Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
B 21
BILAR
Það þarf ekki að
henda gömlum bílum
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Púltið fyrir þessi jól var pallurinn á gömlum bíl. Það er Þorbjörn
Magnússon sem les úr bók sinni um ferðir Kríunnar.
Strákamir á bílaverkstæðinu
Svissinum við Tangarhöfða
eru allir með bíladellu, enda lítur
verkstæðið ekki út eins og flestir
slíkir vinnustaðir. Á veggjum má
sjá ýmsa hluti tengda bílum, eins
og gömul grill, hjólkoppa af ýms-
um gerðum, leikfangabíl sem er
við upphafsreit hraðbrautar auk
módels af Willy’s Overland árgerð
’51. Við útidyrnar stendur gler-
borð þar sem gamalt reiðhjól
gegnir hlutverki borðfóta og stól-
arnir tveir sem standa við borðið
eru sæti af gömlum dráttarvélum.
Þarna ræður ríkjum Aðalsteinn
Ásgeirsson sem segir að þar sem
þeir strákarnir séu mestan hluta
sólahringsins á verkstæðinu vilji
þeir hafa umhverfið skemmtilegt.
„Seint á kvöldin þegar við erum
hættir að vinna sitjum við gjarnan
og spjöllum um áhugamálið, sem
er bílarnir," sagði hann brosandi
þegar Morgunblaðið leit inn til
þeirra á verkstæðinu. Sjálfur á
hann Overland ’52 árgerð og
Chevrolet ’53 árgerð. „Mér finnst
þessir gömlu bílar miklu fallegri
heldur en nýju árgerðirnar, sem
allar eru eins, enda hannaðar í
tölvum.“
Upplestur fyrir jól
Annað sem sker Svissinn úr frá
öðrum verkstæðum er að undan-
farin þrjú ár hafa hinir ýmsu rit-
höfundar mætt í hádeginu einn
desemberdag og lesið upp gestum
og gangandi til ánægju.
Þetta eru Einar Már, Einar
Kárason, Þórarinn Eldjárn, Sig-
mundur Ernir, Thor Vilhjálmsson,
Þorbjöm á Kríunni og Þorsteinn
Vilhjálmsson. Auk þess sem Meg-
as, Bubbi og Keltarnir hafa spilað
og sungið. Skapast að vonum
sérkennileg og mikil stemmning
bæði hjá áheyrendum og flytjend-
um.
Gjaldeyrissparandi menn!
Aðalsteinn hefur rekið
verkstæðið í fimm ár og allan
þann tíma hefur hann haft sömu
menn í vinnu. „Við höfum þekkst
mikið lengur, því við höfum allir
áhuga á að gera upp gamla bíla.
Við þykjumst vera gjaldeyris-
sparandi menn sem viljum nýta
gömlu bílana. Það þarf ekki alltaf
að henda því gamla,“ segir hann
og bætir við að stefnan sé ekki
Eitt af því
skemmtileg-
asta sem Aðal-
steinn Ásgeirs-
son gerir er að
keyra full-
hannaðan bíl
út úr verk-
stæðinu.
Hér er hann
að leggja alla
alúð sína í við-
gerðir.
endilega að fá bílana í upprunalegt
form. „Aðalatriðið er að við gerum
þá vel keyrandi, smíðum þess
vegna nýja vél, kassa og slíkt. Til
dæmis er einn okkar nú að smíða
nýjan bíl með Suzuki-grind,
Volvo-vél og boddí úr Golf.“
Aðspurður segir hann að þrír
bílar hafi farið um þeirra hendur
sem smíðaðir hafi verið frá
upphafi, m.a. einn fyrir Tolla. Það
var einmitt Tolli sem hrinti
hugmynd Aðalsteins um upp-
lestur rithöfunda í framkvæmd.
Að sögn þeirra sem til þekkja
fer ótrúleg tiltekt fram á ári
hvetju fyrir hátíðina eins og
starfsmennirnir nefna upplestrar-
daginn. Það er ekki einungis að
þeir gefi vinnu sína í tiltektinni
heldur mæta vinir og vandamenn
einnig í sjálfboðavinnu.
Aðalsteinn segir að upplestur-
inn sé ágætis tilefni til að flokka
allt það kynstur af dóti sem þeim
berst allt árið. „Það eru nefnilega
alveg ótrúlega margir bílaáhug-
amenn hér á landi. Þeir tíma ekki
að henda alls kyns munum úr
bílunum og koma með þá til
okkar. Fyrir jól förum við í
gegnum allar geymslur og það
sem við viljum ekki geyma látum
við í hendur Pornbílaklúbbsins.
Hitt flokkum við í kassa og
geymum í stórri rútu sem er á
vöktuðu svæði. En það er alveg
ljóst að þessi upplestur hefur
unnið sér fastan sess. Sumir
rithöfundanna sem hafa lesið öll
árin spytja meira að segja hvort
ekki sé öruggt að uppákoman
verði endurtekin að ári. Að
sjálfsögðu erum við alveg harð-
ákveðnir í því,“ sagði Aðalsteinn
þegar blaðamaður kvaddi.
Morgunblaðið/Kristinn
Útsalan
hefstídag
sunnudagkl. 12
á Laugaveginum
Dæmi um verð:
Laugavegi, sími 17440/29290,
Kringlunni, sími 689017.
Dömudeild
Peysur frá 2.200
Bolirfrá 1.500
Kjólar frá 2.500
Blússurfrá 1.900
Herradeild
Skyrturfrá 1.900
Peysurfrá 1.900
Jakkafötfrá 14.900
Silkibindi frá 1.200
Skór frá 2.900
Nýtt kortatímabil
Opið kl. 12-18.
30-60% afsláttur
auk ýmissa tilboða.
Útsalan verður í báðum
verslunum frá kl. 10 á morgun.