Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
Ljósmyndarinn Jóhannes Long
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband 28. ágúst sl. í Dóm-
kirkjunni af sr. Valgeir Ástráðssyni
Birna Björk Þorbergsdóttir og Helgi
K. Sigurðsson. Heimili þeirra er á
Holtsgötu 22, Reykjavík.
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband 21. ágúst sl. í Landa-
kirkju af sr. Kjartani Erni Sigur-
bjömssyni Guðrún Kristín SÍgur-
geirsdóttir og Börkur Grímsson.
Heimili þeirra er á Höfðavegi 29,
Vestmannaeyjum.
Ljósmyndarinn.Jóhannes Long
HJÓNABAND. Gefin vom saman
í hjónaband 28. ágúst sl. í Bústaða-
kirkju af sr. Pálma Matthíassyni
Guðrún Gunnarsdóttir og Sölvi
Sölvason. Heimili þeirra er í Aðal-
stræti 55, Patreksfirði.
Ijósmyndastofa Suðurlands, Selfossi
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband 21. ágúst sl. í Odda-
kirkju af sr. Sigurði Jónssyni Haf-
dís Garðarsdóttir og Sigfús Davíðs-
son. Heimili þeirra er á Arnarsandi
4, Hellu.
Ljósm.st. Jóh. Valg.
HJÓNABAND. Gefín voru saman
í hjónaband 20. ágúst sl. í Hafnar-
kirkju af sr. Baldri Kristjánssyni
Heiður Kristjana Sigurgeirsdóttir
og Reynir Þórðarson. Heimili þeirra
er á Höfn.
Hamslausar Hamfarir
Hljémplötur
Árni Matthíasson
Hljómsveitin Ham verður seint
allra og líklega eru þeir fleiri sem
leggja á hana fæð, en dá. Það er þó
í góðu samræmi við vilja Hamliða,
sem segjast frekar vilja hatur en
hlutleysi. Þeir sem dá Ham, gera
það þó af hamsleysi, ef svo má
segja, og þeim svíður nokkuð að
enn verður bið á „almennilegri"
breiðskífu frá sveitinni, þó Ham,
Saga rokksins 1988-1993, sem
kom út fyrir stuttu, sé vel tii þess
fallin að halda mönnum við efnið.
Á Sögu rokksins er að finna eins-
konar safn af því sem hljómsveitin
Ham hefur fengist við frá því fyrsta
plata sveitarinnar, 10“ Hold, vakti
deilur þegar hún kom út 1988, fram
til síðasta hausts, þegar síðustu
lögin á plötunni voru tekin upp.
Eðli málsins samkvæmt hlýtur
plata sem þessi að verða sundur-
leit, ef ekki bara fyrir þróunina í
tónmáli þá fyrir mannabreytingar
sem hafa verið nokkrar á þessum
tíma, þó sami kjaminn sé enn til
staðar. Hljómsveitin Ham er í dag
skipuð þeim Sigurjóni Kjartans-
syni, helsta lagasmið sveitarinnar,
gítarleikara og söngvara, Óttari
Proppé, söngvara og textasmið,
Bimi Blöndal bassaleikara, en þeir
þrír hafa verið í sveitinni frá upp-
hafi, Jóhanni Jóhannssyni gítarleik-
ara, og Arnari Ómarssyni, en við
sögu á plötunni koma ýmsir aðrir,
þar helstur Flosi Þorgeirsson gítar-
leikari.
Niðurröðun á plötuna er í öfugri
tímaröð, sem kemur skemmtilega
út; stigið er niður til heljar og eftir
því sem á plötuna líður verður
hljómur hrárri og tónlistin að sama
skapi grófari og nær hámarki (lág-
marki?) í lokalagi disksins, titillagi
áðumefndrar 10“, Hold.
Siguijón Kjartansson er lunkinn
lagasmiður, eins og þeir fjölmörgu
sem sáu Sódómu Reykjavík geta
vitnað um, en í myndinni og á diski
sem kom út með tónlistinni átti
Ham stórleik. Öll lögin sem þar
heyrðust hefðu átt erindi á þennan
disk, ekki síst þegar litið er til þess
að fyrstu tvö lögin á plötunni eru
beinlínis hluti af þeim pakka. Það
breytir því þó ekki að Saga rokks-
ins er skemmtileg áheymar og
reyndar furðumikið samhengi sé
tekið tillit til samsetningar plötunn-
ar og kannski er skemmtilega
hrokafullur titill hennar ekki eins
út úr kú og margur hefði haldið;
eins og heyra má á tónleikum Ham
og sjá á viðtökum sívaxandi hóps
áheyrenda er Ham sönn sinfóníu-
hijómsveit æskunnar sem felur í sér
alla rokksöguna,' eða réttara sagt
þá þætti hennar sem veigamestir
eru.
A TVINNUAUGL YSINGAR
Hjúkrunarfræðingar
í Skjólgarði á Höfn er staða hjúkrunar-
fræðings laus nú þegar.
Á heimilinu eru 32 hjúkrunarpláss,
12 á ellideild auk fæðingardeildar.
íbúðarhúsnæði er til staðar.
Skjólgarður greiðir fyrir flutning á staðinn.
Allar nánari upplýsingar veita Amalía
Þorgrímsdóttir, hjúkrunarforstjóri, og
Ásmundur Gíslason, forstöðumaður,
símar 97-81221/81118.
Laus staða
Staða skrifstofustjóra virðisaukaskattsskrif-
stofu skattstofu Reykjavíkur er laus til um-
sóknar og veitist frá 1. desember 1993.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lög-
fræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafa
aflað sér víðtækrar sérmenntunar eða sér-
þekkingar um skattalöggjöf og framkvæmd
hennar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu-
neytinu fyrir 22. nóvember 1993.
Fjármálaráðuneytið,
28. október 1993.
VEIÐI
Laxveiðiá til leigu
Veiðifélag Bakkár óskar eftir tilboðum í veiði-
rétt í Bakká í Hrútafirði. Tilboðum skal skilað
til Björgvins Skúlasonar, Ljótunnarstöðum,
500 Brú, sími 95-11169, sem jafnframt gefur
upplýsingar, fyrir 20. nóvember. Áskilinn er
réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
AUGL YSINGAR
NAUÐUNGARSAÍA
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarstrætl 1,
ísafirði, þriðjudaginn 2. nóvember 1993 kl. 14.00 á eftirtöldum
eignum:
Hjallavegi 9, 0101, Flateyri, þingl. eign. Byggingarfélags Flateyrar
hf., eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins.
Hjallavegi 9, 0102, Flateyri, þingl. eign. Byggingarfélags Flateyrar
hf., eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins.
Hjallavegi 9, 0202, Flateyri, þingl. eign. Byggingarfélags Flateyrar
hf., eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins.
Hjallavegi 9, 0104, Flateyri, þingl. eign. Byggingarfélags Flateyrar
hf., eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins.
Hjallavegi 14, Flateyri, þingl. eign. Byggingarfélags Flateyrar hf.,
eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins.
Hjallavegi 16, Flateyri, þingl. eign. Byggingarfélags Flateyrar hf.,
eftir kröfu byggingarsjóðs ríkisins.
Hjallavegi 18, neðri hæð, Flateyri, þingl. eign. Byggingarfélags Flat-
eyrar hf., eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins.
Hjallavegi 18, efri hæð, Flateyri, þingl. eign. Byggingarfélags Flateyr-
ar hf., eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins.
Hjallavegi 20, neðri hæð, Flateyri, þingl. eign. Byggingarfélags Flat-
eyrar hf., eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins.
Hjallavegi 14, efri og neðri hæð, Suðureyri, þingl. eign Bergþórs
Guðmundssonar, eftir kröfu Fjárfestingarfélagsins Skandiu hf.
Mjallargötu 1, 2 h. C, 0203, ísafiröi, þingl. eign Byggingarfélags (sa-
fjarðar hf., eftir kröfu Byggingarsjóðs ríksins.
Sæbóli 2, Ingjaldssandi, Mýrahreppi, þingl. eign Elisabetar A. Péturs-
dóttur og Ágústar B. Péturssonar, eftir kröfum JFE byggingarþjón-
ustunnar hf. og Höfðafells hf.
Sýslumaðurinn á ísafirði.
skíðadeild
Vetrarkaffi verður sunnudaginn
31. okt. í skíðaskála deildarinnar
og hefst það kl. 15.00.
Allir Víkingar velkomnir.
Stjórnin.
VEGURINN
V Kristið samféiag
Smiðjuvegi 5, Kopavogi
Samkoma í kvöld með Richard
Parenchief kl. 20.00. Athugið að
síöasta samkoman með Richard
Parenchief að þessu sinni verð-
ur annað kvöld, sunnudags-
kvöld, kl. 20.00.
„Lát eigi hugfallast og óttast eigi,
því Drottinn þinn er með þér.“
W >
Frá Sálarrannsókna-
félagi íslands
Fyrirbænaguðsþjónusta verður
haldin í Fríkirkjunni sunnudaginn
31. október kl. 14.00, Séra Cec-
il Haraldsson þjónar fyrir altari.
Séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son predikar. Oragnisti Pavel
Smith. Einsöngur. Huglæknar
taka þátt í guösþjónustunni. Erla
Stefánsdóttir leiðir hugleiðslu.
Sálarrannsóknafélag
Islands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 SÍMI 682533
Sunnudagsferðir
31.október
1. Kl. 13.00: Gálgaklettur-Sýl-
ingarfell-Bláa lónið. Áhugavert
gönguland norðan Grindavíkur.
Bað í lok göngu ef vill.
Verð 1.100 kr., frítt f. börn.
Brottför frá BSl, austanmegin,
(og Mörkinni 6). Stansað við
kirkjug. Hafnarfj.
2. Kl. 14.00: Öskjuhlíð, saga,
náttúrufar. Stutt ganga (1,5
klst.) í fylgd Helga M. Sigurðs-
sonar, sagnfræðings, Árbæjar-
safni. M.a. skoðaðar stríðsminj-
ar, minjar um fjárborg og sel-
stöðu. Gangan er í tilefni sýning-
arinnar Hugspil, leikir og tóm-
stundir í Perlunni. Ekkert þátt-
tökugjald. Mæting við aöaland-
dyri Perlunnar.
Munið vættaferðina á Sela-
tanga í kvöld, laugardagskvöldið
30. okt., kl. 20 (fullt tungl, fjörub-
ál).
Farið á slóðir Tanga-Tómasar.
Hafiö Ijós meðferðis.
Brottför frá BSÍ, austanmegin.
Verð 1.100 kr. Allir eru velkomn-
ir í Ferðafélagsferðir.
Þriðjudagskvöldið 2. nóv.
kl. 20.30: „Drekkið kaffi með
Eiríki“ á opnu húsi í Mörkinni
6 (risi).
Mætið í góðan félagsskap.
Ferðafélag (slands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænasamkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur: Ath. að brauðs-
brotning færist fram á næsta
sunnudag.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Niðurdýfingarskírn.
Ræðumaöur Svanur Magnússon.
Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00.
Biblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur: Gospel tónleikar
kl. 20.00.
Laugardagur: Bænasamkoma
kl. 20.30.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Dagsferð sunnud. 31. okt.
Kl. 10.30: Brautarholt-Saurbær.
Gömul þjóðleið á Kjalarnesi.
Reikna má með 3-4 klst. langri
göngu. Brottför frá BSl, bensín-
sölu. Verð kr. 1200/1300.
Haustblót 6.-7. nóvember
Gist verður ( Nesbúð við Nesja-
velli. Gönguferðir um Grafning
og Hengilssvæöið. Sameiginleg-
ur matur. Ath. að þeir, sem vilja
taka þátt í lokaáfanga Þingvalla-
göngu, verða sóttir í Nesbúð.
Nánari upplýsingar og miðasala
á skrifstofu Útivistar.
Útivist.