Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
23
Dræm aðsókn að vélum
Háskólahappdrættisins
ÁSÓKN í happdrættisvélar HHÍ hefur verið dræm frá opnun spila-
stofa í desember. Ragnar Ingimarsson framkvæmdastjóri Happdrætt-
is Háskólans segir of snemmt að draga ályktanir af aðsókninni því
aðeins séu rúmar fijár vikur síðan vélarnar komust í gagnið. Segir
Ragnar að von sé á 50 vélum til landsins til viðbótar.
„Ég tel ekki að hægt sé að draga
ályktanir af aðsókninni eftir svo
skamman tíma. Vélarnar voru sett-
ar upp um miðjan desember og lík-
legt að jólaundirbúningur hafi eitt-
hvað dregið úr áhuga fólks.“ Ragn-
ar vildi ekki gefa upp tekjur af
happdrættisvélunum til þessa en
kvaðst vita töluna upp á hár. „Ég
vil ekki nefna upphæðina'en við
vitum upp á krónu hvernig hefur
gengið. Sumum hefur gengið betur
en öðrum og ástæðulaust að vera
básúna það hveijum gengur vel og
hvetjum illa. Vitað er að staðsetning
vélanna og uppröðun ræður ein-
hveiju um árangurinn," segirRagn-
ar. Hann segir aðspurður að upplýs-
ingar um hvenær og hvar sé mest
spilað liggi ekki fyrir en verið sé
að athuga málið.
Aðsókn misjöfn
Blaðamaður Morgunblaðsins og
ljósmyndari drápu niður fæti á
nokkrum spilastofum einn eftirmið-
ÁHRIFARÍKUR HÁRKÚR
Fyrir hár, húó og negiur.
Vitamín,
k X T H ' Hugsaöu
Niiring fiír h‘|f vel um
l'iul ocli "“Mhárið.
£
12» -i
Fæst í
heilsubúðum,
mörgum
■ apótekum og
mörkuðum.
BIO-SELEN UMB. SIMI: 76610
dag. í spilastofu Hótel Sögu opnar
klukkan 16 á daginn og voru tveir
að spila þegar að var komið. Sögðu
starfsmenn í móttöku að aðsókn
hefði verið með minnsta móti frá
opnun. Líklega væru fastagestirnir
þrír til ijórir sem komið væri. í
Lukkupottinum við Lækjargötu sem
opnar á hádegi var enginn að spila
en starfsmaður þar taldi aðsókn
þolanlega. Hugsanlega spiluðu
20-30 manns frá því opnað væri
og þar til lokaði. Í spilastofunni
Háspennu við Hafnarstræti voru
íjórir að spila. Starfsmaður sem
varð fyrir svörum sagði að opnað
væri klukkan tíu á morgnana og
væri aðsókn misjöfn. í Háspennu
við Hlemm er opnað klukkan níu á
morgnana og sagði starfsmaður
nokkur að líklega sæktu staðinn á
þriðja hundrað yfir daginn en 15
voru að spila á þeirri stundu. Á
Kringlukránni var einn að spila
þegar Morgunblaðið leit inn en þar
er opnað á hádegi.
Morgunblaðið/Þorkell
Einn að spila
ÞETTA er algeng sjón í spilasölum borgarinnar, einn maður að spila.
Harður árekstur í
Grindavík
Ók öfugu
megin við
umferðar-
eyjuna
Grindavík.
HARÐUR árekstur varð á Víkur-
braut gegnt versluninni Braut á
sunnudagskvöld. Tveir voru
fluttir á sjúkrahús en fengu að
fara heim að lokinni skoðun.
Áreksturinn varð með þeim hætti
að tveimur bifreiðum var ekið norð-
ur Víkurbraut og hugðist ökumaður
þeirra aftari fara framúr þeirri
fremri og notaði til þéss vinstri
akrein eins og vera ber en auk þess
ók hann einnig öfugu megin við
umferðareyju sem er á götunni. Þar
ók hann beint framan á bifreið sem
var ekið til suðurs á Víkurbraut
með þeim afleiðingum að hún kast-
aðist eina 6 metra afturábak.
Fimm voru í fyrrgreindu bifreið-
inni en tveir í þeirri síðarnefndu og
voru eins og fyrr segir tveir fluttir
á sjúkrahús með óveruleg meiðsla.
Bifreiðarnar voru báðar mikið
skemmdar og óökufærar eftir
áreksturinn. FÓ
^^^Vaskhugi
íslenskt bókahaldsforrit!
Fjárhags-, sölu-, launa-, birgða-,
viðskiptamannakerfi og margt fleira er
í Vaskhuga. Einfalt og öruggt í notkun.
Vaskhugi hf. Sími682 680
Ný lög um VSK í gildi um áramótin
Fullkomið afgreiðslu
kerfi með strika-
merkjum þarf ekki
að kosta mikið.
Nýherji hf. kynnir
ódýra lausn:
Omron RS3510.
Omron RS3510 er
eitt mest selda
afgreiðslukerfið í
Evrópu.
/■
Otvíræðir
la#
Engar áhyggjur af tvískiptum
vi rði sa u ka skatti.
Hraðari og öruggari afgreiðsla.
Fljótari uppröðun í hillur.
Nákvæm sölugreining eftir
flokkum og VSK þrepum.
Auðveldar uppgjör og aðhald í
rekstri.
Ódýr lausn.
Til afgreiðslu
Omron strikamerkjakerfið er til afgreiðslu nú
þegar. Nýherji hf. hefur nú þegar sett upp á
annan tug Omron RS3510 afgreiðslukerfa á
þessu ári.
Búnaður fyrir
ifvÆaáici kassa
verslun
Omron RS3510 2 stk.
Borðscannar 2 stk.
PC-tengikort 1 stk.
Ambra 486, Local Bus 1 stk.
Star Laser 5, laser prentari 1 stk.
Birgðar- og sölukerfi 1 stk.
Verð samtals: kr. 618.000 án/VSK
eða aðeins
Lkr. 28i9.65
á mánuði
í 24 mánuði miðað við stadgreiðslusamning
Glitnis. Verðið er ekki með virðisaukaskatti.
Kostnaður og vextir eru reiknaðir með í
mánaðargjaldinu (kr. 28.965).
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - SlMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undatt