Morgunblaðið - 11.01.1994, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
36
Minning
María Gísladóttír
Fædd 1. desember 1930
Dáin 2. janúar 1994
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stn'ð.
(V. Briem.)
Elskuleg mágkona mín og vin-
kona, María Gísladóttir, eða Malla
eins og hún var alltaf kölluð, er lát-
in. Ég kynntist Möllu árið 1950 þeg-
ar ég giftist bróður hennar, Bjarna.
Tókst strax með okkur góð vinátta
sem haldist hefur til síðasta dags.
Malla var ekki bara mágkona mín,
heldur einnig góð vinkona.
Hún ólst upp í austurbænum í
Reykjavík en foreldrar hennar voru
Gísli Ingimyndarson, f. 21. október
1897, d. 5. maí 1976, og Helga
Bjarnadóttir, f. 17. apríl 1905, d.
12. júní 1980. Hún var næstelst fjög-
urra systkina. Elstur er Bjarni, mál-
arameistari, kvæntur undirritaðri.
Þá kemur Trausti, kennari á Sel-
fossi, kvæntur Sigríði Svövu Gests-
dóttur, og yngstur er Emil húsa-
smíðameistari, kvæntur Ásdísi
v Gunnarsdóttur.
Malla giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Ólafi A. Ólafssyni
málarameistara, 13. október 1953,
á 25 ára brúðkaupsafmæli foreldra
hennar. Malla og Alli eignuðust
fímm börn. Þau eru: 1) Gísli Örvar
bifreiðasmiður, kvæntur Margréti
Ámadóttur, 2) Valgerður Björk hús-
móðir, en hennar maður er Reynir
Jóhannsson atvinnurekandi, 3)
Helga Hrönn sjúkraliði er búsett í
Svíþjóð, en hún er gift Roger Gust-
afson tæknifræðingi, 4) Hulda Sjöfn
húsmóðir, gift Ólafi S. Kristjánssyni
sjómanni, og 5) Ólafur Örn nemi sem
býr í foreldrahúsum. Barnabörnin
eru orðin tólf talsins.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka. Við hjónin eigum með
þeim Möllu og Alla margar skemmti-
legar minningar í gegnum árin. Við
fórum í mörg ferðalög saman, bæði
innanlands þegar börnin voru lítil
og eins ferðuðumst við oft saman
erlendis með Málarameistarafélagi
Reykjavíkur að ógleymdum stór-
kostlegum ferðalögum eins og þegar
við fórum til Miðjarðarhafsins og
Karíbahafsins með Eddufélögum.
Þar áttum við stórskemmtilegar
stundir saman. Oftar en ekki enduðu
.ferðirnar hjá sameiginlegum vinum
okkar í Svíþjóð, þeim Hlíf og Svan.
Ég vil nota tækifærið og færa fjöl-
skyldu hennar kveðju frá þeim.
Möllu var mjög umhugað um
heimili sitt og fjölskyldu. Barnabörn-
in voru augnayndi hennar og var
hún mjög stolt af þeim. Þau voru
oft hjá henni og sjá nú á eftir ömmu
sinni langt um aldur fram. Það var
alltaf gott að koma á heimili Möllu
og Alla í Sæviðarsundinu enda höfð-
ingjar heim að sækja. Malla átti líka
alltaf frumkvæðið þegar kom að
stórviðburðum innan fjölskyldunnar.
Þá var gott að eiga hana að. Hún
var alltaf boðin og búin til að hjálpa
við allan undirbúning og naut sín
^-r'/el í því, enda var henni mikils virði
að fjölskyldan treysti fjölskyldu-
böndin.
Malla var sérstaklega dugleg í
veikindum sínum og naut dyggrar
aðstoðar og umhyggju eiginmanns
og barna, umvafin ást og hlýju.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú raeð Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Alli minn, Gísli, Valgerður,
Helga, Hulda og Óli, tengdabörn og
barnabörn, guð gefi ykkur styrk í
ykkar miklu sorg. Ég og fjölskylda
mín vottum ykkur öllum okkar
dýpstu samúð. Megi vinkona mín
hvíla í friði.
Erla Þorvaldsdóttir.
%
I dag verður mágkona mín María
Gísladóttir til moldar borin en hún
lést að morgni 2. janúar eftir erfið
veikindi. Ég man ekki öðru vísi eftir
mér en að nafn Möllu tengdist nafni
Alla bróður míns.
Margar eru perlur minninganna
eftir rúm 40 ára kynni. Ein af þeim
eldri er sú hvað ég var óskaplega
feimin við þau daginn sem þau trú-
lofuðust, ég þorði ekki að fara inn
í herbergi til þeirra, hélt víst að það
að trúlofast breytti fólki, enda bara
fimm ára.
Malla var mér ákaflega góð allt
frá fyrstu tíð og þótti mér mjög
vænt um hana, ég minnist þess að
hún kom stundum eftir vinnu inn á
Karfavog og tók mig með sér niður
á Sjafnargötu og þar fékk ég nagla-
lakk og eitt og annað sem litlum
stúlkum þykir eftirsóknarvert.
Það er gott að eiga góðar minn-
ingar að ylja sér við. Malla var fín-
gerð og nett kona, ákaflega snyrtileg
og smekkleg og bar heimili þeirra
Alla þess glöggt vitni. Sambúð þeirra
var farsæl og missir Alla mikiil, en
hann er ekki einn því þau Malla eign-
uðust fimm mannvænleg börn er
standa honum við hlið og barnabörn-
in eru orðin 12.
Það er erfitt að sjá af fólki á besta
aidri en ég veit að Malla hefur átt
góða heimkomu þar sem hún er nú
og vel hefur verið tekið á móti henni.
Ég vil að lokum þakka fyrir allt
og ekki síst umhyggjusemina við
mömmu eftir að hún varð ein. Guð
blessi þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl-
skyldu Maríu Gísladóttur. Sorg ykk-
ar og söknuður er mikill, en þið eig-
ið sjóð góðra minninga að leita
huggunar í.
Góð kona er gengin.
Sólveig.
Móðir mín María Gísladóttir er
látin. Það er og verður alltaf sárt
að horfa á eftir ástvini, en eitt er
öruggt: öll munum við hittast aftur.
Aldrei aftur mun ég sjá bros hennar
og hlýjuna sem var yfir henni.
Móðir mín var alltaf tilbúin til
að hjálpa öðrum, enda var sagt að
hún hugsaði meira um aðra en um
sjálfa sig.
Móðir mín hafði ánægju af tón-
list, var mjög félagslynd og ég
þakka henni að hún gaf mér þá
hæfileika að hafa ánægju af tónlist.
María Gísladóttir var stórglæsileg
kona og var góð fyrirmynd barna
sinna og barnabarna og sterk í erfið-
leikum. Alltaf munum við systkinin
vera stolt af móður okkar og koma
fram við aðra eins og vildi.
Nú mun Guð varðveita hana og
hjálpa henni að styrkja okkur og
vernda því lífið heldur áfram. ÖIl
söknum við hennar sárt en það
huggar okkur að vita að hún er í
öruggum höndum.
Fjölskyldan þakkar öllum þann
stuðning og hlýju sem okkur er veitt.
Ólafur Örn.
í dag kveð ég elskulega frænku
mína sem var mér alltaf einstaklega
kær, Maríu Gísladóttur eða Möllu
eins og hún var alltaf kölluð. Með
söknuði og trega kemur margt upp
í huga mér þegar ég minnist Möllu
frænku sem dó Iangt fyrir aldur
fram. En minningarnar ylja mér um
hjartarætur því hún var stórkostleg
koila enda bar heimili þeirra hjóna
vott um smekkvísi og myndarskap.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Möllu og Alla. Það var alveg
sama hvort var komið óvænt í heim-
sókn í Sæviðarsundið eða í stór-
veislu, það var alltaf tekið á móti
öllum með hlýhug. Núna síðast kom
ég í heimsókn ásamt móður minni
í nóvember og var þá Malla ásamt
dætrum sínum að taka allt í gegn
fyrir jólahátíðina eins og endranær.
Þetta var yndisleg stund sem við
áttum saman í Sæviðarsundi og mín
síðasta með Möllu frænku.
Ég minnist þess líka ef einhver
stórveisla var framundan þá var
Malla alltaf mætt óbeðin að bjóða
fram hjálp sína. Það lék allt í
höndunum á henni og var gott að
njóta aðstoðar hennar.
Malla var alltaf hrókur alls fagn-
aðar á mannamótum, enda voru þau
hjónin mjög vinamörg og hafði hún
yndi af söng og skemmtilegum
uppákomum. Nú síðast á Hótel Örk
í október þar sem haldið var ættar-
mót. Þá lét hún ekki veikindin aftra
sér frá að mæta ásamt manni sín-
um, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum til að hitta ættmenni
sín
Ég vil að lokum gera orð Kahlil
Gibran að mínum þar sem hann
segir:
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.“
Elsku Alli minn og fjölskylda, ég
votta ykkur innilega samúð mína.
Megi elsku Malla frænka hvíla í
friði.
Helga Bjarnadóttir.
Látin er góð vinkona okkar hjóna,
María Gísladóttir, langt um aldur
fram og harmdauði öllum sem hana
þekktu.
Það er sárt að sjá á bak konu,
sem hefði átt að eiga svo mörg góð
ár ólifuð, svo vel var hún á sig kom-
in, hreystin uppmáluð. Henni varð
líka vart misdægurt þar til óvæginn
sjúkdómur heijaði fyrst á fyrir tæpu
ári.
í fyrstu leit út fyrir að Malla
hefði betur í þeirri viðureign, hún
var staðráðin í að beijast til þrautar
og hún stóð eins lengi og stætt
var. Hún var afar bjartsýn og lífs-
glöð að eðlisfari og hún hafði svo
margt að lifa fyrir, henni fannst
gaman að vera til.
María fæddist í Reykjavfk 1. des-
ember 1930, eitt fjögurra barna
foreldra sinna og einkadóttir. For-
eldrar hennar voru Helga Bjarna-
dóttir og Gísli Ingimundarson, bæði
ættuð úr Árnessýslu, en heimili
þeirra var í austurbænum í Reykja-
vík þar sem systkinin ólust upp við
gott atlæti.
Eftir gagnfræðapróf hóf María
störf á skrifstofu Fiskifélags ís-
lands. Hún kynntist ung verðandi
eiginmanni sínum, Ólafi A. Ólafs-
syni málarameistara frá Akranesi.
Þau gengu í hjónaband árið 1953
og áttu því 40 ára brúðkaupsaf-
mæli í haust er leið. Börn þeirra eru
fimm, tveir synir og þijár dætur,
öll uppkomin, eiga maka og börn,
nema yngri sonurinn sem enn býr
í foreldrahúsum.
Það er margs að minnast á
kveðjustund. Við urðum bekkjar-
systur sjö ára gamlar við upphaf
skólagöngu í Austurbæjarskólan-
um. Síðar á ævinni hagaði svo til
að við eignuðumst húsnæði við sömu
götu, beint á móti hvor annarri. Auk
bernskuvináttu okkar Möllu áttu
eiginmenn okkar það sameiginlegt
að vera Skagamenn og þekktust frá
fyrri tíð.
Samgangur á milli heimila okkar
hefur verið mikill í marga áratugi,
við höfum glaðst saman á góðum
stundum og við hátíðleg tækifæri,
auk þess að hafa daglegt samband
þess á milli. Hennar verður sárt
saknað hér á heimilinu.
Malla var góður og traustur vin-
ur, hún flutti með sér birtu og yl
og öllum leið vel í návist hennar.
Hún bar mikla umhyggju fyrir
fjölskyldu sinni og venslafólki, sú
umhyggja náði einnig til vina henn-
ar.
Það er með sárum söknuði sem
ég, eiginmaður minn, synir og fjöl-
skyldur þeirra, kveðjum Möllu og
þökkum samverustundir liðinna ára.
Alla, börnum og fjölskyldum þeirra,
svo og bræðrum Möllu og fjölskyld-
um þeirra, vottum við samúð.
Þó orð megi sín lítils á sorgar-
stund viljum við segja við ástvini
Möllu. Sorg ykkar er einnig okkar
sorg.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Ása Jónsdóttir og fjölskylda.
Góður granni hefur kvatt þennan
heim alltof fljótt. Það er aðeins rúmt
ár síðan María og Ólafur buðu okk-
ur hjón velkomin í næsta hús við
sig. Hún með sínu blíða, glaðlega
brosi, hann með sinni traustu fram-
komu.
Veturinn leið, það var komið vor,
allir drifu sig út í garð til að und-
irbúa komu sumars. Ský dró fyrir
sólu, María greindist með þann sjúk-
dóm sem nú hefur sigrað í harðri
baráttu.
Hún gat ekki stundað með mann-
inum sínum þá útiveru og hreyfingu
sem bæði höfðu mikla ánægju af,
þ.e. golfíþróttina.
Hún brá sér því stundum yfir í
garðinn til okkar í spjall yfir kaffi-
bolla á laugardags- eða sunnudags-
morgnum. Við eigum eftir að sakna
þessara samverustunda á ókomnum
sumrum.
Um leið og við biðjum góðan Guð
að gefa ástvinum hennar öllum styrk
í þeirra miklu sorg, viljum við þakka
þær alltof fáu stundir sem við áttum
saman.
Blessuð sé minning hennar.
Bergþóra og Einar.
Þegar ég lít til baka finnst mér
þau 50 ár, sem ég hef þekkt Maríu
eða Möllu eins og hún var alltaf
kölluð milli vina, stuttur tími. Okkar
kynni hófust í Norðurmýrinni þar
sem við bjuggum í nágrenni hvor
við aðra og lékum okkur saman
ásamt fleiri krökkum úr hverfinu.
Þegar við fórum í Ingimarsskólann
kynntumst við betur og höfum við
verið vinkonur æ síðan, ásamt
Möggu, Margréti Guðmundsdóttur,
en við þijár höfðum haldið vinátt-
unni alla tíð síðan.
Malla var sérstaklega myndarleg
og heiðarleg kona, skapmikil en rétt-
sýn. Við áttum margar góðar stund-
ir í Ingimarsskóla og kynntumst
góðu fólki, sem við höfum haft sam-
band við á fimm ára fresti, frá því
við útskrifuðumst gagnfræðingar
árið 1947.
Það hefur verið skemmtilegt að
hittast á þessum tímamótum, en nú
fara skörð að myndast í hópinn, ein
skólasystirin féll frá í fyrra og nú
Malla.
Þegar ég skrifa þessi orð kemur
margt í hugann. Við fórum þijár
stöllumar oft saman í frí, í útilegur
um landið okkar og um 18 ára aldur
sigldum við til Skotlands. Þó við
yrðum allar sjóveikar var þetta
ferðalag ævintýri líkast því þetta var
okkar fyrsta ferð út fyrir landstein-
ana.
Malla giftist Ólafi A. Ólafssyni
eða Alla eins og við kölluðum hann,
fyrir 40 árum og eignuðust þau fimm
mannvænleg börn og tólf voru
barnabörnin orðin. Öll höfðu börnin
stofnað sitt eigið heimili nema yngsti
sonurinn, sem er ennþá heima. Það
var oft mikið að gera með þennan
stóra barnahóp, en alltaf var jafn
hreint og myndarlegt hjá Möllu,
kaffí og meðlæti hvenær sem litið
var inn. Þau hjónin voru mjög sam-
rýnd og ferðuðust mikið og stunduðu
saman golf.
Síðustu mánuði var Malla mikið
veik en aldrei kvartaði hún. Við
höfðum það fyrir vana að tala saman
í síma þrisvar í viku alltaf á sama
tíma og hlógum að sérviskunni, en
höfðum gaman af. Þessar síðustu
vikur voru lærdómsríkar fyrir okkur
báðar. Við rifjuðum upp ýmislegt frá
unglingsárunum og þreyttumst aldr-
ei á að tala um þau. Nú er þessi
kafli búin og mun ég sakna hans.
Fyrir hönd Möggu vinkonu og
hinna vinkvennanna í saumaklúbbn-
um, sem enst hefur í 45 ár, sendi
ég innilegar samúðarkveðjur til Alla
og barna þeirra. Guð blessi minningu
Möllu vinkonu minnar.
Hjördis Böðvarsdóttir.
Vegir guðs eru órannsakanlegir
og þegar kona á besta aldri er burt-
kölluð af þessum heimi, eiga menn
oft bágt með að skilja tilgang lífs-
ins. Hvers vegna er kona, full lífs-
löngunar og glaðværðar, burtnumin?
Þannig er spurt, er sorgin kveður
dyra. Og svarið er jafnan fátæklegt.
í raun eigum við ekkert svar, sem
við getum sætt okkur við og því er
þrautalendingin, að enginn skilur
tilganginn, lífið, tilurð þess og endi.
Hví erum við hér, hver er ástæðan
og hvers vegna fær kona í blóma
lífsins eigi notið þess, sem guð gaf?
Menn geta endalaust velt þessum
gátum lífs og dauða fyrir sér án
þess að komast að niðurstöðu. Trúin
er þó huggun í þessum efnum, því
að samkvæmt henni, öðlast maður-
inn eilíft líf. Dauðinn á því ekki að
vera eitthvað sem maður hræðist,
hann er jú óumflýjanlegur, en lífið
er dásamlegt og það eina sem við
þekkjum gjörla er eigið líf. Því er
ekki skrítið, að við reynum að halda
í það eins lengi og við getum. Lífs-
viljinn er það, sem rekur hvem mann
áfram og gefur lífinu tilgang.
María Gísldóttir var rétt nýlega
orðin 63ja ára er hún lést. Hún barð-
ist hetjulegri baráttu við illskeyttan
sjúkdóm, sem var tiltölulega fljótur
að vinna á henni, þrátt fyrir að hún
hefði mikla lífslöngun, en hún var
mikil gæfumanneskja í einkalífinu.
Ung giftist hún Olafi Alexander
Ólafssyni málarameistara og þeim
varö fimm barna auðið. Þau eignuð-
ust Gísla Örvar, Valgerði Björk,
Helgu Hrönn, Huldu Sjöfn og Ólaf
Örn og saman bjuggu þau fagurlega
um sig í Sæviðarsundi 36. Allir voru
aufúsugestir á heimili þairra. Þau
kunnu að gleðjast á góðum degi og
voru höfðingjar heim að sækja.
Malla, eins og hún var jafnan
kölluð, var eiginkona stóra frænda
konunnar minnar og það eru því
hartnær 30 ár frá því að ég kynnt-
ist henni fyrst. Hún var í senn glæsi-
leg, skemmtileg og lífleg kona, sem
mikill sjónarsviptir er að. Við Bryn-
dís og börn sendum Alla og öllum
börnum, tengdabörnum, barnabörn-
um, systkinum og mægðafólki Möllu
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum góðan guð að styrkja þau
í þeirra miklu sorg.
Blessuð sé minning Maríu Gísla-
dóttur.
Magnús Finnsson.
Malla er horfin sjónum og allt tóm-
legra í hugum okkar, sem áttum
vináttu hennar — vináttu, sem aldr-
ei bar skugga á' var heilsteypt og
fölskvalaus. Víst var hún einbeitt
og ákveðin, stöðugt hugandi að því
umhverfi, sem húii lifði í og þeim
sem með henni gengu lífsbrautina,
hvort heldur voru börnin og Alli eða
hinir gölmörgu vinir.
Alli og Malla leiddust hönd í hönd
gegnum sætt og súrt — annað þeirra
varla nefnt án þess að hugsað yrði
til hins.
Það varð því mikil sorg, er það
vitnaðist að leiðir kynnu að skilja,
svo sem nú hefur orðið raunin. Allar
samverustundirnar á Kanarí og allir
ánægjulegu golfdagarnir að baki,
einnig heimboðin og ferðalögin. En
verst af öllu: Malla er horfin sjónum.
Við þökkum áralanga samferð og
biðjum Möllu guðs blessunar. Alla
og fjölskyldunni sendum við samúð-
arkveðjur.
Steingerður og Jón Þorgeir.
Hún amma okkar er dáin. Hún
kemur ekki í heimsókn til okkar
aftur. Amma var blíð og góð. Þegar
afi og amma komu til okkar til
Svíþjóðar, eða þegar við komum til