Fatahengi 6 Geymslur, tæknirými o.fl. 6.1 Geymslur (almennt) 6.2 Skjalageymsla 6.3 Ræstimiðstöð 6.4 Ræstiherbergi 6.5 Vörumóttaka 6.6 Tæknirými 6.7 Sorp 6.8 Bílageymsla myndar hún mótvægi við mjúka sveigju innra byrðis vængjaveggjar og vandað yfirborð bakveggjar og stálhandriðs, sem sveipað er birtu frá glervegg sunnan kaffistofu. Efnisnotkun miðast við að setja hið fínlega við hlið hins hijúfa og laða fram andstæður ólíkra efna og áferðar með yfírvegaðri samsetn- ingu. Loft dómsalanna eru t.d. að hluta klædd eikarþiljum, sem tengjast eikarinniréttingu háborðsenda sal- arins, en loft yfir áheyrendasætun- um eru sýnileg steypa. Þannig breytist efnisáferð herbergisins enda á milli. Gert er ráð fyrir tölu- verðri viðamotkun í húsinu, s.s. í innréttingum, léttum skermveggj- um stórri eikarhurð í aðalinngangi frá Ingólfsstræti og sambærilegum hurðum á hvorum dómsal. Umhverfi Nýbygging Hæstaréttar er einföld og skrautlaus, enda annað vart við hæfi í húsi þar sem jafn alvarleg örlög em ráðin. Skáhallarýmið bak við endilangan sveigðan suðurvegg- inn er þungamiðja hússins og eins konar framhald grasflatarinnar sunnan glerveggjarins. Grasflötin hækkar í norðaustur þannig að inn- keyrsla í bílageymslu er falin að baki hennar undir suðausturhorni hússins. Trjálínan sem stikar eftir gras- flötinni er eins og hver annar bygg- ingarhluti og myndar órofna heild með suðurveggnum. Trén mýkja ásýndina og draga fínlega dulu yfír það sem fram fer innan veggja hússins, auk þess að hindra hita- myndun bak við glervegg í göngu- skála á sólríkum degi. Tijálínan undirstrikar einnig langsumstefnu þá, sem er ríkjandi í innra skipulagi og leiðum um húsið. Frá aðalinn- gangi er stigið hægt upp skáhalla í dómsalina, og stutt tóm gefst til ígrundunar áður en mál er flutt eða úrskurði æðsta dómsvalds þjóðar- innar tekið. Dómararnir koma að ofan eins og vera ber og reynt er að tryggja véböndin í innra skipu- lagi hússins svo persónuáhrif máls- aðila trufli ekki störf réttarins. I byggingunni er ekki að finna neina endanlega allsheijar sam- hverfu líkt og í aðliggjandi húsum, heldur gildir lögmál hreyfingar og sveigjanleika í rýmismyndun, jafnt sem uppbyggingu og efnisnotkun. í byggingunni ríkir ákveðin regla, sem veitir svigrúm, en er aðeins grunnur fyrir frekari þróun. Ráðgjöf Fyrirlestrar og umræður fyrir hópa í heimahúsum. Hugsanleg viðfangsefni: ★ Fíknir. ★ Kynferðislegt ofbeldi. ★ Forvarnir. ★ Meðvirkni. ★ Annað. Einkaviðtöl og hópar, Síðumúla 33, 2 hæð. Sigurjóna Kristinsdóttir, sími 39033, Ásta Kristrún Ólafsdóttir (CCDP), sími 814004. V -/ DANS - frábær skemmtun fyrir alla! BÖRN - UNGLINGAR - FULL0RÐNIR SYSTKINAAFSLATTUR FJÖLSKYLDU AFSLÁTTUR HÓPAFSLÁTTUR Innritun í síma 71200 milli kl. 13-19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.