Morgunblaðið - 16.01.1994, Page 7

Morgunblaðið - 16.01.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994 B 7 hann hefði alltaf talað svo vel um mig. Já, sagði ég, en pabbi ykkar var svo góður viðskiptavinur og heiðarlegur maður.“ Fjórar dætur Þótt Otti hafi í hálfa öld unnið við bíla, hefur hann lítinn áhuga á þeim. Þó hefur hann bílpróf og hef- ur átt bíla, en lítið gert af því sjálf- ur að aka þeim. Ef hann þurfti til dæmis að fara upp í sveit tók hann leigubíl. Ég spyr hann hveiju það sæti, þetta áhugaleysi hans á akstri og bílum? „Ég hef aldrei keyrt sjálfur, ég gaf mér ekki tíma til þess,“ segir hann hugsi. „Tíðarandinn var þann- ig, það var bara vinnuharkan sem gilti.“ Það er nú ekki alveg rétt að Otti hafí aldrei ekið bifreið, því stuttu eftir að hann tók bílpróf var hann þvingaður af kvenfólkinu heima hjá sér til að aka með þær upp í sumarbústað. Þær fóru hins vegar ekki fram á aðra ökuferð, því þegar Otti settist undir stýri var hann svo kröftugur að stefnuljósið og sitthvað fleira brotnaði. Ég get ekki stillt mig um að hafa aðeins orð á þessu, en hann er fljótur að fara út í aðra sálma. „Já ég er líklega síðasti dekkja- karlinn. Hér hefur allt verið gert með handafli, og ég hef alltaf verið berhentur," segir hann og sýnir mér fingur sínar sem svo sannar- lega hafa fengið að kenna á því. Hann horfir á hendur sínar og seg- ir: „Ég vann eitt sinn í hanskagerð og var sendur heim eftir hádegi því verkstjórinn, sem var Þjóðverji, sagði að ég hefði unnið á við marga um morguninn og mætti því bara eiga frí það sem eftir var dags. Nú eru Þjóðveijar annaálaðir fyrir hörku og dugnað svo maðurinn hefur vitað hvað hann var að segja. Það sem vantar hérna er gott vinnuafl. A vinnustöðum er það allt- af sama fólkið sem er veikt. Það heldur að það geti bara tekið þessa veikindadaga sína þótt það sé ekk- ert veikt!“ Mér dettur ekki í hug að mót- mæla honum, en spyr hvort það hafi aldrei flogið að honum að breyta verkstæðinu þannig að hann gæti tekið bílana innfyrir og á lyft- ur? „Nei ekki fyrst ég gerði það ekki strax.“ - Ef þú hefðir nú átt syni, held- urðu að þeir hefðu ekki tekið við af þér? „Nei, það var svo mikil upp- sveifla í þjóðfélaginu eftir að herinn fór og því næg vinna. Þeir hefðu farið í eitthvað annað." - Þeir hefðu nú kannski unnnið hérna hjá þér? „Nei,“ segir hann mjög ákveðinn, „ég hefði ekki viljað hafa þá hérna. Þessir karlar sem láta syni sína og aðra þræla fyrir sig á verkstæðun- um eru svo vambmiklir af hreyfing- arleysi að þeir sjá ekki niður á tær sér. Nei takk, ég hefði enga ánægju haft af því.“ - En hvernig finnst þér annars. að eiga fjórar dætur? Hann horfir íhugandi á gólfið. „Það er mikilvægast að þær séu heilbrigðar, hitt er aukaatriði. En ég get sagt þér sögu. Það kom hingað kúnni og svo segir hann þegar hann er búinn að horfa á húsið og verkstæðið: Djöfull ertu ríkur! Ég gat ekki stillt mig um að skrökva aðeins að honum og sagð- ist eiga alla húsalengjuna niður að horni. En svo bætti ég við: Þetta er nú ekkert, því ég á fjórar dætur og þær eru meira virði en öll húsin! Maðurinn snarhætti að tala um peninga. Var þetta ekki gott hjá mér?“ Almanök Otti kann ekki einungis að meta eigin dætur að verðleikum, hanr. sýnir konum þá virðingu að vera ekki með nektarmyndir af þeim upp um alla veggi eins og er algeng sjón á hjólbaraðverkstæðum. A almanökum hans eru eingöngu fal- legar landslagsmyndir og eftir- prentanir þekktra listaverka. - Það er synd að þú skulir vera að hætta Otti, því ef við kvenfólkið hefðum vitað að á þessu verkstæði væru engar myndir af berrössuðu kvenfólki, hefðum við allar sem ein streymt til þín. „Ég hef aldrei hengt upp myndir af beru kvenfólki," segir hann. „Þetta geta svosem verið fallegar líkamsmyndir, en það passar ekki að setja konu á vegginn og ekkert annað. Ég vil heldur ekki sjá að hafa þetta upp á veggjum og láta svo tíu og tólf ára gamla drengi sem eru að koma hingað, góna á þetta. Á mínum almanökum eru eintóm listaverk." Listaverkin á veggjunum og steinasafnið í glugganum eiga barnabörnin hans að fá, segir hann mér. En hvað ætlar hann að gera við verkstæðið, selja það? „Það er nú ekki hlaupið að því, en það mundi létta undir ef hægt væri að leigja plássið. Þetta er nú miðsvæðis. Rakarinn var að spyija hvort ég væri búinn að leigja. Fyrst verð ég nú að hætta, sagði ég.“ Og hann hlær hátt og hefur hraða göngu um verkstæðið. „Nei ég er ekkert að flýta mér, ég vona að ég geti staðið uppi eins og ég hef alltaf gert. En það er nú svona, sumir fá arf og allt gefins, aðrir herðast við hveija raun,“ segir hann og blikkar mig. - Finnst þér erfitt að hætta að vinna? „Ég var örlítið kvíðinn fyrst, en það var annað hvort að vinna þar til ég dytti ofan í kistuna eða hætta og fara að dunda sér eitthvað.“ - Og hvað ætlar þú helst að 'gera? „Ég ætla bara að haga mér eins og ég hef gert. Sjá tilveruna. Mað- ur vann alla daga, sunnudaga líka, fór ofan klukkan sex eða hálfsjö á morgnana og vann til tíu og ellefu á kvöldin." - Ætlarðu kannski að ferðast? „Nei, ég fer upp í sumarbústað- inn minn við Álftavatn.“ - En þú hefur farið til útlanda, er það ekki? „Ég fór til Finnlands 1950 og var þar í hálfan mánuð. Svo hef ég farið tvisvar til Noregs og einu sinni til Svíþjóðar. Ég gat fengið vinnu í Finnlandi, það vantaði vinnuafl, duglega menn, þeir höfðu misst svo mikið af ungu fólki, fullir kirkjugarðar af þeim. Þannig er það í stríði, þeir drepa menn og fá svo heiðursmerki í barminn fyrir, en það kemur þessu máli ekkert við.“ Göngugarpur Nú er Otti að hætta, eftir hálfa öld á hjólbarðaverkstæði, sjötíu og fimm ára og léttur á fætj eins og sextán ára unglingur. Hann fær lík- lega ekkert heiðursmerki í barminn fyrir vel unnin störf og ósérhlífni, en hann hefur þó fengið margt annað og betra, eins og til dæmis góða heilsu. „Ég hef aldrei verið veikur," þrumar hann. „Ég hef aldr- ei reykt, ruggaði bara ef ég reyndi að púa vindil. Ég hef tekið inn lýsi í fimmtíu ár, hún kostaði krónu hér áður fyrr lýsisflaskan, þriggja pela brennivínsflaska. Ég hef kannski borðað mikið,., en maður er bara eins og bíllinn, þarf bensín. Það er lögmál.“ - Mér er sagt að þú sért líka mikill göngugarpur, gangir suður í Kópavog ef því er að skipta? „Maður fær bara tappa ef maður hreyfir sig ekki. Ég fer í gönguferð á hverjum degi. Niður í bæ og ofan í Hagkaup. Þegar ég var drengur í sveit hljóp ég allan daginn, enda er ég ekkert mæðinn,“ segir hann og skokkar aðeins um verkstæðið. Ég hugsa mér líka til hreyfings, og Otti tekur úr lás og opnar dyrn- ar upp á gátt fyrir mig svo ég geti stigið út á hvítsópaða stéttina. „Það hefur enginn mokað eins oft og ég,“ segir hann og horfir stoltur á stéttina og bílastæðin. „Eitt sinn henti krakki pulsu með þessari sósudrullu hérna á stéttina hjá mér. Ég skipaði honum að taka aftur þennan óþverra og það gerði hann skíthræddur," bætir hann við og blikkar mig aðeins. Kveður mig svo hressilega og réttir mér hönd sína sem ber þess merki að hér hafa hlutirnir verið unnir með hand- afli. , UTSALA _ UTSAJA UTSAJA , UTSAJLA UTSAJA UTSAJA UJSALA UJSALA UJSALA UTSALA UJSALA UJSALA UJSALA UTSALA UTSAJA UTSAJA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA Oðinsgötu 2, sími 13577 Suðurlandsbr. 52 v/Fákafen, sími 811770 KVÖLD^ÓLI KOPAVOGS NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 1994 TUNGUMÁL ENSKA - DANSKA NORSKA - SÆNSKA FRANSKA - ÍTALSKA SPÆNSKA - ÞÝSKA KATALÓNSKA 9 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA - stafsetning 5 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA fyrir útlendingo 9 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir FRÍSTUNDAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir GRAFÍK 9 vikna námskeið 36 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir UÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir UÓSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir LETURGERÐ OG SKRAUTRITUN 7 vikna námskeið 21 kennslustund TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir VIDEOTAKA ó eigin vélar I 1 viku námskeið 14 kennslustundir VIDEOTAKA ó eigin vélar II 2 vikna námskeið 20 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir FRIÁLS FATAHÖNNUN 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir VÉLRITUN 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Tölvunámskeið: WINDOWS OG WORD PERFECT FYRIR WINDOWS 3 vikna námskeið 20 kennslustundir WORD PERFECT FYRIR WINDOWS 3 vikna námskeið 16 kennslustundir BRIDS 8 vikna námskeið 32 kennslustundir INNNANHÚSS- SKIPULAGNING 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LITUR OG LÝSING 1 viku námskeið 6 kennslustundir FITUSNAUTT FÆDI 3 vikna námskeið 12 kennslustundir GERBAKSTUR 2 vikna námskeið 10 kennslustundir GARÐYRKJA 4 vikna námskeið 16 kennslustundir FJÖLGUN OG UPP- ELDI TRJÁPLANTNA 1 viku námskeið 6 kennslustundir TRJÁKLIPPINGAR 1 viku námskeið 6 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir SKAPANDI LISTÞJÁLFUN fyrir börn og unglinga 6 vikna námskeið 9 kennslustundir LISTÞJÁLFUN fyrir fagfólk, sem vinnur með börn og unglinga 6 vikna námskeið 18 kennslustundir EIGIN ATVINNUREKSTUR Nómskeiéið er haldið í samstarfi við Iðnþróunarfélag Kópavogs 2 vikna námskeið 20 kennslustundir Starfsmermtunarsjóðirýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms íKvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Sókn, VR og Starfsmannaf. Kópavogs. Kennsla hefst 24 janúar Innritun og uppiýsingar um námskeiðin 10.-20. janúar kl. 17-21 í símum 641507 og 44391 og á skrifstofu skólans í Snælandsskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.