Morgunblaðið - 11.01.1994, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
LEIÐTOGAFUNDUR NATO I BRUSSEL
„Óttast ekki að
áherslum NATO
verði breytt“
-segir Davíð Oddsson forsætisráð-
herra um áhrif Friðarsamvinnu
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sem nú situr leiðtoga-
fund Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst ekki óttast
að áherslur í samstarfi ríkja NATO breytist með svokall-
aðri Friðarsamvinnu og færist fjær Atlantshafssamstarfinu.
„Það kemur glöggt fram að áhugi Austur-Evrópuríkja á
NATO byggist á þessum þræði yfir Atlantshafið. Það er
þessi regnhlífarvernd Evrópu -og Norður-Ameríku sem ger-
ir bandalagið svo eftirsóknarvert fyrir þessi ríki,“ sagði
Davíð. Við upphaf fundarins hitti hann Bill Clinton, Banda-
ríkjaforseta, að máli. Lýstu báðir ánægju með nýgert sam-
komulag um framtíðarvarnarsamstarf ríkjanna auk þess
sem Clinton minnist þess er hann millilenti á Islandi á námsá-
rum sínum.
„Umræðurnar á leiðtoga-
fundi NATO í dag hafa verið
athyglisverðar. Að meginstefnu
til hefur verið fjallað um þennan
nýja þátt í starfsemi bandalags-
ins sem menn hafa nefnt Frið-
arsamvinnu og er skref sem
menn stíga til að koma til móts
við þau ríki Mið- og Austur-Evr-
ópu, sem hafa sótt um eða sækj-
ast eftir aðild að bandalaginu,"
sagði Davíð. „Menn hafa talið
að þegar grannt sé skoðað, sé
þetta meiri opnun en áður hafi
verið talað um, þó sumir hafi
sagt að þarna væri lítið skref
stigið til móts við sjónarmið
þessara ríkja. í rauninni sé ver-
ið að stíga fyrsta skref í þá átt
að þessi ríki verði aðilar að
bandalaginu, án þess að það sé
gert í einu vetfangi. Gallinn við
slíkt væri aftur sá að þar með
væri dregin ný öryggislína í álf-
unni og ákveðið hvaða ríki væru
innan hennar og hver utan.
Menn telja það ekki skynsam-
legt á þessu augnabliki enda
má deila um hvaða ríki séu þess
megnug að gangast undir gagn-
kvæma skilmála bandalagsins
af hemaðarlegum og efnahags-
legum ástæðum á þessu stigi
máls. Ég held að við getum fellt
okkur við það að Rússland hafi
ekki neitt neitunarvald gagn-
vart þátttöku þessara þjóða, á
hinn bóginn finnst okkur skyn-
samlegt að gera þetta með þess-
um hætti. Það var mjög bærileg
sátt um það á fundinum í dag.“
-Hver er afstaða íslands til
framtíðaraðildar Rússa og ann-
arra fyrrverandi lýðvelda Sovét-
ríkjanna?
„Við teljum að með Friðar-
samvinnunni sé verið að auð-
velda að að ríki Austur-Evrópu,
að Rússlandi frátöldu, geti orðið
aðilar að bandalaginu. Ég held
að það sé tómt mál að tala um
að Rússland verði aðili að
NATO. Ef að það gerðist, væri
bandalagið mjög breytt. Hins
vegar gæti Rússland gert sátt-
mála við NATO.“
ísland sammála stefnunni í
málefnum Bosníu
-í fréttum Reuters í gær
sagði að öll aðildarríkin, að
Kanadamönnum undanskildum,
væru reiðubúin að samþykkja
að gerðar verði loftárásir á
Bosníu komi fram slík ósk af
hálfu Sameinuðu þjóðanna, og
að ákvörðunin yrði gerð opinber
á þriðjudag?
„Það hefur engin slík ákvörð-
un verið tekin en það er ljóst
að menn eru að tala um mjög
áþekkar ákvarðanir og áður
hafa verið teknar. ísland hefur
Davíð ræddi við
Clinton
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hitti Bill Clinton, Banda-
ríkjaforseta, að máli í gær og
lýstu báðir ánægju með nýgert
samkomulag um framtíðar-
varnarsamstarf ríkjanna.
ekki skorið sig úr leik í þessum
efnum og er í sátt við þá stefnu
sem tekin var þegar þessi sam-
þykkt var gerð á sínum tíma
og mun standa að henni áfram.“
Sagði Davíð að gert væri ráð
fyrir að málefni Bosníu yrðu
rædd frekar á lokuðum fundi
leiðtoganna með framkvæmda-
stjóra bandalagsins sem haldinn
var í gærkvöldi.
Ánægja með varnarsamning
Við upphaf leiðtogafundarins
hitti Davíð Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta að máli og ræddu
þeir saman stutta stund. „Við
ræddum samninginn sem gerð-
ur var á milli Bandaríkjanna og
íslands í tengslum við varnar-
samninginn og létum báðir í ljós
ánægju með þá niðurstöðu sem
þar varð, sem væri báðum þjóð-
unum mjög að skapi og álitleg.
Hann vildi þakka það sérstak-
lega að þetta hefði gengið eftir
í tæka tíð. Þá nefndi hann sér-
staklega að hann þekkti til ís-
lands að því leyti til að hann
hefði flogið með Loftleiðum á
námsárum sínum og ræddi um
landið út frá þeim þáttum. Að
því leyti stæði landið örlítið nær
honum, þótt hann hafi aðeins
séð það út um gluggann á Loft-
leiðavélum."
Reuter
Clinton á kaffihúsi
ÞEGAR Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafði lokið ræðu sinni í ráðhúsi Brusselborgar brá hann sér inn á kaffihús
við Gamla torgið, Grand Place, og tók fólk tali. Var honum vel tekið og eins og sjá má lögðu viðstaddir hlustirnar
við því, sem hann hafði að segja.
Clinton vill afstýra
nýju köldu stríði
Brussel. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti flutti ræðu á fundi með unguni Belg-
íumönnum og bandarískum borgurum í ráðhúsi Brusselborgar á
sunnudag. Hann varaði íbúa fyrrverandi kommúnistaríkja við þeim
varasömu stjórnmálamönnum sem vildu setjast í „hið myrka hásæti
harðstjórnarinnar" og þótti ljóst að hann ætti m.a. við helsta leið-
toga öfgafullra þjóðernissinna í Rússlandi, Vladímír Zhírínovskij.
Clinton bauð þjóðum Mið-Evrópu að þær fengju einhvern tíma aðild
að Atlantshafsbandalaginu, NATO, en sagði a'ð það myndi ekki verða
alveg á næstunni; koma yrði í veg fyrir nýjar deilur milli austurs
og vesturs í Evrópu. Rússar hafa lýst harðri andstöðu við að banda-
lagið stækki til austurs.
„Ég segi við alla þá Evrópu- og
Bandaríkjamenn sem vilja að við
drögum einfaldlega nýja markalínu
austar í Evrópu að við ættum ekki
að slá því föstu að björtustu vonir
um framtíð álfunnar geti ekki
ræst“, sagði forsetinn.
Clinton er í sinni fyrstu opinberu
Evrópuferð eftir að hann tók við
forsetaembætti og lagði hann
áherslu á að draga úr ótta þeirra
Evrópumanna sem telja að Banda-
ríkjamenn hafi nú meiri hug á sam-
starfi við aðrar Ameríkuþjóðir og
Asíumenn en Evrópu. „Bandaríkja-
menn munu sem fyrr vinna ótrauð-
ir að því að treysta öryggi og frið
í Evrópu", sagði hann.
Varað við lýðskrumi
Clinton sagði að þjóðimar í fyrr-
verandi kommúnistaríkjum horfðu
nú fram á „baráttu milli endurnýj-
unar og örvæntingar" í viðleitni
sinni til að koma á markaðsbúskap
í stað miðstýringar. Hann varaði
við herskáum þjóðernissinnum og
lýðskrumurum sem ælu á alda-
gamalli tortryggni og notfærðu sér sá
rsaukann sem fylgdi breytingunum
með það að markmiði að koma í
veg fyrir umbætur. Það myndi
koma í ljós í næstu framtíð hvort
rússneska þjóðin hygðist áfram
feta braut friðsamlegs lýðræðis
og markaðsbúskapar eða velja í
örvæntingu sinni leiðtoga sem
fylgdu stefnu alræðis og útþenslu-
stefnu.
Bandaríski forsetinn nafngreindi
ekki Zhírínovskíj sérstaklega en
rússneski þjóðernissinninn hefur
lagt til að Rússar leggi á ný undir
sig öll þau lönd sem einhvern tíma
hafa heyrt undir þá, þ. á m. Pólland
og Finnland.
Clinton sagði að tillagan um Frið-
arsamvinnu, aukið varnarsamstarf
NATO og þeirra fyrrverandi komm-
únistaríkja sem það kjósa, væri lyk-
illinn að nýju skeiði samstarfs.
„Þessi samvinna mun stuðla að þró-
un í átt til formlegrar stækkunar
NATO. Með henni er verið að huga
að þeim degi er NATO tekur við
nýjum aðildarríkjum".
Reuler
Kampakátir leiðtogar
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, og John Major, forsætisráðherra Bretlands, veifa brosandi til fréttamanna
þegar ljósmyndurum var gfefinn kostur á að taka myndir af leiðtogum NATO-ríkjanna í Brussel í gær. Aðrir
á myndinni, talið frá vinstri, eru Manfred Wörner, framkvæmdastjóri NATO, Azeglio Ciampi, forsætisráðherra
Ítalíu, Jaques Santer, forsætisráðherra Lúxemborgar, og Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands.