Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994
HASKOLABIO
SÍMI22140
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
SOI\ll\l AST
YS OG ÞYS ÚT AF EIMGU
CHRISTIAN SLATER
PATRICIA ARQUETTE
Oennis HOOPER
Val KILMER
Gary OLDHAM
Brad PITT
Christopher WALKEK
★ ★★
».i. m.
★ ★★★
Siily Second
Preilw
luirll
OUEKTIK TARANTINO
KENNETH BRANAGH
ROBERT SE AN LEONARD i
EMMA THOMPSON
MICHAEL KEATON
KEANU REEVES
DENZEL WASHINGTON
M
S P K A 5> I-'S
UCH
NÖIMNG
A KENNETH BRANACH FILM
Ný hörkugóð spennumynd fra Tony Scott sem leikstýrði „Top Gun“.
„...skondið sambland af „The Getaway" og „Wild at Heart“, mergjuð
ogeldheitástarsaga...sönnásteródrepandi.“ ★ ★ ★ A.l. Mbl.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9 og 11.15. B.i. 16 ára.
★ ★ ★ ★
NEW YORK POST
★ ★★★
EMPIRE
★★★ ★★★
Sankölluð stórmynd með úrvals leikurum sem hefur fengið frá-
bæra dóma. „Fyrirtaks skemmtun, ærslafult og hressilegt bió sem
svikurengan." ★ ★ ★ A.l. Mbl.
Sýnd kl. 3, 5, 7.05, 9.05 og 11.15.
KRUMMA RI\IIR
IBRAÐFYNDIN FJOLSKYLDUMYND
kruiíjfíí-arn^
Stórskemmtileg gamanmynd með
íslensku tali fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.10.
JURASSIC PARK MERKI FYLGIR
imitJUM DIUMIUU. Sýnd
sunnud. kl. 3. Mánud. kl. 5.
Sýnd kl. 9.15.
Allra síðustu sýningar.
B. i. 14 ára.
Vorönn Tómstundaskólans
Námskeið fyrir alla
á ári fjölskyldunnar
UM eitt hundrað námskeið eru í boði í Tómstundaskólanum
á vorönn skólans sem hefst 19. janúar nk. Að vei\ju er nýtt
námsefni í boði en nærri fjórðungur námskeiða á dagskrá
skólans að þessu sinni eru ný. Vaxandi aðsókn var að Tóm-
stundaskólanum á síðasta ári, en um 2.000 nemendur sóttu
skólann árið 1993. Námskeið eru við hæfi ailra aldurshópa
í Tómstundaskólanum, fyrir börn, unglinga, fuilorðið fólk
og dagnámskeið fyrir eldri borgara. Af nýjum námskeiðum
má nefna glerperlugerð, gjafapakkningar, postulínsmálun,
nuddnámskeið, gæludýr, grísku, markaðssetningu, Fóst-
bræðrasögu og Gerplu, sljórnun og gerð útvarpsþátta og
borðskreytingar úr ávöxtum og grænmeti,
EINKlSPf JARINN MORHNGINN
i n s í i n c í
TlLKVENDIfl EINKARITARINN EIGINKONAN
ÞEFDÍRIÐ
lui icrir keiiln
ibiltn lyrir ilspa-
Svi HiTZileiir ii
tattíM Ihi er
tattínm.
Sti kzltilei ai sM-
Iriistnil Innr ci
Izgri ti llciil tlilliii.
SniískíiMlllN
lÍllnjalKtlíal'
tni htrir kan.
Er iili tryn eiili-
■anl síiii n
ásintii henar tr
henl.
Svart aei hvítri
riil. Lritar
skellllen.
Meiriháttar grinbomba þar sem gert er stólpagrín að stórmyndum á borð við „Fatal Attraction" og
„Basic Instinct". Aðalhlutverk Armand Assante (The Mambo Kings), Sherilyn Fenn (Twin Peaks), Kate
Nelligan (Prince of Tides) og Sean Young (No Way Out). Leikstjóri Carl Reiner (Oh God og All of Me).
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára.
Metsölubku) á hvetjum degi!
Tómstundaskólinn býður nú
upp á 24 ný námskeið, þar af
8 í tómstundagreinum. Björg
Hauksdóttir, glerlistamaður
leiðbeinir nemendum á kvöldn-
ámskeiði í glerperlugerð til
skartgripasmíða, en Björg hef-
ur kennt á vinsælu námskeiði
glerskurði í skólanum. Helga
Rún Pálsdóttir leiðbeinir á nýju
námskeiði í öskjugerð. Þetta
er námskeið fyrir alla fjölskyld-
una, þar sem gerðar eru ýmsar
tegundir af öskjum — allt frá
hattaöskjum niður í litlar
skrautöskjur. Helga Rún er
kennari skólans í hattagerð
sem er ein vinsælasta grein
Tómstundaskólans. Einnig
verður hún með nýtt námskeið
í gluggatjaldasaumi og fata-
hönnun á vorönninni.
Það getur vafist fyrir fólki
að pakka inn gjafavörum og
skreyta þær smekklega. Nú
getur fólk komið á námskeið
í Tómstundaskólanum og bætt
úr þessu. Hafdís Sigurðardótt-
ir, starfsmaður í Blómavali,
kennir nokkur undirstöðuatriði
í gjafapakkningum á kvöldn-
ámskeiði.
í fyrsta sinn býður Tóm-
stundaskólinn upp á náskeið í
postulínsmálun undir hand-
Ieiðslu Sólveigar Alexanders-
dóttur. Sólveig hefur langa
reynslu af kennslu í gler- og
postulínsmálun, en síðastliðin
12 ár hefur hún verið við störf
í Bretlandi.
Nýtt nuddnámskeið er á
dagskránni undir stjórn Ragn-
ars Sigurðssonar. Námskeiðið
, veitir ekki réttindi til að nudda
í atvinnuskyni, heldur er mark-
miðið að nemendur öðlist
grunnþekkingu á nuddi.
Margir hafa á undanförnum
árum sótt námskeið Matthildar
Sveinsdóttur í Tarot-spilum í
Tómstundaskólanum. Nú gefst
kostur á framhaldsnámskeiði
hjá Matthildi þar sem m.a. er
ijallað um hvemig megi nota
tarot-fræðin til sjálfsstyrking-
ar.
Tómstundaskólinn ríður nú
á vaðið með nýja tegund nám-
skeiða sem kallast gæludýr.
Gunnar Vilhelmsson mun á
tveimur kvöldnámskeiðum
fjalla um fiskabúr og skraut-
fískahald og fuglabúr og fugla-
hald.
Myndlistamámskeið Tóm-
stundaskólans em jafnan vel
sótt en skólinn býður upp á
mörg námskeið í þessum
flokki, í vatnslitamálun, teikn-
ingu, akiýl-, silki, og olíumál-
un, auk módelteikningar og
námskeiðs sem sérstaklega er
ætlað þeim sem vilja undirbúa
sig fyrir myndlistamám. Á síð-
ustu önn var námskeið í olíu-
málun í fyrsta sinn haldið í
Tómstundaskólanum undir
leiðsögn Hörpu Bjömsdóttur,
myndlistarmanns, og á kom-
andi vorönn verður á dag-
skránni framhaldsnámskeið í
olíumálun.
Alls eru tíu-tungumái í boði
í tungumáladeild skólans að
þessu sinni. Gríska er nú á
dagskránni að nýju eftir nokk-
urra missera hlé, en það er
Paolo Turchi, sem áður hefur
kennt grísku í skólanum, sem
ætlar að kenna undirstöðu
grísku auk þess sem nemendur
læra að tjá sig um einfalda
hluti tengda ferðalögum
Grikklandi. Þýskar smásögur
eru á dagskrá undir leiðsögn
Bernds Hammerschmidts.
Ný námskeið í starfstengdu
námi í Tómstundaskólanum
eru námskeið um virðisauka-
skatt undir leiðsögn Hlínar
Daníelsdóttur og markaðssetn-
ing sem Sigþór Karlsson hefur
umsjón með.
Á síðustu misserum hafa
námskeið í menningu og listum
verið mjög vaxandi í Tóm:
stundaskólanum. Fjölmenn-
ustu námskeið Tómstunda-
skólans síðustu misseri hafa
verið námskeið Jóns Böðvars-
sonar í íslendingasögum. Á
haustönn 1993 voru alls 236
þátttakendur á námskeiði um
Laxdælu. Á vorönn 1994 munu
Jón Böðvarsson fjaila um Fóst-
bræðrasögu og Gerplu og er
þegar fyrirsjáanlegt af bókun-
um hjá Tómstundaskólanum
og Endurmenntunarstofnun
HI að mikil aðsókn verður að
þessu námskeiði.
Nýtt námskeið verður í leik-
list undir stjóm Péturs Einars-
sonar, leikara. Þetta er nám-
skeið fyrir þá sem hugsa
lengra og ætla sér eitthvað
meira í leiklistinni, gott vegar-
nesti að frekara námi í leiklist.
Tvö ný námskeið eru í fjölm-
iðlun á vegum skólans að þessu
sinni. Ingólfur Margeirsson
leiðir fólk um viðtöl og greina-
skrif, en hann kennir einnig
vinsælt námskeið í skólanum
um skapandi skrif. Þá mun
Stefán Jökulsson leiðbeina um
stjórnun og gerð útvarpsþátta.
Á síðasta ári hóf Tóm-
stundaskólinn kennslu á mat-
reiðslunámskeiðum, sauma-
námskeið Tómstundaskólans
hafa lengi verið á dagskrá og
að þessu sinni býður Ásdís
Jóelsdóttir upp á nýtt fyrir-
komulag, þ.e. hraðnámskeið í
fatasaumi fyrir lengra komna,
Ásta Kristín Siggadóttir verð-
ur með ný námskeið í ptjóna-
tækni og myndprjóni.
Námskeið Tómstundaskól-
ans eru fyrir alla fjölskylduna.
Barna- og unglinganámskeið
eru í myndlist og leiklist fyrir
börn auk þess sem boðið er
upp á fatasaum fyrir unglinga.
Þá eru ódýr dagnámskeið í
boði fyrir eldri borgara og aðra
sem kjósa fremur að sækja
námskeið í dagtímanum.
L/jks má minna á námskeið
Tómstundaskólans um ræktun
og umhverfi þar sem rækt-
unarfólki gefst kostur á margs
konar námskeiðum.