Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 4
i^L MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR .17. OKTÓBER 1993. aaa FVYBUAR á norðurhjara að taka lán og forðast að skulda. Þeim hefði verið innrætt að safna fyrir hlutum og kaupa þá svo, en ekki að kaupa fyrst hlutina og borga þá eftir á. Neysla þeirra væri í samræmi við upphæðina í launa- umslaginu. Þeir voru mjög hissa á þeim kröfum sem íslendingar gera til húsnæðis, húsbúnaðar og bíla og áttu ekki orð yfir lífsgæðakapp- hlaupið. „Við sem höfum upplifað stríð, tökum ekki þátt í slíkri vit- leysu. Við njótum þess sem við eig- um," sagði ein konan. Mörgum fannst óskiljanlegt hversu flókið og síbreytilegt ís- lenska hagkerfið þyrfti að vera, einkum þegar fólksfæðin í landinu er höfð í huga. Einangrun og útlendingahatur Agaleysi, skipulagsleysi, laus- læti, drykkjuskapur, sinnuleysi í neytendamálum og skortur á hátt- vísi eru þeir neikvæðu þættir sem útlendingum hefur^ komið hvað mest á óvart í fari íslendinga. Erfiðust er þó sú einangrun sem flestir þeirra segjast hafa upplifað hér. Að hluta til má rekja hana til tungumálaörðugleika en þó virðist orsökin eiga sér dýpri rætur. Segja þeir sem rætt var við að íslending- ar sýni í fyrsta lagi sjaldan tilfinn- ingar sínar ódrukknir, og í öðru lagi loki þeir sig gjarnan af með fjölskyldu sinni og allra nánustu vinum. Að sumra mati, einkum Asíubúa, Afríkubúa og bandarískra blökku- manna er þó einmanaleikinn ekki það versta, heldur það hvernig þjóð- in tekur þeim. Þótt íslendingar ættu að vera orðnir vanir því að sjá hörundslitað fólk á götum úti, geta margir þeirra ekki stillt sig úm að glápa og góna á þá sem ekki eru bleikir á hörund eins og þeir sjálfír. Öllu verra er þó útlendingahatur sem bæði júgó- slavneskur karlmaður og ungversk- ur sögðust hafa fundið fyrir. Aðrir viðmælendur höfðu ekki fundið per- sónulega fyrir útlendingahatri, en sögðust vita að það væri til. Til að mynda var sagt frá víetnamskri fjöl- skyldu sem hafði með sparnaði og vinnu keypt sér nýjan bíl, en hann síðan verið gjöreyðilagður fyrir utan húsið hjá þeim að nóttu til. Fannst þeim dapurlegt til þess að hugsa að meðal upplýstrar þjóðar, eins og íslendingar telja sig vera, skuli vera einstaklingar sem ekki hafa náð meiri þroska en raun ber vitni. Óþvingaöir íslendingar Sem betur fer eru þó margir ís- lendingar andlega þroskaðir og hafa fengið gott uppeldi, því það sem flestir útlendingar dást hvað mest að í fari þeirra er hjálpsemin. Tala þeir um að allflestir íslending- ar séu góðir og heiðarlegir menn að upplagi. Þeim finnst það einnig aðdáunarvert hversu samskipti yfir- manna og undirmanna eru óþving- uð og eðlileg. Einnig finnst þeim mjög jákvætt hversu óhræddir ís- lendingar eru við að takast á við ný verkefni, til dæmis hvað snertir störf og nám, og láta þá aldurinn engin áhrif hafa á sig. Þeir innflytjendur sem rætt var við, og eru margir hverjir fyrir löngu orðnir afar og ömmur, sögðu að fyrir nýbúann væri mikilvægast að læra íslenskuna vel. Með því móti yrði aðlögun að íslensku sam- félagi auðveldari. Þeir hafa allir alið upp börn sín í íslenskum siðum, þótt þeir hafi að vísu alið upp börn sín í meiri aga en íslendingar, en hafa einnig gætt þess að miðla þeim að einhverju leyti arfí forfeðr- anna. Sá arfur ætti þá vonandi að skila sér til íslensks samfélags í formi nýrra hugmynda og fjöl- breyttari starfa. MALPSEMW ÓGLEYMANLEG „ÉG AKVAÐ strax að laga mig að siðum Islendinga því það var ljóst að þeir mundu ekki laga sig að siðum mínum," segir Elísa- bet Csillag sem kom til íslands í kjölfar uppreisnarinnar í Ungverjalandi árið 1956. Eftir átta ára dvöl hér á landi var hún ord- in ekkja með tvö ung börn, en þrátt fyrir það hefur henni frá byrjun fundist mjög gott að búa á íslandi. K lísabet kom til landsins í hópi landa sinna ¦^-^ og var í fylgd vinkonu sinnar og fjölskyldu sem hún þekkti. „Við fengum óskaplega góðar móttökur þegar við komum og fyrstu tvær vik- urnar gisti hópurinn í Hlégarði í Mosfellsbæ. Með aðstoð Rauða krossins fengum við atvinnu og þar sem ég var nýútskrifuð sem hjúkrunar- fræðingur fékk ég starf á Landspítalanum. Ég starfaði þar í tvö ár eða þar til ég gifti mig og fór að eignast börn. Maðurinn minn var einnig Ungverji, en því miður missti ég hann eftir aðeins sex ára hjúskap. Þegar ég var orð- in ekkja með tvö smáböm fluttist ég i Vesturbæ- inn og fékk vinnu á röntgendeild Landakotsspít- ala, skammt frá heimili mínu. Þetta gekk allt saman mjög velþví ég fékk svo mikla hjálp og stuðning frá íslendingum, bæði frá nágrönnum og þeim sem þekktu til min. Systurnar á Landakotsspítala reyndust mér einnig mjög vel. Það var í raun stórkost- legt og alveg ógleymanlegt. Börnin mín ólust upp eins og önnur íslensk börn, þau töluðu íslensku í leikskóla og í skólan- um, en heima talaði ég við þau á ungversku þanníg að þau tala bæði tungumálin núna. Mér gekk þó mjög illa í fyrstu að læra íslenskuna því hún er álíka furðulegt mál og ungverskan. Sjúklingarnir á Landsspítalanum voru mjög elskulegir og kenndu mér það sem þeir gátu. Ég hafði líka verið á stuttum íslenskunámskeið- um, en þegar ég gifti mig og hætti að vinna var eins og kunnáttunni hrakaði um tíma. Þeg- ar börnin mín fóru svo í skóla lærði ég íslensk- una af þeim. Ég lærði með þeim, við lásum saman Gagn og gaman og fleiri góðar bækur! Nú svo fór ég að lesa bækur og blöð og þetta Morgunblaðið/Júlíus Elísabet Csillag MÉR gekk mjög illa að læra íslenskuna í fyrstu, hún er álíka furðulegt mál og ung- verskan. kom fljótlega, einkum eftir að ég fór að vinna aftur. Mér gekk mjög vel að kynnast íslendingum og mér finnst þeir yndislegir, alltaf reiðubúnir að rétta hjálparhönd ef þeir geta. Ég eignaðist strax vini þegar ég byrjaði að vinna og hafði að sjálfsögðu líka mikið samband við landa mína. í Ungverjalandi átti ég foreldra á lífi og við skrifuðumst alltaf á. Það var dálítið erfitt að vera fjarri þeim, en þegar ég gifti mig og eignaðist fjölskyldu breyttist það. Eftir að ég fékk ríkisborgararétt fór ég strax í heimsókn með börnin mín til foreldra minna. Þau eru nú látin, en ég á marga vini í Ungverjalandi sem ég heimsæki stundum." Elísabet er kalvínstrúar, sem er kristin mót- mælendatrú, en eiginmaður hennar var kaþólsk- ur og það eru börnin þeirra einnig. Trúarlífíð hefur því ekki verið neinn þröskuldur og hið sama má segja um siði og daglegar venjur. Elísabet segir að siðir Ungverja séu ekkert mjög ólíkir þeim siðum sem hér tíðkast, en hún hafi þó fljótlega lagað sig að siðum íslendinga því hún hafi vitað að þeir mundu ekki laga sig að hennar. Þó heldur hún í matarvenjur heima- lands síns einkum á stórhátíðum, og hefur orð- ið að gefa margar uppskriftir að ungverskum mat um ævina. „Það sem kom mér kannski helst á óvart hér hvað siði snertí, var það hversu ókurteisir karl- menn voru. í Evrópu eru karlmenn mjög kurteisir við konur, opna dyrnar fyrir þær og svo framveg- is, en ef ég opnaði dyr hér, ruddust þeir í gegn! Þetta finnst mér þó vera að breytast, einkum eft- ir að menn fóru að ferðast meira til útlanda." Það sem kom mér helst á óvart hvað siði snerti, varþað hversu ókurteisir karlmenn voru. Elísabet segir að tímarnir hafi oft verið erfið- ir, einkum þegar hún var orðin ein' með tvö börn, þvi í byrjun sjöunda áratugarins hafi ein- stæðar mæður ekki fengið þá aðstoð sem þær fá í dag. „En þetta bjargaðist nú samt. Ég vann úti fullan vinnudag og mér tókst að kaupa mér íbúð. Við vorum dugleg, börnin mín seldu Morgunblaðið og Vísi, og unnu ýmis störf. Þau lærðu fljótlega að bjarga sér og vera sjálfstæð. Enda hefur þeim vegnað vel. Ég get ekki kvart- að yfir afkomunni núna, ég er mjög ánægð með það sem ég á. Ég bý í eigin íbúð, er skuld- laus og i ágætri vinnu." Elísabetu finnst erfitt að segja til um hvar ræturnar séu. „Mér finnst ég eiga tvö heimili, ég fer bæði heim til Ungverjalands og heim til íslands. Ég var aðeins 22 ára gömul þegar ég kom hingað og er því búin aðbúa miklu lengur á íslandi en í Ungverjalandi. Ég get ekki hugs- að mér að flytjast til Ungverjalands aftur, enda eru börnin mín hér og auk þess á ég tvö yndis- leg barnabörn. En mér þykir vænt um að fá að halda ungverska nafninu mínu!" KEREiÐ ERFiÐAST „STUNDUM finnst mér ég vera íslendingur, einkum heima hjá mér og í vinnunni, en ekki á götum úti," segir Jón Bui, sem kom frá Víetnam fyrir fjórtán árum og hefur verið búsettur hér síðan. Hann er kvæntur íslenskri konu, á þrjú börn og hefur gengið vel að aðlagast íslensku þjóðfélagi. Hann segir að erfiðast hafi verið að átta sig á ís- lenska efnahagslífinu og kerfinu í heild, vegna stöðugra breytinga sem eiga sér stað. Jón Bui er fæddur og uppalinn í Suður-Víet- nam og stundaði háskólanám í landmæl- ingaverkfræði í Saigon. í kjölfar stríðsins í Víet- nam kom hann hingað til lands árið 1979 í hópi víetnamskra flóttamanna, en var einn síns liðs. Hann byrjaði á því að læra íslensku í tvo mánuði, vann um tíma við fiskvinnslustörf, en fékk fljótlega starf sem mælingamaður hjá Reykjavíkurborg og síðar hjá Landsvirkjun þar sem hann starfar nú. „Það var nokkuð erfitt í fyrstu að kynnast íslendingum því þeir eru feimnir og ég er það reyndar líka! En ég kynntist íslenskri fjölskyldu sem reyndist mér mjög vel. íslendingar eru mjög hjálpsamir, og ef maður eignast þá að vinum, eru þeir mjög góðir vinir. Einn fyrrver- andi yfirmaður minn til dæmis hjálpaði mér með íslenskuna og harðneitaði að tala við" mig ensku. Þar af leiðandi lærði ég málið fyrr en ella." Jón segist umgangast mest Islendinga þótt hann hafí auðvítað kynnst mörgum austur- landabúum hér á landi. „Þótt við eigum það sameiginlegt að koma frá austurlöfldum erum við oft mjög ólík og skoðanir okkar fara ekki alltaf saman. Ég er alinn upp í kapítalsku þjóðfé- lagi en Norður-Víetnamar og Kínverjar til dæm- is í kommúnistaríki þannig að viðhorf okkar stangast oft á. Ég hef heldur ekki mikinn tíma fyrir kunningja, því ég vinn mikið útí á landi og kýs því að vera með fjölskyldunni þegar ég á frí." Jón kynntist konu sinni 1986 og eiga þau nú þrjú börn. Á heimili þeirra er eingöngu töluð íslenska. „Ég hef nú ekki kennt þeim móðurmál- ið mitt, þannig að þeim gekk nú ekkert of vel að skilja systkini mín sem nú búa í Bandaríkjun- um, en það lagast nú líklega þegar þau eldast og læra betur ensku." Morgunblaðið/Júlíus Jón Bui SAMSKIPTI yfirmanna og undirmanna eru eðlileg og óþvinguð og það kann ég best að meta í fari íslendinga. Börnin hafa verið alin að mestu upp í íslensk-, um siðum og venjum. „Ég var ekki ókunnur evrópskum siðum því Suður-Víetnam var lengi undir yfirráðum Frakka og því gætir þar mjög evrópskra áhrifa. Ég hef ekki haldið fast í siði eða venjur þjóðar minnar, nema kannski matar- venjur, við borðum yfirleitt austurlenskan mat. En ef ég finn að siðir heimalands míns eiga ekki við hér, sleppi ég þeim. Ég held þó að ég ali börn mín upp í meiri aga en hér tíðkast því ég álít að þau séu þá betur undir það búin að takast á við ýmis vandamál." Þótt Jón Bui ali börn sín upp við aga eins og menn gera yfirleitt í flestum löndum, finnst honum þó mesti kosturinn við að búa á íslandi vera sá, að vera laus við heraga. „Samskipti yfirmanna og undirmanna eru eðlileg og óþving- uð og það er sá þáttur sem ég kann best að meta í fari íslendinga. í Víetnam eru menn oft hræddir við yfirmenn sína. Hér getur maður líka talað við sér eldra fólk á jafnréttisgrund- velli, en slíkt væri óhugsandi í heimalandi mínu." Þótt Jóni hafi tekist vel að aðlagast íslensku þjóðfélagi var þó ýmislegt sem kom honum undarlega fyrir sjónir. „Mér fannst mjög skrýt- ið að sjá konur drekka sterka drykki og verða jafnvel drukknar. Ég hafði í hæsta lagi séð konur í Víetnam reykja! Einnig fannst mér furðulegt hversu fólk lifði frjálslegu kynlífi. Hér er fólk oft farið að sofa saman eftir dags- kynni, en í Víetnam er fólk saman í eitt til tvö ár áður en það fer að sofa hjá, þarf jafnvel að hafa þekkst lengi áður en það fer að kyssast! Mér fannst það líka áberandi hversu miklar kröfur íslendingar gerðu í sambandi við húsbún- að og bíla, þótt þeir þyrftu að setja sig í skuld- Mérfannst mjögskrýtið að sjá konur drekka sterka drykki ogverða jafnvel drukknar. ir til að eignast þessa hluti. Víetnamar forðast skuldir aftur á móti, eru hræddir við að skulda." í sambandi við trúmál hafa engin vandamál verið því Jón er kristinn. í Víetnam aðhyllast um 50% þjóðarinnar þjóðtrú, sem er svipuð búddatrú, um 20% eru kristinnar trúar og 30% búddatrúar. Erfíðast fannst Jóni að átta sig á kerfinu, einkum á skatta- og vaxtamálum. „Ég safnaði peningum og keypti mér íbúð árið 1983 og sfð- an aðra stærri þegar ég gifti mig. MéR fmnst erfitt að kaupa íbúð hérna því óstöðugleikinn er svo mikill 1 vaxta- og lánamálum. Það er því ekki auðvelt fyrir útlendinga að rata í þessu kerfi og koma undir sig fótum hér, þegar við bætist að þeir hafa ekki þennan stuðning frá fjolskyldu sinni sem íslendingar hafa^ oftast." Stundum finnst mér ég vera orðinn íslending- ur, einkum þegar ég er heima hjá mér og í vinn- unni, en ekki á götum úti. Ég geri ráð fyrir að austurlenskt útlit geri það að verkum að fólk lítur á mig sem útlending. Ef ég ætti að gefa þeim útlendingum, sem nú eru að hefja hér göngu sína, góð ráð, mundi ég hiklaust benda þeim á að kynna sér vel lög þau og regl- ur sem gilda í landinu, og læra íslenskuna sem allra fyrst. Mér fínnst það fáránlegt þegar út- lendingar sem ætla að setjast hér að, tala ensku."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.