Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 35 AFREK Iþróttamaður ársins hreppti fimmtán gnllverðlaun Jóhann Valgeir Davíðsson frjáls- íþróttamaður var útnefndur íþróttamaður ársins á Eskifirði á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Hrafnkell A..Jóns- son, formaður Austra, afhenti hon- um bikar því til staðfestingar. Á fundinum voru einnig útnefnd- ir íþróttamenn hinna einstöku greina sem stundaðar eru innan félagsins. Jóhann Valgeir var besti fijálsíþróttamaðurinn, Stefán Gísla- son besti knattspymumaðurinn, Ingunn Andrésdóttir besta sund- konan og Heimir Haraldsson var útnefndur besti skíðamaðurinn inn- an Austra. Jóhann Valgeir stóð sig mjög vel í íþrótt sinni í sumar. Hann fékk 20 verðlaunapeninga, þar af 15 gull, 3 silfur og 2 brons. Starfið hjá Austra gekk þokka- lega á árinu. Félagið hefur nú feng- ið mjög góðan grasvöll sem bætir aðstöðu knattspyrnu- og fijáls- íþróttafólksins. Stjórn Austra var endurkjörin. Hrafnkell A. Jónsson er formaður, Árni Helgason gjaldkeri, Þórhallur Þorvaldsson varaformaður, Svala Vignisdóttir ritari og Atli Aðal- steinsson meðstjórnandi. Steinþór og Tinna í erfiðu atriði í myndinni. KVIKMYNDIR Mjög' gaman, segja ungu leikararnir Morgunblaðið/Benedikt Jðhannsson Formaður Austra, íþróttamenn ársins og verðlaunahafar, f.v.: María Hjálmarsdóttir, Heimir Haraldsson skíðamaður ársins, Jóhann Val- geir Davíðsson besti frjálsíþróttamaðurinn og íþróttamaður Eski- fjarðar, Stefán Gíslason knattspyrnumaður ársins, Guðni Trausta- son, Davíð Magnússon og Ingunn Andrésdóttir sundmaður ársins. Ikvikmyndinni Hin helgu vé eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem frumsýnd var í Regnboganum í gærkvöldi, leika krakkar tvö af aðalhlutverkunum og vöktu mikla athygli. Þau eru ekki bara þar, þau leika. Takast raunverulega á við flókin atriði. Þau eru Steinþór Matthíasson, sem valinn var í hlut- verkið úr hópi 140 drengja, og Tinna Finnbogadóttir, úr hópi 200 telpna, sem sóttu um. Fréttamaður Morgunblaðsins átti stutt spjall við þau. Steinþór leikur Reykjavíkur- drenginn Gest, sem sendur er í Bruce Springsteen gæti farið að örvænta vegna bókarinnar. STJÖRNUR Bók um Springsteen í bígerð Hljómborðsleikari hljómsveitar- innar E Street Band, Danny Federici, hyggst skrifa bók sem fjall- ar um hljómsveitina, en þó einkum um Bruce Springsteen. Danny er ekki sagður ætla að „ganga frá“ Bruce, einungis muni hann segja frá því sem sé „satt og rétt“. Eitthvað segist hann vita um þá- verandi söngkonu Patti Scialfa sem er núverandi eiginkona Bruce, en sögur herma samt að hann sé ekki í fýlu út í Bruce, sem hætti í hljóm- sveitinni 1989. í kjölfarið hætti leystist hljómsveitin upp. Bruce stendur ekki á sama um útkomu bókarinnar, en ennþá getur hann andað rólega, því eftir því sem heimildir segja hefur ekki verið sam- ið við neinn útgefanda ennþá. FERÐALOG Morgunblaðið kemur til bjargar Islendingar hafa undanfarin ár mjög sótt til Flórída til sól- baða og sundiðkana. Einn þess- ara landa vorra kom til hótels síns síðla kvölds og næsta morg- un vildi hann sem fyrst nýta sólina og sjóinn. Hann lét hótel- afgreiðsluna útvega sér bíla- leigubíl og hélt þegar til strand- ar sem var allnokkru fjarri. Er þangað kom fór hann í sundskýlu eina fata en hafði bíl- lykilinn í skýluvasanum. Eftir góðan sundsprett og mátuleg sólböð hélt hann aftur að bíla- stæðunum. Þangað voru þá komnir hundruð bíla og allir mjög líkir útlits. Landa vorum hafði láðst að setja á sig bílnúm- erið og þekkti með engu móti bílinn sem hann hafði leigt. Hann ráfaði milli bílanna og reyndi lykil sinn í skránum en án árangurs. Utlitið var ískyggi- legt. En þá sá hann allt í einu vegvísi í afturglugga eins bílsins og það rann upp fyrir honum ljós. Þar blasti við eintak af Morg- unblaðinu sem hann hafði lagt í afturgluggann af tilviljun áður en hann yfirgaf bílinn. Það var því ekill sem sæll og glaður ók aftur heim í hótel sitt. 'j/ffStf/fS' í . /VO//éfi/ f/l/t Raggi Bjarna syngur og leikur af fíngrum fram á flygilinn um helgar. Nýr sérrétta- og vínseðill. Njótið lífsins í heillandi umhverfi! Borðapantanir í síma 17759 Veitingahúsið Naust — J/aöif/s' /fmf) Sfi/ sveit í Breiðafjarðareyju og Tinna leikur Kollu, stelpuna í sveitinni. Mjög gaman, segja þau bæði þegar þau eru spurð hvernig hafí verið að leika í kvikmynd. En hvorugt þeirra hefur borið við að leika áður. Steinþór segir að þetta hafi nú stundum verið svolítið erfitt meðan upptökur fóru fram, langir dagar og stundum dálítið erfitt að muna textann. Þegar hann er spurður hvort ekki hafi verið erfitt að þurfa að kyssa stelpuna, svarar hann um hæl: „Ég þurfti ekkert að kyssa hana, hún kyssti mig.“ Þó viður- kennir hann að þetta hafi verið atriðið sem hann kveið mest fýrir. Hann hafí verið svolítið mikið smeykur við það. En þegar það var búið, var allt í lagi. Annað reyndist dálítið erfitt^ að þurfa að borða blóðmörinn. „Ég þurfti að borða svo svakalega mikið af blóð- mör. En svo var allt það atriði klippt út úr myndinni. Það er alls ekkert með.“ Steinþór er í Æfíngaskóla Kenn- araháskólans. Það var kennari þar sem benti á hann og hann var prófaður. Hann segir að sér hafi líkað mjög vel. Hann er samt ekki viss um hvort hann langi til að halda áfram að leika. Tinna segist aftur á móti ákveð- in í að verða leikkona, hana hafi alltaf langað til þess að leika í mynd þótt hún hafi aldrei leikið fyrr en nú. Hún hafði séð auglýs- ingu í Morgunblaðinu um að vant- aði stelpu og greip tækifærið. Tinna er rauðhærð og hressileg stelpa. Þegar hún er spurð hvort hún sé í raunveruleikanum eins mikil skvetta og Kolla í myndinni, er hún ekkert á því. En henni reyndist ekkert erfitt að setja sig inn í þetta hlutverk. Yfirleitt var ekkert erfítt, ekki einu sinni að kasta snúrru, eins og hún gerir svo vel í myndinni. Hún kveið ekki fýrir neinu, segir hún, og þetta gekk allt saman ofur eðlilega. Mest gaman þótti henni að fá að vera með Steinþóri, Öldu og öllum hinu fólkinu, sem var svo skemmti- legt. Kolla er 10 ára, eins og Stein- þór, en var átta rétt að verða níu þegar myndinni lauk, segir hún. Hún er í Miðskólanum við Tjörnina. HALLOWEEN HATIÐ r £ 3 DAGA TILBOÐ HALLOWEEN PARTY Á HARD ROCK FÖSTUDAG - LAUGARDAG OG SUNNUDAG HALL0WEEN TILB0Ð Hard Rock hamborgari m/frönskum kartöflum, salati og Halloweendjöflaterta í desert. kr. 590.- j£l Elskum alla - þjónum öllum sími689888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.