Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
3
Jöklar landsins ganga fram
JÖKLAR landsins hafa verið að ganga fram síðustu 30 árin eftir
að hafa hopað í a.m.k. 30 ár þar á undan. Fylgst hefur verið með
jöklabreytingum siðan 1930 en þá setti Jón Eyþórsson niður mælistik-
ur víða við jökla landsins og fékk heimamenn til að fylgjast með
breytingum þeirra.
„Jöklar eru aldrei stöðugir, aldrei
í jafnvægi við veðurfarið því það
breytist frá sumri til vetrar, á milli
ára og á árabilum. Við höfum fylgst
mjög vel með hvernig jökulsporðar
hafa færst fram og til baka í meira
en 60 ár og höfum fengið mjög skýra
mynd af breytingunurn," sagði Oddur
Sigurðsson jarðfræðingur í samtali
við Morgunblaðið en hann heldur
erindi um þetta efni á haustfundi
Jöklarannsóknafélags Islands 2. nóv-
ember nk.
„í stórum dráttum má segja að
allir jöklar á landinu hafi hopað á
tímabilinu 1930-63. Undanfarna tvo
til þrjá áratugi hafa jöklar verið að
vaxa, gagnstætt því sem menn hafa
almennt haldið. Þessi breyting hefur
þó blasað við, t.d. öllum sem fara inn
í Þórsmörk. Þar má sjá að lónið sem
Gígjökull rennur niður í og farið er
yfir á bíl rétt fyrir neðan þefur verið
að minnka í 30 ár. Það er orðið helm-
ingurinn af því sem það var um 1970.
Ég ætla að benda á hvernig jökla-
breytingamar hafa komið fram með
línuritum og ljósmyndum og reyna
að tengja þær veðurfarsþáttum. Þar
er það einkum sumarhiti sem virðist
skipta máli. Árið 1926 hlýnaði tiltölu-
lega skyndilega og í einhveija ára-
tugi eftir það var hlýrra en verið
hafði áður. Síðan hefur verið að kólna
og það haft þau áhrif á jöklana að
þeir ganga fram. Það er fyrst og
fremst lofthiti á sumrin_ sem skiptir
máli í þessu sambandi. Úrkoma ger-
ir það að einhveiju leyti líka en ekki
eins miklu og lofthitinn."
Haustfundur Jöklarannsóknafé-
lags íslands verður haldinn í Nor-
ræna húsinu þriðjudaginn 2. nóv-
ember nk. óg hefst hann kl. 20.30.
Erindi Qdds nefnist Jöklabreytingar,
einkum hin síðari ár. Á fundinum
talar Ari Trausti Guðmundsson einn-
ig um fjallaferð í Pakistan.
Efri hæðum
húsa í mið-
borg verði
breytt í íbúðir
Þróunarfélag vill að
borgin láni 15 millj.
STJÓRN Þróunarfélags Reykja-
víkur hefur lagt til við borgarráð
að á næsta ári verði ráðist í til-
raunaverkefnið íbúð á efri hæð-
inni i miðborg Reykjavíkur. Þar
verði lögð áhersla á að breyta
hæðum fyrir ofan verslanir- og
þjónustuhúsnæði í íbúðir. Lagt er
til að Reykjavíkurborg veiti 15
milljóna króna lán til tíu ibúða.
Miðað verði við að meðallán á íbúð
verði 1,5 millj. og að lánað verði til
fimm ára án vaxta en verðtryggt.
Leitað verði eftir samstarfi við Hús-
næðisstofnun ríkisins um framlag til
verkefnisins er standi undir kostnaði
við ráðgjöf arkitekts og verkfræðings
sem veitt verði húseigendum að
kostnaðarlausu. Að loknu verkefni
verði málið endurmetið og mótuð
stefna til framtíðar.
Skemmdarverk og glæpir
í greinargerð með tillögunni segir
að ein af orsökum þess að miðborg-
um hefur hnignað sé talin vera sú
að íbúum hafi fækkað. Eftir standi
miðborgir, þar sem fáir eru á ferli
þegar verslunum, skrifstofum og
bönkum hefur verið lokað. Afleiðing-
in sé aukin hætta á skemmdarverk-
um og glæpum.
Aðrir kostir sem íbúð á efri hæð-
inni hefur er aukið öryggi fyrir versl-
unareigendur, þar sem síður er hætt
við innbrotum ef búið er í húsinu.
Aukin verslun í miðborginni með
fjölgun íbúa. Aukið verðmæti fast-
eigna vegna endurbóta. Auknar tekj-
ur húseigenda vegna breyttrar nýt-
ingar á húsnæði. Fleiri íbúðir fást
fyrir einhleypt og bamlaust fólk.
Loks má nefna spamað fyrir borgar-
yfirvöld þegar byggðu en illa nýttu
húsnæði er breytt í íbúðir sem dreg-
ur úr þörf fyrir að taka ónumið land
undir íbúðabyggð og dýr þjónustu-
og umferðarmannvirki sparast.
-----------♦ ♦ ♦-----
Sorpa vill nýta
gamla hluti
SORPA stefnir að því að koma
aftur í notkun nýtanlegum hlutum
sem fólk vill losa sig við, til dæm-
is húsgögnum sem komið er með
á gámastöðvarnar. Magnús Steph-
ensen lijá Sorpu segir þó að slíkt
verði ekki gert nema með leyfi
eigenda hlutanna.
Að sögn Magnúsar hafa tilraunir
verið gerðir með að koma hlutum
aftur í notkun, aðallega í samvinnu
við líknarfélögin. Stefnt væri að því
að koma þessu í fastara form.
Opinn fulltrúaráðsfundur Sorpu
var haldinn í Hafnarborg í Hafnar-
firði í gær. Á fundinn komu fulltrúar
atvinnulífsins og neytenda og ræddu
um störf Sorpu. Magnús sagði ljóst
að í framtíðinni yrði samráð Sorpu
og notenda þjónustu hennar aukið.
Við opnum á ísafirái í clasf!
í tilefni af opnun METRÓ á Akureyri um síáustu
kelgi ogf á Isafirái í clagf, kjóá-
um viá 15% afslátt af öllum
vörum í öllum MHTRÓ
verslunum næstu daga.
15%
M
METRO
- miðstöð heimilanna
Reykjavík
í Mjódd og Lynhálsi 10
670050 675600
Akureyri
Furuvöllum 1
96-12780
ísafirði
Mjallargötu 16
94-4644
J