Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
í heimsókn hjó Pétri Tryggva gullsmið í Gentofte
platínu. „En á endanum er þetta
bara spurning um samræmi í
stykkinu. Flestum dettur víst í hug
einhver drulluklessa, þegar þeir
hugsa um blauta steinsteypu. Eg
var hef átt mikið við húsaviðgerð-
ir og oft haft steinsteypu í höndun-
um. Svo fór ég að hugsa um að
steinsteypan væri eitthvert ís-
lenskasta efni sem til væri, svo
af hveiju ekki að lyfta henni upp?
Ég hef alltaf haft trú á því sem
ég er að gera, sett mér að gera
betur og þróa hugmyndirnar
áfram. Það er mikill kostur að
hafa handverkskunnáttu til að
geta útfært hugmyndirnar. Þegar
ég var með sýningu í Gautaborg
sagði einn af aðstandendum sýn-
ingarinnar við mig hvað það hlyti
að fylgja því mikið frelsi að koma
hugmyndum sínum áfram í gegn-
um handverkið. Og ég get alveg
tekið undir það.“
Víravirki bregður fyrir hér og
þar í gripum Péturs Tryggva og
oft í óvæntu samhengi. Á þennan
hátt lýstur því gamla og nýja sam-
an í gripum hans. „Heima kenndi
pabbi mér að smíða víravirki eins
og á að gera. Þetta er mikil ná-
kvæmnisvinna, sem hann vildi að
ég lærði til hlítar. Nú er víravirkið
hins vegar oft steypt. Venjulega
er íslenskt víravirki smíðað í silf-
ur, sem síðan er gyllt, en ég hef
leikið mér að því að yfirfæra vinn-
una í bæði gull og platínu." Þegar
Pétur Tryggvi sendir hluti sína til
Japan fara þeir í gegnum stranga
gæðaprófun. Demantarnir eru
skoðaðir vandlega og flokkaðir
eftir hámákvæmum stöðlum og
sama er með gullið og platínuna.
En fyrir steinsteypu í skartgripum
eru ekki til neinir gæðastaðlar, en
gullsmiðnum er ljóst að hún þarf
að halda. Og nákvæmin kemur
víða til. Þar sem demantarnir
liggja að því er virðist á stein-
steypufleti liggja þeir í raun í gull-
fattningu og á milli steinsins og
steypunnar er harfínt bil upp á
millimetersbrot. Útfærslan er ekki
síður vendilega hugsuð en hug-
myndimar. A stundum þarf Pét-
ur Tryggvi að koma frá sér hug-
myndum, sem ekki rúmast í skart-
gripum. Hann hefur átt við skúlpt-
úr og meðal annars haldið sýningu
í Galleri Scag í Kaupmannahöfn,
þar sem allar myndastytturnar
seldust og í kjölfar þess hafa fylgt
ýmis hönnunarverkefni. Gull-
smiðnum í Gentofte er fleira til
lista lagt en skartgripasmíðin.
Hugmyndaflug
á vængjuni'
handverksins
eftir Sigrúnu Davíðsdóttur
HVAÐ dettur lesandanum í hug
þegar hann heyrir steinsteypu,
ryðgað járn, víravirki og dem-
anta nefnda í sömu andrá? Lík-
lega rekui1 hann í vörðurnar,
en þeim sem þekkja til hand-
verks Péturs Tryggva gull-
smiðs verður ekki svars vant:
Skartgripir eftir Pétur
Tryggva. Skíirtgripir hans eru
gerðir úr þessum efnum, að
ógleymdum hefðbundnu hrá-
efni gullsmiða eins og gulli og
platínu og ef steinsteypan gefur
hugmynd um eitthvað þungt og
klossað, þá er það öldungis
rangt. Hlutirnir hans eru fín-
legir, án þess að virðast veiklu-
legir, fullir af hreyfingu og
spennu, sem stafar af ljónfjör-
ugu hugmyndaflugi, en ekki af
ósamræmi og óró. En umgerðin
um allt þetta, verkstæðið og
búðin, er líka kapítuli út af fyr-
ir sig. Það er óhætt að segja
að Kaupmannahöfn hafi bæst
sérstakur staður þar sem búðin
er annars vegar, en hún er
hönnuð af Pálmari Kristmunds-
syni arkitekt.
Búðin er úti í Gentofte, við
samnefnda götu,
skammt frá jámbrautar-
stöðinni og inni af búð-
inni er verkstæðið. Þeg-
ar gesturinn gengur inn
í búðinni, er ekki laust
við að hann grípi andann ósjálf-
rátt á lofti. Við augum blasir
gryfja með möl í botninum. Gólfið
er nefnilega gagnsætt. Veggirnir
em úr grófum múrsteini og það
er hátt til lofts. Innréttingar em
úr gleri og jámprófílum, en látum
nánari lýsingar eiga sig, því sjón
er sögu ríkari. En fyrstu áhrif eru
svo mögnuð, að það tekur smá
tíma áður en athyglin beinist að
innihaldinu, nefnilega skartgrip-
um gullsmiðsins.
Kaupmannahöfn varð fyrir val-
inu af því Pétur Tryggvi þekkti
sig hér eftir námið, auk þess sem
borgin liggur vel við samgöngum
niður til Evrópu og reyndar um
allan heim. En Gentofte varð fýrir
valinu af tilviljun. Hann og Hlín
Hermannsdóttir kona hans vildu
vera með dæturnar þijár í hlýlegu
umhverfi og í Gentofte keyptu þau
sér hús, þar sem Pétur Tryggvi
hafði vinnustofu framan af. Þegar
gamall gullsmiður var að láta af
störfum við aðalgötuna keypti
Pétur Tryggvi búðina og verk-
stæðið. Húsnæðið var þröngt og
troðfullt af dóti, en hann eygði
möguleikann á að útbúa nokkurs
konar tum. Hann fékk svo Pálmar
Kristmundsson arkitekt til að sjá
um innréttinguna. Pálmar lærði í
Danmörku, en vinnur á íslandi,
þar sem hann hefur meðal annars
innréttað verslanir ÁTVR. Pálmar
gerði innréttingar úr stöðluðu efni
og eins og Pétur Tryggvi segir,
þá er meira en auðvelt að klúðra
Næla úr gulli, steinsteypu og demant.
Petur Tryggvi.
Tryggvi ánægður. Platínan sem
hann notar er svo hörð að ekki
er hægt að steypa hana og fleira
er þannig að það verður aðeins
gert í höndunum. Það hentar hon-
um að hafa allt eins einfalt og
hugsast getur. „Einfaldara getur
það varla verið. Ég sit bara með
blýant og blað, smíða og geri til-
raunir. Ef maður vill gera hlutina
vel, þá gerir maður þá sjálfur,
ekki satt ... Og þá er heldur ekki
við neinn annan að sakast og
svona ætla ég að halda þessu. Svo
er líka að skartgripaverslun í Evr-
ópu er í kreppu, markaðurinn þar
er í rúst. I Þýskalandi em til dæm-
is mörg fyrirtæki á hausnum. Ég
reyni því að spenna bogann sem
minnst hér, en byggja upp Japans-
viðskiptin. Svona einmenningsfyr-
irtæki eins og mitt eru sveigjan-
leg.“ En hann gleymir þó ekki að
geta þess að Hlín hjálpi sér með
pappírsvinnuna, sem er töluverð.
Spurning um samræmi
Efnisvalið er Pétur Tryggvi ekki
fjölyrtur um. Hann notar jám,
steinsteypu og tré, auk gulls og
slíku, auk þess sem það hefði ver-
ið hægur vandi að fá miklu dýrari
en um leið miklu venjulegri niður-
stöðu. í búðinni er það því ekki
aðeins gullsmiðurinn, sem hefur
sýnt hugvit.
Það er ekki ýkja langt síðan að
Pétur Tryggvi rak gullsmíðaversl-
un á Skólavörðustíg. Hann lærði
heima, var meðal annars í læri hjá
föður sínum, Hjálmari Torfasyni,
auk þess sem hann stundaði nám
við Gullsmíðaskólann í Kaup-
mannahöfn. Verslunin gekk vel
og hann hlaut góðar undirtektir
heima fyrir. Einhveijir hefðu
kannski verið ánægðir með það
og haldið sínu striki, en það hent-
aði ekki Pétri Tryggva. „Mig lang-
aði til að prófa hvemig ég stæði
í samanburði við það sem aðrir
eru að gera og reyna mig við harð-
ari samkeppni en heima. Ég hafði
farið á sýningar í Þýskalandi og
selt þar og þau sambönd hafa
undið upp á sig. Ég hef einnig
farið til Japan á sýningar og eins
og er vinn ég meira fyrir Japanina
en Þjóðveijana.“
Á réttum stað á réttum tíma
í Japan tók Pétur Tryggvi þátt
í danskri hönnunarsýningu 1987
og vakti þá eins og annars staðar
athygli fyrir frumlegar hugmyndir
og gott handverk. Gullsmiðurinn
vill ekki gera mikið úr því hvemig
standi á brautargenginu, en segir
að árangurinn byggist á heppni.
Það gildi að vera á réttum stað á
réttum tíma. Við þetta mætti bæta
að það sakaði ekki að vera með
réttu hlutina. Og það að hleypa
heimdraganum hangir kannski
líka saman við að Pétur Tryggvi
stendur óhikað við það sem hann
gerir.
í Þýskalandi selur Pétur
Tryggvi beint í verslanir, aðallega
í Wiesbaden, Niirnberg og Ham-
borg, en einnig í Liibeck. I Japan
gengur salan í gegnum umboðs-
mann. I Japan er allt fjöldafram-
leitt sem hægt er. En umboðsmað-
urinn japanski hefur gert sér grein
fyrir að ekki er hægt að fjölda-
framleiða hluti Péturs Tryggva og
meðan hann vill selja handverk í
hæsta gæðaflokki, er Pétur
Búðin og verkstæðið í Gentofte, hönnuð
af Pálma Kristmundssyni arkitekt.
Armband með jámi.