Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 6
7 a -6- B r mn HMiöyiQ jr HÖRGUNBLAÐIÐ /numv, GldÁiimUÖHQM SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1993 SIDFRÆDI/Hvað særir hann mest? Afbiýðisemi elskhugans ÖFUND liggur í leyni og beinist að eignm eða lífsstíl náungans, sem hinn sjúki verðskuldar ekki. Afbrýðisemi, á hinn bóginn, beinist að því sem við teljum okkur eiga rétt á. Afbrýðisemi snýst um eigin missi, en öfund um missi annarra eða það sem maður aldrei hafði, en aðrir hafa. Afbrýðisemi er neikvœtt afl í mannlegum samskiptum og í þessum pistli verður glimt við afbrýðisemi elskugans. Reynt verður að bregða ljósi á tvær hliðar hennar: Sókn og vörn. Afbrýðisemi er tilfínning sem byggist á hugmyndinni um eignarrétt. Hinir afbrýðisömu hafa tilhneigingu til að hugsa: „Ég er það sem ég á.“ Þeir stækka sjálfsmynd sína með því sem þeir telja sig eiga. Þeir gera kröfu um yfirráð og það sær- ir þá að missa eða vera ógnað. Hug- myndin um eigin missi særir þá meira en hluturinn sem þeir glata eða geta glatað. Afbrýðisamur elskhugi er hræddur um að elskunni hans verði stolið frá honum og telur sig jafnframt hafa rétt til að reyna að ná henni aftur. Hann vill leggja hald á „eign“ sína. Afbrýðisamur elskhugi tekur það bókstaflega, að hann eigi elskuna sína. Hann er tortrygginn gagnvart hugsanlegum keppinaut um hylli hennar. Ef aðrir sýna henni of mik- inn áhuga eða hún öðrum verður hann afbrýðisamur. En það er upplif- un sem líkist samblandi áf reiði og hatri. Hann bregst hart við og fer annaðhvort í sókn eða vörn, vegna þess að hann er það sem hann á. Nú verður þetta tvennt skýrt. Afbrýðisemi sóknarinnar Elskhugi sem hefur misst, er um það bil að missa eða bara ímyndar sér að hann sé að missa elskuna sína, spilar sóknarleik. Viðfang afbrýði- seminnar er keppinauturinn, ímynd- aður eða raunverulegur. Hann telur hann ábyrgan fyrir missi sínum. Hann kennir keppinautinum um að hafa tekið það sem réttilega tilheyrði honum. Hann stakk hreinlega undan honum, að eigin mati. Það er málið! Afbrýðisami elskhuginn telur sig hafa vald til að ná elskunni sinni aftur. Hann þráir að ná henni, til að verða ríkur á ný. Hann er ekki í ástarsorg heldur þjáist hann vegna eignamissis. Sá sem er í ástarsorg er ekki afbrýðisamur. Hann var særður vegna slita á sambandi en ekki vegna þess að annar hefur tekð það sem hann átti. Afbrýðisemi sóknarinnar er Ieikur við keppinaut um ástir elskunnar. Þessi leikur getur orðið hættulegur. Hann er rangur því afbrýðisami elsk- huginn er fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig en ekki ástina. Hann er ekki að hugsa um velferð elskunn- ar heldur eigin velferð og yfirráð. Hér er um valdabaráttu að að ræða. Afbrýðisemi sóknarinnar birtist í sinni verstu mynd þegar elskhuginn gerir beinar árásir. Lemur keppi- nautinn eða elskuna og dregur hana aftur í hús sitt gegn vilja hennar. Afbrýðisemin sprettur af mikilli sjálfselsku. Afbrýðisemi er óþægileg tilfinn- ing. Sagt hefur verið, að hún sé eðli- leg í byijun ástarsambands, vegna þess að elskhuginn þekkir ekki elsk- una sína nógu vel og veit ekki hvort hann geti treyst henni. En ég tel svo ekki vera, því elskhugi sem þekkir elskuna sína og treystir getur líka verið afbrýðisamur. Astæða beggja liggur í viðhorfinu að þeir eigi el- skuma sína. Þeir leggja eignarhald á þær og það er lykilatriði afbrýði- seminnar. Og þá er komið að varnar- stöðu elskhugans, eða hini hliðinni. Afbrýðisemi varnarinnar Hún byggist líka á hugmyndinni um eignarréttinn. „Hún er mín,“ hugsar elskhuginn og vill gera öðrum það ljóst. Hann spilar vörn. Hann vemdar elskuna sína og enginn má sýna henni of mikinn áhuga og þar með viðurkennir hann óbeint að það eftir Gunnar Hersvein STANGVEIÐIÆr hægt ab segjafyrir um veibihorfur? Haustþankar BIRT hefur verið bráðabirgðayfirlit um laxveiði í helstu ám Iands- ins. Ljóst er að spár fiskifræðinga, bjartar vonir veiðimanna, glamur- yrði og glannalegar fullyrðingar veiðileyfasala og annarra hags- munaaðila frá í vor rættust ekki. að er alltaf erfitt að spá - og einkanlega um framtíðina - bætti einhver hótfyndinn maður við. Ekki er að efa að sérfræðingar byggðu spár sínar á forsendum sem þeir treystu. Hita- stig í sjónum var hagstætt í fyrra- vetur, næg loðna, en talið er að fylgni sé með stærð loðnustofna og laxastofna, enda loðnan mikilvæg fæða laxa í hafí. Vel voraði til landsins, árbúskapur var í góðu lagi árið áður og vaxtar- skilyrði seiða hagstæð svo að allt virtist benda til að heimtur yrðu með besta móti. Svo fór þó ekki og enginn fær gert við því. Það leiðir hins vegar hugann að þekkingu manna á nátt- úrulögmálum. Hversu mikið, eða réttara sagt lítið, maðurinn veit um þau öfl sem þar ráða að ég ekki tali um hve varhugavert er þegar hann ætlar að fara að ráðskast með náttúruna. Hógværir menn hafa löngum sagt að þeim mun meira sem þeir þætt- ust vita um eitthvert fyrirbæri yrði þeim ljósara hve þekking þeirra næði skammt. Fyrir hveija eina gátu sem þeir leystu vöknuðu fjölmargar spurningar sem þeir kynnu ekki svör við - að sinni. Slík er ögrun vísind- anna. Vel má vera að á þröngum sviðum geti menn kafað býsna djúpt en langt mun í land að þeir skiiji til fulls samleik hinna fjölmörgu þátta lifkeðjunnar. Því er ekki að undra þótt sérfræðingunum hlekkist á í leit sinni að stórasannleik. En þorsti þekkingarinnar verður ekki slökktur og rannsóknum verður haldið áfram. Slíkt er eðli mannanna. Hitt er svo annað mál hvort rétt- lætanlegt er að nota spádóma, sem greinilega eru byggðir á of fáum forsenduþáttum og ónógri vitneskju, til að verðleggja vöru og selja eins og menn væru komnir með hana í hendurnar. Veiðileyfasalar létu að því liggja síðla vetrar að það væri allt að því vísindalega sannað að metveiði yrði í flestum ám í sumar. Því væri óhætt að kaupa nóg af veiðileyfum og best að gera það sem fyrst því að von væri á miklum stórlaxagöngum snemmsumars. Þetta gekk ekki eftir og ekkert við því að gera. Þeir sem hlupu þennan fyrsta apríl eru reynsl- unni ríkari og gá ef til vill betur að sér næst. Margt getur truflað stangveiði þótt laxagengd sé næg. Langvarandi vatnavextir eða vatnsþurrð, þrálát norðanátt með kulda og þræsingi, linnulaus suðaustanátt, rok og rign- ing spilla veiðiskilyrðum. Um sumar- veðráttuna getur enginn sagt fyrir. Það sem snýr að okkur venjuleg- um stangveiðimönnum sem göngum til veiðanna fyrst og fremst ánægj- unnar vegna en ekki aflamagns í tonnum finnst mér vera þetta: Af veiðiskýrslum undanfarinna ára sést að afli í laxveiðiánum er upp og ofan. Þótt fiskafjöldi skjótist einstaka sinnum upp í hámark tollir hann þar ekki til lengdar enda telja líffræðingar sig hafa rök fyrir tíu ára sveiflum í laxagöngum og geng- ur það víða eftir. Af langri reynslu vita veiðimenn að í flestum veiðiferðum veiðist minna en vonir stóðu til og aðeins örsjaldan lenda þeir í uppgripum. Hins vegar er mannskepnan svo haglega innréttuð að hún gleymir fljótt því sem veldur vonbrigðum en það situr eftir sem þykir frásagnar- vert og þannig verða veiðiþjóðsög- urnar til. - Ljóst má því vera að engin sann- Stöðugt er unnið að rannsóknum á lífsferli fiska. gimi er í að verðleggja veiðileyfi eins og alltaf sé von á metveiði og miða við hæstu tölur. Réttara væri að leggja til grundvallar meðalveiði tiltekið árabil og finna þannig ásætt- anlegt verð. Þannig vinna veiðirétt- areigendur tryggan hóp viðskipta- vina sem halda ánægðir til veiða sumar eftir sumar, nýting árinnar verður betri, tilkostnaður við söluna minni og heildarhagnaður seljenda væntanlega meiri. Veiðimaður sem telur sig hafa greitt sannvirði fyrir veiðileyfi sitt skilur glaður við ána sína að hausti þótt fiskarnir hafí ekki verið ýkja margir. Hann þegir ekki yfír ævin- týrum sínum og hrífur með sér hóp tilheyrenda sem langar til að spreyta sig við þessa góðu á. Því miður hafa menn á þessu hausti heyrst dragnast bölvandi og ragnandi frá veiðivatni sem var ranglega verðlagt og lýsa þvi yfir að þangað skuli þeir aldrei koma aftur. Orðfærið ber að vísu ekki vott um mikla veiðimannsögun eða skapstillingu en ef til vill hefðu þess- ir menn komið auga á fegurð staðar- ins eða leyndardóm vatnsins hefðu þeir ekki verið búnir að kaupa of veika von of dýru verði. eftir Gylfo Pólsson sé hægt að stela henni frá honum. Hann vakir stoltur yfir henni eins og dýru djásni. Hún er hluti af hon- um og hann yrði eins og vængbrot- inn fugl án hennar. Hann yrði minni, vegna þess að hann ætti minna og yfirráð hans yrðu ekki eins mikil. Vissulega felur ástin sjálf í sér setningar eins og „ég vil eiga þig“ og „þú mátt eiga mig“ og einmitt þess vegna er alltaf hætta á því að afbrýðisemin skjóti upp kollinum endrum og eins. En þeir sem eru þráfaldlega afbrýðisamir trúa því hreint og beint að ástin sé eign, sem beri að sækja eða veija með kjafti og klóm. Afbrýðisemi sóknarinnar birtist í sinni verstu mynd þegar elsk- huginn lokar elskuna sína inni og einangrar hana frá umheiminum. Þekkt dæmi um það er, að kvik- myndaleikarinn Steve MacQueen (1930-1980) meinaði konu sinni Ali MaGrew að umgangast annað fólk. Hún varð nokkurs konar fangi á búgarði þeirra hjóna. Hann vildi eiga hana alla einn. Hann þoldi ekki að hún hefði samskipti við aðra en hann. Besta og einfaldasta lækningin á afbrýðisemi er viðhorfsbreyting. Hún felst í því að draga úr eignarréttar hugmyndinni. Ástin verður hvorki sigruð með varnar- eða sóknarleik. Hún nærist á allt öðru. Hún er sam- band milli tveggja elskenda og ætti að vera laus við eigingimi. Afbrýði- semi á hinn bóginn er eigingirni. Hún hljómar ömurlega: „Ég á þig“ sem þýðir: Ég á þig með húð og hári. Speki: Afbrýðisamur elsk- hugi er eins og api. Hann rekur burt óvelkomna sem villast inn á yfirráðasvæði hans og skammar elskuna sína ef hún dirfist að stíga út fyrir það. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Er hcegt að fækka ölóbum ofbeldisglæpamónnum? Fómhof- drykkjumannsins Ofbeldi unglinga hefur verið ofarlega i umræðunni að undan- förnu. Bent er á að foreldrar þurfi að sinna betur um börn sín til orðs og æðis, vita hvað unglingarnir þeirra eru að gera á kvöldin, auka þurfi löggæslu, bæta aðbúnað ungviðis í landinu og loks að reyna þurfi að hamla á móti því úrhelli ofbeldismynda sem dunið hefur yfir þessa þjóð frá því að sjónvarpið og seinna myndböndin urðu eins fyrirferðarmikil í samfélaginu og raun ber vitni. Einn er þó sá þáttur sem tiltölulega lítið er ræddur, það er þáttur áfengis- ins og vímuefnanna sem stundum koma í kjölfar þess. Það vantar að vísu ekki að sagt sé frá áfengis- og vímuefnaneyslu ungling- anna, hún er tíundað rækilega, hitt virðist fara lægra af hverju sá þáttur er svo stór sem raun ber vitni. Það er kannski eðlilegt að ekki sé farið mikið inn á þessar brautir í umræðunni, þarna er nefnilega komið að kjarna máls- ins, sem jafnframt er ansi mörgum óþægilegur. Allur þorri fólks notar áfengi. Það er hins vegar ekki náttúrulögmál að fólk drekki áfengi. Það er lærð hegðun sem engin leið er þó að kenna fólki að n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur hafa stjóm á. Fjölmargir foreldrar nota áfengi og æði mörgum börn- um fínnst því eðlilegt að nota það líka. Sagan sýnir hins vegar að áfengi fer ekki í manngreinarálit, hófdrykkja foreldra tryggir ekki hófdrykkju barna þeirra. Hin lík- amlega gerð fólks ræður meiru um áfengisnotkun þess en drykkjusiðir þeirra sem í kring eru — nema fyrirmyndimar séu bind- indisfólk. Enginn verður drykkju- maður nema að drekka áfengi, sama hvað mikla drykkjuræfla hann á í ætt sinni. Hið íslenska samfélag hefur gert áfengisdrykkju að dægra- styttingu sinni. Ég hef heyrt fólk flokka það undir mannréttindi að geta „fengið sér í glas“, eins og það heitir á snyrtilegu máli. Mjög margt fólk lyftir vínglasi til þess að halda upp á gleðilega viðburði í lífi sínu og drekkur svo gjarnan í botn þegar á móti blæs. Samfé- lagsdrykkjan er til orðin fyrir þegj- andi samkomulag mikils þorra fólks, þótt allir viti að áfengi sé hættulegt og krefjist fórna. Við notum bíla og vitum jafn- framt að notkun þeirra krefst fórna. Viss hundraðshluti fólks deyr í umferðarslysum eða verður að aumingjum fyrir lífstíð. Eigi að síður hættum við ekki að aka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.