Morgunblaðið - 11.01.1994, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNlILÍF ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
SJALFSVORN
FYRIR KONUR
Nútíma kerfi sem virkar á götunni.
Innritun stendur yfir í síma 68 36 00.
DAGTÍMAR
Mörkin 8 v/Suðurlandsbraut, 108 Reykjavík.
DÚXINN - námstækninámskeið
og námið verður leikur einn!
Inniheldur bók og tvasr snældur.
Verð aðeins kr. 2.900. Fæst í flestum
bókaverslunum. Sendum einnig frítt í
póstkröfu. Sími 642100.
HRAÐIJiSTRARSKÓLiNN
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi
fást í öllum helstu
bókaverslunum landsins.
Múlalundur
Vinnustofa Sl'BS
Símar: 628450 688420 688459
Fax 28819
REGLA
EGLA
-RÖÐOG
Skattbreytingar
Minni hækkun verðlags
fremur en bein lækkun
Kaupmáttur ráðstöfunartekna talinn aukast um 1/2%
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur að kaUpmáttur ráðstöfunartekna
heimilanna aukist um rúmlega 0,5% á þessu ári vegna skattabreyt-
inga og efnahagsaðgerða sfjórnvalda. Ráðuneytið spáir því að
vísitala framfærslukostnaðar hækki um 2-2,5% árið 1994 og að
hækkunin innan ársins verði 1,5%, sem setur Island í hóp 5-6
aðildarríkjua OECD sem áætlað er að hafi lægsta verðbólgu á
þessu ári. Sérfræðingar fjármálaráðuneytisins telja að lækkun
virðisaukaskatts af matvælum muni ekki að fullu skila sér í lækk-
un vöruverðs fyrr en eftir 2-3 mánuði og telja að lieildaráhrifin
af skattbreytingum á árinu skili sér fyrst og fremst í minni hækk-
un verðlags fremur en beinni lækkun.
Breytingar á virðisaukaskatti og
vörugjöldum sem tóku gildi um
áramót hafa mismundandi áhrif á
verð einstakra vara og gerir fjár-
málaráðuneytið ráð fyrir eftirfar-
andi verðbreytingum:
Brauð og ávextir lækka um
8,4%
Verð þeirra vara sem virðisauka-
skattur lækkar á og þar sem engin
breyting hefur verið gerð á vöru-
gjöldum á að lækka um 8,4%. Hér
er m.a. um að ræða korn- og brauð-
vörur, ávexti, innflutt grænmeti,
olíur og feitmeti.
Sykruð matvara lækkar um
3-4%
Virðisaukaskattur lækkar á
nokkrum vörutegundum sem taka
á sig 6% vörugjald og á verð þeirra
að lækka um 3-4%. Hér er m.a.
um að ræða sykur og sykraða
matvöru, s.s. grauta, sultur, niður-
soðna ávexti og auki þess snak-
kvörur, ís, kaffi og te.
Gos og safar lækka um 5%
I nokkrum tilvikum hafa vörugjöld
verið lækkuð úr 25% í 18% á vörum
sem bera áfram fullan virðisauka-
skatt og á verð þeirra að lækka
um 5%. Þar er m.a. um að ræða
gosdrykki, ávaxtasafa, sælgæti og
sætt kex.
Óbreytt verð á mjólk og
kjötvörum
Lítil eða engin verðlækkun verð-
ur á vörum sem nutu endur-
greiðslna á virðisaukaskatti eða
'niðurgreiðslna sem svöruðu til þess
að virðisaukaskattur af þeim væri
14%. Hér er um að ræða mjólkur-
vörur aðrar en smjör, kjötvörur,
egg og innlent grænmeti en ráðu-
neytið bendir á að unnar kjötvörur
eigi afutr á móti að geta lækkað
nokkuð.
í verðbólguspá ráðuneytisins er
bent á að olíuverð á erlendum
mörkuðum er afar lágt um þessar
mundir og megi því búast við hærra
bensinverði á árinu og þar með
aukinni verðbólgu en á móti vegi
líkleg áhrif lækkunar nafnvaxta.
jafnframt er bent á að eftir áramót
gangi gjarnan til baka ýmis verðtil-
boð sem gilt hafi í desember og
loks að verð á innfluttum vörum
geti hækkað í takt við verðbreyt-
ingar í helstu viðskiptalöndum.
„Að öllu samanlögðu má reikna
með því að verðbólga, þ.e. hækkun
framfærsluvísitölu, verði að
minnsta kosti 1/2% rrjinni vegna
skattbreytinganna á þessu ári en
ella hefði orðið. Þessi áhrif skila
sér væntanlega fyrst og fremst í
minni hækkun verðlags fremur en
beinni lækkun. Þannig spáir Seðla-
bankinn óbrejdtu verðlagi fyrstu
fjóra mánuði ársins og í spá fjár-
málaráðuneytisins er gert ráð fyrir
lítils háttar hækkun á sama tíma-
bili, eða um 0,3%,“ segir í fréttatil-
kynningu fjármálaráðuneytisins.
<> . \
Islenskt
Lé tt-skjáfcMX
ú tölwna
- /á, IcmIcIc!
Nú geta allir notað tölvurnar-sínar
sem faxtæki, bæði til sendinga og
móttöku yfir símalínu.
Við kynnum nýjan íslenskan hugbúnað
fyrir Windows: Létt-skjófax fyrir ein-
menningstölvur (mótald innifalið).
Þú getur sparað þér kaup ó sérstöku
faxtæki og sent beint af tölvunni.
Þú getur unnið ó tölvuna þó Létt-
skjófaxið sé að taka ó móti sendingu.
Þú getur lótið tölvuna um að senda
faxbréf ó sfóra sem smóa hópa.
Kynntu þér möguleikona nónar!
Kynningarverð á hugbúnaði
og mótaldi fyrir 1 notanda
kr. 29.900,- og fyrir allt að
5 notendur kr. 59.500,-.
Verð er staðgreiðsluverð
og með Vsk.
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665
LEIKMANNASKOLI ÞJOÐKIRKJUNNAR
Trúfræðsla fyrir almenning
Fjögurra kvölda námskeið
Leiðsögn við lestur Biblíunnar Nýtrúarhreyfingar
Kennari: Sr. Sigurður Pálsson Kennari: Sr. Þórhallur Heimisson
Þriðjudagar: 18. jan.-8. feb. Miðvikudagar: 19. jan.-9. feb.
Kl. 20.00-22.00 Kl. 20.00-22.00
Kristin íhugun
Kennari: Guðrún Edda Gunnarsdóttir
Miðvikudagar: 16. feb.-9. mars
Kl. 20.00-22.00
* Kennt verður í aðalbyggingu Háskóla íslands, stofu 5.
Innritun á Biskupsstofu, Suðurgötu 22,150 Reykjavík.
Innritunargjald fyrir hvert námskeið 1.500,00