Morgunblaðið - 29.08.1993, Qupperneq 18
afe %
MORtTUNBLAÐIÐ BUNNÚDÁGUR 29^ ÁGÚST 1993
gftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Líf hins íslenska aiþýðu-
manns um miðbik þessarar
aldar er í mínum augum
slungið ákveðnum töfrum.
Óvægin barátta skilaði
mörgum úr alþýðustétt
ágætum lífskjörum á þessu
tímabili, en til þess þurfti
bæði ósérhlífni og útsjónar-
semi. Jón Magnússon bóndi
í Lambhaga í Ólfusi er glöggt
dæmi um slíkan lífsferil.
i5Kominn frá barnmörgu
heimili fátækra foreldra á
krepputímanum tókst honum
að byggja upp myndarlegt
nýbýli á ríkisjörð. Til að svo
mætti verða hefur hann hik-
laust gengið í hvaða verk
sem er og sanriarlega á
margvíslegan hátt lagt sitt
af mörkum til þess að byggja
upp það samfélag sem við
búum í nú. Hann ólst upp í
ládeyðu kreppunnar, var lyft
upp af velferðarbylgju eftir-
stríðsáranna og seig niður í
.jöldudal hinna efnahagslegu
þrenginga samtímans. Slík
hefur sigling hans verið um
lífsins ólgusjó.
Jón og kona hans, Elín Ólafs-
dóttir, búa í snyrtilegu, rauð-
máluðu, einlyftu húsi. Innan
dyra er allt með þeirri hljóðlátu
hógværð sem einkennir það tíma-
bii í íslandssögunni þegar áhrifa
húsmæðraskólanna gætti mest.
'tAf veggjum horfa niður til mín
íbyggin augu ísaumaðra dýra á
brúnum ofnum fleti, bækur í
hansahillum í stofunni, blóm í end-
umýjuðum gluggum. Markaður
sömu hógværð sest húsbóndinn í
stól, strýkur hæversklega örlítinn
tóbakstaum af efri vörinni og seg-
ir: „Ég hef svo sem frá engu að
segja.“ Ég verð nánast að toga út
úr honum fyrstu setningarnar en
smám saman verður frásögninjið-
ugri.
„Ég er fæddur á Brekku, innar-
lega við Ísafjarðardjúp," segir
hann og vill ekki kannast við að
þar hafí verið einangrun um og
eftir 1926, þegar hann fæddist.
„Þetta var við gömlu sjóleiðina
yfír Steingrímsfjarðar- og Þorska-
fjarðarheiði. Það var mikið farið
þama um á sumrin bæði að norðan
og sunnan," segir hann og lagar
til pappíra sem liggja ofan á bókun-
um í hansahillunni. „Það má segja
að bændur þarna í daínum hafi
stundað eins konar ferðaþjónustu,
þeir áttu hesta og reiddu fólk suð-
ur í Þorskafjörð, þetta var dags-
ferð til Hólmavíkur og dagur til
baka. Það var mikið um þetta og
pabbi greip i þetta,“ heldur hann
áfram. „Foreldar mínir fluttu
'seinna að Hamri á Langadals-
strönd, það er utar í sömu sveit.
Þar fór maður á sjó, pabbi réri til
fiskjar. Við voram átta systkinin,
ég var elstur og varð snemma að
fara að snúast, ná í hesta og reiða
heim hey og svoleiðis. Annars voru
engin vandræði að fá fólk í vinnu-
mennsku fram undir 1940. Það
komu iðulega eldri menn t.d. úr
Bolungarvík inn í dal bara til þess
að vinna fyrir mat sínum. Á sumr-
in fóru allir á síld norður til Siglu-
'fjarðar. Þá tæmdust nærri því
þorpin. Ég fór aldrei á síld, það
var eiginlega allt búið árið 1944,
þegar ég var hættur í skóla.
Líkin í djúpbátnum
Heima vora ekki til peningar en
ekki veit ég annað en allir hafi
haft nóg að borða. Hús fyrir vest-
an vora flest úr timbri og vel
byggð, þegar ég kom hingað suður
fannst mér miklu ver byggt hér
en fyrir vestan. Ég var í gagn-
fræðaskóla á ísafirði, bjó hjá móð-
ursystur minni. Það var gaman að
vera á ísafirði, það var mikið af
peningum í umferð þar, þetta var
í stríðinu. Aðeins fjórir hermenn
FARIÐ
Jón Magnússon bóndi f
Lambhaga í Ölfusi hefur
þurft að hafa fyrir lífinu
og finnst það ekki siæmt
Jón Magnússon og Elín Ólafsdóttir
vora þó á ísafirði. Það fór lítið
fyrir þeim, nema hvað mér er
minnisstætt þegar þeir voru að
taka á móti líkunum úr djúpbátn-
um sem fór alla leið norður í Ing-
ólfsfjörð. Á því svæði rak margt
og þar á meðal lík. Þeir sem þar
vora hirtu líkin, sem oftast vora
af skipveijum skipa sem skotin
höfðu verið niður, flest á leið til
Rússlands í skipalestunum. Maður
móðursystur minnar var stýrimað-
ur á þessum djúpbát og ég fór oft
niður á höfn þegar von var á hon-
um til þess að hjálpa honum að
flytja eitt og annað heim. Þá voru
Bretamir oft mættir til að taka
við líkunum. Þau vora vafin í
striga. Þau voru höfð í stafninum,
ofan á akkeriskeðjunum, skotið þar
inn undir hillu. Þetta var heldur
nöturlegt að sjá. Mér fannst farið
með þetta eins og þetta væri ekk-
ert merkilegt.
Einu sinni vissi ég til að skip-
stjóri djúpbátsins neitaði að taka
líkin, ég heyrði sagt að þau væra
níu. Hann hafði ekkert pláss nema
lestina, og þar var matur. Líkin
vora ekki ný og varla heppilegur
flutningur með matvöru. Þau urðu
því eftir. Bretarnir sendu þá skip
til að sækja líkin en það sneri tómt
til baka. Sagt var að ágætur hrepp-
stjóri fyrir norðan hefði neitað að
láta þau af hendi nema gegn
greiðslu. Nokkru seinna sendu þeir
tvö skip, borguðu hreppstjóranum
sem hafði safnað líkunum saman
og fengu þau þá afhent.
Guðmundur Hagalín var áber-
andi maður á ísafirði á námsárum
mínum þar. Ég vildi fylgjast með
og ákvað að fara í Alþýðuhúsið
þegar hann auglýsti þar erindi.
Hann talaði einn á þriðja klukku-
tíma og ég hef aldrei verið á sam-
komu þar sem jafn mikið var hleg-
ið og fólkið skemmti sér jafn vel.
Hann hélt uppi ótrúlegu fjöri með
því einu að tala um „sína menn,“
hann sagði sögur af fólkinu þama
fyrir vestan. Oft vora böll á ísafirði
en okkur unglingunum var ekki
leyft að sækja þau. Þetta vora
stríðsár, þau eru öðruvísi en önnur
ár, meðal annars er sitthvað
lausara í reipunum en ella og að-
komufólk fleira. Líklega var þetta
bann ekki síst til þess að reyna
að passa upp á stelpurnar í bænum.
Hún eldaði góðan mat
Eftir gagnfræðapróf var ég eitt
ár heimá við bústörf en var svo
veturinn eftir munstraður upp í að
vera barnakennari. Það gerði einn
af kennuram mínum, Þórleifur
Bjarnason, sem þá var orðinn
námsstjóri. Ég kenndi á tveimur
stöðum á Rauðasandi, fyrst á
Hvallátrum vestra og svo í Bæ.
Ég kenndi tólf börnum á hvorum