Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 10
r r ÍT 10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTOBER 1993 f Til sölu þekkt sérverslun í Kringlunni 8-12. Besti sölutíminn er framundan. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni, ekki í sirua. Fyrirtækjasalan Baldur Bjánsson, Laugavegi 95,101 Reykjavík, sími 62 62 78 Hver er ég? Hvers vegna? Hvertfer ég? Samkomuvika með Haraldi Ólafssyni kristniboða hefst með samkomu í Breiðholtskirkju í dag kl. 17.00. Samkomur verða frá þriðjudegi til sunnu- dagsins 24. október kl. 20.30 í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58-60, norður- enda, 3. hæð. Allir velkomnir! Guð á erindi við þig - komdu og kannaðu hvað það er! KFUK, KFUM, KSH, SÍK GRIPTU TÆKIFÆRIÐ! og keyptu dýrustu eða ódýrustu innréttinguna á markaðinum! í október fær heppinn viðskiptavinur Eldhús og baðs sem staðfestir pöntun á eldhúsinnréttinguna eða heimilistækjum vöruna fría. Sá heppni og allir aörir sem staðfesta pöntun fyrir mánaðarmótfá þriggja kvölda matreiðslunámskeið hjá meistarakokkinum Sigurði L Hall og að sjálfsögðu haustafslátt. Hjá okkur eru gæðin í öndvegi. V Funahöfða 19, sími685680 ~*íí«___ Á SJOSKÍÐUM SKEMMTIÉG MÉR! Textj og myndir Agnes Brogadóttir MARGIR standa í þeirri trú að það sé mikil kúnst að standa á sjóðskíðum og vera dreginn áfram á féiknarhraða af hrað- báti. Ég get staðf est að kúnstin við að standa er hreint ekki svo mikil, að minnsta kosti ekki, ef maður á annað borð heldur jafnvægi á meðan verið er að draga mann upp úr sjónum í upphafi ferðar og komast á ákveðna ferð á skíðunum. Eftir það er þetta leikur einn, sem reynir svolítið á lærvöðva og handleggi, en ekkert sem ekki er fyótt að gleymast. Þetta er að minnsta kosti raunin ef mað- ur kann eitthvað á svigskíðum, því hægt er að haga hreyfing- um mjög svipað á sjóskíðum og skíðum, til dæmis þegar leggja á í svolítið sjósvig. En til þess að ná fullum tökum á íþróttinni, geta skíðað á einu skíði, stokkið í öldutoppunum og þess háttar, þannig að aðrir hafi staka ánægju af því að horfa á viðkomandi á sjóskíðum, þarf örugglega mikla og stranga þjálf- un. Þeir sem leggja stund á sjóð- skíðaíþróttina af kappi, hafa jafn- vel atvinnu af því að kenna öðr- um, sýna margir ótrúlega færni. Þessu varð ég vitni að í Cancun í Mexíkó, þar sem geysileg áhersla er lögð á hverskonar vatnasport og sölumennsku í kringum slíka tómstundaiðkun. Þar kunna Mex- íkanar svo sannarlega að verð- leggja sig, meira að segja þannig að verðbólgusjóuðum íslendingum þykir nóg um. Til dæmis var hinn stórflínki sjóskíðamaður sem hér birtast nokkrar myndir af, ekkert yfir sig ánægður, þegar ég myndaði hann í gríð og erg, af bátnum, sem ég þó hafði leigt til þess að draga mig og börn mín áfram á sjóskíð- um. Hann var í lok þess tíma sem ég hafði greitt fyrir formúu fjár, ekkert að spyrja kóng eða prest eða mig hvort hann mætti nota síðustu mínúturnar mínar til þess að leika listir sínar, heldur gaf stýrimanninum merki og af stað var þeyst. Ég var hin ánægðasta með að fá að fylgjast með honum leika listir sínar á einu sjóskíði og not- aði tækifærið til myndatöku. Þeg- ar í land var komið, var sjóskíða- kennarinn hins vegar þeirrar skoðunar að hann hefði veitt meiri þjónustu, en keypt 'hefði verið, þ.e. hann fékk að leika sér á minn kostnað, og taldi eðlilegt að fyrir það greiddi ég aukalega 30 pesa, eða um 10 dollara. Ég bað hann vel að lifa og tjáði honum að hann mætti vera þakklátur fyrir að ég krefðfst ekki endurgreiðslu að hluta til, fyrir að hann hefði notað minn tíma og kvaddi við svo búið. Eftir þetta urðum við ekki vör við að þessi „ágæti" fégráðugi maður, sem starfaði við strönd Kin Ha hótelsins, byggi yfir sams- konar hlýleika og brosmildi og hann hafði gert fram að sjóskíða- för okkar. Þannig að þótt Mexík- anar þeir sem við hittum í för okkar hafi upp til hópa verið vin- gjarnlegir, gestrisnir og sérlega barngóðir, sem mér fannst nú hvað ánægjulegast í viðmóti þeirra, þá virðast þeir hafa verið fljótir - afar fljótir - að tileinka sér þann hugsunarhátt sem ein- kennir ferðaþjónustu hvar sem er í heiminum: að hafa eins mikið fé af kúnnanum og hægt er, á sem skemmstum tíma! t-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.