Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 Hvert fer kvótinn? fyrr, stuðst við tölvutækt gagna- safn, svonefndan „Kvótabanka“, sem höfundar þessarar greinar hafa verið að setja saman, en hann geymir m.a. ítarlegar upplýsingar um úthlutun aflaheimilda frá upp- hafí kvótakerfisins árið 1984. eftir Gísla Pálsson og Agnar Helgason Á síðustu vikum og mánuðum hefur kvótakerfið í fiskveiðum verið í brennidepli í fjölmiðlum. Athyglis- vert er, að réttlætissjónarmið og siðferðileg rök, sem „Tvíhöfða- nefndin" svokallaða leiddi að miklu leyti hjá sér í annars ágætri skýrslu (Skýrsla til sjávarútvegsráðherra, 2. apríl 1993), hafa fengið aukið og óvænt rúm. Forystumenn í hópi sjómanna hafa siglt stórum hluta fiskveiðiflotans í land, m.a. til að undirstrika kröfur sínar um róttæk- ar breytingar á kvótakerfinu, eink- anlega afnám svokallaðs „kvóta- brasks“. í röðum áhrifamanna í útgerð, sem yfirleitt hafa staðið fast á kröfunni um endurgjalds- lausar aflaheimildir, hefur þeirri skoðun jafnvel verið hreyft að rétt sé að taka upp veiðileyfagjald. Agnar Helgason Gísli Pálsson „Botnfiskkvótinn hefur safnast á færri hendur frá því að aflaheimildir urðu framseljanlegar.“ „Lénskerfi“ og „kvótabrask“ Fregnir af yfirstandandi verkfalli sjómanna hafa skiljanlega vakið mikla athygli, ekki síst sú fullyrðing sjómanna að þeir séu í vaxandi mæli „neyddir" til að taka þátt í „kvótabraski" útgerðarmanna. Orð- ið „kvótabrask", sem í víðasta skiln- ingi á við um hverskyns viðskipti með aflaheimildir, er hér fyrst og fremst notað um tímabundna kvóta- leigu, þ.e.a.s. þegar útgerð kaupir afnot af varanlegum kvóta sem til- heyrir annarri útgerð. í slíkum við- skiptum útgerða þarf leigjandi kvótans að borga fyrir hann með drjúgum hluta af söluverði aflans; hlutur sjómanna er síðan miðaður við þá upphæð sem eftir er þegar búið er að draga leigugjald tíma- bundins kvóta frá raunverulegu söluverði aflans. Fyrirtæki sem veiðir eigin kvóta reiknar hins veg- ar hlut sjómanna beint af söluverði aflans. Þeir sjómenn sem starfa fyrir útgerðir með leigðan kvóta verða þannig fyrir launaskerðingu í samanburði við hina. Sjómenn halda því auk þess fram að það færist í vöxt að útgerðarfyrirtæki leigi eigin kvóta í því skyni að leigja annað eins af öðrum fyrirtækjum; sjómenn séu látnir taka þátt í kaup- unum í báðum tilvikum - en njóti ekki góðs af viðskiptunum þegar um sölu sé að ræða. Ekki er full ljóst hversu almennt kvótabraskið er, en fáir virðast trúa því lengur að einungis sé um fátíðar undan- tekningar að ræða. I umræðunni um kvótabraskið hefur því stundum verið haldið fram að í tíð kvótakerfisins hafi sjávarút- vegur landsmanna tekið á sig nýja mynd sem dragi dám af lénskerfi miðalda. Menn sjá fyrir sér risavax- in útgerðarfyrirtæki („lénsherra" eða „sægreifa") sem sölsa undir sig meiri kvóta en þau geta sjálf séð um að veiða. Þessi fyrirtæki leigi síðan kvótalitlum eða kvótalausum útgerðum („leiguliðum") umfram- kvóta sinn fyrir allt að 50% af sölu- verði aflans — og losni þar með við þann útgerðarkostnað sem því fylg- ir að draga aflann á land. Þannig ríki eins konar lénsskipan í sjávar- útvegi; nokkrir „lénsherrar“ eigi nánast allan kvótann og hagnist á því að leigjá hluta hans þeim sem smærri eru. Slíkir „leiguliðar“ verða að sæta afarkostum stærri fyrir- tækjanna, ef þeir á annað borð vilji halda áfram að stunda fiskveiðar. Stóru fyrirtækin eru sögð nota gróðann af leiguviðskiptunum til að leggja undir sig enn meira af varanlegum kvóta. Samlíking kvótakerfisins við lénskerfi miðalda er e.t.v. nokkuð glannaleg. Hún minnir hins vegar á áleitnar spurningar um skiptingu kvótans. í deilum sjómanna og út- gerðarmanna um lénskerfi og kvótabrask er í raun togast á um nokkrar af grundvallar forsendum fiskveiðistjórnunar á íslandi, um réttlæti og eignarhald á fískistofn- um. Krafa útgerðarmanna um þátt- töku sjómanna í kvótakaupum er að vissu leyti ofur skiljanleg, ef haft er í huga að mörg fyrirtæki neyðast til að leigja kvóta og sá kostnaður sem því fylgir reynist mörgum útgerðarfyrirtækjum um megn. Sjómenn benda hins vegar á að hagnaðurinn af kvótaleigunni renni í vasa útgerðarmanna og í raun séu sjómenn að greiða útgerð- armönnum hinn umdeilda „auð- lindaskatt." Framsal aflaheimilda 5 ára afmœlistilboð TóívtisífiCi ísCands er um þessar muncCir 5 ára og býður af því tiCefni ánstafct afmcefístiCBoð: Skrifstofutækninám með 20% afslætti • Bókfærsla • Ritvinnsla, Word fyrir Windows • Tölvubókhald • Tölvureiknir, Excel • Verslunarreikningur • Gagnagrunnur • Tollskýrslugerð • Windows og stýrikerfi ....aðeins kr, 3990 á mánuði Tölvuskóli Islands Sími 67 14 66 • opið til kl. 22 Verðið miðast við jafnar afborganir í 24 mánuði Lögfræðileg álitamál tengd stjórnun fiskveiða hafa að vonum ekki síður verið til umræðu að und- anförnu en vinnudeilur sjómanna og útgerðarmanna. Eins og kunn- ugt er kveður fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða skýrt á um að út- hlutun veiðiheimilda feli ekki í sér myndun eignarréttar eða óaftur- kallanlegs forræðis einstakra aðila yfír veiðiheimildum; þar segir að fiskistofnar á íslandsmiðum séu „sameign íslensku þjóðarinnar“. Nýlega kvað Hæstiréttur hins vegar upp þann dóm í máli sjávarútvegs- fyrirtækis gegn fjármálaráðherra að aðkeyptur varanlegur aflakvóti væri fyrnanleg og skattskyld eign útgerðarmanna. Slíkur dómur renn- ir stoðum undir tíðar fullyrðingar þess efnis að útgerðarmenn helgi sér þessa þjóðareign þegar fram í sækir, í skjóli hefðarréttar án þess að greiða fyrir hana, jafnvel með styrk frá sjómönnum. Þegar slík mál eru rædd er óhjá- kvæmilegt að spyija hveijir séu eig- inlegir handhafar kvótans og hvort hann sé að safnast á fárra hendur. í grein sem við rituðum í Morgun- blaðið 13. maí sl. lögðum við drög að svari við slíkri spurningu með því að kanna þróun eignarhalds á aflakvótum í tíð kvótakerfisins. Niðurstöður okkar sýndu að afla- heimildir höfðu safnast á færri fyr- irtæki; kvótaeigendum hafði ekki aðeins fækkað frá 1984, munurinn á aflahlutdeild hinna smáu og hinna stóru reyndist hafa aukist töluvert. -Til að gera samanburð milli ára raunhæfan' slepptum við, í áður- nefndum útreikningum, þeim út- gerðarflokkum (6-10 tonna bátum) sem teknir voru inn í kvótakerfið með breytingum á lögum um stjórn fiskveiða árið 1990. Hér á eftir er hins vegar ætlunin að huga sérstak- lega að þróun eignarhalds í kvóta- kerfínu eftir gildistöku lagabreyt- inganna frá 1990 og byggjast út- reikningar því að þessu sinni á öll- um þeim skipum sem fengið hafa úthlutaðan kvóta á tímabilinu 1991 til 1994. Miðað er við kvótaúthlutun við upphaf hvers fiskveiðiárs og eignastöðu í lok þess, nema fyrir fiskveiðiárið 1994 (þar er, af skilj- anlegum ástæðum, miðað við eigna- stöðu í byijun fiskveiðiárs). í eftir- farandi útreikningnum er, eins og Skipting kvótans Með lögunum -frá 1990 voru gerðar a.m.k. tvær mikilvægar breytingar á kvótakerfinu. Til að setja þak á veiðar sex til tíu tonna smábáta voru þeir teknir inní kvóta- kerfið. Þessum bátum, sem áður veiddu samkvæmt banndagakerfi, var úthlutaður kvóti og við það fjölgaði handhöfum aflaheimilda um 286% (úr 404 í 1.155).'Einnig var ákveðið að aflakvótar yrðu framseljanlegir, en markmið þeirrar breytingar var að auka hagræðingu í sjávarútvegi með því að gera vel reknum útgerðum auðveldara að eignast kvóta þeirra sem ekki væru eins arðbær. I ljósi þess að eitt markmið laga- breytinganna var að fækka óhag- kvæmum útgerðum, er forvitnilegt að kanna hvort útgerðum fækkar í raun, og ef svo er, af hvaða stærð- argráðu þau fyrirtæki eru. Mynd 1 sýnir breytingar á fjölda botnfisk- kvótaeigenda frá 1991 til 1994. Mynd 1. Fjöldi kvótaeigenda (botnfiskur) B Dvergar B Littir B Stórir P Risar Mynd 2. Skipting kvótans: botnfiskur □ Dvergar B Utir B Stórir □ Risar B Dvergar B Litíir fl Stórir □ Risar Mynd 3. Skipting kvótans: allar tegundir 100 90 80 70 g 60 a> © 50 n 40 30 20 10 1991 1992 1993 1994 Ár --- —!—.—: !-------------^___________________

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.