Morgunblaðið - 16.01.1994, Page 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
Mannleg samskipti í aug
um barna o g unglinga
MANNLEG samskipti nefnist
sýning á verkum norrænna
barna og unglinga sem nú
stendur yfir í Gerðubergi. Sýn-
ingin er samstarfsverkefni,
skipuiögð af samtökum nor-
rænna’ myndlistarkennara og
lýsir því hvernig börn og ungl-
ingar líta samfélag sitt, gleði
jafnt og sorgir. Sýningunni er
ætlað að auka skilning milli
þjóða og ólíkra menningar-
svæða, sýna hvernig börn og
unglingar á Norðurlöndum tjá
sig í myndum og leggja áherslu
á þýðingu myndmáls sem mikil-
vægs tjáningarmiðils.
Á sýningunni í Gerðubergi eru
verk eftir 45 íslensk börn og voru
þau verk valin úr miklum fjölda
innsendra verka. Tveir af íslensku
þátttakendunum, Katrín Jakobs-
dóttir og Gunnar Sverrir Gunnars-
son, opnuðu sýningurla fyrir hönd
Félags íslenskra myndlistarkenn-
,ra. Ræður þeirra lýstu nauðsyn
•ess að eiga góð samskipti við
aðrar manneskjur og fjölbreyti-
leika mannlegs iífs.
Að sögn aðstandenda sýningar-
innar eru viðfangsefni hinna ungu
myndlistarmanna ást, fjölskylda,
hefðir, ieikur, vinátta, dauði, sorg
og skemmtun. Börn hafa verið
áhugasamir' sýningargestir og
spurt margs um myndir og mynd-
efni.
Samtök norrænna myndlistar-
kennara fengu styrk frá Norræna
Frá sýningunni, Mannleg samskipti, í Gerðubergi.
menningarsjóðnum til að unnt
væri að halda sýninguna, en það
er í fyrsta skipti sem samtökin
gangast fyrir jafn viðamikilli sýn-
ingu.
Hlutur íslands hefur verið auk-
inn á sýningunni í Gerðubergi með
því að bæta við sex stórum mynd-
verkum úr pappír eftir nemendur
í grunnskólum.
Sýningunni lýkur 13. febrúar,
en þá fer hún til Akureyrar og
síðan víðar um Norðurlönd.
Morgunverðarfundur
miðvikudaginn 19. janúar 1994
kl. 08.00 - 09.30 f Skúlanum, Hótel Sögu
MA AVAXTA
OG NÝTA BETUR
200 MILUARÐANA í
Þýðenda-
kvöld í Þjóð-
leikhús-
kjallarannm
ÝMSIR bókmenntaunnendur
minnast eflaust þýðendakvöld-
anna sem haldin voru sl. vetur
á Háalofti Fógetans í Aðal-
stræti. Nú er ætlunin að hefj-
ast handa á ný og verður fyrsta
þýðendakvöld vetrarins í Þjóð-
leikhúskjallaranum mánudags-
kvöldið 17. janúar kl. 20.30 og
síðan þriðja mánudag hvers
mánaðar til vors.
Þýðendakvöldin í vetur verða
hluti af dagskrá nýstofnaðs Lista-
klúbbs Þjóðleikhúskjallarans.
Dagskrá fyrsta kvöldsins verður
eftirfarandi: Fyrst lesa feðgarnir
Ástráður Eysteinsson og Eysteinn
Þorvaldsson úr þýðingum sínum á
Kafka, Ingibjörg Haraldsdóttir les
úr þýðingu sinni á Tvífaranum
eftir Dostojevskíj, Baldur Óskars-
son les þýdd ljóð og loks les Sig-
urður A. Magnússon úr eigin þýð-
ingu á Söngnum num sjálfan mig
eftir Walt Whitman.
Myndlist barna
og unglinga
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Það er full ástæða til að taka
listsköpun barna og unglinga al-
varlega, og meta hana að verðleik-
um fyrir innsýn, framsetningu og
verktækni, eftir því sem við á.
Þeir sem hafa kynnt sér barnalist
sérstaklega hafa oft nefnt að þar
megi á stundum finna dæmi
fölskvalausrar innlifunar og sam-
sömunar í tjáningu, sem nám og
þroski ná oft að slæva hjá eldri
listamönnum. Þetta kemur eink-
um fram í myndefnum, sem
standa börnunum nærri.
Nú stendur yfir í menningarmið-
stöðinni Gerðubergi í Breiðholti
sýning á myndlist bama og ungl-
inga, sem hlotið hefur yfirskriftina
„Mannleg samskipti". Hér er um
að ræða samsýningu sem samtök
norrænna myndlistarkennara hafa
skipulagt og hlotið hefur styrk frá
norræna menningarsjóðnum; þetta
er annar viðkomustaður sýningar-
innar, en hún á eftir að fara um
öll Norðurlöndin.
í sýningarskrá segir m.a. um
tilurð sýningarinnar: „Aðaltil-
gangur sýningarinnar er að sýna
hvernig börn og ungiingar á Norð-
urlöndunum tjá sig í myndum og
leggja áherslu á þýðingu mynd-
máls sem mikilvægs tjáningarm-
iðils. Myndsköpun eykur skilning
mannsins á umhverfi sínu. Í ljósi
reynslu sinnar verður hann færari
um að takast á við hinar ýmsu
hliðar mannlífsins."
Viss stýring felst skiljanlega í
því að kennarar hafa þannig
ákveðið ramma þeirra viðfangs-
efna, sem börnin fást við, en slíkt
virðist henta vel á þessu sviði; hin
mismunandi og flóknu mynstur
sem einkenna mannleg samskipti
birtast á fjölbreyttan hátt í gegn-
um augu barnanna.í verkunum á
sýningunni.
Myndunum er skipt upp í fjöru-
tíu hópa sem hver um sig inniheld-
ur nokkur verk sem tengjast svip-
uðum viðfangsefnum, t.d. sam-
vera, foreldrar og börn, leikir,
dans, íþróttir, sorg o.fl. Þó eru
ekki allir hóparnir jafn skýrt af-
markaðir og vegna uppsetningar-
innar þarf á stundum að leita sam-
hengisins. Því verður það að sýn-
ingargesturinn lítur fyrst og
fremst til einstakra mynda og þar
er oft að finna hrífandi verk.
Það er ef til vill ekki réttmætt
gagnvart þeim mikla fjölda
Mannleg
samskipti
ágætra listamanna sem hér koma
fram, að nefna eitt öðru fremur,
en þegar fjallað er um hópsýning-
ar er það samt sú lausn, sem gef-
ur heildinni mestan ljóma. Oft eru
það hinar einföldu lausnir, sem
takast best. Þannig má nefna verk
eftir Mira Franti „Aleinn með öðr-
um“ (nr. 18-3), sem er áleitin
ímynd þeirrar einangrunar eða
útskúfunar, sem sumir þurfa að
búa við, jafnvel í fjölmenni; í
„Óvænt stefnumót" (nr. 11-5)
fjallar María Glambek um það sem
má nefna „einnar nætur kynni“
og þær blöndnu tilfinningar sem
þeim fylgja. Loks má nefna geisl-
andi íjör í einfaldri ímynd
„Lambada" (nr. 1-3) hjá Katrínu
Jakobsdóttur.
Nokkur áhrifamikil hópverk eru
einnig á sýningunni og hefur vinna
þeirra eflaust verið þroskandi ferli
fyrir nemendur; hér er rétf að
benda á ógnandi tiiveru verksins
„Minn staður" (nr. 34-1) sem
nemendur í Numedal framhaids-
skólanum í Noregi hafa unnið.
Sýningin er sett upp á göngum
beggja hæða menningarmiðstöð-
varinnar og slitnar því nokkuð
sundur. Einnig vantar nokkuð á
að merkingar einstakra verka inn-
an hvers hóps sé nægilega skýr.
Þetta eru þó aukaatriði; það sem
eftir stendur er ágæt sýning á
barnalist, þar sem þroskuð viðhorf
og skemmtilegar lausnir sýna
glögglega að tæknileg hæfni er
ekki það sem helst skiptir máli í
myndlist; þessi listaverk eru sköp-
uð af heilum hug, og það ræður
mestu.
Sýningin „Mannleg samskipti"
stendur til sunnudagsins 13. febr-
úar í Gerðubergi, en síðan mun
hún fara til Akureyrar, þar sem
hún verður opnuð í hinu nýja
Listasafni Akureyrar laugardag-
inn 26. febrúar.
LÍFEYRISSJÓÐUNUM
Nefnd innan Verslunarráðsins hefur fjallað ítarlega
um skyldubundinn lífeyrissparnað og dregið saman
í skýrslu stöðu núverandi lífeyrissjóðakerfis
og aðra kosti til varðveislu og tryggingar lífeyrisins.
Er kerfið ónothæft? Því ekki frjálst val um sjóði?
Því nýtist þetta stórfé atvinnulifinu ekki betur?
Er núverandi kerfi á skjön við EES, Mannréttinda-
sáttmála Evrópu og jafnvel sjálfa Stjórnarskrána?
Fvmmælendur:
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri VI
kynnir skýrsluna.
Asmundur Stefánsson framkvæmdastjóri
lýsir séráliti sínu.
Fyrirspurnir, svör, umræÓur.
Fundurinn er opinn, en tilkynna verður þáfttöku
fyrirfram í síma VÍ, 676666 (kl. 08-16)
Fundargjald með inniföldum morgunverði er kr. 1000
fyrir félagsmenn VI, aðra kr. 1.500.
Skýrslan verður seld við inngang á kn 1.000.
VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS
Det Nedvendige Seminarium
í Danmörku
GETUR TEKIÐ INN ÍSLENSKA
NEMENDUR ÞANN 1. SEPT. 1994
4ra ára alþjóðlegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörg-
um skólaum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum. Námið er:
• 1 ár með alþjóðlegu námsefni, innifalin 4ra mánaða námsferð til Asíu.
• 1 ár námsefni innanlands, innifalið er 6 mánaða þátttaka í dönsku atvinnu-
lífi.
• 2ja ára fagnám, innifalið 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum
skólum innanlands og utan.
Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku.
Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verður haldinn
í Reykjavík í lok febrúar. Ef þú hefur áhuga, hringdu í síma 90 45 65 91 40
45 eða sendu símbréf 90 45 66 11 50 61.
Det Nedvendige Seminarium, DK - 6990 Ulfborg.
Stuðningsmenn
Árna Sigfússonar
í 2. sætiú
í prófkjöri sjólfstæðismanna
hafa opnað kosningaskrif-
stofu ó Suðurlandsbraut 4,
símar 6841 óó og 6841 54
Opið fró hódegi dag hvern
og fram eftir kvöldi.
■ ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN í
Brautarholti 4 byijar upp úr miðj-
um mánuðinum með ný námskeið
fyrir byijendur (5-7 vikur), fram-
haldsnámskeið fyrir lengra komna
og grunnnámskeið á nokkrum
stöðum úti á landi. Á námskeiðun-
um fræðast menn um íslenska
ættfræði, heimildir, leitaraðferðir
og úrvinnslu upplýsinga í ættar-
skrám af ýmsu tagi. Auk þjálfunar
í vinnubrögðum fá þátttakendur
góðan tíma og aðstöðu til að rekja
eigin ættir og frændgarð, með
notkun kirkjubóka, annarra frum-
heimilda, handrita og prentaðra
bóka. Leiðbeinaridi er Jón Valur
Jensson. Innritun er hafin.
■ FRÆÐSL UFUNDUR verður
á vegum Kynfræðifélags ís-
lands. Sr. Þorvaldur Karl
Helgason kynnir Fjölskylduþjón-
ustu kirkjunnar, aðdraganda, hlut-
verk og starfsemi. Fundurinn
verður haldinn í fræðslusal
Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur, þriðjudaginn 18. janúar kl.
12.-12.50 (gengið inn um dyr
barnadeildar Barónstígsmegin,
fræðslusalur er í kjallara). Frítt
er fyrir félagsmenn Kynfræðifé-
lagsins, aðrir 300 kr.