Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM t SUNNUDAGUR 17. OKTOBER 1993 Buddan Morgunblaðið/Kristinn BANKAHROKI ÞJONUSTA banka er oft seinleg og léleg. Svo virðist sem banka- starfsmenn álíti að þeir séu að gera viðskiptavininum rosaleg- an greiða með því að afgreiða hann. í raun er það viðskiptavin- urinn sem er að gera bankanum greiða með því að láta svo lítið að skipta við hann. Eða hvaðan koma peningarnir sem bankarn- ir hafa til umráða og fara mis- jafnlega vel með? Ég klippti kreditkortið mitt fyrir nokkrum árum, eftir sex mánaða ofnotkun, og hef notað ávísanir og peninga síðan. Eig- inlega hef ég lengi ætlað mér að hætta með ávísanir því mér finnst fljótlegra að nota seðla eins og menn gera í útlöndum. En til að hafa reiðufé þarf mað- ur að fara í banka og taka út af bók, og það hef ég forðast því biðraðirnar hafa farið í taug- arnar á mér. Ég væri líklega enn með ávís- anahefti ef mér hefði ekki ofboð- ið sú þjónusta sem bankinn minn veitti mér, einum tryggasta við- skiptavini sínum. Síðasta dag septembermán- aðar kíkti ég í heftið mitt, sá hversu vel allar fjármálaáætlan- ir höfðu staðist, og ákvað því að opna aðeins budduna. Keypti mér tímarit og snyrtivörur, því þegar menn hafa farið vel með aurana sína, eiga þeir hiklaust að veita sér einhverja ánægju. Til þess er leikurinn gerður. En mig vantaði nýtt ávísana- hefti, fór því inn í Austurbæjar- útibú Landsbankans, ' rétti bankadömunni þessa venjulegu beiðni, hún fiktaði eitthvað í tölvu en sagði svo í sama tóni og maður notar við óþekka krakka: Þú ert komin; framyfir, ég get ekki látið þig fá nýtt hefti! Svo horfði hún á mig eins og ég væri eftirlýstur bófaforingi, en ég sagði að þetta gæti ekki verið rétt, ég væri í plús. Þá snaraði hún útskrift yfir borðið þar sem tölur sýndu að þrjár ávísanir samtals að upphæð kr. 5.200 væru innstæðulausar. Og það sem meira var, sekt fyrir hverja ávísun, kr. 595, hafði bæst við hvern tékka, samtals kr. 1.785. Það er varla að ég muni hvernig ég komst út úr bankan- um og inn í bílinn minn. Skömm- in var þvílík yfir þessari hroða- legu fjármálaóreiðu minni. Hvernig í ósköpunum gat þetta hent mig? Og hvað skyldi bréf- berinn hugsa um mig og mína ætt þegar hann bæri út gulu miðana til mín? Þegar ég kom á vinnustað minn aftur og skreið út úr bfln- um og eftir bflaplaninu, varð mér þó ljóst að þótt mér hefði orðið á að misreikna mig var þjónusta bankans fyrir neðan allar hellur. í fjórtán ár hafa launin mín verið lögð inn á. reikning hjá Landsbankanum. í tvö skipti hef ég fengið lán hjá bankanum, skitnar 100 þúsund krónur í hvort skipti, sem voru greidd á gjalddaga. Ég hef aldrei verið með yfirdrátt, en hef hins vegar verið með tvo til fjóra spari- reikninga hjá þeim síðustu árin sem ég hef lagt reglulega inn á. Að sjálfsögðu hef ég bókað kyrfilega þær ávísanir sem ég gef út og því hefur bankinn sjaldan setið uppi með innstæðu- lausar ávísanir frá mér. En eng- inn er víst fullkominn. Mér er spurn, gat bankada- man ekki flett mér upp í þessum dýra tölvubúnaði sem bankinn er með og séð hvers konar við- skiptavinur ég er. Gat hún ekki boðið mér að taka af sparibók- inni minni fyrir heftinu? Hvers vegna koma bankastarfsmenn fram við fólk eins og þeir séu að gera því rosalegan greiða? Erum það ekki við, viðskiptavin- irnir, sem gerum bankanum greiða með því að skipta við hann? Erum það ekki við sem leggjum inn launin okkar ár eft- ir ár, þrátt fyrir okurvexti á lán- um sem maður þarf að grátbiðja þá um, og smánarlega lága vexti sem þeir bjóða okkur sem geym- um fé á bókum hjá þeim? Er þetta kannski ekki okkar fé sem þeir bruðla með í laxveiðar, há- fjallatrukka og í fjárfestingar rugludalla sem síðan eru afskrif- aðar? Og hvað eru þeir að þenja sig útaf innstæðulausum ávísun- um, mala þeir ekki gull með þessum háu sektum sínum? Ég nota því núna aðeins bein- harða peninga því ég hef ekki áhuga á að vera niðurlægð í bönkum. Eini ókosturinn við að geyma fé á sparibók eru heim- sóknir í bankana og sérstaklega er þjónustan seinleg og léleg í Landsbankanum. En þar sem maður hefur oftast losað sig við drjúgan hluta launanna í greiðslu reikninga í byrjun mán- aðar, ætti að nægja að nálgast bankann tvisvar í mánuði til að taka út seðla. Greiðslumáti íslendinga er líka seinlegur og flókinn. Allan guðslangan daginn eru þeir að skrifa nafnið sitt á kreditkorta- kvittanir eða ávísanir, halda því röð fyrir aftan sig og tefja af- greiðslu. Mér geðjast vel að seðl- um og skil ekki þennan ótta íslendinga gagnvart þeim. Helmingur daglegrar neyslu þjóðarinnar er greiddur með kreditkorti, þriðjungur með ávísunum og afgangurinn með seðlum. Launþegar eru því alltaf í skuld, háðir bönkum sínum og kortafyrirtækjum og gætu ekki þótt þeir vildu farið í verkföll til að bæta kjör sín því þeir verða að eiga fyrir kreditskuldunum. Kannski er það þess vegna sem bankastarfsmenn koma fram við viðskiptavini eins og þeir séu óþekkir krakkar. Kristín Marja Baldursdóttir LIST Nýr heimur opnaðist við skúlptúravinnuna Þórey Magnúsdóttir myndlistar- kona eða Æja eins og hún kýs að láta kalla sig lét gamlan draum rætast í vor og fór að vinna skúlp- túra. Þrátt fyrir að hún útskrifaðist úr myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands hafði hún ekki unnið við skúlptúra síðan hún var í skólanum. Ástæðuna segir hún í fyrstu hafa verið plássleysi og síðan kjarkleysi, því hún hafi ekki einung- is viljað móta skúlptúra fyrir sjálfa sig heldur vilji hún geta lifað af list- inni. Nú er svo komið að hún hefur náð því takmarki sínu. Að finna sig í listinni Æja hefur að'undanförnu unnið sem myndhöggvari og málari með margs konar efni eins og leir, gifs, járn, tré, akríl, vatnsliti, blek og pastelliti. Henni fínnst þó að nýr heimur hafí opnast eftir að hún yfír- vann þann þröskuld að takast á við skúlptúravinnuna, enda er hún í kjöl- farið farin að selja listaverk sín í tveimur listhúsum, Galleríi List og Listmunahúsinu. Auk þess ætlar hún að ráðast í að halda fyrstu einkasýn- ingu sína næsta vor. „Það var stórkostleg tilfinning þegar ég fór að vinna grímurnar og gamall draumur rættist. Leirinn er svo lifandi efni og það hefur alltaf blundað í mér að gera andlit á ein- hvern hátt. Ég er mjög hrifin af fólki og velti mikið fyrir mér karakterum, svipbrigðum og tilfinningum. Ég finn mig vel í Ieirnum og verð ánægð þegar ég get fangað svip á grímurn- ar. Mér finnst ég vera sönn í þessari vinnu," sagði Æja þegar Morgun- blaðið heimsótti hana á heimili henn- ar á Sogavegi 190, en þar er einnig vinnustofa hennar. Málaði gardínuefnið sjálf Þegar komið er að húsinu taka á móti gestum tvær steinsteyptar styttur í garðinum, að sjálfsögðu eftir listakonuna sjálfa. Innandyra ber heimilið einnig vott um hæfni Æju því á veggjum og hillum má sjá myrtdir, grímur, styttur og jafnvel flestar gardínur hússins hefur hún hannað sjálf. „Ég keypti bara lakal- éreft og málaði á efnið," segir hún eins og það sé hverri manneskju eðlilegt. Þegar Æja var spurð hvað hafi orðið til þess að hún yfirvann óttann við að vinna skúlptúra svaraði hún: „Það eru kannski nokkrir samverk- andi þættir, sem höfðu þar áhrif. Eiginmaður minn ásamt vinum og vandamönnum höfðu hvatt mig lengi, en ég var ekki tilbúin, þrátt fyrir að ég hefði gengið með þetta í maganum lengi. Svo rakst ég á mjög jákvæða bók, Sjálfstraust og sigurvissu. Þegar ég hafði gluggað svolítið í hana var það eins og enda- punkturinn á óvissunni. Hún gaf mér sparkið og ég hugsaði með mér: Ég veit að ég get tekist á við leirinn. Það búa allir yfir einhverju og maður verður að láta reyna á hvort það gengur ekki upp." Skorti vinnupláss Æja segist hafa farið að vinna sem handmenntaþjálfari við öldrunardeild eftir að hún lauk námi þannig að hún gat einungis sinnt myndlistinni í tómstundum og frítíma. Hún út- skrifaðist úr myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1985 en áður hafði hún verið í fjög- urra ára námi í skúlptúrdeild Mynd- listaskóla Reykjavíkur um leið og hún var við nám í Fjölbraut í Breiðholti á listasviði. „Til þess að vinna að höggmyndum þarf mikið vinnupláss, sem mig skorti, þannig að ég vann við flest annað. Það . var fyrst eftir að við hjónin keyptum þetta hús fyrir fjór- um árum að ég fékk fína vinnuað- stöðu. Listin fór þó ekki að verða lifibrauð mitt fyrr en eftir að dóttir okkar, Kristín Heiða, fæddist fyrir rúmu og ég fór vera heima." Æja segir að sér fínnist það vera forréttindi að geta einbeitt sér að listinni og dótturinni samtímis, hvort tveggja sé henni dýrmætt. „Ég vinn við myndlistina á daginn þegar hún sefur og svo á kvöldin. Auk þess passar Inga systir hennar hana fyrir mig tvo eftirmiðdaga í viku, þannig að ég vinn daglega frá 5 og upp í 10 tíma," segir hún. Stór ákvörðun að halda sýningu Hún bendir á að það sé stór ákvörðun að fara í listhús og bjóða fram vörur sínar til sölu. Kannski stærri ákvörðun en margir geri sér grein fyrir, því með því sé verið að opinbera vinnu sína. Það sama eigi við um að halda sýningu. „Það kost- aði mig mikinn sjálfsaga að fara með verk mín í listhúsin og bíða eftir við- tökum viðskiptavina, því ég veit að verkin eru nýstárleg. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum, því að viðtök- urnar hafa verið frábærar. Það gefur manni byr undir báða vængi." Það sem er næst á döfinni hjá Æju er að undirbúa fyrstu einkasýn- inguna sem haldin verður í Galleríi Sævari, hjá Sævari Karli, í maí næst- komandi. „Hann á virkilega þakkir skildar fyrir að styðja vel við bakið á ungum listamönnum," sagði Æja og bætti við að hann léti salinn end- urgjaldslaust í té, sem væri ungum myndlistarmönnum ómetanlegt. „Á þeirri sýningu verð ég aðallega með skúlptúra, meðal annars tvo gólf- skúlptúra og svo grímurnar," sagði hún. Skemmtilegasti bekkur- inn í Ölduselsskólanum ifl'ölbreylttíska iijá ungiingum FjSImemiur vimmstaður ^ZrSjJ^U^-^'^SS^ vHtffmZrtri s að gJÖf. Forsíða Morgunblaðs 10. bekkjar AKÞ í Ölduselsskóla. NEMENDUR Unglingar spreyta sig sem blaðamenn Nemendur í 10. bekk AKÞ í Ölduselsskóla heimsóttu Morgunblaðið fyrir skömmu og dvöldust þar hálfan daginn. Unglingarnir kynntust starfsemi Morgunblaðsins og spreyttu sig á blaðamannastarfinu. Þau skrifuðu frétt- ir, greinar og viðtöl og síðan var útbúin eftirlíking af forsíðu Morgunblaðsins, sem þau fengu með sér. Aðalgrein blaðsins fjallaði um bekkinn sjálfan og mátti þar meðal annars sjá setningu eins og: „Líkja má bekknum við stórt safn, þar sem allir skemmtilegustu .krakkar skólans eru samankomnir í eina skólastofu. Umsjónarkennari bekkjarins heitir Anna Kristín Þórðar- dóttir og þar kemur skýringin á nafni bekkjarins." í einni greininni var fjallað um tísku unglinga og meðal annars taldar upp vinsælustu tískuverslanirnar. Lýsing unglinganna á tískunni var meðal annars svohljóð- andi: „Hún er jafn flippuð og blár froskur í striga- skóm." Fleira var að finna í þættinum um tísku, en spurn- ingin er hins vegar hvernig landsmenn tækju því ef blaða- menn Morgunblaðsins lýstu tískunni á þennan hátt: „Fyr- ir suma er lífið tíska og er þá eins gott að vera loðinn um lófana því að föt á íslandi eru geðveikislega dýr (flestar verslanir hér á landi leggja allt að 50-200% á vörurnar). Svo eru aðrir sem læðast niður í kjallara og næla sér í gömul föt frá mömmu, pabba, afa eða ömmu oggerast ýktir „speisarar"." I einni fréttinni var fjallað um ofbeldi í miðbænum, önnur sagði frá starfsemi Morgunblaðsins og loks var viðtal við umsjónarkennara bekkjarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.