Morgunblaðið - 11.01.1994, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
500 manns bíða eftir endurhæfingu á Reykjalundi
Sjúklingar á biðlista í
dýrum sjúkrahúsplássum
UM 500 manns eru að staðaldri á biðlista eftir endurhæfingarplássi
á Reykjalundi. Þó nokkrir úr þeim hópi liggja á sjúkrahúsum og
nemur kostnaður við hvern legudag allt að fjórum sinnum hærri
upphæð en við vistun á endurhæfingarstofnun, svo sem Reykjalund,
eftir því sem fram kom í máli Björns Astmundssonar forstjóra Reykja-
lundar. Hann lagði áherslu á mikilvægi eflingar og framþróunar í
endurhæfingarmálum í landinu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Vistmenn á Reykjalundi, sem eru um 170 um þessar mundir, eru
flestir í heilsdagsþjálfun. Inni í henni er m.a. heilsuþjálfun, þ.e. notk-
un hvers konar íþrótta í endurhæfingarskyni.
Á sérstökum endurhæfingardegi á
Reykjalundi á miðvikudag kom fram
að þörf fyrir endurhæfingu ykist
stöðugt m.a. vegna aukins langlífis
og framfara í læknavísindum. Björn
Hrönn Birgisdóttir, aðstoðar-
maður iðjuþjálfa, og Linda Sig-
urðardóttir, 14 ára, voru að
útbúa tortellini-rétt í æfingaíbúð
í iðjuþjálfun þegar fjölmiðlafólk
bar að garði. Linda sagðist þegar
hafa lært að gera nokkra rétti
og fannst súkkulaðikakan hafa
smakkast best. Hún fær afrit að
öllum uppskriftunum og ætlar
að prófa þær þegar heim kemur.
Ástmundsson sagði að til þess að
mæta þessari þróun hefði aukin
áhersla verið lögð á að nýta tíma í
endurhæfingu sem best og benti
m.a. á að dvalardögum hefði að
Gunnar Jónsson var að störfum
í iðnaðardeildinni. Þar eru m.a.
framleiddar allar plastvörur fyr-
ir málningarframleiðslu og
mjólkurvöruframleiðslu í land-
inu. Alls starfa um 30 manns í
deildinni, og segir Björn Ást-
mundsson ársreikninga iðnaðar-
deildar benda til nokkurs rekstr-
arafgangs á síðasta ári. Þá nái
endar saman í sjúkrahúsrekstri.
meðaltali fækkað úr 200 árið 1960
í 53 árið 1992. Engu að síður sagði
hann að stöðugt safnaðist á biðlista
og á honum væru að jafnaði um 500
manns, þar af nú um 10% undir tví-
tugu. Samsvaraði fjöldi sjúklinga á
biðlista á bilinu 40-50% af því sem
starfsmenn Reykjalundar önnuðu á
hveiju ári.
Efling, framþróun
Björn lagði í þessu sambandi
áherslu á mikilvægi eflingar og fram-
þróunar í endurhæfingarmálum í
landinu og gagnrýndi flatan niður-
skurð í heilbrigðisgeiranum. Nær
hefði verið að taka tillit til hverrar
stofnunar fyrir sig, verkefna og bið-
lista. Hann minnti á að dvöl á endur-
hæfingarstofnunam, s.s. Reykja-
lundi, væri miklum mun ódýrari en
á hefðbundnum sjúkrahúsum. „Þess
vegna er þjóðhagsleg hörmung að
vita til þess að inn á sjúkrahúsum,
t.d. Borgarspítala, Landspítala og
minni sjúkrahúsum úti á landi, skuli
vera vistað fólk sem bíður eftir end-
urhæfingu fyrir helmingi, tvisvar
sinnum, þrisvar sinnum og jafnvel
fjórum sinnum meiri kostnað á hvern
legudag en hér eða á hjúkrunarstofn-
unum,“ sagði Björn og bætti við að
komið gæti fyrir að fólk sem biði
eftir bæklunaraðgerð farlamaðist svo
að það næði ekki fullri heilsu eins
og það gæti hugsanlega gert.
Reykjalundur
Markvisst endurhæfingarstarf
hófst með ráðningu sérfræðings í
endurhæfingarlækningum að Rey-
kjalundi árið 1962. Starfsemin varð
svo smám saman fjölbreyttari,
sjúkraþjálfun tók til starfa árið 1963,
iðjuþjálfun árið 1974, heilsuþjálfun-
ardeild árið 1976 og á árunum upp
úr 1980 allt til þessa dags hafa þró-
ast ýmis sérsvið endurhæfingar, s.s.
fyrir gigtarsjúklinga, heilaskaðaða,
geðsjúka, fjölfötluð böm og sjúklinga
með langvinna verki. Þar fyrir utan
hefur verið komið á fót sérstökum
deildum fyrir endurhæfingu hjarta-
sjúklinga og annarra lungnasjúkl-
inga. Auk hefðbundinna endurhæf-
ingarlækninga og hjúkrunar er veitt
félagsráðgjöf og talþjálfun á Reykja-
lundi.
Á Reykjalundi eru nú 170 rúm og
innlagnir voru 1.250 á árinu 1993.
Við endurhæfingu og umönnun sjúkl-
inga starfa 253 starfsmenn sem
nemur 174 fullum stöðugildum.
Innlagnir á Reykjalund
1982-93
Innlagnir árið 1993 voru 1250.
Á Reykjalundi eru nú 170 rúm
en voru um 150 árið 1982. Við
endurhæfingu og ummönnun
sjúklinga starfa nú 253 menn
sem nemur um 174 stöðu-
gildum. Árið 1982 voru stöðu-
gildin um 150.
-4-
-f—
•4-
•600
-400
•200
1982 '83 '84 '85 ’86 ’87 ’88 '89 ’90 '91 '92 ’93
VEGNA ALRANGRA
UPPLYSINGA
LAÐAAUGLYSINGUM
HAPPDRÆTTIS HASK0LAHS
SKAL UPPLÝST AÐ:
Happdrætti SÍBS greiddi viöskiptavinum 60% í vinninga
af veltu 1993 en ekki 50% eins og fullyrt.er í auglýsingu HHÍ.
Heildarvelta ársins 1993 var 208.6 milljónir og 124.7 milljónir
voru greiddar í vinninga til heppinna miðaeigenda
en ekki aðeins 100 milljónir eins og stendur í auglýsingu HHÍ.
Hæstu vinningar Happdrættis SÍBS falla alltaf
í hlut viðskiptavina - og jafnvel margfaldir.
_ —a, \-gj\ Verð miða er aðeins 600 kr. Dregið 12. jutlÚCLT.
\í>Sm i4m*»«1 Upplýsingar urn næsta umboðsmantt t síma 91-22150 og 23130
... fyrír lífið sjálft
°g 231