Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 B 13 Sögulegur sess Salinas Mexíkóf orseta í hættu CARLOS Salinas de Gortari Mexíkóforseta hefur dreymt um að fá þann sess í sögunni að hafa fært landið sitt í röð „fyrsta heims“ iðnrikja, en blóð- ug uppreisn indíánabænda í fylkinu Chiapas í suðurhluta landsins hefur stofnað draumi hans í hættu. Stjórnarherliði hefur ekki tekist að bæla niður uppreisnina þrátt fyrir mikla liðsflutninga og harðar árásir flugvéla og stórskotaliðs. Salinas hefur neyðst til að endur- skipuleggja stjórn sína, reka innanríkisráðherra sinn og fela einum nánasta bandamanni sín- um, Manuel Camacho Solis fv. utanríkisráðherra, að hefja beinar viðræður við Þjóðfrelsisher zapat- ista, sem sagði ríkisstjóminni stríð á hendur á nýársdag. „Þetta staðfestir vaxandi veik- leika Salinasar og sýnir að stjórn hans er lömuð,“ sagði stjórnmála- fræðingurinn Federico Estevez í samtali við Reuters-fréttastofuna. „En ef samningar takast um lausn mun hann skila góðu búi, þótt þeir kunni að verða dýrkeyptir." Fyrir tveimur mánuðum stóð Carlos Salinas á hátindi ferils síns þegar hann hafði tryggt Mexíkó inngöngu í öflugt viðskiptabanda- lag ásamt Bandaríkjunum og Kanada með fríverslunarsamningi Norður-Ameríku, NAFTA. Þar með var talið að Mexíkó hefði Carlos Salinas: NAFTA hverfur í skuggann. verið tekin í tölu þróaðra ríkja. Síðan Carlos Salinas tók við embætti 1988 hefur hann hlotið lof erlendra leiðtoga og lánastofn- ana fýrir að vera í fararbroddi sóknar ríkja í Rómönsku Ameríku í átt til aukins frjálsræðis í efna- hagsmálum með því að koma lagi á ríkisfjármál og greiða fyrir við- skiptum við önnur ríki og erlendri fjárfestingu. Erlent fjármagn hefur streymt til Mexíkó, kauphallarviðskipti hafa blómgast og auðmönnum hefur fjölgaði samtímis því að Carlos Salinas hefur fullvissað venjulegt fólk um að það muni einnig njóta góðs af NAFTA í nálægri og fjarlægri framtíð. Við hefur blasað glæsilegur viðskiln- aður Salinasar eftir sex ára for- setaferil í desember nk. Nú segja gagnrýnendur forset- ans að uppreisn allt að 2.000 indí- ána, sem telja sig vera að beijast fyrir því að endurheimta land for- feðra sinna, hafi afhjúpað skugga- hliðar fátæktar og örvæntingar, sem búi á bak við tölfræðilegar upplýsingar um „efnahagsundur" í Mexíkó. Bjartsýni þjóðarinnar eftir undirritun NAFTA-samningsins virðist hafa dofnað og þótt flestir séu mótfallnir áskorun zapatista um að grípa til vopna hafa um- kvörtunarefni þeirra vakið samúð hjá mörgum. Chiapas, þar sem uppreisnin var gerð, er eitt fátækasta fylki Mex- íkó og sérfræðingar telja ólíklegt að það muni hagnast eins mikið á NAFTA og fylkin norðar í land- inu, þar sem iðnvæðing er lengra á veg komin. Salinas hefur valið Luis Donaldo Colosio frambjóðanda Byltingar- flokksins (PRI) í forsetakosn- ingunum í ágúst og fáir spá því að 65 ára valdatími flokksins sé á enda, en Chiapas-uppreisnin hefur bætt stöðu andstæðinga stjórnar- innar. HASKOLI ISLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN HEIMSPEKIDEILD Kvöldnámskeið fyrir almenning ÓDYSSEIFUR - frægasta bókmenntaverk 20. aldar. Leiöbeinendur: Ástráður Eysteinsson og Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingar. Mánudagskvöld 7. febrúar-14. mars kl. 20.15-22.15. Verð: 7.200 kr. HEIMSPEKI, UPPELDIOG GAGNRÝNIN HUGSUN Leiöbeinandi: Hreinn Pálsson, skólastjóri Heimspekiskólans. Mánudagskvöld, 7. febrúar- 21. mars, kl. 20.15-22.15. Verð: 7.600 kr. PERLUR TÓNLISTAR í FLUTNINGISNILLINGA Leiöbeinandi: Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri og forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs. Miðvikudagskvöld, 16. febrúar- 13. apríl, kl. 20.15-22.15. Verð: 8.000 kr. HVAÐ ER MENNING? - Heimspekileg greining á menningarhugtakinu. Leiðbeinandi: Páll Skúlason, prófessor við HÍ. Miðvikudagskvöld, 6.-27. apríl, kl. 20.15-22.15. Verð: 5.800. Lista- og hugmyndasaga: SATÚRNUS, SVARTA GALLIÐ OG VISKUSTEINNINN RÚSSLAND - saga, menning, samtíð. Aðalleiðbcinandi: Ámi Bergmann, magister, en auk hans: Séra Rögnvaldur Finnbogason, Júri Reshetov, sendiherra Rússlands á Islandi, og Ey- vindur Erlendsson, leikstjóri. Þriðjudagskvöld, 8. febrúar - 29.mars, kl. 20.15-22.15. Verð: 8.000 kr. ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR - sögulegt yfirlit. Leiðbeinandi: Jón Þ. Þór, cand. mag. 1 sagnfræði. Fimmtudagskvöld, 10. fehrúar- 28. apríl, kl. 20.15-22.15. Verð: 8.800 kr. HIÐ FAGRA ER SATT - Um tengslin milli heimspeki og skáldskapar. Leiðbeinandi: Kristján Ámason, bókmenntafræð- ingur. Þriðjudagskvöld, 1. mars- 26. apríl, kl. 20.15-22.15. Verð: 8.000 kr. LISTASAGA EFTIRSTRÍÐSÁRANNA - stefna og hugmyndafræði 1. Byggingalist. 2. Myndlist. Leiðbeinendur: Dr. Gunnar B. Kvaran, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, og Pétur H. Ár- mannsson, arkitekt. Miðvikudagskvöld, 9. febrúar - 30. mars, kl. 20.15-22.15. Verð: 4.000 kr. - Um goðafræði, gullgerðarlist og galdur í myndlist miðalda og - at cv » endurreisnar með tilliti til grafíkmyndar Durers, „Melancholia I“. * * ALSKA Leiðbcinandi: Ólafur Gíslason, listfræðingur. Tími:21.febrúar-12.mars. Fimmtudagskvöld, 17. febrúar - 24. mars, Leiðbemandi: Roberto Tartaglione fra Studio di kl. 20.15-22.15. Verð: 7.200 kr. Italiano í Róm. Hámarksíjöldi þátttakenda er 20 manns. FÓSTBRÆÐRASAGA OG GERPLA I) Byrjendanámskeið: Verð 18.000 kr. - haldið í samstarfi við Tómstundaskólann. Síðdegis, alls 45 kennslustundir. Lciðbeinandi: Jón Böðvarsson cand. mag. í íslenskum fræðum, 2) Framhaldl-Verð 10.500 kr. ritstjóri Iðnsögu íslendinga. Kvöldnámskeið, alls 27 kennslustundir. Miðvikudagskvöld, 2. febrúar-13. apríl, 3) Framhaldll-Verð: 8.500 kr. kl. 20.00-22.00. Verð: 8.800 kr. Kvöldnámskeið, alls 18 kennslustundir. Skráning í síma 694940. Nánari upplýsingar í símum 694923 og 694924 Metsölublað á hverjum degi! Teikninámskeió fyrir byrjendur og iengra komna hefjast aftur 25. janúar. Listlærður kennari. Upplýsingar i sima 46585. KVÍÐASTJÓRNIIN Námskeið um stjórnun streitu, kvíða og spennu í mannlegum samskiptum. Kenndareru og æfðaraðferðirtil að fyrirbyggja og takast á við þessi ein- kenni. Upplýsingar um helgar og öll kvöld ísíma 39109. Oddi Erlingsson, sálfræöingur. Prófkjör Sjólfstæóisflokksins 30. og 31. jonúar. Kjósum Axel Eiríksson í 6. til 9. sæti. Kosningaskrifstofa er ó Laugateigi 33 (vinnustofa). Opin frá kl. 18-22 og frá kl. 13-18 um helgar. Símar 884533 og 884534. Allir sjálf stæóismenn velkomnir. BARNADNSTKKJU! VÍMULAUS ÆSKA - FORELDRASAMTÖK hafa fengið nýjan FORELDRASÍK , sem opinn er allan sólarhringinn: 91-811799 Hægt a& panta viðtal í síma 91 -811817 og koma á skrifstofu Vímulausrar æsku. Auk þess bjóba samtökin upp á námskeið og fundi fyrir foreldra og kennara. NÝTT HEIMILISFANG OG SÍMI: Vfmulaus æska - foreldrasamtök eru nú á Grensásvegi 16 í Reykjavík og nýtt símanúmer skrifstofu er 91-811817. Vímuvarnir hejjast heima! VlMULAUS ÆSKA - toreldrasamtök Grensásvegur 16,108 Reykjavík sími 91-811817 fax. 91-811819 Spádómar Biblíunnar Námskeið um hrífandi spádóma Biblíunnar með áherslu á efni opinberunarbókarinnar hefst þriðjudaginn 18. janúar kl. 20.00 í íþróttahúsinu Strandgötu, Hafnarfirði. Þátttaka og litprentuð námsgögn eru ókeyp- is. Það verður spurt og spjallað. Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 679270 á skrifstofutíma og í síma 72822 á öðrum tímum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.