Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
7
Lausn í sjónmáli í
leikskóladeilunni
STARFSEMI leikskóla spítalanna verður tryggð áfram ef starfshóp-
ur málsaðila í deilunni nær samkomulagi. Að sögn heilbrigðisráð-
herra, Guðmundar Arna Stefánssonar, er það nú í sjónmáli.
Landakotsspítali leig1-
ir einkaaðilum leik-
skólann Brekkukot
LANDAKOTSSPÍTALI hefur gert samning við einkaaðila um að
leigja leikskólann Brekkukot frá 1. janúar á næsta ári. Börn sem
þar eru í vistun núna fá forgang um vistun hjá nýjum rekstraraðil-
um ef forráðamenn þeirra geta sætt sig við þau kjör sem boðið
verður upp á.
Að sögn Guðmundar Árna felst
samkomulagið í því að sveitarfélög-
in koma að málinu, hagrætt verður
í rekstri leikskólanna og ríkið mun
styrkja starfsemina þar til börn sem
nú eru í vistun komast á grunn-
skólaaldur. „Sum þeirra ganga út
strax næsta sumar og önnur verða
lengur. Nú er verið að ræða undir
hvaða formerkjum nýta megi pláss
sem losna. Með samkomulaginú
nást markmið um að tryggja áfram-
haldandi vistun barnanna, um starf-
*
Listasafn Islands
Sýning Braga
framlengd
YFIRLITSSÝNING á grafík-
verkum Braga Ásgeirssonar í
Listasafni íslands hefur verið
framlengd um eina viku.
í frétt frá safninu segir að sýn-
ingin hafi fengið góðar undirtektir
og aðsókn. Er þetta fyrsta sýningin
í nýjum flokki sérsýninga sem
Listasafnið hyggst standa fyrir á
næstu árum, þar sem tekið verður
saman úrval verka eftir íslenska
myndlistarmenn af eldri kynslóð,
eða dregnar upp heildarmyndir af
afmörkuðum þáttum í sköpunar-
starfi þeirra.
semi leikskólanna og störf fóstra
og annars starfsfólks leikskólanna.
Áform um sparnað heilbrigðisráðu-
neytisins munu nást að stórum
hluta. Ég vænti þess að hægt verði
að binda þessa hnúta á næstu viku
eða 10 dögum. Þá eiga menn að
vita hvar þeir standa á grundvelli
þessarar lausnar," sagði Guðmund-
ur Árni.
Aðeins framtíðarlausn kemur
til greina
Hópur fóstra fór á fund heilbrigð-
isráðherra á miðvikudag og gaf
hann þá fyrirheit um að uppsagnir
starfsfólks yrðu dregnar til baka
fyrir 10. nóvember. Að sögn Hrafn-
hildar Sigurðardóttur leikskóla-
stjóra á Furuborg, sem er einn af
leikskólum Borgarspítalans, er
starfsfólk leikskóla orðið mjög óró-
legt og lagði hún á það mikla
áherslu að finna yrði lausn á málinu
til frambúðar. Ekki kæmi til greina
af hálfu fóstra að endurráða sig á
leikskóla sem reka ætti til óákveð-
ins tíma.
„Við viljum fá að vita sem fyrst
hvaða framtíðarlausn er sjáanleg.
Ég vona að ríkið og sveitarfélögin
taki höndum saman um rekstur
leikskólanna því þetta er mál sem
snertir 700 börn, foreldra þeirra og
200 starfsmenn leikskólanna, þar
af um 100 fóstrur. Eins og málum
er háttað nú taka sveitarfélögin
ekki við þessum börnum nema í
hámark 6 tíma vistun," sagði
Hrafnhildur.
Fundað um stöðuna og
framtíðina
Fulltrúar foreldra hafa boðað
foreldra barna og starfsmenn á leik-
skólum og skóladagheimilum rík-
isspítala á fund á mánudag. Á fund-
inum verður rætt um framtíð leik-
skóla og skóladagheimila og stöð-
una eins og hún er í dag. í fundar-
boði segir að Guðmundi Árna Stef-
ánssyni og stjórnendum spítalanna
verði boðið á fundinn. Fundurinn
verður í Eirbergi, gamla hjúkrunar-
skólanum, mánudaginn 1. nóvem-
ber kl. 20.
------♦----------
Dýrara að
flytja mjólk
Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit
KAUPFÉLAGSSTJÓRI og sam-
lagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga
ákváðu nú nýverið að fengnu
samráði við stjórn Félags
eyfirskra nautgripabænda að
hækka flutningsgjald á mjólk úr
kr. 1,74 í 2,00 krónur vegna halla
á mjólkurflutningum.
Inniagt mjólkurmagn hjá mjólk-
ursamlagi KEA hefur dregist óeðli-
lega hratt saman á undanförnum
vikum og er til muna minna en á
sama tíma í fyrra. Líkleg skýring
á því er að hey eru lakari að gæðum
en á undanförnum árum.
Benjamín
Að sögn Bjarna Arthúrssonar,
rekstrarstjóra Landakotsspítala,
var gengið til samninga um að leigja
leikskólann í framhaldi af ákvörðun
heilbrigðisráðherra um að loka leik-
skólum spítalanna um næstu ára-
mót. „Þetta er í samræmi við bréf
frá ráðherra þar sem hann til-
kynnti um uppsagnirnar. Þar bend-
ir hann einnig á að til greina komi
að aðrir aðilar leigi leikskólana og
brugðumst við við bréfinu á þann
hátt sem sem uppálagt var,“ sagði
Bjarni.
„Með þessum hætti höfum við
einhverjar tekjur af húsnæðinu auk
þess sem við lítum svo á að við
höfum tryggt börnunum sem þar
dvelja nú valkost. Þau hafa forgang
að plássum á leikskólanum eftir að
nýr rekstraraðili tekur við.“
Leikskólinn hefur verið leigður
áhugahópi um stofnun barnaheimil-
is og þar munu starfa fóstrur,
grunnskólakennarar, listgreina-
kennarar og listamenn úr hinum
ýmsu listgreinum auk aðstoðar-
fólks. Að sögn Bjama er samning-
urinn ekki gerður til neins ákveðins
tíma en í honum eru uppsagnar-
ákvæði.
Á Brekkuborg eru nú starfandi
níu fóstrur. Þær láta allar af störf-
um um áramót og hefur ekki verið
boðin önnur vinna. Að sögn Mar-
grétar Bjarman fóstru á Brekku-
borg kemur engin af þeim fóstrum
sem þar vinna núna til með að vinna
á leikskólanum eftir að nýir rekstr-
araðilar taka við.
0 Morgunblaðið/Kristinn
Lunar bækur
STARFSMAÐUR Bústaðasafns kannar úrval lúinna bóka sem
eru til sölu í safninu, en yfirleitt leggja útibúin fjóra til fimm
bókakassa fram í einu og bjóða fólki til kaups á lágu verði.
Mikið er um úreltar fræðibækur og reyfara.
Selja bækur sem
ekki eru lengur
boðlegar til láns
BORGARBÓKASAFN Reykjavíkur hefur undanfarna mánuði
selt í þremur útibúum sínum bækur sem eru búnar að lifa sitt
fegursta og yrði fargað að öðrum kosti. Þórdís Þórarinsdóttir,
borgarbókavörður, segir að þegar bókasafnið tölvuvæddist hafi
verið farið í gegnum bókakostinn til að meta hvaða bækur
væru ekki þess virði að vera flokkaðar.
„Við vildum ekki eyða tíma í að
lagfæra þær bækur sem eru verð-
litlar hvort sem er né að líma á
þær strikaletursmiða og fara með
þetta í gegnum tölvukerfið vegna
kostnaðar því samfara," segir Þór-
dís. Hún segir að Borgarbókasafn
afskrifi á hveiju ári jafnaðarlega
um níu þúsund bækur og aðeins
sé til sölu brot þess fjölda en öðru
sé hent.
„Magnið fer eftir því hversu
mikið við finnum, jafnóðum og
unnið er í gegnum bókaforðann,"
segir Þórdís. „Okkur finnst blóðugt
að þurfa að eyðileggja bækur og
viljum gefa fólki kost á.að njóta
þeirra á einhvern hátt. Þetta er lít-
il fjáröflunarleið fyrir safnið."
Bækurnar eru seldar í Bústaða-
safni, bókasafninu í Gerðubergi og
í Sólheimasafni og kosta flestar frá
50-100 krónum, þó að sumar séu
seldar fyrir lægra verð og sumar
ögn hærra. Þórdís segir sölu sem
þessa algenga víða erlendis, t.d. á
Norðurlöndum, og húni þjóni hvar-
vetna þeim tilgangi að rýma til í
húsakynnum safna og losna við að
henda bókum á haugana.
Ágætu viðskiptavinir:
Breyttur
opnunartími
frá og með 1. nóvember.
► Verslun Skútuvogi 16:
8:00 9:00 10:00 11:00 12:00 13:00 14:00 15:00 16:00 17:00 18:00
l_________|________|________|________|_________|__
Mánudaga til föstudaga kl. 8
Laugardaga kl. 10
► Timbursala Súðarvogi 3-5:
Mánudaqa til föstudaqa kl 8
Laugardagalokað
Verslun og timbúrsala
Helluhrauni 16:
Mánudaga til föstudaga kl 9
Laugard. 9.
Geymið auglýsinguna.
HÚSASMKMAN
Súðarvogi 3-5 • Skútuvogi 16 • Helluhrauni 16
riqðt