Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VELVfljCAtyfll^ % 2fr, Flugumferð og geimskip íVá Jóhanni Guðmundssyni: Mikið gengur á vegna væntan- legrar lendingar geimfara á Snæ- fellsjökli, enda mikið gert í því að upplýsa vantrúaða um hvílíkt undur sé framundan. CIA, NASA, bandaríski herinn, lögréglan í Bretlandi ásamt öðru fólki, munu koma til þess að verða vitni að þessum heimssögulega við- burði. Stórt hlutverk bíður íslenskra flugumferðarstjóra! Eg ber fullt traust til þeirra, veit að þeim mun takast að halda uppi reglu og skipulagi umferðar á flug- stjórnarsvæði sínu, eins og þeim ber, en vitaskuld verða þeir að fá flugáætlanir og upplýsingar um tíðnisvið og annað sem skylt er að gefa í flugáætlun, þ.m.t. fjölda far- þega. Eg minnist þegar ég var við vinnu mína í flugturni Keflavíkur að hringt var og ég var beðinn að kanna hve margir farþegar væru um borð í flugvél sem var á leið inn til lending- ar. Flugstjórinn svaraði: „990". Eg bað hann um að endurtaka fjöldann þar sem um Skymaster-vél var að ræða og útilokað að slíkur fjöldi væri um borð. Við nánari athugun sagði hann: „Það eru 7 í áhöfn og 983 apakettir." Þetta sýnir hve nauðsynlegt er að geta haft beint talsamband við geimförin til þess að vinna úr upplýs- ingum eins eg lög og reglur um flug- umferð gefa fyrirmæli um, t.d. varð- andi aðskilnað geimfara og flugvéla, og hvort þörf sé á læknisaðstoð. Það gæti verið nauðsynlegt ef geimver- urnar kæmu ekki saman höfðum jarðarbúa, eins og þegar þeir opnuðu höfuð Guðrúnar Hjörleifsdóttur spá- konu skv. frásögn hennar í DV. Ófyrirsjáanlegir erfiðleikar koma upp ef aðskilnaður flugvéla er innan þeirra marka sem flugreglur segja til um. Upp geta komið málaferli, ef kærur berast frá farþegaþotum í yfirflugi, sem telja of nálægt sér flogið af geimferjum eða geimverum! Michael Dillon hefur að sögn DV haft samband við geimverur sl. 15 ár og Guðrún Hjörleifsdóttir, spá- kona, segir í DV 25.8. 1993 að hún hafi séð geimverur og flogið með þeim yfir Islandi. Ég vil benda henni og geimverum á að slíkt yfirflug er tvímælalaust brot á flugreglum! Því er mjög áríð- andi að þau tvö komi á fund með geimverum, samgöngumálaráðherra og flugmálastjóra til þess að málin verði í réttum farvegi 5. nóv. nk. Ég efast ekki um að þau vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir hættur, sem geta skapast vegna þessarar geimflugumferðar. Vonandi gætir Ari Trausti þess að Urðarmánar trufli ekki selskap- inn! Ég vendi nú kvæði mínu í kross og kem að öðru máli, hvernig þeir, sem tengdir eru Nýaldarhreyfing- unni fara létt með að skipta um starfsheiti og hve mörg þau eru, vil ég nefna þrjú dæmi því til sönnunar. 14. janúar 1993 er skýrt frá dag- skrá Nýaldarhreyfingarinnar, og að á vegum samtakanna starfi Bíbí Ólafsdóttir, læknamiðill. í nýlega útkomnu fréttabréfi Spí- ritistafélagsins er kynnt starfsemi komandi vetrar. Þ.á m. að Bíbí 01- VELVAKANDI UNGLINGAROG HEILSUKORTIN KRISTÍN hringdi og var með fyrirspurn til heilbrigðisráð- herra varðandi heilsukortin. Á heimili hennar eru fimm manns, þar af þrír fílhraustir unglingar, sem allir eru í menntaskóla. Útgjöld heimilisins vegna þessara heilsukorta væru þá tíu þúsund, og getur margan mun- að um minna. Á sumrin hafa þeir unnið þá vinnu sem boðist hefur, en ekki náð svo háum launum að þeir hafi þurft að borga skatt af þeim. Nú er henni spurn hvernig eigi að innheimta þessi heilsukort hjá þeim unglingum, séu þau ekki greidd eða endursend, sem búa í foreldrahúsum og eru eigna- lausir. Heilbrigðisráðherra segir að þessi kort verði innheimt með lögtaksaðgerðum eins og hver önnur skattaskuld. Hvað gerist ef unglingarnir borga ekki kortin. Hvað verður innheimt hjá þeim? Rúmin þeirra? GÓÐARPIZZUR BEDDÝ vildi koma á framfæri þakklæti til Pizzastaðarins, Seljabraut 54, fyrir frábæra þjónustu og ódýrar og gððar pizzur. Hún segist vera búin að eiga viðskipti við Pizzastað- inn nokkuð lengi og er alveg sannfærð um að bæði verð og þjónusta eigi sér ekki hliðstæðu í Reykjavík. FYRIRSPURNTIL VÍKVERJA VÍKVERJI gerir að umtalsefni sínu fimmudaginn 7. október að hann hafi séð unglinga á skólalóð hrekja á undan sér dreng með höggum, spörkum og fúkyrðum. Mér er forvitni á að vita hvort hann hafi eitthvað gert í málinu eða látið sem hann sæi það ekki. Þorbjðrg afsdóttir, spámiðill, lesi í Sybille og Tarotspil. í Mbl. 7. október '93 er Bíbí Ólafs- dóttir huglæknir. Ég kynnti mér hvað viðtal kostaði og fékk þær upplýsingar að um væri að ræða kr. 2.500 á klst. Læknamiðill, spámiðill, huglæknir auk spilaúrlestra. Hvaða haskóli út- skrifaði lækninn? Sagan um nýju fötin keisarans fer um hugann, hún stenst sífellt tímans tönn, hvílík saga. Nýaldarsamtökin voru með frétta- tilkynningu um að kl. 11, 11. janúar væri von á miklu orkuflæði um allan- heim. Þ.ám. íslandi. Þar sem ég hef ekki séð neitt um orkumálin getið í fjölmiðlum langar mig til að spyrja: Mistókst orkuflæðið? Ég trúi því að 6. nóvember nk. verði dagur eymdar og vesældar í lífí Nýaldarmanna og annarra þeirra sem mest láta í dag um lendingu geimfara og geimvera á Snæfells- jökli 5. nóv. nk. Fegurð jökulsins og mikilleiki mun áfram vekja með okkur stolt og gleði þess að vera íslendingar, hann er tákn um mikilleik Drottins okkar, skapara himins og jarðar, engum má líðast að veikja þá trú, sem hef- ur borið íslendinga gegnum aldirnar með því að vera í bullukolluleik á Snæfellsnesi. Megi orðin í spádómsbók Jeremía: „Ó land, land, land, heyr orð Drott- ins" verða bæn þeirra, sem ísland byggja og á Drottin Guð trúa, á þeim viðsjálverðu tímum sem við nú lifum. JÓHANN GUÐMUNDSSON, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Rjúpnaveiði bönnuó í landi Stóra-Kropps, Guðnabakka og Selhaga. Landeigendur Dagbok Háskóla íslands VIKUNA 17. til 23. október verða eftirtald- ir fundir, fyrirlestrar eða aðrar samkomu haldnar á vegum Háskðla íslands. Nánari upplýsingar um samkomurnar má fá 1 sfma 694371. Upplýsingar um námskeið Endur- menntunarstofnunar má fá í síma 694923. Mánudagur, 18. október: Kl. 8.30. Tækni- garður. Námskeið hefst á vegum Endur- menntunarstofnunar. Efni: Windows NT- yfirlit: Windows NT-stýrikerftð kynnt. Umsjón: Vilhjálmur Þorsteinsson hjá ís- lenskri forritaþróun. Kl. 12.15. Stofa 6a, 1. hæð, Eirbergi, Eiríksgötu 84. Opinn há- degisfundur á vegum námsbrautar í hjiikr- unarfræði. Efni: Samtök urn kvennaat- hvarf. Frummælandi: Guðrún Ágöstsdðttir fræðslufulltrjii. Allir velkomnir. Kl. 17.15 Stofa 158 f VR-II, Hjarðarhaga 2-6.-Fyrir- lestur á vegum verkfræði- og raunvísinda- deilda Háskóla íslands um umhverfismál. Efni: Hafið, umhverfi, mengun. Fyrirlesari: Davfð Egilsson, deildarstjóri mengunar- varnadeildar Siglingamálastofnunar. Fyrir- lesturinn er hluti af námskeiði, en öllum er heimilt að sitja fyrirlestrana. Kl. 17.15 Stofa 157, VR-II, Hjarðarhaga 2-6. Opin- ber fyrirlestur á vegum Raunvísindadeildar HÍ. Efni: „Some Chemical Features of the Oceanic Flow of C0«." Fyrirlesari: David Dyrssen, prófessor við Gautaborgarháskóla í Svfþjðð. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. KI. 20.15 Tækni- garður. Námskeið hefst & vegum Endur- menntunarstofnunar. Efni: París - háborg heimsmenningarinnar 1880-1950: Bók- menntir og listir í deiglu sögunnar. Leið- beinandi: Torfi H. Tulinius, dósent við HÍ. við þá semvifya NAMSAÐSTOÐ skóía flestar námsgreinar stutt námskeið - misserisnámskeið litlir hópar - einkakennsla • reyndir kennarar Innritun ísíma: 79233 kl. 14.30-18.30 Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjodd. • grunnskóla • framhaldsskóla • háskóla SIGUNGASKi Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA hefst mánudaginn 25. okt. og lýkur 17. des. Kennt mánudaga og miðvikudaga frá kl. 19.00-23.00. Kennt er eftir námsskrá menntamálaráðuneytisins. Námsgreinar eru: Siglingafræði, siglingareglur, stöðugleiki skipa, siglingartæki, eldvarnir og öryggisbúnaður, vélin, skyndihjálp, veður og fjarskipti. Upplýsingar í símum 689885 og 673092. SIGUNGASKÓUNN Lágmaar - meölimurr í Alþjóöasambandi siglingaskóla (ISSA) VISA rY Ahugafóik ura heilnæma húsagerð og byggiugalist! NámskeK {maÉtðndegveg oo Hjónin Rosi B. og Freddy Carlsen halda námskeið um heiinæra húsakynni og eiginleika náttúruefha frá Livos, laugardaginn 23. okt. að Hótel Loftleiðum ki. 11 tll 17. livos var stofhað fyrir 20 árum undir áhriium frá mannspeki Rudolf Steiner til að tryggja aðgang að algerlega náttúrulegum og skaðlausum yfirborðsemum. -Bæta má gróðuqnold með mánmgarafgöngura. Skráning á námskeiðið fer fram í síma: 628484. InnlCalið: gögn, liádegisveroariilaðbord og miðdegiskaffi. Verð kr 4.500,-. Viðarbútur með venjulegu viðariakki frá efnaiðnaðinum. Fræin spíra illa. Þessi mynd var máluð af indíánum þar sem nú er Argentína með hreinum og skaðlausum furtatitum fyrír nieira en 10,000 árum. Ævaforn tækni sem við getum notið góðs af um ókomna framtíð. Glært viðariakk frá Uuts er búið til úr 150 þekktum og hættulausum efnum. Fræin spíra vel í flestum skólum, vinnustöðum og hcimilum eru veggir og gðlf Idædd plasti í einni mynd eða annarri. Þessi efhi losna smá saman út í loftið sem við öndum að okktir. Á siðustu áratugum hefur astma og ofnæmistilfcllimi fjölgað mjög mikið. Er livos lausnin? Allar upplýsingar gefur: HrímguH í síma: 628484 Laugavegi 84,3ja hæð, fax: 628414 Náttúrulegt fyrir nýja tínta! Jmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.