Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 33

Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 33 Minning Einar Bjarnason fv. aðalvarðstjóri Löng-um og ströngum veikindum er lokið, Einar Bjamason er búinn að fá hvíldina og er horfinn í fegri heim. Minningar um góðan dreng sækja að, bjartar og ljúfar. Ég man hann sem fallegt og efnilegt barn á fyrsta ári í faðmi kornungrar móður sinnar, Sigurlaugar A. Knudsen, sem dvaldist með drenginn sinn hjá ömmu sinni og alnöfnu, prestsekkj- unni frú Sigurlaugu Árnadóttur Knudsen frá Breiðabólstað í Vestur- hópi, dóttur stórbóndans Áma Sig- urðssonar í Höfnum á Skaga, þess sem um var ort á sínum tíma: Þegar vorsins hrið og hret hrella menn á Skaga, gripur Ámi kom og ket og kastar í svanga maga. Á þeim tíma var Hafnaheimilið annálað fyrir rausn og höfðingsskap, en tímamir breytast og nú bjó stór- bóndadóttirin og prestsekkjan í litlu leiguhúsnæði á Suðurgötunni í Reykjavík ásamt barnabami sínu, Sigurlaugu yngri, og syni hennar, barnabarnabarninu Einari litla Bjarnasyni. í húsinu bjó einnig önn- ur eldri kona, frú Oddný Sverresen að nafni, og var hinn yndislegi litli hnokki augasteinn þeirra allra þriggja kvennanna. En fátæktin var yfirþyrmandi. Unga stúlkan var ein- stæð móðir og fá úrræði til bjargar. Þegar því góður samastaður fyrir drenginn bauðst hjá miðaldra hjón- um í sveit, varð það að ráði að þekkj- ast það boð, og fór móðirin unga með Einar litla ellefu mánaða gaml- an austur að Hlíð í Lóni. Henni leist vel á fólkið og staðinn, og skildi því drenginn sinn eftir í umsjá þeirra heiðurshjóna Stefáns Jónssonar og Kristínar Jónsdóttur, er þar bjuggu ásamt börnum sínum. Þau hjón áttu fjögur börn, það yngsta þá um ferm- ingu, og að auki voru fimm börn Kristínar frá fyrra hjónabandi til- heyrandi fjölskyldunni. Um þetta leyti voru þó sum eldri barnanna farin að heiman. Á heimilinu var einnig eldri kona, frænka húsbónd- ans, Rannveig Sigurðardóttir að nafni. Hún var ómetanlegur og góð- ur starfskraftur á heimilinu, ein af því fólki gamla tímans, sem lagði alla sína orku í að hlúa að velferð þess heimilis er það dvaldi á. Einar var Rannveigu mjög kær og hún honum. Öll systkinin litu á litla drenginn sem bróður sinn. Þarna ólst Einar upp við mikið ástríki, óx og dafnaði, varð glæsimenni og hvers manns hugljúfi, glaður og glettinn. Einar var starfsfús og námsfús í besta lagi. Þegar honum óx fiskur um hrygg tók hann fullan þátt í hveiju því starfi, sem fyrir lá á búinu, eftir bestu getu. Á hverju sveitabýli þarf að sinna ótal störfum og verkefnum og á uppvaxtarárum Einars var véltæknin lítt komin til sögunnar. Ljárinn, orfið og hrífan voru aðal heyvinnutækin og heyið var flutt heim á klakk. Stórárnar voru óbrúaðar og hestarnir þau „flutningstæki" sem mest og best komu að notum. Einar náði sem sagt að kynnast af eigin raun lífsbar- áttu fólks eins og hún var og hafði verið öldum saman, og seinna upp- lifði hann það að sjá framfarir í sam- göngum og tæknivæðingu síðari ára gjörbreyta starfsháttum fólksins. Hinu kynntist hann einnig, að í öllum sínum önnum og erfiði á uppvaxtará- rum hans, var fólkið glatt og átti ómældar ánægjustundir, sem hann tók heils hugar þátt í. Árin liðu. Einar fann að lífíð hafði upp á margt að bjóða. Hann var bráðvel gefinn og fór nú að huga að menntun sinni. Hann - las utan skóla undir landspróf og fór síðan að Laugavatni til prófs og varð efst- ur í landsprófi það árið. Haustið 1959 fór hann til Ameríku og dvald- ist þar um nokkurt skeið. Kom síðan alkominn heim aftur og fékk nokkru síðar stöðu sem lögregluþjónn í Reykjavík, var þar búsettur síðan og varð aðalvarðstjóri við lögregluna þar, virtur og vel Iiðinn. Alla tíð áttu heimaslóðirnar í Lóni sterk ítök í huga Einars. Fólkið þar var hans fólk, hann var mikill og góður vinur þess. Hús hans og heim- ili stóð því ávallt opið. Börnin hans dvöldust flest um margra ára skeið í Lóni á sumrin og sjálfur var Einar ávallt aufúsugestur þar. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var skosk, Mary að nafni. Með henni átti hann þijú böm, þau Rannveigu, Kristin Stefán og Skafta Paul. Séinni kona hans var Sigrún Holdahl, norsk að ætt. Þau eignuðust tvö börn, Klöru Kristínu og Sigurð Holdahl. Auk þess átti hann tvö stjúpbörn, dætur Sigrúnar, þær Sunnevu og Steinunni Pétursdætur. Barnabörn Einars eru átta — auk þriggja barna stjúpdætranna, sem hann leit einnig á sem sín afabörn. Öllum sínum börnum, tengdabörnum og barna- börnum var Einar mikill og góður faðir og afi. Þau hafa mikils að sakna og margs góðs að minnast. Sigrún kona Einars er mikil mannkosta- kona, sem hefur sýnt það og sannað í hinni löngu og ströngu veikindabar- áttu manns síns, hversu mikils kær- leikurinn er megnugur. Hún stóð við hlið hans sem traust bjarg alla tíð uns yfír lauk. Nú eru þau umskipti orðin hjá Einari, sem allra bíða. Ekki efast ég um að hann átti góða heimkomu í ríki eilífðarinnar. Guð blessi hann og ástvini hans alla í Jesú nafni. Friður sé með honum. Sigurlaug Árnadóttir, Hraunkoti í Lóni. Við viljum í örfáum orðum minn- ast ástsæls aðalvarðstjóra okkar og trausts vinar, Einars Bjarnasonar. Einar var mestan hluta starfsfer- ils síns í lögreglunni á A-vakt al- mennrar deildar og varð hann aðal- varðstjóri okkar 1985. Hann gegndi því starfi þar til hann varð að hætta vegna veikinda. Einar var traustur starfsfélagi og trúverðugur yfirmaður sem við gát- um, ekki síður en aðrir borgarar, leitað til með úrlausn vandamála. Hann var mjög hlý persóna, hafði mikið til að gefa og var ónískur á það. Öllum sem til þekktu hlýnaði um hjartarætur þegar hann bað okk- ur að gera eitthvað með orðunum „Heyrðu skepnan mín.“ Þessi orð hljómuðu ekki móðgandi frá Einari, eins og þau hefðu hugsanlega gert frá einhvetjum öðrum. Oft var stutt í stríðnina hjá Ein- ari og fór enginn vinnufélaga hans varhluta af henni. Hægt væri að segja margar sögur af því. Einu sinni þegar fangageymsla lögreglunnar var tóm skrapp varðstjóri þar frá. Á meða hann var í burtu sá Einar sér færi á að gera honum smá skrá- veifu. Dundaði hann sér við að tína fram skófatnað, sem hann raðaði fyrir framan allar klefadyrnar, eftir að hafa lokað þeim. Gekk hann þannig frá að geymslan virtist full af „góðkunningjum lögreglunnar". Óhætt er að segja að Einari var skemmt er hann sá upplitið á varð- stjóranum þegar hann kom til baka og hélt að hann ætti framundan mjög ónæðisama vakt. Einar var mikill áhugamaður um félagsmál lögreglumanna og vann mikið að þeim. Hann var m.a. for- maður Lögreglufélags Reykjavíkur og Landssambands lögreglumanna um árabil. Skilaði hann miklu starfi á þessu sviði. Einars er sárt saknað og mun hann lifa í minningu okkar. Sigrúnu, eftirlifandi eiginkonu Einars, öðrum ættingjum hans og vinum vottum við okkar dýpstu sam- úð. Vaktfélagar. Fleiri minningagreinar um Einar Bjarnason bíða birtingar og munu birtast næstu daga. t Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ANNÝJU HERJÓLFSDÓTTUR BICHOFF, verður í kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði mánudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Guðmundur Aðalsteinsson, Margrét Guðlaugsdóttir, Kjartan Eðvarðsson, Ásrún Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ELLIÐADÓTTIR, Hraunbæ 196, sem lést 17. október, verður jarðsungin frá Frfkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Birna Kjartansdóttir Fisch, Armand Fisch, Nadia Rúna, Christine Alice og Stefany Birna Fisch. + Útför eiginmanns míns og föður okkar, KARLS ÞORKELSSONAR frá Arngeirsstöðum, Stóragerði 1 a, Hvolsvelli, fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljósthlíð í dag, laugardag, kl. 14.00. Hulda Hjartardóttir, Hjörtur Heiðdal, Sigríður Karlsdóttir, Gunnar Þór Karlsson. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, bróður okkar og mágs, EINARS ÞORKELS ARNKELSSONAR, Miðleiti 3. Elin Ágústa Jóhannesdóttir, Hrefna Ólafía Arnkelsdóttir, Kristján Smith, Katrfn Arnkelsdóttir, Kristján Tjörvason, Ragnheiður Arnkelsdóttir, Willy Þetersen, Guðmundur Bjarni Arnkelsson, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Árni Finnsson. Minning Maron Bjömsson frá Sandgerði Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegs afa míns, Marons Björnssonar, sem nú er dáinn. Eftir langvarandi veikindi lést hann í sjúkrahúsi Keflavíkur hinn 15. októ- ber síðastliðinn. Alla mína ævi átti afi heima á Ásabraut 3 í Sandgerði, en áður bjó hann á Siglufirði. Það er sárt að sjá á eftir svo kærleiksfullum og góðum manni eins og afi var. Þegar ég hugsa til baka koma margar góðar minningar upp í hugann. Afi spilaði m.a. brids og oft við einhveija í fjölskyldunni. Var hann þá ætíð glaður og einbeittur á svip. Einnig las hann mikið og fylgd- ist alltaf vel með öllum landsmálum. Hann var duglegur að stunda gönguferðir sér til ánægju og hress- ingar. Þá kom hann oft í heimsókn til mín og var hann einstaklega góð- ur og ástríkur við börnin mín. Hænd- ust þau mjög að honum og áttu þau saman margar gleðistundir. Á seinni árum var afi hættur að geta stundað sín áhugamál, þ. á m. lestur og brids, sökum veikinda. Ég vil þakka honum fyrir allar þær hamingjustundir sem hann hef- ur veitt mér og fjölskyldu minni. Ég mun ávallt minnast hans með söknuð í hjarta. Hrönn Guðjónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRSÆLL KR. EINARSSON lögregluvarðstjóri, Sigtúni 33, Reykjavík, sem lést 19. október, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Guðmunda V. Guðmundsdóttir, Kristjana Ársælsdóttir, Einar G. Ársælsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR RÓBERTSDÓTTUR, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn. Elísabet Anna Ingimundardóttir, Valmundur Einarsson, Róbert Karl Ingimundarson, Guðný Guðmundsdóttir, Albert Ingi ingimundarson, Sólrún Lilja Pálsdóttir, barnabörn og aðrir vandamenn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Lækjarhúsum, Borgarhöfn, Skipasundi 34. Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurborg Sigurðardóttir, Jóhann Kristmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlis- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, JÓHANNSEGGERTS JÓHANNSSONAR, Suðurgötu 46, Keflavík. Svanfríður Kjartansdóttir, Haraldur Þór Jóhannsson, Eindís Kristjánsdóttir, Hörður Ingi Jóhannsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Guðleif Harpa Jóhannsdóttir, Páll Arnason, Gísli Hlynur Jóhannsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigurlaug Hanna Jóhannsdóttir, Reynir Þór Reynisson, barnabörn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.