Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 STANGVEIÐlÆr ekki rétt að endurskoöa fjárhagsáœtlun nœsta árs? ___ Áramótahugleiðing UM ÁRAMÓT stíga margir á stokk og strengja þess heit að færa líf sitt eða fjármál í betra horf. Svo er einnig um veiðimenn. Sum- ir þeirra komust að þeirri niðurstöðu í haust að þeir þyrftu að endurskoða fjárveitingar til veiðileyfakaupa og skynsemin sagði þeim að skera niður. eftir Gylfo Pólsson Avetrarsólhvörfum, þegar tíð- indalaust hefur verið'á veiði- stöðvunum í marga, langa, dimma mánuði, senda stangveiðifélög frá sér kauptilboð sumarsins og þá fer m—mmmmmmm landið aftur að rísa. Kannski var veiðin ekki eins léleg í fyrra eins og manni fannst þótt laxarnir hafi ekki orðið ýkja margir þegar yfir lauk. fjárhagurinn er að vísu ekki upp á marga fiska og það síst eftir jólaútgjöldin og eigin- fjárstaða neikvæð en spá Þjóðhags- stofnunar er bjartsýnisspá, hlutur heimilanna á að vænkast fyrir vor- ið þrátt fyrir að erlendar vábeiður sjái hér lítið annað en samdrátt og atvinnuleysi. Á Islandi hefur allt lagast með vorinu. Ríkisstjórnin telur sér óhætt að leggja upp með 10 milljarða króna tekjuhalla; hvað er þá að óttast þótt endar nái ekki alveg saman miðað við upphaflega fjárhagsáætlun? Menn verða að láta eitthvað eftir sér, annars væri lífið Iítils virði. Til að sýna ábyrgð má beita nið- urskurðarhnífnum á ýmsan óþarfa, það er gert í heilbrigðisráðuneytinu og þykir bæta heilsufarið. Okkur er nefnilega líka hollt að láta eitt- hvað á móti okkur, þar með höfum við raunhæft debet og kredit og er það ekki lögmálið sem allt við- skiptalífið dansar eftir. Það segja þeir í bankakerfinu og á þeim bæ er löng reynsla af lukkulegri stangveiði. Sumir hafa vanið sig á að fara „út að borða“, eins og það heitir, einu sinni til tvisvar í mán- uði. Ég hef reyridar enga löngun til þess, fæ ágætan mat heima hjá mér og kann þar að auki ekki við að láta aðra glápa á mig éta. En þarna sparast dijúg- ur skildingur. Hóflega áætlað gæti verið um að ræða 80 þúsund krónur þegar árið er á enda. Ég er að hætta að reykja, kom- inn með stöðugan höfuðverk og hósta, en pakki á dag gerir hvorki meira né minna en 110 þúsund kró;iur á ársgrundvelli. Ég finn líka að kominn er tími til að gera eitthvað í áfengismálun- um, flaska og ein kippa af bjór, þó ekki sé nema annan hvern föstu- dag, jafngilda 130 þúsund krónum á ári. Ég ætla ekki að fara til útlanda í sumarleyfinu heldur taka áskorun Ferðamáiaráðs og ferðast innan- lands, þau ferðalög er hægt að skipuleggja eftir veiðidögum og spara þannig aksturskostnað en mér þykir ótrúlegt að utanlands- ferðin hefði kostað mig minna en 300.000 krónur með öllu svo þarna eru komnar kreditmegin 620 þús- und krónur. Auðvitað hefði ég mátt láta eftir Stórhækkuð kaupa. fjárveiting veiðileyfa- mér eitt og eitt veiðileyfi þótt ég væri ekki búinn að spara alla þessa fúlgu, svona fyrir 80.000 krónur til að rúnna töluna af. Þá sé ég ekki betur en ég hafi fullkomlega efni á að kaupa leyfi fyrir 700 þúsund krónur og það með góðri samvisku. Væri ég einn þeirra sem stíga á stokk á áramótum myndi ég strengja þess heit að veiða meira og oftar næsta sumar en nokkru sinni fyrr! ,Tíska - glæsileiki - fegurð' Wolford sokkabuxur eru leiðandi í tískuheiminum. VERALDARVAFSTUR/Er manneskjan samsett úr tíu eðlisþáttum? Eðlisfræði efhisogattda NOKKRIR andans menn bæði úr herbúðum vísindanna og geistleik- ans hafa velt fyrir sér kenningum um sameiningu efnis og anda. Nálgun málsins fer þá fram á þennan hátt: Skynfæri mannsins gera honum kleift að skoða og draga síðan ályktanir af þeirri skoðun um tilveruna. Skynfærin eru um leið hindrun lians í að skilja meira en efnisheiminn. En nú er það þekkt að ýmsir hafa fleiri „skynfæri“, sem má hugsa sér að tengist öðrum lítt þekktum hliðum mannsins. Það er ekki hægt að líta framhjá því og því verður að skoða málið með aðstoð þeirra sem búa yfir „gangsett- um“ aukaskynfærum. Niðurstaðan af þessu verður eðlisfræði efn- is og anda. eftir Einar Þorstein I [WoHbrd] | ijmbods- («; dki:ihn<;akai)Ii.i ÍSLENSK - AUSTURLENSKA Það þarf víst ekki að orðlengja það að mikill fjöldi almenn- ings ’er þeirrar trúar að einungis efnisheimur sé til: Sönnunin fyrir því eru þau sérhönnuðu skynfæri mannsins sem við öll notum meira eða minna dag- lega. Það gleym- ist þó oftast að þau eru einungis ætluð til brúks í efnisheiminum! Niðurstaðan af þessu verður oft- ast sú sígilda ícenning: Að hafi manninum verið ætlað að skynja eitthvað meira en þetta þá væru önnur skynfæri til staðar. Sama var sagt fyrir daga flugsins: Menn væru með vængi væri þeim ætlað að fljúga. Sem betur fer vill svo vel til að hugvit mannsins er hafið yfir alla trú. Fyrst þarf að koma skilningur- inn á samhenginu og þá opnast upp nýjar leiðir. Og enginn vafi er á því þróunarferill mannsins er enn á upphafsreitunum. Nefnum hér til mann á Kýpur, sem kallaður er Daskalos. Hann nefnir starf sitt Sannleiksrann- sóknina, en það felst bæði í hjálparstarfi og fræðslustarfi inn- an smárra hópa. Trúarbrögð fólks í hópnum skipta engu máli fyrir þátttökuna en gerðir þeirra í dag- legu lífi hins vegar. Eðlisfræði Daskalosar er mjög sérstök að mörgu leyti. Hann und- anskilur ekkert, sem nokkurn tíma hefur verið skrifað um: Hvort sem er kenningar eða hugmyndir. Allt fellur það inní heimsmynd hans. En gott betur, því að skilgreining hans á efni og anda gera þau mál mun margbrotnari en hingað til hefur verið í hugum fólks. Athugum nokkur dæmi um það: Daskalos telur efnisheimana þijá og raunar einn tvískiptan þar að auki. Þeir eru allir samhangandi þannig að þrír mannslíkamir virka saman í einni manneskju. Þeir eru eins að útliti en eðli þeirra mjög misjafnt. Grófasti efnislíkaminn er okkur vel kunnugur en hinum tveim, geð- og huglíkamanum, höfum við haft spurnir af. Tveir þeir seinni eru úr mun fíngerðara efni. Hver þessara þriggja efnislík- ama hefur um sig orkuhjúp sem nefnist eterískar spegilmyndir þeirra (það mun ekki vera sami eterinn og eðlisfræðin gekk nær frá um aldamptin, en er þó nú að fá nokkra uppreisn á ný). Eterísku spegilmyndirnar tengja líkamina þrjá saman og veita þeim lífsorku. Efnisheimarnir þrír eru misjafn- ir vegna eðlis efnis þeirra en meginmismunur þeirra er þó að Geðheimurinn er án rýmis og Hugheimurinn án rýmis og tíma. Það þýðir t.d. fyrir manneskju sem býr þar (t.d. manneskju sem kvatt hefur okkar efnisheim) að hún getur skipt um staðsetningu (ferð- ast) á augabragði annars vegar og bæði skipt um staðsetningu og tímapunkt (farið aftur og fram í tíma) á augabragði hins vegar. Höldum okkur við manneskjuna eingöngu: Aðrir hlutar hennar eru lífsandinn, sem er hið raunveru- lega sjálf okkar. Hann er óbreyt- anlegur og eilífur og guðlegt inni- hald okkar. Hann hefur aldrei ver- ið skapaður og mun aldrei deyja og er sömu gerðar og Almættið (Guð: Hinn óskynjanlegi veruleiki á bak við öll fyrirbæri. Óendanleg viska, orka og ást). Þegar lífs- andinn ákveður að fara eða er sendur í gegnum „hugmyndina um manninn" þá skapast sálin. Hún er ávallt hrein og ólituð af jarðtil- vistum okkar. Manneskjur hafa ekki sál — þær eru sálir sem hafa líkami. Þá er að nefna „núverandi per- sónuleika", þ.e. það sem almennt er kallað persóna og er samsett úr líkömunum þrem. En „stöðugi persónuleikinn" er líka tii um leið. Hann er sá hluti sálarinnar, sem skráir jarðlífsreynslurnar og sér um flutning á þeim upplýsingum frá einni tilvist til annarrar. Hugur mannsins er svo tenging guðlegu hliðar mannsins inní efnisheimana. Fyrirbærið hugur er reyndar meira, því það er líka „efnið“ í óeiginlegum skilningi þó, sem allir tilvistarheimar og allar tilvistarvíddir eru gerðar úr. Með því fyrirbæri tjáir Almættið sig. Hugurinn skapar stöðugt hug- form, en reyndar býr manneskjan til hugform með tilfinningum sín- um einnig. Hugformin hafa bæði lögun og eigin tilveru eftir myndun sína, óháða þeim sem myndaði þau. í stað þess að tala bara um efni og anda manneskjunnar get- um við því samkvæmt Daskalosi nefnt um tíu þætti hennar. Ætli það nægi ekki flestum til þess að skapa hugform í kringum fyrst um sinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.