Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 29

Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 29 Minning Viktoría Kolfinna Ket- ilsdóttir frá Kaðla- stöðum á Stokkseyri Fædd 18. janúar 1898 Dáin 19. október 1993 Kynni mín af Viktoríu Ketilsdótt- ur frá Kaðlastöðum hófust árið 1982, er ég hóf sambúð með dóttur- syni hennar Símoni sem heitir eftir afa sínum frá Kaðlastöðum. Hún bjó þá hjá tengdaforeldrum mínum, Bennu dóttur sinni og Tómasi í Hafsteini á Stokkseyri. Viktoría reyndist mér góður fé- lagi og vinur frá fyrstu kynnum. Oft sátum við saman í eldhúsinu i Hafsteini og hún sagði mér sögur frá því í „gamla daga“. Hún mundi allt svo vel og sagði þannig frá að unun var á að hlýða. Viktoría sagði mér oft frá konu sem var vinnu- kona á Kaðlastöðum og hét Þuríður Árnadóttir og var kölluð Þura. Hún lýsti henni þannig fyrir mér að mér fannst ég hafa þekkt hana alla tíð þótt hún væri löngu látin. Viktoría prjónaði mikið, og mörg vettlinga- og sokkapörin færði hún á mitt heimili. Hún var barngóð og fannst börnunum alltaf gaman að fara til langömmu, sem mátti alltaf vera að því að tala við þau og ósjald- an laumaði hún upp í þau sælgætis- mola. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Viktoría! Ég veit að nú ertu hjá Guði almáttugum og þú færð að sjá og hitta þá sem gengn- ir eru á undan og þú unnir svo mjög. Guð geymi þig. Fjóla B. Ægisdóttir. í dag verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju elskuleg amma okkar Viktoría Kolfinna Ketilsdótt- ir, fyrrum húsfreyja að Kaðlastöð- um á Stokkseyri. Hún var fædd 18. janúar 1898 í Rauðarhóli á Stokks- eyri, dóttir hjónanna Hildar Vigfús- dóttur frá Jaðarkoti og Ketils Jónassonar frá Keldnakoti. Amma átti einn bróður, Guðmund, fæddan 1902, sama ár og fjölskyldan flyst að Kaðlastöðum, þar sem hún bjó alla tíð. Amma giftist 1918 Símoni Stur- laugssyni, f. 1895, frá Starkaðar- húsum. Hófu þau sinn búskap að Kaðlastöðum og tóku fljótlega við búinu af foreldrum ömmu. Amma og afi eignuðustu þrjú börn. Þau eru Ketill Hilmar, f. 1919, Sturla, f. 1920 d. 1989, og yngst er Bjarn- fríður, f. 1921. Afi og amma bjuggu venjulegu sveitabúi, en afi sótti líka sjóinn og var formaður á Stokks- eyri margar vertíðir. Afi dó 1957 og var amma því búin að vera ekkja í 36 ár. Á heimil- inu var í um sjötíu ár Þuríður Árna- dóttir, og héldu þær amma áfram búskapnum í nokkur ár eftir að afi dó. Þura gamla var miki! vinkona okkar krakkanna og alveg sérstök gæðasál og dugnaðarkona, en hún dó 1974. Árið 1978 var amma orðin heilsu- lítil og fluttist hún þá að Hafsteini til Bennu dóttur sinnar og manns hennar Tómasar Karlssonar. Þau önnuðust ömmu í mörg ár af mik- illi umhyggju og alúð. Síðustu tvö árin var amma sjúklingur á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi, síðast á Ljósheimum, þar sem hún andaðist 19. október sl. Amma varð sem sagt tæplega 96 ára. Hún var farin að heilsu og kröftum þegar hún lést og við vitum að hún var hvíld- inni fegin. Börnin hennar ömmu giftust öll og átti hún orðið 40 afkomendur. Við systkinin eigum ömmu margt að þakka. Hún var mjög góð við okkur og reyndist Baldri bróður okkar alveg einstaklega vel í veik- indum hans þau ár sem hann dvald- ist á Kaðlastöðum. Amma hjúkraði mörgum sjúklingum um ævina og var mjög nærgætin og hlý við þá sem áttu bágt. í bernskuminningunni stendur PIPU- EINANCRUN kk í sjálflímandi rúllum, WC plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍIUISSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 BSamkomur með Richard Perenchief í Veginum laugardag og sunnudag Richard.Perenchief byrjaöi í þjónustu árið 1987 undir leiðsögn Benny Hinn. Hann er alinn upp í hefðbundinni kristinni kirkju. Nú er hann pastor yfir tveimur kirkjum í mið-Flórída. Einnig leiðir Richard biblíuskóla sem þjálfar fólk í þjónustu. Þetta er í 5. skipti sem Richard kemur til íslands síðastliðin 2 ár. Honum þykir vænt um (sland og vill tendra hugsjón hjá ungu fólki því til blessunar í framtíðinni. Komið og verið með í því sem Guð er að gera. okkur skýrast fyrir sjónum þegar amma fór í peysufötin sín á hátíð- is- og tyllidögum. Það þótti okkur alveg stórkostlegt og amma var svo falleg og tignarleg. Kvenfélagsjólaböllin með ömmu og áramótin á Kaðlastöðum verða okkur alltaf ógleymanleg. í raun- inni var alltaf hátíð þegar við kom- um að Kaðlastöðum. Amma tók á móti okkur ærslafullum og óþekk- um krökkum með svo mikilli mildi og hlýju að það virtust aldrei vera nein vandamál á þeim bæ. Margir unglingar voru í sveit á Kaðlastöð- um og er óhætt að fullyrða að amma og afi komu þeim öllum til nokkurs þroska og höfðu mannbæt- andi áhrif á ungar og ómótaðar sálir. Það er einmitt mildin hennar ömmu sem við minnumst einna best úr bernskunni. Amma var fé- lagi í Kvenfélagi Stokkseyrar og var í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í mörg ár. Við þökkum af alhug starfsfólk- inu á Ljósheimum fyrir hjúkrun hinnar látnu. Blessuð sé minning hinnar látnu. Hildur og Viktoría. _____________Brids_________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Húnvetninga Miðvikudaginn 27. október var spil- aður tvímenningur í tveimur 10 para riðlum. Úrslit A-riðill: Alfreð Kristjánsson — Jón Viðar Jónmundsson 124 Ólafur Ingvarsson - Jason Vilhjálmsson 121 Björn Kjartansson - Eyjólfur Ólafsson 119 Urslit B-riðill: Aðalfriður Pálsdóttir - Steinn Sveinsson 117 Aðalsteinn Helgason - Sveinn Sigurgeirsson 115 Þorsteinn Erlingsson - Sæbjörg Jónsdóttir 113 Miðvikudaginn 3. nóvember hefst 5 kvölda hraðsveitakeppni. Skráning hjá Valdimar í síma 37757, sem einnig aðstoðar við að koma saman sveitum. Bridsfélag SÁÁ 26. október sl. mættu 17 pör og spilaður var Mitchell-tvímenningur. Efstu pör urðu: N/S Rúnar Hauksson - Rósmundur Guðmundsson 226 GesturPálsson - MagnúsÞorsteinsson 212 Guðmundur Vestmann - Páll Bergsson 196 A/V Páll Sigurðsson - Sigurður Pálsson 224 ÞorsteinnKarlsson-ÞóroddurRaparsson 216 Bjöm Bjömsson - Guðm. Sigurbjömsson 210 Spilað er á þriðjudagskvöldum kl. 19.45. Bridsfélag Suðurnesja Sveit Jóhannesar Sigurðssonar fékk hæstu skor í hraðsveitakeppni sl. mánudagskvöld, hlaut 625 stig. Sveit Högna Oddssonar fékk 600 stig, Gunnars Guðbjömssonar 561 stig og sveit Garðars Garðarssonar fékk 555 stig. Minningarmótinu um Guðmund Ingólfsson verður fram haldið nk. mánudagskvöld kl. 19.45 stundvíslega. Bridsfélag Akureyrar Nú er lokið 11 umferðum af 27 í aðaltvímenningi félagsins. Staða efstu para er nú þessi: Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson 176 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 125 Magnús Magnússon - Jakob Kristinsson 121 Ævar Ármannsson - Sverrir Þórisson 97 Ásgeir Stefánsson - Hermann Tómasson 61 Stefán Vilhjálmsson - Vilhjálmur G. Pálsson 58 Af Sunnuhlíðarbrids eru þær fréttir að 14 pör sjriluðu síðastliðið sunnu- dagskvöld. I fyrstu þremur sætum urðu Ragnhildur Gunnarsdóttir og Gissur Jónasson með 202 stig, Reynir Helgason og Sigurbjörn Haraldsson með 187 stig og Kristján Guðjónsson og Jakob Kristinsson með 172 stig. Paraklúbburinn Nú er eitt kvöld eftir í hraðsveita- keppninni. Hæsta skor síðasta spila- kvöldið: Sv. Ljósbrár Baldursdóttur 603 Sv. Gróu Eiðsdóttur 587 Sv.EdduThorlacius 571 Sv. Borgarapóteks Heildarstaðan: 569 Sv. Gróu Eiðsdóttur 1.235 Sv. Ljósbrár Baldursdóttur 1.170 Sv. Erlu Siguijónsdóttur 1.165 Sv.EdduThorlacius 1.098 Sv. Sigrúnar Jónsdóttur 1.074 Sv. H.J.Ó.L. 1.064 Sv. Guðnýjar Guðjónsdóttur 1.159 Bridsfélag kvenna Lokið er þremur kvöldum í baromet- emum og er staða efstu para þessi: DúaÓlafsdóttir-MariaÁsmundsd. 181 Sigriður Pálsdóttir - Ingibjörg Halldórsd. 172 Dóra Friðleifsdóttir - Sigriður Ottósdóttir 132 SigrúnPétursdóttir-GuðrúnJörgensen 131 Elín Jóhannsdóttir - Hertha Þorsteinsd. 131 Erla Sigvaldadóttir - Lovísa Jóhannsdóttir 108 Bridsfélag Sauðárkróks Kristján Blöndal og Einar Svansson sigmðu í tveggja kvölda Butler tví- menningi sem nýlega er lokið. Þeir hiutu 119 stig en Sigurður Sverrisson og Jón Örn Bemdsen veittu þeim harða keppni, hlutu 118 stig. í þriðja sæti urðu Birgir Rafnsson og Sigur- geir Angantýsson með 92 stig. Bridsdeild Rangæinga Nú er hausttvfmenningi (Sigurleifs- bikar) lokið. Lokastaða: Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 983 Auðunn R. Guðmundsson - Leifur Kristjánsson 957 BaldurGuðmundsson-JónHjaltason 882 Sigurleifur Guðjónsson - Páll Vilhjálmsson 857 Hæstu skor í sðasta spilakvöldi keppninnar fengu: Auðunn - Leifur 207 Rafn - Þorsteinn 189 SPARIÐ ALLT AÐ 50% OG SETJIÐ SAMAN SJALF 'jörninn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálffur) og sparar þannig peninga. Gerðu verðsamanburð. — Það borgar sig. Eldhúsinnréttingar. Fataskápar. BJÖRNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 AMt trétyet^, óf<m#Áúsg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.