Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 7
morgunblaðið MANMLÍI^j5fT!RAUMAR,^^BAPy& "• ÖKTÓBER 1993" B 7 VÍN/Verður Montes Alpha „Grange Hermitage" Chilef Chileísókn DOUGLAS G. Murray, frá fyrir- tækinu Discover Wine í Chile var staddur hér á landi á dögun- um til að kynna vín fyrirtækis- ins, sem flest eru seld undir nöfnunum Montes og Nogales. Þessi vín hafa vakið gríðarlega athygli í Evrópu og Bandaríkj- unum á undanförnum árum og hlotið einróma lof allra helstu víntímarita og vínsérfræðinga. Murray starfaði í nánast áratug hjá fyrirtækjum í þekktustu vínhéruðum Spánar, Rioja, Jerez og Pénedes. Árið 1980 hélt hann heim til Chile á ný og hóf störf omhm sem útflutnings- stjóri eins stærsta vínframleiðanda landsins, Vina San Pedro. Þar átti hann náið samstarf við yfir- víngerðarmann San Pedro, að nafni Aurelio Montes. Eftir nokkur ár hjá fyrir- tækinu langaði hann og nokkra aðra starfsmenn til að breyta til. „Ef maður hefur metnað vill mað- ur ávallt reyna að gera eins vel og maður getur. Það markmið getur aftur á móti verið erfitt að sameina fjöldaframleiðslu á víni," segir Murray. Þegar San Pedro skipti um eigendur ákváðu því hann og nokkrir til viðbótar (þar á meðal Aurelio Montes) að hefja framleiðslu upp á eigin spýtur og stofnuðu þeir fyrirtækið Discover Wine. „Við áttum það sameigin- eftir Steingrím Sigurgeirsson bílum, mat okkar er það að sá hagur sem samfélagið hafi af þess- um ferðamáta réttlæti þær fórnir sem hann krefst. Viðbrögðin eru þau að reyna að fækka slysum með fræðslu, betri vegum, betri aksturskennslu, viðurlögum við ölvunarakstri o.s.frv. Öll vitum við þó að þessi ráð geta ekki að fullu afstýrt slysum. Ég hef ekki trú á að ráð eins og fræðsla um drykkjusiði, aukin löggæsla o.s.frv. verði til þess að koma í veg fyrir ölæði sem leiðir til ofbeldisverka. Þær fórnir sem almenn áfengisdrykkja krefst eru síst minni en fórnir bílaumferðar og kannski miklu meiri ef grannt er skoðað. Það liggur þó ekki í augum uppi að samfélagslegur hagur af drykkjunni sé neitt í lík- . ingu eins mikilí og sá hagur sem við höfum af að geta ferðast í bíl- «um um kalt og strjálbýlt land. Manni virðast því fórnir samfé- lagsdrykkjunnar fáránlega miklar í hlutfalli við ávinninginn. Mér finnst tími til kominn að fólk hugsi um þetta mál án þess að stinga h höfðinu í sandinn. Vilji menn eiga ; börn sem ekki drekka áfengi verða þeir að vera reglusamir sjálfír. u Vegna þeirra mismunandi áhrifa sem áfengi hefur á mannslíkam- ann er hófdrykkja ekki síður hættuleg en óhófsdrykkja vegna þess að hófdrykkja eins verður á 3 stundum að óhófsdrykkju annars. ; Foreldrar sem með framferði sínu r kenna börnum sínum að áfengis- i drykkja sé eitthvað sem eðlilegt < sé að stefna að eru í eins konar rússneskri rúllettu, tíundi hver ein- staklingur er dæmdur til að verða fórnarlamb, hans vegur varðast af sífelldri niðurlægingu, ofbeldi j og jafnvel glæpum. Því færri sem neyta áfengis því færri verða ölóð- ; ir ofbeldisglæpamenn. Morgunblaðið/Sverrir Douglas G. Murray frá Discover Wine einn mann- anna á bak við Cabernet Sauvignon vínið Monthes Alpha. legt að vilja búa til vín sem stæðu upp úr. Við vonuðumst auðvitað eftir að ná góðum árangri en hefð- um aldrei trúað því í upphafi að við myndum fá eins góðar viðtökur og raun bar vitni. Oftast þarf að eyða miklu í kynningarstarfsemi til að vekja athygli. Þá peninga áttum við hins vegar ekki til. Við höfðum eytt öllu okkar fé í búnað. Ég held aftur á móti að það sem hafí ráðið úrslitum var að margir vínskríbentar sáu að við lögðum mikinn metnað í það sem við vor- um að gera og ákváðu að styðja okkur. Það er ein helsta ástæða þess að við náðum árangri." Stærsti markaður Montes er Bretland og selur fyrirtækið þang- að 35 þúsund kassa á þessu ári. Þá koma næst á eftir Baridaríkin og írland. Murray segir stærð rík- is ekki alltaf segja til um mikil- vægi markaðar. Litlar þjóðir, sem leggi mikið upp úr gæðum, geti þannig verið mjög góðir markaðir, og sé það ekki síst þess vegna, sem þeir sýni íslandi áhuga. Aðspurður um hvað félagarnir hjá Discover Wine hafi lagt til grundvallar er þeir hófu vínfram- leiðslu upp á eigin spýtur segir Murray að það kunni að hljóma digurbarkalegt að ætla sér að gera vín, sem bera megi saman við frönsk Grand Cru vín að gæðum. Þegar þeir byrjuðu hafi hins vegar ekkert Chilevín verið nálægt því marki. Breski vínsérfræðingurinn Hugh Johnson sagði eitt sinn að það sem hafi gert Astralíu að mik- ilvægu vínframleiðsluríki hafi ver- ið vínið „Grange Hermitage" frá Penfolds (sem fékkst á sérlista á síðasta vetri). Áður en Grange kom til sögunnar hafi fyrst og fremst verið litið á Ástralíu sem fjöldaframleiðsluríki. „Grange Hermitage lagði grunninn að orðs- tír Ástralíumanna. Við í Chile eig- um hins vegar ekkert sambærilegt vín og það sem við stefnum að er að breyta því." Þessu markmiði vonast Disco- ver Wine-mennirnir eftir að ná með Cabernet Sauvignon-víninu KI. hvað? Hvar? EKKI segi ég þetta. Ég er EKKI viss. Þú getur EKKI verið viss. Ég ætla EKKI að missa af þessu. Þú getur EKKI misst af þessu. Þú getur EKKI sagt að geimverur drekki EKKI Pepsí-colá. Þú getur EKKI verið viss um að geimverur iendi EKKI á þaki viðbyggingar Höfða. Á gistiheimUinu Höfða, Ólafsvík er andrúmsloftirð hlaðið ORKUHI Hringdu, símínn er 93-61650. 30 viðbótarsæti til Kanarí um jólin lólaferðin seldist upp Við höfum nú samið um að fá stærri flugvél hjá Air Europa, því jólaferðin okkar seldist upp. Við þökkum frábærar undirtektir við Kanaríferðum Heimsferða og hlökkum til að veita frábæra þjónustu á Kanarí í vetur. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. »-<< WSlJ' Monthes Alpha. Murray segir að auðvitað sé ekki öruggt að þeir muni ná þessu markmiði en þeir séu vissulega farnir að nálgast markið verulega. „Það er ljóst að þetta vín verður að vera rauðvín. Chile hefur ávallt verið þekktast fyrir rauðvínsframleiðslu þó svo að hvítvínin okkar séu nú orðin sambærileg við vín annarra ríkja að gæðum." Til skamms tíma var sú hins vegar ekki raunin og eru einungis fimm til sex ár síðan að kaldgerjun í stáltönkum (sem er forsenda framleiðslu góðra hvítvína í heitu loftslagi) fór að verða útbreidd. Var það raunar Evrópubúi, Spán- verjinn Miguel Torres, sem fyrst kom með þessa tækni til Chile fyrir fjórtán árum síðan. Vínrækt á sér langa hefð í Chile og barst hún þangað með fyrstu spænsku landnemunum á sautj- ándu öld. Það var hins vegar ekki fyrr en á síðustu öld, er nýríkir Chilebúar fóru að gróðursetja bestu þrúgutegundir Frakklands í landinu, að vínræktin tók gæða- kipp. Var vínviðurinn gróðursettur á stöðum í hentugri fjarlægð frá höfuðborginni Santiago og er það ástæða þess að flestar vínekrurnar er að fínna^ í Maipo-dalnum og nágrenni. „I kringum aldamótin voru Chilebúar með fullkomnustu vínframleiðslutækni í heimi. Síðan breyttist hins vegar ekkert í um áttatíu ár! Neytendur í Chile gerðu ekki of miklar kröfur og ákveðinn þjóðremba einkennir líka Chilebúa. Við teljum okkur búa í fallegasta landi í heimi, eiga fallegustu konur í heimi og þar af leiðandi einnig að sjálfsögðu framleiða bestu vín í heimi. Það viðurkenna flestir að Chile hefur alla burði til að búa til frábær vín en þá möguleika á enn eftir að nýta til fulls. Bestu vínin hafa ekki verið framleidd. Við vonum að eftir um fimm ár verðum við búnir að búa til okkar „Grange Hermitage". Þó gæti það auðvitað gerst að einhver annar næði því markmiði á undan okk- ur," segir Murray að lokum. iTURJUnA air europa TísT 6. ianúar - 3 vikur Verð kr. 42.300,- pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, Turbo Club. Verð kr. 59.700,- pr. mann m.v. 2 f fbúð, Turbo Club. 18. des. -Jólaferð 30 viðbótarsæti Verð kr. 59.800,- pr. mann m.v, hjón meö 2 börn, 2—14 ára, Las Isas. Brottfarír: x -m - — - *6 ?ae„tober Verð kr. 75.200,- 27. janúar pr. mánn m.v. 2 f fbúð, Las Isas. 10 mars Flugvallaskattar og forfallagjald 24. mars fullorðinna kr. 3.630 barna kr. 2.375. HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 Engin | Sparidagar I I I I I I I I I I^HÓTELÖDrC 1^' ' HVERAGERÐI SÍMI 98-34700.FAX 98-34775 Paradís rétt handan við hœðina. Sparidagar á Hótel Örk eru tilhlökkunar- efni öllum eldri borgurum, sem hafa tekið þátt í þeim undanfarin ár. Sparidagarnir hefjast 25. okt. þegar Sigurður Guðmundsson, gestgjaf i mætir til leiks og stjórnar dagskránni, eins og honum einum er lagið! Að venju er fjölbreytt dagskrá ailan daginn: Heilsurœkt og hollar æf ingar á morgnana, fólagsvist og bingó, kynnis- ferðir undir leiðsögn Jóns R. Hjálmarssonar fyrrv. frœðslustjóra Suður- lands. Á kvöldin eru kvöldvökur og dans. Sparidagarnir standa f 4 vikur 2i-2s: nóttmber Verð fyrir manninn kr. 14.300 8.-12. nóvember Innifalið: Gisting Í4 nætur, morgunverður, þrí- 15Í-19. nóvember réttaður kvöldverður og skemmtidagskrá. Við erum stolt af að geta boðið sama verð og síðastliðinn vetur, án þess að draga úr þjónustu og aðbúnaði. Hótel örk gerir tilboð í akstur ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.