Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTOBER 1993 + Ostur — vildir þú ^^^^^v^^^^ veru éttt hatis? íslenskir bændur OkuskóEi Islands hf. Námskeið til undirbúnings aukinna ökuréttinda (leigubifreið, vörubifreið, hópferðabifreið) verða haldin í Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem næg þátttaka fæst. Umsóknarfrestur er til 22. okt. Verðkr. 100.000 stgr. Ökuskóli íslands hf., Dugguvogi 2, 104 Reykjavík. Sími 683841. Heimsókn til McDonald's Morgunverðarfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, fimmtudaginn 21. október nk. kl. 8.00-9.30 í Fákafeni 9. Forráðamenn Lystar hf., rétthafa McDonald's veitingahúsakeðjunnar á íslandi, kynna stefnu fyrirtækisins og svara fyrirspurnum, út frá slag- orðunum: „Gæði, þjónusta, hreinlæti". Á fundinum verður borinn fram léttur morgun- verður. Félagar FVH og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Verslunin Glugginn ^t 40ára á^ í þvítilefni verður 20% afmælisafsláttur af öllum vörum 18 til 20. október. Tískusýning verður í versluninni 20. og 21. október kl. 17. Glu££inn Laugavegi 40 Suzuskinemendur að spila á haustnámskéiði Suzukisambandsins í októberbyrjun. íslenska Suzukisambandið Afmælistónleikar og kaffisala ÍSLENSKA Suzukisambandið stendur fyrir tvennum tónleikum til heiðurs Dr. Shinichi Suzuki í tilefni af 95 ára afmæli hans, í dag sunnudaginn 17. október. Á tónleikunum munu tónlistarnemendur sem læra eftir Suzukiaðferðinni koma fram í einleiks- og samleiksatr- iðum. Shinichi Suzuki er japanskur fiðluleikari sem þróaði þá aðferð sem kennd hefur verið við hann og nefnd Suzukiaðferð, en sjálfur hefur hann nefnfnt aðferðina móðurmálsaðferð. Við kennslu með móðurmálsaðferð er það lagt til grundvallar hvernig barn lærir að tala og líkt eftir að- stæðunum sem þar eru. Hugmyndafræði Suzukis felur í sér ákveðinn draum, tónlistarnámið er aðeins lítill hluti af stórri heild, þar sem leitast er við að skapa börn- um góðar og þroskavænlegar að- stæður og hlúa sem best að hverjum einstaklingi þannig að upp vaxi kyn- slóð friðsamlegri og betri einstakl- inga. Tónleikar Suzukinemendanna verða haldnir í Seljakirkju við Rauf- arsel í dag og hefjast fyrri tónleik- arnir kl. 16, þá verður kaffisala og að henni lokinni verða aðrir tónleik- ar. Allir eru velkomnir á tónleikana. Norrænn íþróttadagur aldraðra VALINN hefur verið laugardagurinn 30. október sem samnorrænn íþróttadagur aldraðra. Framkvæmd þessa dags er í höndum þeirra sem að þeim málum starfa, félagasamtökum, kennurum og leiðbein- endum og þeim ððrum sem áhuga hafa á markmiðum, það er bættrí heilsu aldraðra með iðkun íþrótta. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra mun kalla til íþróttadags eða frekar leikjadags í Laugardags- höllinni þennan dag kl. 14 ætlunin að komi verði dvalið við iðkun leikfimi, söngleikja Það er aman og og dansa. Skotið verður inn sýning- aratriðum. Er skorað á alla, hvort sem þeir dvelja í félagsmiðstöðvum aldraðra eða á heimilum sínum, að mæta, sér og öðrum til hressingar og skemmtunar. Aðgangseyrir er enginn. Skógræktarritið í 60 ár SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 er komið út. Það er fjölbreytt og glæsi- legt fagtímarit um skógrækt, trjárækt og landgræðslu. Ritið á sér langan sögu að baki og hefur verið gefið út í 60 ár. Það er ársrit Skógræktarfélags íslands sem eru landssamtök skógræktarfélag- anna en þau eru nú 50 talsins. Að þessu sinni er ritið 127 bls. og í því 20 sjálfstæðar greinar prýddar fjölda litmynda og teikn- inga. I ritinu eru fræðigreinar skrifað- ar af færustu sérfræðingum um skóg- og trjárækt hér á landi. Má þar nefna grein um influttar trjá- og runnategundir til landgræðslu en þar er fjallað um hvaða eigin- leika landgræðsluplanta þarf til að bera og nokkrar nýjar tegundir nefndar til skjalanna. Önnur merkileg grein fjallar um Kjólar, jakkar, pils, náttserkir, satínsloppar Sérlegafalleg handklæÖi kynbætur á lerki en nýlega hófst starfsemi á því sviði og munum við innan fárra ára eignast harðgerðan íslenskan lerkistofn sem verður betur aðlagaðar íslensku loftslagi. Foreldrar „lerkislendinganna" eru valin úrvalstré „lerki-innflytjenda" sem vaxa í lerkiskógum, mest- megnis á Fljótdalshéraði og á Norð- urlandi. Mjög gagnlegar greinar eru í ritinu um hvernig flytja á stór tré og um ræktun skjólbelta. Þær ættu að koma ræktunarfólki að góðum notum. Nú þegar jólin eru ekki langt undan er því vert að nefna að í ritinu birtist að þessu sinni mjög ýtarleg grein um jólatré og jólagre- inar. I henni er fjallað um m.a. notkun jólatrjáa hér á landi, inn- flutning, íslenska framleiðslu, helstu tegundir, ræktun þeirra og eiginleika, kostnað við framleiðslu og að síðustu arðsemi jólatrjáa- ræktar. Skógræktarritið fæst í lausasölu hjá Skógræktarfélagi íslands, Rán- argötu 18 í Reykjavík og í bóka- verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að gerast áskrif- andi að ritinu og er það þá sent í póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.