Morgunblaðið - 23.01.1994, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1994
B 5
Morgunblaðið/Þorkell
Kortlagning erfðamengisins tímaeyðsla
Bandaríski erfðafræðingurinn Richard Lewonton er ekki par hrifinn af þeirri gffu-
legu áherslu sem lögð sé á kortlagningu erfðamengisins en hún ýti undir þá
hugsun að örlög mannsins ráðist af genunum en það sé ekki rétt.
miklar breytingar á fólki til að ná því fram.
Maðurinn hefur semsagt ekki neitt fluggen.“
Lewontin segir að ekki sé allur munur á
tegundum beinlínis vegna mismunandi gena:
„Menn eru t.d. frábrugðnir sjimpönsum að
því leyti að við göngum í fötum en þeir ekki.
Með fatnaði höfum við leyst hitatemprunar-
vanda. Við höfum hins vegar engin gen fyr-
ir því að ganga í fötum.“
Greind og erfðir
Hann er spurður álits á því hvort greind
ráðist af erfðum. „Það veit ég ekki. í fyrsta
lagi veit ég ekki hvað greind er. Ég veit
hvað greindarpróf eru en leyfi mér að draga
í efa gildi þeirra nema e.t.v. til að segja fyr-
ir um árangur í skóla. Spurningin er þá hvaða
áhrif genin hafa á frammistöðu á greindar-
prófi. Það er mjög umdeilt. Ég tel að áhrifin
séu einhver. En ég verð að bæta því við að
ég tel að munur á genasamsetningu einstakl-
inga hafi áhrif á margt. En maður verður
að gæta varúðar. Það er mikill munur á því
að segja að genin hafi áhrif á frammistöðu
á greindarprófi og því að segja að það sé til
greindargen. Ég get nefnt dæmi. Það er til
fræg tilraun með rottur sem lærðu að rata
um völundarhús. Ræktuð voru tvö afbrigði
af rottum þar sem annað rataði um völundar-
húsið en hitt ekki. Munur á þeim var erfða-
fræðilegur og þarna virtist vera um það að
ræða að greind erfðist. En við nánari rann-
sóknir kom í ljós að ratvísu rotturnar voru
sjónlitlar og heyrnardaufar. Þær voru því
ekki truflaðar af sjón og heyrn heldur gátu
notað lyktarskynið ótruflaðar. í Bandaríkjun-
um eru börn greindarprófuð u.þ.b. tíu ára
gömul í þéttskipaðri skólastofu þar sem ljós
og hávaði berast inn um gluggann. Ég get
vel ímyndað mér að þeim sem hefur örlítið
skerta heyrn, lyktarskyn eða sjón gangi að
öðru jöfnu vel á slíku prófi. Hann getur þá
einbeitt sér að því að svara heimskulegum
spurningum sem hafa engin tengsl við neitt
sem máli skiptir. Annað dæmi væri að þeir
sem lykta illa geta átt í erfiðleikum með að
finna maka. Vonda lyktin getur átt sér efna-
fræðiiegar skýringar og þarmeð átt rætur
að rekja til gena. En það þýðir ekki að til
sé piparsveinagen."
Lewontin segir að allar rannsóknir þar sem
því var haldið fram að fundist hefði gen ein-
hvers tiltekins andlegs eiginleika hefðu verið
dregnar til baka. „Ástæðurnar eru tvær:
Gögnin eru afar viðkvæm og næm fyrir nýj-
um.upplýsingum vegna þess að um ættboga-
rannsóknir er að ræða. Komi í ljós að t.d.
greining á geðklofa hjá einum reyndist röng
breytir það öllu fyrir afkomendur hans. Hins
vegar er það sjaldnast svo að sjúkdóma og
eiginieika megi rekja til eins gens. Það eru
t.d. til fimmtíu mismunandi gerðir af sykur-
sýki. Og jafnvel þótt sykursýki gangi í ættum
hefur hún ekki verið tengd við gen og við
erum engu nær um erfðatilhneigingu í ár en
1952 þegar alvarlegar erfðarannsóknir á
sykursýki hófust.“
Lewontin er þeirra hyggju að kortlagning
erfðamengisins sé tímaeyðsla. „Það væri
akkur í stofnfræðilegum rannsóknum þar
sem sama genið væri borið saman hjá mörg-
um einstaklingum. Einnig fyndist mér fróð-
legt að sjá rannsóknir á mun gena hjá mis-
munandi tegundum. Loks myndi ég vilja sjá
upplýsingar um hvað greinir tvö ólík gen að.
í þessu augnamiði þarf ég ekki að vita um
alla þrjá milljarða basapara sem finnast i
einum tilbúnum manni. Ég segi tilbúnum
vegna þess að genakortið endurspeglar ekki
gen nokkurs tiltekins einstaklings. Mér finnst
ekki bara tímasóun að kortleggja erfðaefnið
með þessum hætti heldur er ég ekki samþykk-
ur þeirri hugmyndafræði að þetta sééitthvað
sem vert er að gera. Þetta rennir stoðum
undir þá hugsun að við höfum allt í genun-
um. Það stenst ekki.“
DNA-rannsóknir í sakamálum
Lewontin hefur ekki síst getið sér frægðar
í Bandaríkjunum á seinni árum vegna gagn-
rýni sinnar á notkun DNA-rannsókna í saka-
málum. Hafa rök hans og annarra erfðafræð-
inga sem eru sama sinnis leitt til þess að í
sumum ríkjum Bandaríkjanna eru DNA-
rannsóknir ekki teknar gildar sem sönnunar-
gögn. Það er einkum þrennt sem Lewontin
vekur athygli á í því sambandi. Mikið vanti
á að fullnægjandi gæðaeftirlit sé með þeim
rannsóknastofum sem rannsaka DNA. Sam-
anburðarhópurinn sé ekki valinn af nægi-
legri kostgæfni. En þegar borið er saman
sýni úr grunuðum og sýni af vettvangi verði
að vera einhver hópur til samanburðar og
skilgreining samanburðarhópsins sé oft erfið-
leikum bundin. Loks hafi saksóknarar gjarn-
an farið óvarlega með líkindatölur. Þeir tali
gjarnán um að líkurnar á að sýni úr grunuð-
um og sýni af vettvangi séu eins fyrir tilvilj-
un séu einn á móti svo og svo mörgum millj-
ónum. Þetta standist auðvitað ekki. Nær
væri að fulltrúi rannsóknarstofu kæmi fram
og segði einfaldlega: „Mér sýnist samkvæmt
bestu vitund að þessi tvö sýni séu úr sama
manni.“ Líkindatalið villi kviðdómum sýn.
íslensk sýni hafa verið send út til Bret-
lands og Noregs til rannsóknar. Lewontin
er spurður hvaða kröfur þurfi að gera til
samanburðarhóps. „Við vitum ekki hver er
munurinn á Norðmönnum og íslendingum.
Það yrði bara að koma í ljós. Ég myndi ekki
nota viðmiðunarhóp frá meginlandi Evrópu
sem inniheldur kelta og Frakka t.d. Vanda-
málið er alltaf það sama. Við vitum svo lítið
um tíðni genasamsetninga. Og í Bandaríkjun-
um vandast málið enn frekar vegna þess að
um ólíka kynþætti er að ræða. ísland er sér-
stakt að því leyti að líklegt er að flestir íslend-
ingar séú afkomendur tiltölulega fárra ein-
staklinga. Það getur þýtt að tíðni gena sé
allt önnur hér en t.d. á Norðurlöndum. íslend-
ingar ættu að láta athuga þetta. Það þyrfti
ekki sýni nema úr-nokkur hundruð einstakl-
ingum til að ganga úr skugga um þetta."
PÞ/BS
STRANGAR REGLUR GILDA UM GLASAFRJÓVGUIM Á ÍSLANDI
Frysting fósturvísa eitt af
pvi sem taka liarf á í Iðgum
MÖGULEIKINN á glasafrjóvgun hefur fært
mörgu fólki mikla hamingju. En mörg flók-
in siðferðileg álitamál rísa samhliða nýju
tækninni. Það kemur fram í máli Þórðar
Óskarssonar forstöðumanns glasafijóvg-
unardeildar Landspítalans að strangar
reglur gilda um starfsemina hér, t.d. er
frysting fósturvísa ekki leyfð. Hann telur
hins vegar æskilegt að lög yrðu sett um
glasafijóvgun hérlendis og frysting fóstur-
vísa heimiluð. Vilhjálmur Árnason heim-
spekingur gagnrýnir notkun gjafasæðis
með tilvísan til réttinda barna. Danskt
gjafasæði hefur verið notað í nokkur ár
hérlendis við tæknisæðingu, þ.e. þegar kon-
an getur átt barn með eðlilegum hætti en
karlinn er ófrjór en fyrirhugað er að nota
það einnig við glasafijóvgun.
Vilhjálmur Árnason
heimspekingur segir í
bók sinni Siðfræði lífs og
dauða að þótt óftjósemi
þurfi engan veginn að vera
sá örvæntingarvaldur sem
talsmenn tæknifijóvgunar
haldi fram verði því ekki
neitað að mörgum finnist
hún vera ógæfa. Það sé
siðferðilegt markmið að
draga úr böli og stuðla að
hamingju fólks, og rétt-
mætt að leita til þess leiða
sem ekki skaði aðra. Telur
Vilhjálmur að veruleg
hætta sé á að hagsmunir
barnsins séu fyrir borð
bornir þegar notað er sæði
úr nafnlausum innistæð-
um sæðisbanka. Það
stangist á við þarfir og
rétt barna til þess að fá
vitneskju um ætt sina og
uppruna. „Þótt ekki þurfi
að efast um að móðirin og
fósturfaðirinn sinni
foreldraskyldum sínum, þá
er slíkt barn „föðurlaust" i líffræðilegum skiln-
ingi og óvíst er hvaða áhrif það kann að hafa
á sjálfkennd þess og sálarheill." Vilhjálmur
bendir á að það sé ekki sambærilegt að taka
í fóstur munaðarlaus börn frá öðrum heims-
hornum. Þá sé verið að hjálpa börnum sem
þegar eru komin í heiminn en ekki leggja á
ráðin um að búa til barn sem muni standa
halloka að þessu leyti. Svipuð sjónarmið hafa
komið fram hjá Dönsku mannréttindastofnun-
inni eins og Sigrún Davíðsdóttir fréttaritari
Morgunblaðsins sagði frá í Kaupmannahafnar-
bréfi fyrir viku. Ef lesendur setja sig í spor
foreldra þessara barna þá getur ugglaust verið
erfitt að ákveða hvernig og hvenær eigi að
útskýra fyrir barninu hver hinn líffræðilegi
faðir sé.
Eins og gefur að skilja er nafnleyndin oft á
tíðum skilyrði þess að menn gefi sæði. Því
má varpa fram til umhugsunar hvort menn
gætu látið sæði inn á banka sem ekki yrði
notað fyrr en eftir andlát þeirra og þá fylgdu
með allar upplýsingar um viðkomandi sæðis-
gjafa. Því má einnig veita upp hvort aukin
vitneskja um erfðaefni mannsins og vaxandi
mikilvægi slíkra upplýsinga kalli ekki á það
að þeim möguleika verði haldið opnum að finna
megi hver sæðisgjafinn sé. Fyrir nokkrum árum
var sænskum lögum breytt á þann veg að
börn ættu rétt á að vita hver faðirinn væri
þegar þau næðu 18 ára aldri. Mun það ekki
hafa valdið skorti á gjafasæði. í Bretlandi er
skylt að geyma upplýsingar um hinn líffræði-
lega föður og eru rökin þau m.a. að almenn
viðhorf kunni að breytast í þá veru að börn
eigi rétt á þessum upplýsingum. Þau rök hafa
einnig heyrst að til að tryggja jafnvægi í hjóna-
bandi sé réttast að bæði egg og sæði komi
utanaðfrá.
Nefndarstarf
V angaveltur í þessum dúr verða eflaust tekn-
ar til athugunar þegar lög verða sett um tækni-
fijóvgun eins og til stendur. Nefnd um þetta
efni hefur tekið upp þráðinn að nýju og býst
til að skila af sér niðurstöðu á næstu vikum,
að sögn formannsins Olafs W. Stefánssonar í
dómsmálaráðuneytinu.
Reyndar hefur notkun gjafasæðis veriö
heimiluð hér við tæknisæðingu frá því á átt-
unda áratugnum, að sögn Þórðar Óskarssonar.
Aðspurður um fjölda barna sem fæðst hafa
hérlendis í krafti gjafasæðis segir hann þau
skipta einhveijum tugum. Sæðið kemur frá
Danmörku og er valið úr manni sem líkist föð-
urnum. Þannig er búið um hnútana að ókleift
er að grafast fyrir um hver sæðisgjafinn er
hverju sinni. Þess er gætt að sæðisgjafinn
hafi ekki erfðasjúkdóma og ennfremur eru
gerðar ítarlegar rannsóknir á sæðinu til að
fyrirbyggja smit. Þórður segir að hingað til
hafi gjafasæði ekki verið notað við glasafijóvg-
un. En nýiega hafi reglum sem deildin starfar
eftir verið breytt til að heimila slíkt. Hafi það
m.a. verið vegna þess fólk hafði leitað til Trygg-
ingastofnunar ríkisins um að fá slíka meðferð
erlendis gi'eidda. Þórður segir að notkun sæðis
frá þriðja aðila geti verið erfitt mál tilfinninga-
lega, súmir vilji ekki grípa til þess úrræðis og
ætíð séu málin rædd vandlega áður en sú lausn
verður ofaná.
Vilhjálmur gerir meiri fyrii-vara við glasa-
frjóvgun heldur en tæknisæðingu. Um sé að
ræða verulegt inngrip í náttúruna sem bjóði
heim margvíslegri hættu á að ráðskast með
lífið á háskalegan hátt. Ein helsta ógnunin sem
af þessu stafi sé sú að kynlífið og ávextir þess,
sem séu grundvallargæði í mannlegu samlífi
og órofa tengd tilfinningalífi manna og sjálfs-
kennd, missi gildi sitt þegar þau séu látin lúta
lögmálum tækni og viðskipta. Varla sé þó stætt
á öðru en að leyfa fólki að taka áhættu fyrir
sjálft sig og börn sín svo fremi það skilji alla
áhættuþætti og geri væntanlegu barni ekki
erfiðara fyrir en venjulegum börnum með því
að flækja faðerni þeirra eða móðerni með gjaf-
asæði eða gjafaeggi að ekki sé talað um þann
kost að fá aðra konu til að ganga með barnið.
Frysting fósturvísa ekki heimil
Það kemur skýrt franr í samtali við Þórð
Óskarsson að menn hafa farið mjög varlega i
sakirnar á glasafrjóvgunardeildinni hér, regl-
urnar senr fylgt er eru einfaldar en strangar
og siðferðilegu álitamálin því færri en ella:
• Einungis hjón eða fólk sem hefur verið í
sambúð í þrjú ár getur fengið glasafijóvgun.
• Frysting fósturvísa er ekki heimil.
• Engar rannsóknir eru gerðar á fósturvísum.
• Konur mega ekki vera eldri en 41 árs.
• Fólki sem á tvö börn eða fleiri er ekki veitt
þjónusta.
• Notkun gjafaeggja eða gjafafósturvísa er
ekki heimil. Staðgöngumæður eru ekki notað-
ar.
Þórður telur æskilegt að í löggjöf um þetta
efni yrði frysting fósturvísa heimiluð en víðast
hvar annars staðar er hún ieyfileg. Glasafijóvg-
un er nefnilega undirbúin með því að konan
gengst undir hormónameðferð til að hægt sé
að heimta úr henni allt að tuttugu egg. Oft á
tíðum fijóvgast fleiri egg en þörf er á hveiju
sinni og visna þau og deyja á þremur dögum
nema þau séu fryst. Frysting gerir það að
verkum að hægt er að endurtaka tilraun til
að koma fijóvguðu eggi fyrir í legi konu án
þess að hún þurfi að gangast að nýju undir
erfiða hormónameðferð. Sums staðar er heim-
ilt að geyma frysta fósturvísa í nokkur ár til
þess að kona geti átt tvö börn úr sama forða.
Heimild til frystingar kallar óhjákvæmiiega á
að mælt sé fyrir um hver eigi rétt yfir fóstur-
vísi t.d. ef misklíð verður milli hjóna.
Þess má geta að sums staðar í Bandaríkjun-
um liafa dómstólar komist að því að það sé
brot á jafnræðisreglum að einhleypar konur
séu fyrirfram útilokaðar frá því að gangast
undir glasafijóvgun. E.t.v. er það einnig brot
á jafnræði borgaranna að fastsetja aldurshá-
mark og setja mörkin við eitt barn fremur en
tvö eða þijú. Það kann jafnvel að stríða gegn
jafnrétti kynjanna að leyfa eldri konum ekki
að gangast undir glasafijóvgun, eins og haldið
var fram í leiðara The Economist fyrir
skemmstu, en karlar geta jú átt börn i hárri
elli. Um þessi efni segir Þórður að eins og
stendur sé tveggja ára biðlisti eftir meðferð
hérlendis og m.a. þess vegna verði að taka þá
hópa framyfir sem mest tilkall eigi til þjón-
ustunnar.
yilhjálmur
Árnason
heimspek-
ingur gagn-
rýnir notkun
gjafasæðis