Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
B 11
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Hve langt getur vináttan gengid oghver eru takmörk hennar?
Um vináttuna
Ég fékk tvær merkilegar bækur í jólagjöf. Önnur þeirra heitir
Dreggjar dagsins og er eftir Kazuo Ishiguro, hin er Um vinátt-
una eftir Marcus Tullius Cicero. í fyrri bókinni eru það hin glöt-
uðu tækifæri lífsins sem fjallað er um. Á fágætlega agaðan og
fágaðan hátt er fjallað um miklar ástríður og þann óbætanlega
harm sem sú uppgötvun veldur mannshjartanu að hafa hangið í
ímynduðum skyldum og þannig misst af hinni stóru ást. Ástin
hefur sínar eigin leikreglur, sá sem sýnir þeim fyrirlitningu mun
þjást, og það því meira, sem hann verður eldri. í bók Ciceros
er vináttan skoðuð frá hinum ýmsu hjiðum, hvert sé eðli hennar,
hve langt hún geti gengið og hvað hún gefi. Athyglisverð lesning
á timum þar sem vinátta og vináttubrögð eru nær daglega í þjóð-
málaumræðunni.
Hvað er indælla en að eiga
einhvern að sem maður þorir
að segja hvað sem er, rétt eins
og talað sé við sjálfan sig? Hvern-
ig getur sá maður fundið til sér-
legrar gleði þeg-
ar vel gengur
sem á engan að
er samgleðst
honum? Og
vissulega er erf-
itt að þola mót-
læti ef enginn er
til sem tekur það
nær sér en mað-
n
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
ur sjálfur. I stuttu máli, allt ann-
að sem menn sækjast eftir er
eftirsóknarvert í einu ákveðnu
skyni eins og auður til eyðslu,
áhrif til frama, metorð til veg-
semdar, lífsnautn til gleði og góð
heilsa til að vera laus við þjáning-
ar og geta notað líkamann til
fulls. Vinátta er aftur á móti til
margs nýt. Hvert sem við snúum
okkur er hún reiðubúin. Ekkert
fær hindrað hana, hún íþyngir
okkur aldrei og er aldrei ótíma-
bær ... vinátta bregður frekari
ljóma á velgengni og gerir mót-
læti léttvægara með því að taka
á sig hluta þess.“
Þannig farast Cicero orð um
gildi vináttunar. Hann segir enn-
fremur:„Vinátta hefur það fram
yfir frændsemi að skyldmenni
bera ekki óhjákvæmilega góðvild
hvert í annars garð sem vinir
aftur á móti gera. Ef góðvild er
ekki lengur til að dreifa hlýtur
vináttu að ljúka. Skyldleiki helst
aftur á móti óbreyttur." Enn seg-
ir Cicero: „Ef bönd góðvildar
hyrfu úr tilverunni stæði ekkert
heimili og engin borg, ... Ef þetta
er ekki skýrt hlýtur það þó að
vera augljóst hversu sterkt afl
vinátta og eindrægni er frá sjón-
arhóli fjandskapar og ósamkomu-
lags. Hvaða heimili er svo ramm-
gert og hvaða borgríki svo traust
að því megi ekki kollvarpa með
hatri og sundurlyndi?
En hvað skyldi Cicero segja
um hve langt vinátta geti geng-
ið?: „Við förum þess aðeins á leit
við vini okkar sem heiðvirt er og
gerum það eitt fyrir þá sem heiðv-
irt má teljast. Bíðum þess jafnvel
ekki að vera beðnir heldur erum
ávallt boðnir og búnir og aldrei
hikandi. Okkur ber að þora að
gefa góð ráð af hreinskilni því í
vináttu er mest um vert að báðir
aðilar séu hollráðir. Þeim bera
að nota áhrif sín til að gefa góð
ráð til ábendingar, ekki einungis
hreinskilnislega heldur einnig af
festu ef nauðsyn krefur. Vinir
skulu hlíta ráðum hvers annars."
Cicero vitnar í þá skoðun
sumra samtíðarmanna sinna að
forðast beri of náinn vinskap til
að áhyggjur margra lendi ekki á
einum manni, eða að leita beri
eftir vináttu vegna þeirrar vernd-
ar og hjálpar sem vinir veita en
ekki sökum góðvildar og kær-
leika. Um þetta segir Cicero:
Hvílík speki. Að svipta líf manna
vináttunni jafngildir því að nema
sólina brott úr alheimi. Vináttan
er besta og unaðslegasta gjöfin
sem hinir ódauðlegu guðir hafa
gefið okkur.“
í bók sinni hefur Cicero eftir
valdsmanninn Tarquiniusi að
hann hafi þá fyrst vitað hveija
hann ætti að sönnum vinum þeg-
ar hann var farinn í útlegð. „Því
er svo farið um marga að of mik-
il völd eru tryggri vináttu til traf-
ala. Hamingjugyðjan er ekki ein-
ungis blind heldur blindar hún
iðulega þá sem hún hefur umvaf-
ið. Það er þess vegna sem stæri-
læti þeirra og gorgeir fer út yfir
öll mörk og ekkert í veröldinni
er eins óþolandi og heimskulegur
hamingjuhrólfur. Þið hljótið að
hafa tekið eftir því að þeir sem
áður voru viðfelldnir breytast er
þeir hafa hlotið frama í her-
mennsku og stjórnmálum eða
komist í álnir. Þá fara þeir að líta
niður á gamla vini en hrífast af
nýjum. Hvað er heimskulegra en
áð þeir sem hafa auð, völd og
tækifæri eignist allt sem falt er
fyrir peninga, hesta, þjóna, skart-
klæði og dýrindis borðbúnað, í
stað þess að afla sér vina sem
eru þó, ef svo má að orði kom-
ast, fegurstu og bestu kjörgripir
lífsins?"
Loks skulum við sjá hver eru
takmörk vináttunar að mati
Ciceros. Hann segist kannast við
þrjú sjónarmið í þessu efni: „í
fyrsta lagi að við eigum að bera
sams konar tilfinningar í garð
vina okkar og við berum til okkar
sjálfra. í öðru lagi að góðvild
okkar í garð vina samsvari að
öllu leyti góðvild þeirra í okkar
garð. I þriðja lagi að menn eigi
að leggja sama mat á vini sína
og vinirnir leggja á sjálfa sig.
Öllum þessum sjónarmiðum er ég
ósammála.“ Um fyrsta sjónarm-
iðið segir Cicero: „Hversu margt
gerum við ekki fyrir vini okkar
sem við gerðum aldrei fyrir okkur
sjálfa. Það er oft svo að góðir
menn láta hjá líða að notfæra sér
gullin tækifæri til þess að vinir
þeirra megi njóta þeirra frekar
en þeir sjálfir. Annað sjónarmiðið
takmarkar vináttuna við gagn-
kvæma greiðvikni og tillitsemi.
Það er vissulega smásmuguíeg
tilætlunarsemi við vináttuna að
ætlast til þess að tekjur og gjöld
standist á. Mér finnst að í sannri
vináttu felist meiri auður og ríki-
dæmi en svo að þar þurfi að
gaumgæfa hvort meira sé borið
úr býtum en látið sé í té.“ Þriðja
sjónarmiðið teldur Cicero þó
ótækast: „Menn eru oft kjark-
lausir eða bölsýnir og þá á vinur-
inn vissulega ekki að samsinna
því. Þvert á móti á hann að stappa
í vin sinn stálinu og reyna eftir
megni að blása vonarneista í nið-
urbeygða sál hans og auka honum
bjartsýni."
, Það síðasta sem ég tilfæri hér
úr hinni merku orðræðu Ciceros
um vináttuna er: „í fyrsta lagi
að vera ekki með látalæti eða
hræsni því að hreinskilnum manni
fer betur að sýna hatur sitt opin-
skátt en dylja hug sinn með fölsku
viðmóti. í öðru lagi á hann ekki
aðeins að vísa á bug sakargiftum
annarra heldur á hann ekki einu
sinni að ala með sér minnstu
grunsemdir né trúa því að vini
hans hafi orðið á glappaskot. Enn
ber að nefna ljúfmennsku til orðs
og æðis sem er alls ekki svo lítið
krydd í vináttuna. Sífelld alvara
og drungi geta vissulega verið
áhrifarík en vináttuþelið ætti að
vera óheftara, blíðara og þekki-
legra og þar ætti að ríkja alúð
og ljúfmennska."
Sá munur er á efni þessara
bóka tveggja, Dreggjar dagsins
og Um vináttuna, að of oft er
víst harla lítið hægt að gera til
að endurheimta hin glötuðu tæki-
færi á sviði ástarinnar, en vinátt-
una er hins vegar aldrei of seint
að leggja meiri rækt við. Eitt er
þó sameiginlegt stef þessara ólíku
bóka: Að einlægni og heiðarleiki
og góðmennska séu þeir lyklar
sem ganga að hjörtum flestra
manna.