Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 2
2
i
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
Seld örorkumöt
ættu að vera eign
Tryggingastofnunar
Mikill kostnaður tryggingafélaganna við
uppgjör til sérfræðinga vegna líkamstjóna
TRYGGINGARÁÐ ályktaði á fundi sínum nýlega að haga ætti sölu
örorkumata tryggingalækna til vátryggingafélaga þannig að Trygg-
ingastofnun ríkisins fengi hlut í greiðslunni á móti lækninum sem fram-
kvæmdi matið. Tryggingafélögin greiddu læknum milli 30 og 40 milljón-
ir fyrir slík möt á síðastliðnu ári. Stærstur hluti þeirra var unninn af
læknum Tryggingastofnunar ríkisins.
Lögfræðingur lögreglustj óraembættisins í Reykjavík
+ Morgunblaðið/Bjarni
Afengisauglýsing eða ekki?
ÞAÐ vakti athygli gesta á landsleik íslands og Hvíta-Rússlands í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld-
ið að þar var stórt auglýsingaskilti með nafni þekktrar bandariskrar bjórtegundar, en álitamál er hvort
auglýsing af þessu tagi brýtur í bága við áfengislög.
Margar kærur borist vegna
meintra áfengisauglýsinga
MARGAR kærur vegna meintra áfengisauglýsinga hafa borist
lögreglustjóraembaíttinu í Reykjavík undanfarin misseri, en frá
því embættið öðlaðist ákæruvald 1. júlí 1992 hefur ekki verið um
málshöfðun að ræða vegna slíkra mála. Að sögn Elínar Hallvarðs-
dóttur lögfræðings hjá lögreglustjóraemba'ttinu er ástæða þess
sú að fleiri en einn hæstaréttardómur hefur fallið um að reglu-
gerð vegna áfengisauglýsinga standist ekki lög.
Að sögn Jóns Sæmundar Sigur-
jónssonar, formanns tryggingaráðs,
hafa greiðslur þessar runnið óskiptar
til lækna skv. heimild ráðherra en
nú hefur tryggingaráð lýst þeirri
skoðun að þessar sértekjur skuli vera
Sjálfstæðismenn í
Reykjavík
Inga Jóna
á prófkjörs-
lístann
INGA Jóna Þórðardóttir við-
skiptafræðingur verður í lq'öri
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reylq'avík 30. og 31. janúar
nk. Kjörnefnd tók ákvörðun
um þetta á fundi sínum í gær-
kvöldi.
Kjömefnd vegna vals fram-
boðslista sjálfstæðismanna fyrir
borgarstjómarkosningamar í
vor hefur haldið nokkra fundi
síðan framboðsfrestur til próf-
kjörsins rann út á föstudag, en
nefndin hefur heimild til að bæta
við þátttökulistann.
Varð niðurstaða nefndarinnar
að leita til Ingu Jónu um að
gefa kost á sér og féllst hún á
þá ósk. Jafnframt ákvað nefndin
að bæta ekki fleiri nöfnum við.
Liggur því ljóst fyrir að fram-
bjóðendur í prófkjörinu verða 25,
því að 24 tilkynntu framboð sitt
innan tilskilins frests.
Klemmdist
og beið bana
38 ÁRA gamall maður, Sigurður
Jakob Ólafsson, beið bana um
hádegisbil á laugardag þegar bíll
sem hann var að vinna við féll af
búkkum með þeim afleiðingum að
maðurinn klemmdist milli bíls og
bílskúrshurðar.
Slysið átti sér stað við heimili
mannsins í Bessastaðahreppi. Mað-
urinn var úrskurðaður látinn við
komu á slysadeild og að sögn lög-
reglu í Hafnarfírði er talið að hann
hafí látist samstundis._
Sigurður Jakob Ólafsson var
fæddur 15. maí 1955 og lætur eftir
sig eiginkonu, fjögur börn og uppeld-
isson. Hann bjó á Norðurtúni 29 í
Bessastaðahreppi og starfaði við
fasteignasölu.
eign Tryggingastofnunar. Læknamir
sem framkvæma örorkumötin vinna
hjá Tryggingastofnun rikisins. Ráð-
herra verður falið að taka þetta til
athugunar og ef hann breytir tilhög-
uninni verður forstjóra Trygginga-
stofnunar falið að semja við læknana
um hlutdeild í þessum tekjum.
Guðmundur Jón Jónsson, deildar-
stjóri hjá Sjóvá-Almennum, segir fé-
lagið hafa greitt að meðaltali tæp-
lega 30.000 krónur fyrir 400 örorku-
möt á nýliðnu ári eða samtals tæp-
lega 12 milljónir. Miðað við 37,5%
markaðshlutdeild Sjóvár-Almennra
má áætla að tryggingafélögin hafí
greitt læknum um 30 milljónir króna
á árinu 1993 fyrir örorkumöt.
Sigmar Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
tryggingafélaga, segir að tjónþoli
hafí sjálfur forræði á sínu máli. Yfír-
leitt leiti hann til lögmanns sem síðan
snúi sér til læknis um örorkumat fyr-
ir tjónþola. Tryggingastærðfræðingur
geri síðan svokallaðan örorkutjónsút-
reikning. Ef vátryggingafélag reynist
bótaskylt greiðir félagið kostnað sem
af þessu hlýst. Á árinu 1991 var
uppgjörskostnaður bifreiðatrygginga-
félaga vegna sérfræðinganna sem
komu að uppgjörum vegna líkams-
tjóna um 170 milljónir króna. Sigmar
segir hlut lögmanna hafa verið lang-
stærstan í þeim uppgjörum.
Valdimar sagði að viðræðurnar
hefðu hafist milli jóla og nýárs.
Áhugi hefði aukist eftir því sem
fleiri fundir hefðu verið haldnir og
nú væri svo komið að samstarfs-
samningur væri í sjónmáli. Hann
lagði hins vegar áherslu á að enn
ætti eftir að festa nokkra enda og
ekkert yrði endanlega ákveðið fyrr
„Það er tekið fram í áfengislög-
um að áfengisauglýsingar séu
bannaðar og að nánar skuli kveðið
en æðstu ráð flokkanna hefðu Iagt
blessun sína yfir samninginn.
Aðspurður kvaðst Valdimar gera
ráð fyrir að samningurinn yrði til
umræðu i flokkunum fljótlega. Inni-
falin í honum yrði tillaga að skipt-
ingu sæta á sameiginlegum lista.
Hvað borgarstjóraefni varðaði sagði
hann ljóst að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, þingkona Kvennalista,
væri það borgarstjóraefni sem allir
gætu sætt sig við.
Valdimar sagði að þrátt fyrir
vaxandi áhuga væri ljóst að erfitt
væri að koma flokkunum saman
og hver og einn þyrfti að fórna
einhveiju. „Þá er eftir erfið ganga
til hins almenna félaga því margir
hveijir eru innstilltir á sérframboð,
til dæmis hjá Kvennalista og Fram-
sóknarflokki," sagði hann.
Ekki komin á lista
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sagði að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um sameiginlegan lista.
Það yrði ekki gert fyrr en menn
hefðu eitthvað ákveðið milli hand-
anna en svo væri ekki enn. „Ég
er ekki komin á einn eða neinn
lista,“ sagði hún. „Það er ákveðið
spjall í gangi sem ég hef fylgst
með.“ Sagði hún að á laugardag
yrðu fundir hjá flokkunum, þar
á um það í reglugerð. Dómstólar
hafa ekki fallist á að þessi reglu-
gerð standist lög og því hefur ekki
sem kynntar yrðu þær viðræður
sem staðið hafa yfir.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er rætt um að Framsókn-
arflokkur fái 1. og 6. sæti á sam-
eiginlegum lista, Alþýðubandalag-
ið 2. og 5. sæti og forseta borgar-
stjómar, Kvennalistinn fái 3. og
7. sæti og Alþýðuflokkur 4. og 9.
Sighvatur sagðist hafa rætt við
forsvarsmenn þingflokkanna á Al-
þingi og kannað hvort menn teldu
rétt að breyta tillögum í fmmvarpi
um Seðlabanka Islands eins og
hann var reiðubúinn til. „Þar var
gert ráð fyrir að halda svipuðu
ástandi og nú er með þijá banka-
stjóra og þar af einn sem ráðinn
yrði formaður bankastjórnar,“
sagði hann. „Núna eru þeir allir
þrír ráðnir jafnréttháir en síðan
kjósa þeir mann úr sínum hópi sem
verður formaður bankastjómar. Ég
orðaði það við fulltrúa flokkanna á
Alþingi hvort menn væru reiðubún-
ir til frekari breytinga og gera ráð
fyrir að ráða eingöngu einn seðla-
bankastjóra sem aðalbankastjóra
farið mikið fyrir málssóknum eftir
þá dóma. Eftir stendur auðvitað að
áfengisauglýsingar em bannaðar,
en það sem á vantar er skilgreining-
in á auglýsingu," sagði Elín. Hún
sagði að alltaf væri mikið um kær-
ur vegna meintra áfengisauglýs-
inga, t.d. frá Áfengisvarnaráði, og
væri hvert einstakt mál af þessu
tagi skoðað og lokið eins og tilefni
gæfi til hveiju sinni.
sæti. Ingibjörg Sólrún mun eiga
að skipa 8. sæti listans, svokallað
baráttusæti.
Fjórir til tólf fulltrúar hafa tekið
þátt í viðræðunum. Nú upp á síð-
kastið formenn fulltrúaráða Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks,
formaður kjördæmaráðs Alþýðu-
bandalags, fulltrúi Kvennalista o.fl.
og síðan yrðu ráðnir aðstoðar-
bankastjórar eða framkvæmda-
stjórar sérsviða. Ég var reiðubúinn
að standa að slíkri tillögu sjálfur
en mín niðurstaða er sú að það sé
ekki stuðningur við hana frá meiri-
hluta þingins. Ég reikna því með
að leggja seðlabankafrumvarpið
fram þannig að bankastjórarnir
verði þrír áfram þó að einn kunni
að verða ráðinn sérstaklega sem
aðalbankastjóri."
Sagði Sighvatur að ástæðulaust
vaeri að bíða með að ráða banka-
stjóra í stað Tómasar Árnasonar,
sem lét af störfum um áramótin.
Aðspurður sagði Sighvatur að eng-
inn framsóknarmaður hefði orðað
það að þeim bæri staða Tómasar.
í dag
Veljum íslenskt___________
70% segjast frekar vilja íslenskt
21
Erlent______________________
Leiðtogafundur NATO 24-25
Iðnlánasjóður
Eignir Hrauns hf. seldar 27
Leiðari_____________________
Framtíð NATO 26
íþróttir
► „Stelpumar okkar" standa
mun betur að vígi í Evrópu-
keppni landsliða í handknatt-
leik en „strákamir okkar“.
Bjami og Atli til norskra knatt-
spymuliða.
Sameiginlegt framboð vinstri flokkanna í Reykjavík að komast í höfn
Sennilega verður gengið frá
samstarfssamningi í vikunni
FLEST bendir til að fulltrúar fjögurra vinstriflokka gangi frá
samstarfssamningi vegna sameiginlegs • framboðs til komandi
borgarstjórnarkosninga í vikunni. Valdimar K. Jónsson, fulltrúi
Framsóknarflokks, leggur áherslu á að fulltrúarnir hafi stofnað
til viðræðnanna af eigin frumkvæði og samstarfssamningur verði
ekki endanlegur fyrr en hann hafi verið samþykktur af æðstu
ráðum flokkanna. Hann segir að heildarferlinum verði að ljúka
í þessum mánuði.
Afram þrír bankastjór-
ar við Seðlabankann
SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra hefur leitað álits full-
trúa þingflokkanna á Alþingi um hvort rétt væri að breyta skipan
bankastjórnar Seðlabanka Islands í þá veru að ráða einn banka-
stjóra sem aðalbankastjóra í stað þriggja eins og nú er. Ráðherra
telur að tillagan muni ekki hljóta stuðning meirihluta Alþingis og
því muni hann leggja fram tillögu um þijá bankastjóra.