Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Þáttaskil
Yfírlýsing ríkisstjórnarinnar
í gær um aðgerðir til
lækkunar vaxta markar þátta-
skil í efnahags- og atvinnumál-
um landsmanna. Þessar að-
gerðir marka ekki einungis
þáttaskil í atvinnu- og við-
skiptalífi, þær munu einnig
gjörbreyta því pólitíska and-
rúmi sem ríkt hefur í landinu
um skeið. Hið háa raunvaxta-
stig hefur hvílt eins og þungt
farg á atvinnufyrirtækjum og
heimilum. Nú verður breyting
á og sú breyting mun þýða að
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
fær byr í seglinn svo um mun-
ar.
Fyrsta aðgerð ríkisstjórnar-
innar er í því fólgin að lækka
vexti á verðtryggðum ríkis-
skuldabréfum um 2 prósentu-
stig og stefna síðan að enn
frekari lækkun í áföngum.
Þetta verður m.a. gert með því
að ríkissjóður leiti í auknum
mæli á erlendan markað. Þá
dregur stórlega úr eftirspurn
eftir lánsfé hér innanlands. í
kjölfar raunvaxtalækkunar á
ríkisskuldabréfum er þess
vænzt að viðskiptabankar,
sparisjóðir og aðrir lánasjóðir
fylgi í kjölfarið og sambærileg
lækkun verði á raunvöxtum
inn- og útlána þessara aðila.
Ummæli forráðamanna banka
og sparisjóða í Morgunblaðinu
í dag um aðgerðir ríkisstjóm-
arinnar benda til þess að þeir
muni fylgja þeim eftir með
slíkri lækkun raunvaxta innan
10 daga og verður raunar að
ganga út frá því sem vísu.
Fjölmörg önnur atriði koma
fram í yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar. Nafnvextir hljóta að
lækka verulega í kjölfar þess-
ara aðgerða. Stefnt er að því
að afnema í áföngum verð-
tryggingu á fjárskuldbinding-
um til skemmri tíma. Athyglis-
verð er sú ákvörðun viðskipta-
ráðherra sem fram kemur í
yfirlýsingu ríkisstjórnar að
skipa nefnd til þess að^ endur-
skoða hin svonefndu Ólafslög
og vaxtalög og að því verði
beint til nefndarinnar að kanna
sérstaklega hvort vænlegt sé
að miða ávöxtun verðtryggðra
skuldbindinga við ávöxtun rík-
isskuldabréfa til lengri tíma
með álagi. Hér virðist stefnt
að umtalsverðri breytingu á
verðtryggingarkerfinu.
Ennfremur er stefnt að því
að endurskoða vaxtakjör inn-
og útlána í húsnæðislánakerf-
inu til lækkunar. Seðlabankan-
um er ætlað að beita sér með
öflugum hætti á eftirmarkaði
spariskírteina til þess að
tryggja lækkun á ávöxtun-
arkröfum í viðskiptum með
þau. Þá er gert ráð fyrir fjöl-
mörgum öðrum aðgerðum til
þess að tryggja verulega raun-
vaxtalækkun til frambúðar.
Mikilvægt er að ríkisstjórnin
hyggst gera sérstakar ráðstaf-
anir til þess að jafna sam-
keppnisskilyrði banka og lána-
sjóða í ríkiseign og einkaeign.
Þetta á m.a. að gera með því
að gera ráð fyrir arðgreiðslu
banka og lánasjóða í ríkiseigu
og með því að jafna skattalega
stöðu þessara aðila.
Hér er um byltingarkenndar
breytingar að ræða í fjármála-
kerfi þjóðarinnar. Að mörgu
leyti má segja að með þessum
aðgerðum sé verið að færa
ísland inn í nútímann. Það var
óhugsandi að til lengdar væri
hægt að bjóða íslenzku at-
vinnulífi og heimilum upp á
það að búa við allt önnur kjör
að þessu leyti en tíðkast með
nálægum þjóðum.
Á næstu mánuðum munu
miklir fjármunir losna bæði hjá
fyrirtækjum og einstaklingum,
sem á undanförnum árum hafa
verið bundnir í gífurlegum
vaxtagreiðslum. Mikilvægt er
að þessir fjármunir verði not-
aðir til þess að lækka skuldir
fyrirtækja og heimila en ekki
í nýja eyðslu sem mundi leiða
til spennu í efnahagslífínu,
sem engin raunverulegur
grundvöllur er fyrir. Við kom-
umst ekki upp úr öldudalnum
við það eitt að lækka vexti en
sú mikla vaxtalækkun sem nú
er fyrirsjáanleg er alger for-
senda fyrir nýrri uppsveiflu í
efnahags- og atvinnumálum.
Eftir þessar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar verður að teljast
óhugsandi að verkalýðshreyf-
ingin segi upp kjarasamning-
um. Hér hefur miklum árangri
verið náð og verkalýðshreyf-
ingin á mikinn þátt í því. En
jafnframt skiptir miklu máli
að ekki verði slakað á viðleitni
til þess að draga úr útgjöldum
hins opinbera, þótt hugsanlegt
sé að hallarekstur ríkissjóðs
verði fjármagnaður með öðr-
um hætti en verið hefur um
skeið.
Það má m.ö.o. hvergi slaka
á en vinna markvisst að því
að nýta þau tækifæri sem
veruleg raunvaxtalækkun
skapar fyrir atvinnulíf og ein-
staklinga. Með yfírlýsingu
sinni í gær hefur ríkisstjómin
náð nýju frumkvæði í íslenzk-
um stjómmálum. Hún hefur
nú alla burði til og alla mögu-
leika á að sækja fram til nýrra
átaka og standa undir nafni,
sem Viðreisnarstjórn.
SAMRÆMDAR AÐGERÐIR RIKISSTJORNAR TIL LÆKKUNAR VAXTA
Markað saðgerð en
ekki handaflsstýring
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um aðgerðir til vaxtalækkunar
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra leggur áherslu á að aðgerðirnar
sem ríkisstjórnin hefur gripið til í vaxtamálum séu ekki handafls-
stýring á vöxtum heldur markaðaðgerð. Aðgerðirnar felast í því
að ríkið taki erlend lán til að fjármagna lánsfjárþörf sína, bjóðist
ekki sambærileg lánakjör hérlendis og stuðla þannig að verulegri
lækkun raunvaxta. En það hefur verið stefna ríkistjórna síðustu
ár að fjármagna ríkissjóðshalla á innlendum lánsfjármörkuðum.
Morgunblaðið/RAX
Slegið á létta strengi
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra flutti ávarp á þingi Landssambands
íslenskra útvegsmanna þar sem hann greindi frá þeim aðgerðum sem
ríkisstjórnin hefur gripið til svo vextir megi lækka. Á myndinni sjást
Davíð og Krislján Ragnarsson formaður LIÚ slá á létta strengi.
„Ríkisstjórnin er að okkar mati að
fylgja eftir breyttum aðstæðum sem
hafa skapast, bæði vegna þess að
aðgerðir ríkisstjórnarinnar og ann-
arra aðila, þar á meðal aðila vinnu-
markaðar, hafa borið ávöxt. Það hef-
ur tekist að tryggja stöðugleika um
langt skeið. Verðbólga er lág og fer
lækkandi. Þjóðin er hætt að safna
erlendum skuldum. Það er ekki
ástæða til að ætla annað en gengið
sé mjög traust og öruggt og skráð í
samræmi við þarfir atvinnulífsins en
um leið með hliðsjón af tekjuöflun
þjóðarinnar og stöðu hennar út á við.
Það er ekki við því að búast að þensla
muni aukast þrátt fyrir aðgerðir af
því tagi sem um er að ræða. Því hafa
skapast forsendur, jafnt af opinberri
hálfu sem markaðsástæðum, sem
gera það kleift að okkar mati að taka
þá áhættu sem fylgir því að grípa til
aðgerða af þessu tagi. Jafnframt eru
aðstæður á erlendum lánamörkuðum
þær að ríkissjóður getur fengið mun
hagstæðari lán en hafa boðist hér
heima. Og mat á íslandi sem lántak-
anda hefur batnað á undanförnum
mánuðum vegna þeirra aðgerða sem
hér hefur verið gripið til. Ríkið hefur
lagað sig að minnkandi þorskafla með
því að takmarka veiðar og að mati
sérfræðinga hefur ísland tekið á
grundvallarþáttum'en ekki vikið sér
undan þeim,“ sagði Davíð á frétta-
mannafundi í gær þar sem aðgerðim-
ar voru kynntar.
Þýðingarmikið fyrir heimilin
Forsætisráðherra sagði að ríkis-
stjórnin teldi þesa ákvörðun gríðar-
lega þýðingarmikla fyrir heimilin í
landinu. „Við teljum þetta bestu
ákvörðun sem við getum tekið til að
stuðla að bættum hag þeirra. Við
teljum að þessi ákvörðun muni líka
stemma stigu við vaxandi atvinnu-
leysi. Við bendum á meginatriði_ í
ályktun Verkamannasambands ís-
lands á dögunum þar sem fram kom
að höfuðkapp af þess hálfu yrði lagt
á harðar aðgerðir í vaxtamálum. Það
er rétt lýsing á þessum aðgerðum,“
sagði Davíð.
Atvinnulífið í gang
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði að markmiðið með að-
gerðunum væri að koma atvinnulífinu
í gang og lækka vextina til að fíár-
festingin eigi sér frekar stað í at-
vinnulífínu en hinu opinbera og geti
þannig lagt grunn að hagvexti. „Því
er ákaflega mikilvægt að halli á ríkis-
sjóði vaxi ekki því ef svo kynni að
fara að skuldsetning ríkisins sé aukin
erlendis þá má það ekki vera í stærri
stíl en hér er verið að gera ráð fyr-
ir,“ sagði Friðrik.
Davíð Oddsson sagðist telja að
opnun landamæra fyrir ijármagns-
hreyfíngum væri forsenda aðgerða
af þessu tagi en slíkar heimildir taka
gildi hér um næstu áramót. „Aðgerð-
in væri valdníðsla ef menn hefðu ekki
möguleika á að reyna að ávaxta fé
sitt annarstaðar ef þeim líkar ekki
kjör ríksins," sagði hann.
Sighvatur Björgvinsson viðskipta-
ráðherra varpaði í þessu sambandi
fram þeirri spurningu hvort ástæða
væri til þess að íslendingar borguðu
miklu hærri vexti en þeim byðist á
erlendum mörkuðum. „Ráðstöfunarfé
lífeyrissjóðanna er 40 milljarðar
króna. Ef ríkissjóður er ekki reiðubú-
inn til að taka lán innanlands með
þeim háu ávöxturnarkröfum sem eru
þar og leitar í staðinn til erlendra
lánardrottna, hvar ætla þá lífeyris-
sjóðirnir að fá lántakanda til að eiga
viðskipti við miðað við jafn háa
ávöxtunarkröfu og er núna? Sá aðili
væri vandfundinn en ef hann fínnst
erlendis og ríkið gæti jafnframt feng-
ið Ián með lágum vöxtum þá er það
ágóði fyrir þjóðina sem heild,“ sagði
Sighvatur.
Góð áhrif á fasteignamarkað
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði á fréttamanna-
fundinum, að það sama myndi gilda
um ijármögnun húsnæðiskerfisins og
spariskírteini að ef áþekk kjör byðust
ekki hérlendis og á erlendum mark-
aði þá sé hugsanlega að fjármagna
húsnæðiskerfið á erlendum markaði.
Jóhanna sagði að flokkur húsbréfa
upp á 4 milljarða króna hefði verið
gefinn út í september sem átti að
duga til áramóta. Eftir af þeim flokki
væri 2-2,5 milljarðar króna og sagði
Jóhann að þessi flokkur yrði inn-
kallaður og gefínri út nýr með lægri
vöxtum. Ekki lægi fyrir hveijir þeir
vextir yrðu, en haft yrði samráð við
Húsnæðisstofnun og Seðlabankann
um það.
„Þetta kallar á það að við þurfum
að skoða fleiri þætti. Við erum með
4,9% vexti á lánum Húsnæðisstofnun-
ar og hjá þeim lántakendum hjá
Byggingarsjóði verkamanna sem eru
með tekjur umfram viðmiðunarmörk
í félagslega kerfinu. Við verðum að
skoða hvernig markaðurinn bregst
við þessum aðgerðum og ef tekst að
ná verulega niður vöxtum þá verður
að skoða samfara því hvort ástæða
sé til að lækka vexti á þeim bréfum
sem bera 4,9% vexti,“ sagði Jóhanna.
Hún sagðist telja að þetta hefði
jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn.
Þar væri mikið framboð og jafnvel
þótt eftirspum glæddist væri óvíst
að það leiddi til þess að verð hækkaði.
Stuðlað að vaxtalækkun
Jón Sigurðsson seðlabankastjóri
sagði það skoðun Seðlabankans að
ástæða væri til þess að stuðla að
lækkun vaxta við núverandi efna-
hagsaðstæður. Bankinn hefði stuðlað
að lækkun vaxta með ýmsum hætti
á árinu og myndi styðja aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar með því að beita sér á
eftirmarkaði.
Jón sagði að fjórar ástæður væru
fyrst og fremst fyrir því að vextir
hefðu ekki lækkað hér eins og annar-
staðar. í fyrsta lagi væru skipulags-
legir annmarkar á ijármagnsmarkaði
sem þó væri í óðaönn verið að bæta
úr með lagasetningu og breytingu á
umhverfinu. í öðru lagi væri fákeppni
á markaðnum, þar sem stofnanir nytu
verndar fjarlægðar og reglna sem
hefðu tafið fjármagnsviðskipti milli
landamæra. Það væri senn á enda
runnið þannig að markaðurinn myndi
opnast. í þriðja lagi hefði verið mikil
lánsíjárþörf ríkisins og aðgerðimar
nú hefðu varanlegt gildi ef árangur
næðist í að draga úr rekstrarhalla
ríkisins og lánsfjárþörf hans. Loks
væri erfíð afkoma bankakerfisins
ástæða fyrir háum vöxtum.
Jón sagði að með þeim aðgerðum
sem ríkisstjórnin hefði kynnt væri
verið að taka á öllum þessum vanda-
málum. Því myndi Seðlabankinn
halda áfram aðgerðum éínum og
vinna að betra umhverfi fyrir lána-
stofnanir. Þó bankar og sparisjóðir
hafí tilkynnt allt að 2% lækkun nafn-
vaxta 1. nóvember væru nafnvextir
nokkru hærri á eftir en þeir voru
fyrir gengisfellinguna í júnílok og það
er því vafalaust að yfírlýsing ríkis-
stjórnarinnar ætti að greiða fyrir því
að vextirnir taki enn skref niður á við
í nóvember, bæði nafnvextir og raun-
vextir," sagði Jón.
Yfirlýsíng ríkisstj órnarinnar um samræmdar aðgerðir til lækkunar vaxta
Stuðlað að betra jafnvægi á iimlend-
um lánsfjánnai’kaði svo vextii’ lækki
HÉR á eftir fer yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar um þær aðgerðir sem
hún hefur ákveðið að grípa til svo
vextir lækki:
í samræmi við tillögur viðskiptaráð-
herra, á grundvelli skýrslu vaxta-
myndunamefndar, sem samþykktar
voru í ríkisstjórn 26. þ.m. hefur ríkis-
stjómin ákveðið að grípa til sam-
ræmdra aðgerða til þess að lækka
vexti. Með þessum aðgerðum og þeim
vaxtalækkunum sem munu fylgja í
kjölfar þeirra er verið að gerbreyta
til batnaðar starfsumhverfi íslensks
atvinnulífs og bæta kjör íslenskra
heimila.
Aðgerðir ríkisstjómarinnar miðast
annars vegar við að vaxtamyndun á
lánsfjármarkaði geti orðið sem virk-
ust. Hins vegar er aðgerðunum ætlað
að stuðla að betra jafnvægi á innlend-
um lánsfíármarkaði í því skyni að
vextir lækki.
Með þeim aðgerðum sem raktar eru
hér á eftir hyggst ríkisstjómin ná því
markmiði að lækka vexti verulega.
Stefnt er að því að vextir á verð-
tryggðum ríkisskuldabréfum lækki í
5% á næstunni og geti svo lækkað
enn frekar í áföngum. Þetta er m.a.
gert með því að ríkissjóður leiti í aukn-
um mæli á erlendan markað og Seðla-
banki íslands beiti sér með öflugum
hætti á eftirmarkaði fyrir spariskír-
teini. Þetta er unnt að ggra í ljósi
þess að vegna aðgerða ríkisstjórnar-
innar hefur mjög dregið úr viðskipta-
halla, verðbólga er lág og lítil hætta
á þenslu. Jafnframt eru lánskjör nú
hagstæð erlendis. Þá er þess vænst
að vextir á verðtryggðum fjárskuld-
bindingum banka og lánasjóða lækki
til samræmis. í kjölfar almennrar
vaxtalækkunar verði horfíð frá því
skipulagi sem í gildi hefur verið að
lánveitendur geti einhliða ákveðið
vaxtabreytingar. Ennfremur verði
vextir á verðtryggðum fjárskuldbind-
ingum til langs tíma fastir en ekki
breytilegir eins og nú er.
Aðgerðimar munu einnig lækka
nafnvexti og koma í veg fyrir að
ákvarðanir um nafnvexti óverð-
tryggðra fjárskuldbindinga taki mið
af vöxtum verðtryggðra fjárskuld-
bindinga. Með því móti er komið í veg
fyrir þær miklu sveiflur sem verið
hafa á nafnvöxtum í bankakerfínu.
Þá er einnig með aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar stigið fyrsta skrefið til
þess að draga úr verðtryggingu fjár-
skuldindinga. í því felst að afnema í
áföngum verðtryggingu á fjárskuld-
bindingum til skemmri tíma. Einnig
verður unnið að ýmsum umbótum á
lánsfjármarkaði í því skyni m.a. að
greiða fyrir eðlilegum markaðsvið-
skiptum.
Þær aðgerðir sem ríkisstjómin mun
grípa til eru eftirfarandi:
Endurskoðun lagaákvæða um verð-
tryggingu og vexti.
Akveðið hefur verið að ákvæði laga
um verðtryggingu og vexti verði tekin
til heildarendurskoðunar í ljósi reynsl-
unnar og breytinga á lánsljármark-
aði. í því skyni hefur viðskiptaráð-
herra ákveðið að skipa nefnd til að
endurskoða lög nr. 25 frá 1987, vaxta-
lög, og VII. kafla laga nr. 13 frá
1979, um efnahagsmál og fleira (Ól-
afslög). Nefndin verður skipuð fimm
mönnum: Einum skv. tilnefningu
Seðlabanka íslands, einum skv. til-
nefningu viðskiptabanka og spari-
sjóða, einum frá hvorum stjómar-
flokki og einum frá viðskiptaráðu-
neyti sem jafnframt verður formaður
nefndarinnar. Viðskiptaráðherra mun
m.a. beina því til nefndarinnar að hún
kanni hvort vænlegt sé að miða ávöxt-
un verðtryggðra ljárskuldbindinga við
ávöxtun ríkisskuldabréfa til lengri
tíma með eðlilegu álagi.
Lögð er áhersla á að nefndin hraði
störfum þannig að Alþingi geti tekið
málið til afgreiðslu sem allra fyrst.
Yfirlýsing um hámarksávöxtun í
útboðum á ríkisverðbréfum.
Fjármálaráðherra mun ekki að svo
stöddu taka tilboðum í verðtryggð rík-
isskuldabréf til langs tíma nema
áþekk kjör bjóðist og gerast á erlend-
um lánamörkuðum. Slík aðgerð er
skynsamleg um þessar mundir í ljósi
þróunar á raungildi erlendra skulda á
þessu ári, hagstæðrar þróunar við-
skiptajafnaðar og hárra vaxta hér á
landi en lágra erlendis. Með þessu
móti er verið að draga úr spennu á
innlendum lánamarkaði svo vextir
geti lækkað.
Ríkisábyrgðir.
Fjármálaráðherra mun láta endur-
skoða lög nr. 37 frá 1961 um ríkis-
ábyrgðir í því skyni að takmarka og
samræma notkun þeirra sem mest og
að þær verði einungis veittar gegn
hæfílegu gjaldi.
Samræmd rekstrarskilyrði banka
og lánasjóða íeigu ríkisins ogannarra.
Fjármálaráðherra mun beita sér
fyrir því að við afgreiðslu fjárlaga
árið 1994 verði gert ráð fyrir arð-
greiðslu banka og lánasjóða í eigu
ríkisins. Þá mun fjármálaráðherra
leita leiða til að jafna skattalega stöðu
banka og lánasjóða í eigu ríkisins
annars vegar og einkaaðila hins veg-
AF INNLENDUM
VETTVANGI
KRISTIN BRIEM
Markaðsaðstæður eru
hliðhollar ríkisstjórninni
YFIRLÝSING ríkissijórnarinnar í gær um vaxtamál hafði mikil áhrif
á verðbréfamarkaðinn og skapaðist þegar í gærmorgun gríðarleg eftir-
spurn eftir langtímaverðbréfum. Mikil viðskipti urðu í gærmorgun á
Verðbréfaþingi íslands um leið og opnað var fyrir viðskipti og seldi
Seðlabankinn spariskírteini á þinginu fyrir liðlega 550 milljónir fyrir
hádegi. Varð nokkur lækkun á ávöxtunarkröfu húsbréfa og vöxtum
annarra langtímabréfa. Um hádegisbilið ákvað bankinn að taka út
sölutilboð sín á þinginu og síðar um daginn var hætt sölu nýrra spari-
skírteina. Er heildarsala dagsins í verðtryggðum skuldabréfum áætluð
eitthvað á annan milljarð króna. Á verðbréfamarkaði er búist við að
vextir lækki eftir helgina og þá mun athyglin fyrst beinast að ávöxtun-
arkröfu Seðlabankans á spariskírteinum á Verðbréfaþingi og síðar að
húsbréfunum.
Fljótlega eftir að markaðir opnuðu
í gær tók ávöxtunarkrafa húsbréfa
að lækka úr 7,17% og endaði í 6,95%
við lokun markaða. Sömuleiðis lækk-
uðu vextir af skuldabréfum eigna-
leiga og íjárfestingarlánasjóða um
hálft prósent. Hins vegar seldust
húsbréf og önnur verðtryggð skulda-
bréf fljótt upp eða þau voru tekin
úr sölu þannig að þegar léið á dag-
inn voru verðtryggð langtímaverð-
bréf orðin ófáanleg. Snérust við-
skiptin í miklum mæli um það að
ijárfestar reyndu að selja skamm-
tímaverðbréf og kaupa langtímabréf
í stað þeirra.
Óhætt er að fullyrða að markaðs-
aðstæður séu mjög hagstæðar fyrir
þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur
ákveðið til að ná fram umtalsverðri
vaxtalækkun. Dregið hefur úr fram-
boði skuldabréfa að undanfömu en
framboð peninga hefur verið vax-
andi. Hafa vextir raunar verið að
þokast niður. Ríkissjóður getur síðan
stuðlað að frekari lækkunum að tölu-
verðu marki með því að draga úr
framboði af spariskírteinum með því
að taka peninga að láni erlendis og
grciða fyrir viðskiptum á Verðbréfa-
þinginu gegnum Seðlabankann.
Hins vegar má búast við að þegar
vextir hafa lækkað nokkuð muni
framboð af skuldabréfum aukast t.d.
af húsbréfum. Vitað er að t.d. marg-
ir eigendur húsbréfa ætla ekki að
eiga bréfín til langs tíma heldur bíða
eftir hentugu tækifæri til að selja
þau. Núna eru vextimir komnir niður
fyrir 7% þannig að ákveðið framboð
kann að leysast úr læðingi sem hlýt-
ur að hamla gegn lækkunum á eftir-
markaði.
Mikil spariskírteinaeign
Seðlabankans
Guðmundur Hauksson, forstjóri
Kaupþings, sagði aðspurður að erfítt
væri að segja til um það hversu
mikla vaxtalækkun þessar aðgerðir
hefðu í för með sér. „Ef það gengur
eftir að ríkissjóður muni draga úr
eftirspurninni á innlendum markaði
með því að taka lán erlendis og vext-
ir á eftirmarkaði ríkisskuldabréfa
lækka verulega þá tel ég næsta víst
að vextir fari talsvert niður. Ég þori
þó ekki að svara því hvort vextir
muni fara niður í 5%. Hér er hins
vegar verið að skapa þær aðstæður
á markaði að vextir lækki með eðli-
legum hætti og þetta er langmerki-
legasta sporið í þá átt.“
Gunnar Helgi Hálfdánarson, for-
stjóri Landsbréfa, sagðist fagna
þessum aðgerðum en vildi minna á
að vaxtalækkunarferlið hefði verið
hafíð fyrir þær og vextir hefðu brot-
ið 7% múrinn og leitað niður í um
6,5% á næstu vikum að öðru
óbreyttu. „Það að reyna að ná vöxt-
um af ríkisskuldabréfum niður í 5%
í einu stökki er að vissu leyti djörf
aðgerð og vel þess virði að reyna.
En ég óttast það að nokkurn tíma
taki að aðilar fái trú á aðgerðinni
og vextir geti leitað upp aftur á eftir-
markaði áður en þeir geta farið að
lækka aftur og niður fyrir 5%. Ég
vil nefna í því sambandi nefna
þrönga stöðu þjóðarbúsins m.t.t. er-
lendrar lántöku og mikla spariskír-
teinaeign Seðlabankans."
Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri VÍB, sagði að með
þessum aðgerðum væru stjómvöld
að greiða fyrir vaxtalækkun sem
þegar hefði verið byrjuð að gerast.
„Markaðsaðstæðurnar voru þannig
að meira framboð var af peningum
en framboð af skuldabréfum. Ef það
heldur áfram er hugsanlegt að lækk-
unin geti gengið gengið eftir.
Mér þykir líklegt að árangur náist
af þessum aðgerðum vegna þess að
það hefur verið að draga úr þenslu
og sparnaður hægt og hægt að auk-
ast. Eyðsla hefur minnkað og af-
gangur tekna fólks er notaður til að
greiða niður skuldir. Þannig eykst
laust fé á markaðnum og vextimir
lækka. Ég treysti mér þó ekki til að
segja til um það hvort vextimir
muni lækka niður í 5%,“ sagði Sig-
urður.
> *
Oljós samanburður við
erlend lq'ör
Eitt meginákvæðið í yfírlýsingu
ríkisstjórnarinnar kveður á um fjár-
málaráðherra hyggist að svo stöddu
ekki taka tilboðum í verðtryggð ríkis-
skuldabréf til langs tíma nema áþekk
kjör bjóðist og gerast á erlendum
lánamörkuðum. Með þessu móti sé
verið að draga úr spennu á innlend-
um lánamarkaði svo vextir geti
lækkað. Þetta ákvæði í yfírlýsing-
unni þykir fremur loðið og torskilið
þar sem erfítt er að bera saman raun-
vexti t.d. af bréfum í þýskum mörk-
um og bréfum í íslenskum krónum
sem bundin em lánskjaravísitölu.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, sagði að næsta útboð á spari-
skírteinum færi fram með venjuleg-
um hætti og síðan yrðu tilboðin sem
bærust skoðuð. „Þegar við ákveðum
hvort við seljum þessi bréf eða ekki
þá munum við skoða tiiboðin í ijósi
þess hvaða kjör traustur lántakandi
getur fengið á mörkuðum erlendis."
Athyglin hlýtur að beinast mjög að
því á næstunni hvernig Lánasýsla
ríkisins muni útfæra þessa ákvörðun
en þar má vænta að 5% vextir verði
með einhverjum hætti hafðir til við-
miðunar.
ar. Hvort tveggja er gert til að jafna
samkeppnisskilyrði þeirra.
Aukin fjölbreytni ríkisverðbréfa.
Fjármálaráðherra mun beita sér
fyrir því að ríkissjóður gefí út fleiri
tegundir af verðbréfum en hann gerir
nú. í því sambandi er brýnt að gefín
verði út óverðtryggð verðbréf til lengri
tíma en nú tíðkast og jafnframt að
ríkissjóður gefí út verðbréf í erlendri
mynt innanlands og er undirbúningur
að því þegar hafínn.
Heildsala ríkisverðbréfa fremur en
smásala.
Fjármálaráðherra mun sjá til þess
að ríkissjóður einbeiti sér að heildsölu
ríkisverðbréfa fremur en smásölu. Því
verður sölu ríkisverðbréfa hætt öðru-
vísi en í útboðum. Sölu spariskírteina
í áskrift verður þó haldið áfram en
þess gætt að allur kostnaður við hana
verði borinn áf áskrifendum.
Fjölgun viðskiptavaka ríkisverð-
bréfa.
Fjármálaráðherra og viðskiptaráð-
herra munu ásamt Seðlabankanum
sjá til þess að viðskiptavökum ríkis-
verðbréfa fjölgi, t.d. með því að verð-
bréfafyrirtæki og innlánsstofnanir fái
því aðeins að taka þátt í útboðum rík-
isverðbréfa að þau setji daglega fram
kaup- og sölutilboð í útistandandi
bréf.
Samningar við lífeyrissjóði um fjár-
mögnun húsnæðislánakerfisins.
Félagsmálaráðherra mun sjá til
þess að hætt verði að semja beint við
lífeyrissjóði um fjármögnun húsnæðis-
iánakerfísins með tilteknum vaxta-
kjörum og að fjármögnun þess verði
aftur á móti mætt með markaðsútboð-
um.
Útboð húsnæðisbréfa.
Félagsmálaráðherra mun beina því
til Húsnæðisstofnunar ríkisins að náið
samráð verði haft við Lánasýslu ríkis-
ins um útboð markaðsverðbréfa þann-
ig að komist verði hjá árekstrum á
verðbréfamarkaðnum.
Vaxtakjör í húsnæðislánakerfmu.
Félagsmálaráðherra mun láta end-
urskoða vaxtakjör inn- og útlána í
húsnæðislánakerfínu til lækkunar til
samræmis við þá ákvörðun fjármála-
ráðherra að taka ekki tilboðum í verð-
tryggð skuldabréf á innlendum mark-
aði, nema áþekk kjör bjóðist og á
erlendum mörkuðum.
Seðlabanki íslands.
Viðskiptaráðherra mun taka upp
viðræður við Seðlabanka íslands um
eftirfarandi atriði:
* Að Seðlabankinn beiti sér með
öflugum hætti á eftirmarkaði spari-
skírteina fyrir lækkun á ávöxtun-
arkröfu í viðskiptum með þau. Jafn-
framt lækki bankinn vexti í við-
skiptum við banka og sparisjóði enn
frekar. Þá verði lagt að bönkum
og sparisjóðum að fylgja strax eftir
vaxtalækkun Seðlabankans svo og
almennum vaxtalækkunum.
* Að Seðlabankinn haldi áfram að
þróa stýritæki til að hafa meiri
áhrif á skammtímavexti banka og
sparisjóða.
* Að rýmkuð verði ákvæði um bindi-
skyldu og lausafjárstöðu banka og
sparisjóða í því skyni að stuðla að
lækkun vaxta.
* Að Seðlabankinn noti þær heimildir
sem hann hefur lögum samkvæmt
tii að komið verði í veg fyrir að
útboðsdagar markaðsverðbréfa falli
svo nálægt hver öðrum að það valdi
óæskilegum sveiflum í vöxtum eða
sölutregðu.
* Að Seðlabankinn auki fyrirgreiðslu
við viðskiptavaka í því skyni að við-
skiptavökum á verðbréfamarkaði
fjölgi.
* Að Seðlabankinn leiti að leiðum í
samvinnu við Verðbréfaþing ís-
lands og verðbréfafyrirtæki til þess
að framboð og eftirspum á hús-
bréfamarkaði komi fram opinber-
lega þannig að markaðurinn verði
sýnilegri og þar með skilvirkari.
* Að Seðlabankinn stuðli að því
að millibankamarkaður verði gerð-
ur virkari t.d. með því að birta dag-
lega upplýsingar um viðskipti á
honum. Jafnframt verði öðrum
lánastofnunum en bönkum og
sparisjóðum veittur aðgangur að
markaðnum.
Bankar og sparisjóðir.
Viðskiptaráðherra mun beina því
til banka og sparisjóða að þeir bæti
útlánastýringu enn frekar og dragji
úr útlánatöpum og hagi vaxtastefnu
sinni þannig að áhætta og eðli inn-
og útlánaviðskipta endurspeglist í
vöxtum einstakra inn- og útláns-
flokka. Jafnframt að þeir dragi enn
frekar úr rekstrarkostnaði.
Þá mun viðskiptaráðherra beina því
til banka og sparisjóða að brýnt sé
að þeir hagi vöxtum á óverðtryggðnm
inn- og útlánum meira í takt við vexti
ríkisvíxla og ríkisbréfa.