Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
Miklar umræður um veiðar við Svalbarða á aðalfundi LÍÚ
Veiðar á rækju við
S valbarða heimilar
MIKLAR umræður urðu um veiðar við Svalbarða á aðalfundi LÍÚ
í gærmorgun. Þetta umræðuefni tók um helming þess tíma sem
starfshópurinn um veiðar utan lögsögu hafði til umráða. Fram kom
að Islendingum er heimilt að veiða rækju á hafsvæðinu í kringum
Svalbarða. Útgerðarmenn tveggja rækjuskipa hafa fengið slíka heim-
ild frá Norðmönnum en ekki fylgt henni eftir. Jóhann Jónsson um-
ræðustjóri hópsins segir að hann telji að íslendingar eigi að afla sér
veiðireynslu við Svalbarða hið fyrsta.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
ávarpaði aðalfund LÍÚ eftir hádegið
í gærdag. Þar rakti hann ítarlega
aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vaxta-
málum. Davíð kvaðst vera viss um
að þessar aðgerðir myndu aðstoða
sjávarútveginn í aflasamdrættinum
og þeim tekjumissi sem orðið hefði
sökum hans.
Svalbarðasamkomulagið
Að loknu ávarpi forsætisráðherra
gerðu starfshópar grein fyrir störf-
um sínum. í ályktun um veiðar við
Svalbarða sem aðalfundurinn sam-
þykkti samhljóða er því beint til
stjórnvalda að ísland gerist ekki
aðili að Svalbarðasamkomulaginu
frá 1920 fyrr en ljóst er að það skaði
ekki hagsmuni okkar. Jafnframt er
það áréttað að fundurinn telur fulla
ástæðu til að stjórnvöld kanni þjóð-
réttarlega stöðu íslendinga varðandi
veiðar á svæðinu og láti reyna á
rétt okkar sem allra fyrst.
I ályktun um veiðar í Smugunni
kemur fram að aflaverðmætið þar
eftir tvo mánuði er nú í kringum
einn milljarður króna. Segir sig sjálft
að þessar veiðar skipta þjóðarbúið
verulegu máli og beri brýna nauðsyn
til að stjórnvöld styðji við bakið á
útgerðarmönnum þeirra skipa sem
stunda veiðar þar sem og á öðrum
fjarlægum miðum.
Fjöldi ályktana frá þeim þremur
starfshópum sem störfuðu á aðal-
fundinum í gærmorgun voru sam-
þykktar. Hinir hópamir tveir fjölluðu
um afkomuna og nýtingu takmark-
aðrar auðlindar. I ályktun frá síðast-
nefnda hópnum kemur fram hörð
gagnrýni á frumvarpið um breytta
stjóm fiskveiða, sérstaklega hvað
varðar hlut krókabáta, skerðingu á
geymslu aflaheimilda milli fiskveiða-
ára og takmörkunum á framsali
kvóta svo dæmi séu tekin.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 30. OKTOBER
YFIRLIT: Við strönd Grænlands norðvestur af Vestfjörðum er 1.000
mb lægð sem hreyfist norðaustur en 1.036 mb hæð yfir Suður-Skandin-
avíu. Milli Labradors og Suður-Grænlands er allmikil 977 mb lægð á
leið norðnorðaustur.
SPÁ: Vestan- og suðvestanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Smá
skúrir eða súld við vesturströndina en þurrt og víðast bjart veður ann-
ars staðar. Hiti 5 til 10 stig, en nálægt frostmarki norðaustanlands yfir
nóttlna.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan- og suðvestanátt, strekkingur norðan-
lands. Dálítil þokusúld með suður- og vesturströndinni, en annars þurrt
og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi.
HORFUR Á MÁNUDAG: Suðaustanstrekkingur og rigning suðvestan-
og vestanlands, en hægur vindur og að mestu þurrt í öðrum landshlutum.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Reikna má með nokkuö hvassri suðaustanátt,
rigningu víða um land og áframhaldandi hlýindum.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað
* / *
* /
r * r
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skýjað
Alskýjað
V
Skúrír Slydduél
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.(
10° Hitastig
Súld
Poka
riig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30fgær)
Þjóðvegir landsins eru nú flestir greiðfærir og háikulausir. Vtða er unnið
við vegagerð og eru ökumenn beðnir að gæta varuðar og aka þar eins
og annars staðar, samkvæmt merkingum. Um færð á hálendinu er ekki
vítað.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænnitfnu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA
kl. 12.00 í gær
UM HEIM
að ísl. tíma
Akureyrl Reykjavlk hiti 10 6 veAur skýjað úrkomaígrennd
Björgvin 6 skýjað
Helsinki 3 skýjað
Kaupmarmahöfn S þokumóða
Narssarssuaq +1 alskýjað
Nuuk 0 alskýjað
Ósló 3 skýjað
Stokkhólmur 6 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 18 hálfskýjað
Amsterdam 8 þokumóða
Barcelona 17 þokumóða
Berlín 6 súldásfð. klst.
Chicago vantar
Feneyjer 14 heiðskírt
Frankfurt 8 léttskýjað
Glasgow 8 alskýjað
Hamborg 6 þokumóða
London 11 mistur
LosAngeles 18 þokumóða
Lúxemborg 3 þokumóða
Madríd 11 skýjað
Malaga 18 skýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Montreal 6 skýjað
NewYork 9 alskýjað
Orlando 18 þokumóða
Parfs 10 heiðskírt
Madelra 20 skúr á sfð. klst.
Róm 21 skýjað
Vín 5 þoka
Washington 6 skýjað
Winnipeg +4 alskýjað
IDAG kl. 12.00
Heimikf: Veðurstofa Isfands
(Byggt á veðurspé kl. 16.16 f gær)
Lestur tíagbíaöa í október 1993
Fjölmiðlakönnun Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla íslands í október
58% lesa Morgun-
blaðið en 45% DV
MORGUNBLAÐIÐ er að meðaltali lesið sérhvern útgáfudag af 58%
svarenda í nýrri símaviðtalskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla
íslands en DV af 45% svarenda. Daglegur lestur Morgunblaðsins hefur
minnkað um fjögur prósentustig frá því í síðustu könnun stofnunarinn-
ar í júní en þá lásu 62% að meðaltali hvert tölublað Morgunblaðsins
og lestur DV hefur minnkað um fimm prósentustig eða úr 50%. Niður-
stöður fjölmiðlakönnunarinnar sýna einnig að færri fylgjast með frétt-
um útvarpsstöðva og fréttum sjónvarpsstöðvanna en í síðustu könnun
í júní.
Fjölmiðlakönnun Félagsvísinda-
stoftiunar náði til notkunar sjón-
varps, útvarps og lesturs Morgun-
blaðsins, DV og Pressunnar. Var
hún gerð dagana 20.-22. október.
Var tekið slembiúrtak úr þjóðskrá
sem náði til 1.200 manna, á aldrin-
um 12-80 ára af öllu landinu. Við-
tölin voru tekin í gegnum síma og
fengust alls svör frá 869 einstakl-
ingum, sem er 72% svarhlutfall.
Var sá háttur hafður á að hvem
könnunardag voru svarendur spurð-
ir um lestur blaðanna síðustu sjö
daga þar á undan til að auka áreið-
anleika svaranna.
Fleiri lesendur
Morgnnblaðsins en í okt. 1992
Ef lestur dagblaðanna er borinn
saman, kemur í ljós að Morgunblað-
ið er lesið mun meira alla útgáfu-
daga en DV, og ef litið er á meðal-
lestur á hvert tölublað munar þar
13 prósentustigum. Þá daga sem
bæði blöðin koma út, munar mestu
á lestri föstudagsblaðanna en þá
iesa 59% svarenda Morgunblaðið
og 42% DV. Minnsti munurinn er
hins vegar á laugardögum en þá
lesa 60% svarenda Morgunblaðið
en 53% DV.
Lestur Morgunblaðsins minnkaði
alla útgáfudagana samkvæmt
könnuninni miðað við síðustu könn-
un í júní, um tvö til fimm prósentu-
stig, en þó minna á laugardögum
og sunnudögum en aðra daga eða
um þrjú prósentustig á laugardög-
um og tvö á sunnudögum. Lestur
DV minnkar einnig alla útgáfudaga
nema á laugardögum en þá stendur
hann í stað en lestur blaðsins dregst
mest saman á miðvikudögum eða
um átta prósentustig samanborið
við júní-könnun.
Ef niðurstöðurnar eru bornar
saman við könnun sem gerð var í
október á seinasta ári kemur í ljós
að meðallestur Morgunblaðsins hef-
ur aukist úr 56,3% í 58% en meðal-
lestur DV hefur minnkað úr 48,9%
í 45%.
Pressan var lesin af 17% svar-
enda í könnuninni, sem er tveggja
prósentustiga minni lestur en í júní.
Félagsvísindastofnun gerir fjórar
fjölmiðlakannanir á ári. Hafa tvær
símaviðtalskannanir þegar verið
gerðar og ein könnun, sem fram-
kvæmd var með þeim hætti að þátt-
takendur voru beðnir um að skrá
fjölmiðlanotkun sína í dagbækur.
Verður önnur dagbókarkönnun
gerð fyrir jól.
Skáldsaga eftir
Guðberg Bergsson
BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur
gefið út skáldsöguna Sú kvalda
ást sem hugarfylgsnin geyma
eftir Guðberg Bergsson. Þetta
er tólfta skáldsaga Guðbergs og
eru þá ótalin smásagnasöfn,
ijóðabækur og fjölmargar þýð-
ingar.
í kynningu Forlagsins segir: „í
kjallaraherbergi úti í bæ kúrir mið-
aldra maður og bíður þess að ástin
berji að dyrum. Þar leitar hann
nautnar sem er ósýnileg heiminum,
rammfiæktur í íslenskum hnút innst
í völundarhúsi ástarinnar. í meist-
araiegri sögu sinni leiðir Guðbergur
Bergsson lesandann um þetta völ-
undarhús og býður honum að líta
í huga mannsins sem ráfar þar og
ieitar að ljósinu sem kannsi er
hvergi til.“
Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin
geyma er 239 bls. Grafít hf. hann-
aði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði. Hún er bók mánaðarins í
'BðkávéfslúííuinTTfðveniBéf'ögTcöst-
Guðbergur Bergsson.
ar á tilboðsverði 1.995 kr. en eftir
það 2.850 krónur.