Morgunblaðið - 11.01.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
25
Úkraína fellst á að af-
sala sér kjamavopnum
Brussel, Kíev, Moskvu. Reuter.
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í Brussel í gær að
Úkraínumenn hefðu samþykkt að láta kjarnavopn sovéthersins
fyrrverandi í landi sínu af hendi.
„Þetta er vænleg og söguleg
niðurstaða," sagði Clinton og
bætti við að Úkraínumenn hefðu
samþykkt að láta af hendi 176
langdrægar eldflaugar og 1.500
kjarnaodda. Þetta er þriðja
stærsta kjarnavopnabúr heims.
Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkra-
ínu, hyggst ræða við Clinton um
málið þegar hann kemur við á
flugvellinum í Kíev, höfuðborg
landsins, á leið sinni til Moskvu
annað kvöld. Kravtsjúk fer einnig
til Moskvu á fund við Clinton og
Borís Jeltsín, forseta Rússlands, á
föstudag til að undirrita sam-
komulag landanna þriggja um fé-
bætur til handa Úkraínumönnum
fyrir að láta kjarnavopnin af hendi.
Þjóðernissinnar í röðum stjórn-
arandstæðinga í Úkraínu brugðust
strax ókvæða við þessum tíðind-
um. „Kravtsjúk forseti hefur ekk-
ert vald til að undirrita alþjóðlegt
skjal um kjarnavopnin,“ sagði
Vjatsjeslav Tsjornovíl, helsti
stjórnarandstöðuleiðtoginn.
„Þingið ákveður um framtíð
kjarnavopnanna."
Eftir hrun Sovétríkjanna árið
1991 undirritaði stjórn Úkraínu
samning um að láta vopnin af
hendi samkvæmt START-1 sam-
komulaginu um fækkun lang-
Austur-Evrópuríkin hafa öll
áhuga á að komast í NATO sem
fyrst en aðeins eitt fyrrverandi
sovétlýðveldi, Litháen, hefur sótt
formlega um aðild. Hafa Rússar
brugðist mjög illa við umsókninni
en hin Eystrasaltsríkin tvö, Lett-
land og Eistland, eru tilbúin til að
bíða.
Úkraínumenn ætla einnig að
fara sér hægt en þeir styðja áætl-
drægra kjarnavopna og virða
samninginn um bann við út-
breiðslu kjarnavopna. Þing Úkra-
ínu setti hins vegar ströng skilyrði
fyrir því að staðfesta samninginn
í nóvember, meðal annars vegna
ótta við uppgang rússneskra þjóð-
ernissinna.
un Bandaríkjastjórnar og NATO
um Friðarsamvinnuna. Úkraínu-
stjórn lítur hins vegar aðeins á
hana sem fyrsta skrefið að fullri
NATO-aðild. Hvít-Rússar hafa
nokkra sérstöðu því að þingið í
Mínsk hefur samþykkt að ganga
í pólitískt og hernaðarlegt banda-
lag með Rússum og ákveðið hefur
verið að sameina gjaldmiðil ríkj-
anna.
Sovétlýðveldin fyrrverandi í Evrópu
Flest hlynnt NATO-aðild
Kíev. Reuter.
EVROPSKU sovétlýðveldin fyrrverandi eru lilynnt auknu sam-
starfi við NATO en þau skiptast í þrennt hvað varðar aðild að
bandalaginu: Þau, sem vilja aðild strax; þau, sem eru reiðubúin
að bíða, og þau, sem eru andvíg aðild.
Reuter
Skriðuföll í Frakklandi
ÚRHELLI í Frakklandi undanfarnar vikur hefur valdið miklum flóð-
um og skriðuföllum sem hafa kostað að minnsta kosti fimm manns
lífið, auk þess sem þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín.
Óttast var að fjórir manns til viðbótar hafi farist í skriðu í Alpaþorp-
inu La Salle-en-Beaumont á laugardag. Myndin var tekin í bænum
Saintes í suðvesturhluta landsins þar sem íbúarnir nota báta til að
komast á milli staða.
Hvað er
\
Friðar-
samvinna?
Brussel. Reuter.
Á NATO-fundinum í Brussel
var í gær samþykkt áætlun
um nánari, hernaðarleg
tengsl við kommúnistarikin
fyrrverandi og hefur hún
hlotið nafnið „Friðarsam-
vinna" (Partnership for
Peace). Hér fara á eftir helstu
atriði þessarar áætlunar.
• Austur-Evrópuríkjunum og
sovétlýðveldunum fyrrverandi,
þar á meðal Rússlandi, stendur
til boða að taka þátt í Friðars-
amvinnunni og það gildir einnig
um hlutlaus ríki eins og Finn-
land og Svíþjóð.
• NATO býðst til að undirrita
tvíhliða samkomulag um sam-
eiginlegar heræfingar og þjálf-
un, til dæmis vegna friðargæslu-
starfa. Á fundinum verður lagt
til, að heræfingar hefjist strax
á þessu ári og það gæti þýtt,
að NATO-hermenn færu til æf-
inga í Austur-Evrópu. Sérhvert
ríki verður að samþykkja sam-
starf í varnarmálum, lýðræðis-
lega stjórn á heraflanum og
aðrar vestrænar grundvallar-
reglur. Samið verður sérstak-
lega um hve víðtæk hernaðars-
amvinnan verður og er búist
við, að þau ríki, sem vilja ganga
í NATO, gangi þar lengra en
önnur. Að öðru leyti gæti sam-
vinnan falið í sér samstarf hvað
varðar útgjöld til varnarmála og
herstjórnaráætlanir auk þess
sem herafla viðkomandi ríkja
verður komið í vestrænt horf.
• Aðildarríki Friðarsamvinn-
unnar geta ráðfært sig við
NATO telji þau öryggi sínu ógn-
að og þau munu hafa fulltrúa í
aðalstöðvum NATO í Brussel
og hjá nýrri áætlanastofnun
NATO.
• NATO-ríkin eru ekki sam-
mála um hve miklu þau eigi að
veija til Friðarsamvinnunnar en
ljóst er, að meginkostnaðurinn
fellur þó á kommúnistaríkin
fyrrverandi.
20-60%
lœkkun á dömuvörum úr baiutt- og
vetrarlLitanuni.
Herravörur á háLfvirði.
ÚtvöLuvörur úr eldri Livtum Jeldar með
50% auka afLœtti á medan úUalan
jtendur yfir.
Opið mámidag - föstudaga
frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14.
Pöntunarsími 91-673718
Vesti 9005-54 köflótt
áður 3.370,- nú 1.700,-
Peysa 4411-05 brún
áður 3.720,- nú 2.300,-
A Peysa 2413-94 grádrapp
W áður 4.470,-nú 2.700,-
Pils 2405-94 grádrapp
áður 2.970,- nú 1.100,-
Jakki 8005-37 svartur/drappl.
áður 11.020,- nú 6.700,-
Bolur 3326-76 drappl.
áður 5.520,- nú 3.900,-
Pils 8004-37 svart/drappl.
áður 5.580,- nú 3.700,-
Bolur 5075-09 grár
áður 2.970,- nú 2.100,-
Buxur 5074-09 gráar
áður 2.220,- nú 1.500,-
SVANNI
Stangarhyl 5
Pósthólf 10210 ■ 130 Reykjavík
Sfmi 91-67 37 18 ■ Telefax 67 37 32