Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú færð heimild til að halda
áfram með verkefni sem þú
hefur mikinn áhuga á. Góðra
tíðinda er að vænta varðandi
flármálin.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Einhver sem áður var þér
andsnúinn veitir þér nú
óvæntan stuðning. Félagi
hefur góðar fréttir að færa
í kvöld.
Tvíburar'
(21. maí - 20. júní)
Þú finnur loks lausn á verk-
efni sem þú hefur lengi glímt
við. Leitaðu ráða hjá sér-
fræðingum varðandi fjár-
festingu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér gefst tími til að sinna
einkamálunum í dag. Ást-
vinir fara út saman og eiga
ánægjulegar stundir í vina-
hópi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú gleðst yfir góðu gengi í
vinnunni í dag. Sumir und-
irbúa umbætur á heimilinu.
Fjölskyldurnálin eru í fyrir-
rúmi.
Meyja
(23. ágúst - 22. septembert
Þú gætir fengið heimboð frá
nágranna í dag. Þeir sem
stunda nám eiga góðu gengi
að fagna. Kvöldið verður
ánægjulegt.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Einhver býður þér gott verð
fyrir hlut sem þú átt. Ætt-
ingi gerir þér greiða eða
færir þér gjöf. Bjartsýni rík-
ir í kvöld.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember) ^0
Aukið sjálfstraust vekur
bjartsýni á framtíðina. Ná-
kominn ættingi færir þér
góðar fréttir. Þú setur mark-
ið hátt.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) m
Þú gætir komið ástvini á
óvart í dag með góðri gjöf.
Ný og óvænt tækifæri bjóð-
ast til að bæta stöðu þína
og afkomu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú nýtur dagsins í hópi
góðra vina og þér verður
boðið í óvenjulegt sam-
kvæmi. Sumir íhuga aðild
að félagssamtökum.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) tfh
Athyglin beinist í dag að
gömlu og óleystu verkefni
sem þér er hugleikið. Þér
bjóðast ný og spennandi
tækifæri í vinnunni.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) £
Þú átt þess kost í dag að
heimsækja góða vini sem þú
hefur ekki séð lengi. Leitaðu
ráða fagmanna í mikilvægu
máli.
Stjörnusþána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DYRAGLENS
ÞAE> ER.
STÓRDAGUR,
framunpan!
A\11(/.
-nW U/X-
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
UÓSKA
1 r-z : 1 i . i Jiirii 1 1 — t
_ ÍFBB2./ A&
^fJOTA KfiRFO? .
\„
\
ANA t>lNA !
'X,
t/fi’AKSL | 1- / ^ . w'.v.ag
FERDINAND
1295-
R
^ Trrrt <Β|' )
SMÁFÓLK
HERE'5 the worlp WARI
FLYIN6 ACE 5ITTIN6IN A
5MALL FRENCH CAFE..
|T 15 CHRI5TMA5 EVE,ANP
ME 15 PEPRE55EP...
..BUT I SHOULPN'T
C0MPLAIN..WHAT AB0UT
MY BROTHER 5PIKE
WHO'5 OUTTMERE IN
I W0NPER
IF 5PIKE 15
THINKIN6
A60UT
CHRI5TMA5..
Hér situr flugkappinn úr
fyrri heimsstyrjöldinni í
litlu frönsku kaffihúsi, það
er aðfangadagskvöld, og
hann er daufur í dálkinn.
En ég ætti ekki að kvarta
— hvað með Sám, bróður
minn, sem er úti í skotgröf-
unum?
Skyldi i Sámur
vera að hugsa
um jólin?
Brids
Umsjón
ArnórG. Ragnarsson
Bridshátíð
1994
Þrettánda Bridshátíð
Bridssambands íslands,
Bridsfélags Reykjavíkur og
Flugleiða verður haldin á
Hótel Loftleiðum dagana
11.-14. febrúar nk.
Keppnin verður með sama
sniði og undanfarin ár, tví-
menningur föstudagskvöld
og laugardag með þátttöku
48 para og sveitakeppni
sunnudag og mánudag, 10
umferða Monrad. Sveita-
keppnin er opin en ljóst er
að húsnæðið leyfir ekki fleiri
en 70 sveitir og verður skrán-
ingu því lokið þegar þeirri
tölu er náð.
Eins og undanfarin ár
áskilur Bridssambandsstjórn
sér rétt til að velja pör í tví-
menning Bridshátíðar.
Skráning er á skrifstofu
Bridssambands íslands í síma
91-619360 og er skráning-
arfrestur til miðvikudagsins
2. febrúar.
Valin verða 42 pör og síð-
an verður keppt um 6 síðustu
sætin í Vetrarmitcell Brids-
sambands íslands föstudags-
kvöldið 4. febrúar.
Keppnisgjald er óbreytt,
10.000 á par í tvímenninginn
og 16.000 á sveit í sveita-
keppnina.
Verðlaun verða einnig
óbreytt frá síðustu Bridshátíð
én þau eru samtals 15.000
dollarar.
6 erlendum pörum hefur
verið boðið til keppninnar og
er nú staðfest að Evrópu-
meistarar kvenna frá Svíþjóð
koma og norsku silfurverð-
launahafamir frá Chile.
Einnig kemur Zia með sveit
en ekki er enn vitað hveijir
verða með honum.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi staða kom upp á úrtöku-
móti atvinnumannasambandsins í
Groningen fyrir áramótin. Oleg
Romanishin (2.585), Úkraínu,
hafði hvítt og átti leik gegn
Ljubomir Ljubojevi (2.600),
Serbíu. Svartur lék síðast 22. -
Rd5-c3? og hugðist þar með
hrifsa til sín frumkvæðið. Það fór
þó allt á annan veg:
23. Rxg6! - hxg6
E.t.v. hefur Ljubojevic yfírsést að
23. - Rxdl er svarað með 24.
Rxe7+ - Hxe7, 25. Dg3+ - Kf8,
26. Bxd6 og vinnur.
24. Bxe6! - Rf5, 25. Bxc8 -
Rxdl, 26. Bxf5 - Rxb2,27. Dg3
og með peði meira og yfírburða-
stöðu vann hvítur auðveldlega.
Eftir 27. - Df6, 28. Bbl - Hd8,
29. Be5 - Dh4, 30. Db3 féll
Ljubojevic á tíma, en hann var
hvort eð er að tapa manni. Roman-
ishin var einn þeirra sjö heppnu
sem komust áfram í keppnina um
áskorunarréttinn á Kasparov og
var sá sem langmest kom á óvart.
Hann er 41 árs og afar frumlegur.