Morgunblaðið - 11.01.1994, Page 49

Morgunblaðið - 11.01.1994, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1994 49 Stundum og stundum ekkí hjá biskupi Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: HINN hógværi og lítilláti fulltrúi biblíuhreintrúarstefnunnar (og Sig- urbjörns biskups) hér í Bréfi til blaðsins frú Anna Benkovic sendir okkur Pétri Péturssyni tóninn í Morgunblaðinu 5. janúar sl. Það kemur eitthvað ónotalega við sam- visku frúarinnar þegar bent er á hið tvöfalda siðferði þjóðkirkjunnar og hjá leiðtogum hennar í sumum þeim samviskumálum sem þjóðin hefur þurft að taka afstöðu til. Auðvitað fagna allir sannkristnir og aðrir kærleiksríkir menn því inni- lega að máli hins stríðshijáða Júgó- slava sem hingað hefur leitað skuli sýnd athygli hér á landi. Honum hlotnast í ofanálag sá fágæti heiður að hafa geta vakið íslensku þjóð- kirkjuna af hinum djúpa þymirósar- svefni sínum gagnvart nánast öllum flóttamönnum sem hingað til lands hafa leitað undanfarin ár og ára- tugi. Engu að síður er það verulega ámælisvert hversu afskiptalaus þessi sama þjóðkirkja og allir henn- ar biskupar og annað ríkisrekið starfslið er og hefur verið allar götur frá því er elstu menn muna í málefnum flóttamanna hér á landi. Sú ömurlega staðreynd blasir við að hér hefur nánast engum flótta- mönnum verð veitt hæli af pólitísk- um ástæðum frá fátækustu löndum heims, eða frá löndum þar sem mismunandi dónar sitja á valdastól- um í ríkjum sem Bandaríkin eða Vestur-Evrópa hafa undir éfna- hagslegum járnhæl sínum. Lang- flestu þessu fólki er þegjandi og hljóðalaust vísað af landi brott sam- dægurs á Keflavíkurflugvelli án nokkurrar skoðunar á högum þess og persónulegum harmleik. Þessum smánarbletti þjóðarinnar stjómar prestssonurinn Ámi Sig- urðsson, forstöðumaður þessarar ömurlegu stofnunar sem nefnist Útlendingaeftirlitið. Þessu svokall- aða eftirliti var komið á fót á sínum tíma gagngert til að sortera úr fólk sem hingað leitar skjóls eftir fjár- hag, litarhætti og stjómmálaskoð- unum. Það skal tekið fram að gefnu tilefni að Árni þessi hefur í margan gang látið hafa það eftir sér „að ráðuneytið [þ.e. utanríkisráðuneyt- ið sem stjómar þessum ömurleik] hafí gefíð út óformleg tilmæli um að lituðu fólki sé ekki veitt hér hæli“. Núna leitar hingað maður sem logið hefur til nafns og uppmna og sagður er vera fremur efnahagsleg- ur flóttamaður en pólitískur. Ef svo er er mál hans sem annarra slíkra allt annars eðlis en pólitískra flótta- manna. Mál hans á þó alveg eftir að upplýsa svo alþjóð viti hið sanna. En viti menn. Fyrst hér vaknar þjóðkirkjan loksins upp af sam- viskusvefni sínum og rekur upp ramakvein og heimtar að manni þessum verði veitt hæli undan- bragða- og skoðunarlaust. Það er greinilega ekki sama hver maðurinn er. Og heldur alls ekki sama fýrir hvaða sakir menn eru pólitískir flóttamenn. Það er þessi tvískinn- ungur sem er ámælisverður. Kæra Benkovic. Hinn franski Gervasoni fékk ekki náð fyrir aug- um séra Sigurbjarnar Einarssonar biskups né annarra kirkjunnar manna hér um árið. Það er ámælis- vert eins og Pétur Pétursson þulur benti réttilega á. Og það er líka ámælisvert hvemig flóttamönnum sem hingað til lands leita hefur verið mismunað eftir kynþáttaupp- mna sínum, litarhætti eða stjóm- málakerfum þeirra landa sem þeir koma frá. En slíkt hefur verið regla í þessu guðsvolaða landi. Það er alvarlega ámælisvert. En það sem ámælisverðast er er að allar kirkjur og aðrar kristilegar trúarstofnanir landsins og leiðtogar þeirra sem ættu að hafa forgöngu um það fram yfír flesta aðra í sam- félaginu að svona smán viðgangist ekki hafa alltaf setið hjá í svona málum og lítið aðhafst. Sigurbjöm biskup ritaði fyrr í þessari deilu að um Gervasoni hafí allt annað gilt þar sem hann hafi neitað lögbundinni herskyldu í heimalandi sínu, þ.e. neitað að bera vopn á kynbræður sína og aðra. Því hafí hans mál allt annan stand og verri en Júgóslavans sem hér hefur knúið dyra nú og virðist hafa sér allt aðrar ástæður. Það em svona þversagnir, sem þessi yfírlýsing biskupsins óneitan- lega er, sem og aðrar gamlar þagn- ir þjóðkirkjunnar á ögurstundum í örlagamálum einstaklinga og hópa, sem allt hugsandi og kærleiksríkt fólk á alls ekki að líða. Því um leið og svo er verður stutt í að farið verður að réttlæta annan og enn meiri harmleik en við höfum gert okkur nú þegar sek um. Við skulum huga að þessu líka áður en lengra er haldið á þessari ógæfubraut. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. Pennavinir NÍU ára tékknesk stúlka með áhuga á tennis, dýmm og íþróttum: Katerina Hmcirova, Zamecka 512, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. TÓLF ára bandarískur piltur með mikinn áhuga fyrir íslandi: Michael Armstrong, 21412 52nd Avenue West, D-7, Mountlake Terrace, Washington, U.S.A. 98043. ÞÝSK kennslukona sem getur ekki um aldur en vill skrifast á við 35-50 ára konur. Hefur áhuga á útivist, bókmenntum, listum, kvikmyndum o.fl.: Annegret May, Rehheide 36, 4504 SMHutte, Germany. SAUTJÁN ára fínnsk stúlka með áhuga á söng, frímerkjum og tón- list: Riitta Virkkunen, Koski-Jaakonkatu 75c 25, 81700 Lieksa, Finland. ÁTTA ára tékknesk stúlka með áhuga á bókalestri og hestum: Katerina Krausova, 507 81 Lazne Belohrad 65, Czech Republic. GHANASTÚLKA 25 ára að aldri með áhuga á ferðalögum, kvik- myndum, dansi og samræðum við opinskátt fólk: Nancy Asmah, Box 390, Oguaa, Centra Region, Ghana. LEIÐRÉTTINGAR Nafnavíxl í viðtali í Menningarblaði Morgun- blaðsins á laugardag við Robin Stapleton hljómsveitarstjóra slædd- ist á einum stað nafn annars við- mælanda í hans stað. Sagt var að Copley hefði oft komið hingað til lands að stjórna í íslensku óper- unni, fyrst á stofntónleikum 1983. Þama átti að standa Stapleton, enda viðtalið við hann. Á næstu síðu var hins vegar viðtal við John Copley leikstjóra, sem kom í fyrsta sinn til íslands í vetur að setja Évgení Ónegín á svið. Vinning laugard (li 1 8. ian. 1993 ÍX23; VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆO Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 0 5.728.623 O au5. £.. 43151 sífT3“ 46.836 3. 4af5 189 5.557 ; 4. 3al5 5.733 427 ■ Heildarvinningsupphæðþessaviku: 9.835.755 kr. j£ M 1 1 upplysingar simsvari 91 -681511 lukkulIna991002 VELVAKANDI GÓÐ JÓLATRÉS- ' SKEMMTUN ÉG VIL þakka fyrir ókeypis jóla- trésskemmtun sem útvarpsstöð- in Bylgjan og mörg fleiri fyrir- tæki héldu a Hótel íslandi sunnudaginn 26. desember. Börnunum var gefið öl, sælgæti og endurskinsmerki, og enginn reyndi að selja okkur neitt eins og sagt er að hafí gerst á öðru jólaballi. Börnin mín skemmtu sér mjög vel á þessu balli og hafíð bestu þökk fyrir. Ebba Valvesdóttir TAPAÐ/FUNDH) Frakki tekinn í misgipum á Bessastöðum DÖKKBLÁR frakki var tekinn í misgripum á Bessastöðum á nýársdag. I frakkanum var nafnspjald eigandans og er sá sem er með frakkann vinsam- lega beðinn að hafa samband. Upplýsingar í síma 623808. Myndavél tapaðist CANON-myndavél í svörtu hulstri með átekinni fílmu tapaðist við brennu í Seljahverfí á þrettándanum. Finnandi vin- samlega hringi í síma 652582. Jakki tekinn í misgripum á Hressó DÖKKBLÁR sjóliðajakki með silfurlitum tölum var tekinn í misgripum á Hressó á gamlárs- kvöld. Sá sem er með jakkann er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 617407 eða á Hressó. Fundarlaun. GÆLUDÝR Kettlingar fást gefins FIMM gullfallegir kettlingar, velþjálfaðir í kattasiðum, óska eftir góðum heimilum. Upplýs- ingar í síma 73990. Kettlingar fást gefins TVEIR tveggja mánaða kassa- vanir kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 814719. Kettlingar ÞRÍR fallegir kassavanir kettl- ingar fást gefins. Upplýsingar í síma 46538. Sjálfsrækt Námskeið, sem fjallar um uppeldi, sjálísviiðingu, ást og samskipti, líkamsrœkt, matarœði, jákvœða hugsun, markmiðasetningu, öndunarœfingar, slökun, hugleiðslu og lögmál velgengni. Kennslubók, œfingar og einkatími. 15. janúar til 12. febrúar. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson. Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59, ami 10377. ÚTSALAN HEFST í DAG Gerið góð kaup á vönduðum fatnaði v/Austurvöll Pósthússtræti 13 - sími 23050 FAGOR Þ VOTTÁVeLÁto BB54 & FB83 § Magn af þvotti 5 kg Þvottakerfi 17 Hitar sídasta skolvatn Sér hitastillir 0-9CPC Ryöfrí tromla og belgur Hraöþvottakerfí Áfangaþeytivinda Sjálfvirkt vatnsmagn Hæg vatnskæling Sparneytin Hljóölát FAGOR FE-54 (550 SN/MIN.) 39.900- AFBORGUNARVERÐ KR. 42.000 VINSANILEGAST ATHUGIÐ NYTT HE1MIL1SFANG J RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 Okkar vantar alltafmeira afþessu sívinsæla kompudóti og nú bjóðum við alveg einstakt verð á sölubásum undir kompudót næstu helgi - aðeins kr. 1800.-, damrinn. Hér er alveg borðliggjandi dæmi fyrir „jjáröflunarátakið “! minnum einnig á JANÚARTILBOÐIÐ: 25% afsláttur á öllum sölubásum fyrir þá sem eru báða dagana. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Sími 62 50 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.