Morgunblaðið - 11.01.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍF ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
31
Sjónarhorn
Atvinnulífíð og stjómsýslulög
eftir Jónas Fr. Jónsson
Um áramót gengu í gildi stjórn-
sýslulög hér á landi, en sett lög
hefur skort um framkvæmd stjórn-
sýslunnar, þó óskráðar meginregl-
ur hafi verið í gildi. I kynningu á
lögunum hefur athyglin beinst að
samskiptum einstaklinganna við
„kerfið“, en minna gert úr því að
lögin ná bæði yfir samskipti fólks
og fyrirtækja við hið opinbera.
Gildissvið
Lögin ná til eiginlegrar stjórn-
sýslu ríkis og sveitarfélaga, en með
því er átt við starfsemi sem telst
í eðli sínu vera framkvæmd opin-
bers valds. Lögin ná hins vegar
ekki til athafna stjórnvalda sem
eru einkaréttarlegs eðlis s.s. kaup,
sala eða önnur samningsgerð,
nema ákvæði um sérstakt hæfi
stjórnvalds. Ekki skiptir öllu hver
framkvæmir hið opinbera vald,
þannig að einkafyrirtæki sem hefði
verið falið opinbert vald á ein-
hveiju sviði myndi falla undir
ákvæði laganna við framkvæmd
þess. Lögin ná til svokallaðra
stjórnvaldsákvarðana, þ.e. ákvarð-
ana sem snúa að borgurunum og
kveða á um rétt eða skyldu ein-
staklinga eða lögaðila. Ná þau
bæði til ákvarðana einstakra
manna innan „kerfisins" og stjórn-
sýslunefnda. Lögin taka hins vegar
ekki til samningu almennra stjórn-
valdsfyrirmæla s.s. reglugerða eða
verklagsreglna innan stjórnsýsl-
unnar.
Hæfisreglur
í lögunum er að finna reglur
um hæfi þeirra sem taka stjórn-
valdsákvarðanir. Meginsjónarmið-
ið er að enginn taki ákvörðun í
máli sem varðar hann sjálfan, nána
venslamenn, æðstu yfirmenn eða
einkafyrirtæki sem viðkomandi er
í fyrirsvari fyrir. Einnig getur það
valdið vanhæfi ef aðrar aðstæður
eru til þess fallnar að draga hlut-
leysi viðkomandi starfsmanns í efa.
Undir þetta gæti fallið t.a.m. tölu-
verð hlutafjáreign hans, eða ann-
arra honum tengdum, í fyrirtæki
sem ákvörðun snerti, eða þá ef
i 12, sími 44433.
ákvörðunin snerti keppinaut þess
fyrirtækis. Einnig gæti þetta átt
við um nána vináttu eða fjandskap
við aðila máls. Þetta á hins vegar
ekki við um smávægilega hags-
muni eða ef þáttur hins vanhæfa
starfsmanns er svo lítilfjörlegur að
ekki er hætta á að ómálefnaleg
sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun.
Sá sem er vanhæfur má ekki taka
þátt í undirbúningi, meðferð eða
úrlausn máls; hann má t.a.m. ekki
undirbúa útboðsskilmála ef fyrir-
tæki hans eða náinna venslamanna
er hugsanlegur tilboðsgjafi. Það
hvílir á yfirmanni viðkomandi
stofnunar að meta hvort starfs-
maður teljist vanhæfur, sé svo
skal málið falið öðrum.
Meginreglur
Á stjórnvöldum hvílir sú skylda
að veita nauðsynlega aðstoð og
leiðbeina þeim sem til þeirra leita
með mál á starfssviði þess, t.a.m.
um hvaða réttarreglur gilda eða
hvaða gögn þarf að leggja fram.
Skylt er að taka ákvarðanir svo
fljótt sem unnt er og ef fyrirsjáan-
legt er að mál tefjist ber að upp-
lýsa aðila um það, ástæður tafanna
og hvenær megi vænta ákvörðun-
ar. Ef mál tefst óhæfílega má
kæra slíkt til æðra stjórnvalds.
Stjórnvöld skulu sjá til þess að
mál séu nægilega upplýst áður en
ákvörðun er tekin. Með því eru þau
skylduð til að tryggja öflun nægj-
anlegra gagna til að byggja rétta
úrlausn á. I lögunum er að finna
ákvæði um að stjórnvöld skuli
gæta jafnræðis við úrlausn mála,
en í því felst að sambærileg mál
skulu fá sams konar úrlausn. Mis-
munandi úrlausnir þurfa að byggja
á málefnalegum og lögmætum
sjónarmiðum. Lögfest er sú megin-
regla að stjórnvöld skuli gæta
meðalhófs við íþyngjandi ákvörð-
unartöku. Þannig er stjórnvöldum
skylt að beita vægasta tiltæka úr-
ræði til að ná sérhveiju markmiði
og ber sérstaklega að gæta þess
að ákvörðun sé ekki þungbærari
en nauðsynlegt er. Hér er um mjög
mikilvægt ákvæði að ræða fyrir
atvinnulífið, því það hefur viljað
brenna við að ákvarðanir stjórn-
valda íþyngi fyrirtækjum meira en
þörf er á. Aðilar máls eiga rétt á
að skýra frá sjónarmiðum sínum
áður en ákvörðun er tekin og eiga
yfirleitt einnig rétt á að kynna sér
þau gögn er máiið varðar. Þessi
regla er sett til að málsaðilar geti
gætt hagsmuna sinna, þannig að
ákvörðun verði ekki tekin án þess
að þeir geti komið að eigin skoðun-
um um málsatvik og fyrirliggjandi
gögn og jafnvel bætt við nýjum
upplý§ingum.
Rökstuðningur og
ákvörðunartaka
Stjórnvaldsákvörðun skal til-
kynnt málsaðila og er bindandi
þegar hún er komin til aðila. Ekki
er gert ráð fyrir því að ákvarðanir
séu almennt rökstuddar en aðilar
geta krafist rökstuðnings. Er meg-
inreglan sú að rökstyðja ber
ákvörðun ef slík krafa kemur fram
innan lögmælts frests. í rökstuðn-
ingi skal vísað til réttarreglna sem
ákvörðun er byggð á og þeim meg-
insjónarmiðum við mat stjórnvalds
sem ráðandi voru við úrlausnina.
Allt þar til ákvörðun hefur verið
tilkynnt málsaðilum getur stjórn-
vald breytt henni. Eftir tilkynningu
er stjórnvaldi einungis heimilt að
leiðrétta bersýnilegar villur s.s.
reikningsskekkjur eða misritun.
Stjórnvald getur einnig afturkallað
ákvörðun ef hún er ógildanleg eða
þegar það er ekki til tjóns fyrir
aðila t.d. ef ákvörðun var íþyngj-
andi. Heimilt er að endurupptaka
mál innan ákveðins tíma ef ákvörð-
un er byggð á ófullnægjandi eða
röngum upplýsingum um málsat-
vik. Það sama á við ef íþyngjandi
ákvörðun um boð eða bann byggir
á atvikum sem hafa breyst veru-
lega.
Stj órnsýslukæra
Þeir sem eiga við „kerfið“ geta
kært ákvörðun sem snertir hags-
muni þeirra til æðra stjórnvalds.
Er bæði hægt að krefjast þess að
ákvörðun verði felld úr gildi eða
henni breytt. Kæra skal borin fram
innan 3 mánaða frá því að tilkynnt
var um ákvörðun, hún birt opinber-
lega eða rökstuðningur tilkynntur
AÐALFUNDUR
ÍSFIRÐINGA-
FÉLAGSINS
verður haldinn þriðjudagskvöldið 18.
janúar nk. kl. 20.30 að Háteigi, á Hótel
Holiday Inn.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar.
SOKN Tl L NYRRA TÆKIFÆRA
■ iwr á a
■ 1 i \r‘W M
■1 j l Æ AU
■ B mv uu
■ 1 lr MU
W J III
W Ái /■■■
illl
Stjórnendur iðnfyrirtækja
Umsóknarfrestur um þátttöku í verkefninu Vöruþróun '94 rennur
út 17. janúar nk.
Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun og atvinnuráðgjöfum
á landsbyggðinni og skal skila til Iðntæknistofnunar.
Frekari upplýsingar gefa Karl Friðriksson í síma 91-687000
og iðnráðgjafar víðs vegar um landið.
VORUÞROUN (0)
IÐNLANASJOÐUR
löntæknistofnun
n
aðila. Berist kæra að liðnum kæru-
fresti verður henni vísað frá nema
í undantekningartilfellum. Þó
ákvörðun sé kærð frestar það ekki
réttaráhrifum hennar nema hið
æðra stjórnvald, sem kært er til,
heimili sérstaklega frestun. Við
meðferð kærumáls skal fylgt þeim
meginreglum og ákvæðum um
ákvarðanatöku sem áður var lýst.
Úrskurður í kærumáli skal ávallt
vera skriflegur og rökstuddur.
Vandaðri stjórnsýsla
Hér að framan hefur verið reynt
að tæpa á helstu ákvæðum nýrra
stjórnsýslulaga sem einkum má
ætla að snerti atvinnulífið. Umfjöll-
un sem þessi verður þó aldrei tæm-
andi. Full ástæða er til þess að
hvetja forsvarsmenn fyrirtækja til
að kynna sér' lögin og vera þess
meðvitaðir í samskiptum við „kerf-
ið“ að um ákvarðanir stjórnvalda
og málsmeðferð gilda nú mun fast-
mótaðri reglur en áður fyrr. Reglur
þessar munu væntanlega auka
réttaröiyggi og vanda til ákvörðun-
artöku hins opinbera gagnvart at-
vinnufyrirtækjum.
Höfundur er héraðsdómslögmað-
ur og starfar hjá Verslunarráði
Islands.
• •
Okuskóli Islands hf.
Námskeið til undirbúnings að auknum
ökuréttindum hefjast 20. janúar.
Innritun stendur yfir.
Ökuskóli islands hf.,
sími 683841.
Geymið auglýsinguna.
TILBOÐ RV
REKSTRARVORUR
fyrir skrifstofuna
Sparaðu og nýttu þér tilboð RV
Stgr. m. VSK.:
Bréfabindi A4, 7cm________ 227,-
L-Plastmöppur A4, 100stk__798,-
Candid Ijósritunarpappír A4, hvítur,
5 x500 blöð — .-...—- 1.295,-
1) Ef keyptir eru 2 kassar þá tylgja ókeypis 12 pennar.
Auk þess bjóðum við upp á disklinga,
tölvupappír, faxpappír o.m.fl. á mjög
hagstæðu verði.
Hreinlega allt tii hreinlætis og margt, margt tleira
fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili.
Opið frá kl. 8.00 -17.00
Þekking - Úrval - Þjónusta
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi 2 - Sími: 91 -685554 - Fax: 91 -68711 6
<^p
R
<^p
V