Morgunblaðið - 23.01.1994, Qupperneq 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
Maður með reikning? Segðu
honum að ég sé ekki heima.
Ást er...
... von um að hann
hringi.
TM Reg. U.S Pat Oft.—all rights reserved
® 1994 Los Angetes Times S/ndicate
Við ætlum að borga hvor i
sínu lagi. Eg þvæ upp og
hann þurrkar.
HÖGNI HREKKVÍSI
'' l~t A Klh) BR niJGRAKICUR MAÐU& XAKA
AÐSéR. þBTTA HÆTTUí. B.GA STAFZrj “
BEÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Hverjir stjórna íslandi?
Frá Steinari Pálssyni:
FYRIR nokkrrum árum geystust
menn um landið og báru fram stóra
spurningu: „Hveijir eiga ísland?“
Ekki veit ég gjörla hvernig þessu
var svarað, en mér datt í hug að
svarið hlyti að vera fuglarnir —
því að þeir voru komnir hingað á
undan Ingólfi Arnarsyni.
Nú hefur mér dottið í hug að
bera fram aðra mikilvæga spurn-
ingu: „Hverjir stjórna íslandi?"
Auðvitað liggur beint við að svara:
Alþingi og ríkisstjórn. En ef til
vill er svarið ekki svo einfalt. Jafn-
vel getur þeim sem harðastir eru
og ákveðnastir, fatast öll tök á
stjórninni þegar mest á reynir ef
allir straumar liggja í óheppilegar
áttir. Þeir sem stjórna íslandi eru
þá þeir, sem stjórna eyðslunni,
ekkert síður eyðslu einstaklinga
en ríkisins, en hún reynist vera
fullmikil. Stjórnendur þeirrar
eyðslu, sem leiðir til óhóflegrar
skuldasöfnunar, eru mennirnir sem
hafa miklu meira en þeir þarfnast.
Tekjum þjóðarinnar er ójafnt
'skipt. Það er erfitt að tala um
sparnað þegar stórir hópar fólks
hafa tíföld verkamannalaun eða
meira og fara ekki dult með að
þeir geta veitt sér það sem almenn-
ingi reynist örðugt eða ómögulegt.
„Hvað höfðingjarnir hafast að, hin-
ir meina sér leyfist það.“ Fólk
hleypir sér fremur í skuldafengið,
en að sætta sig við að geta ekki
veitt sér það sem nágrannarnir
geta auðveldlega veitt sér.
Ég held að það sé vonlaust að
kenna íslendingum að sætta sig
við einhver eymdarkjör, þegar ná-
grannana skortir ekkert. Þeir sem
stjórna landinu eru þeir sem hafa
úr of miklu að spila og kunna ekki
með fé að fara. Þeir stjórna við-
skiptahallanum og erlendu skulda-
söfnuninni. Auðvitað eru það þeir
sem stjórna íslandi. Þeir sem hafa
í höndum óeðlilega stóran hluta
þjóðarteknanna, gefa fordæmi sem
getur steypt þjóðinni í glötun. Þeir
stjórna eyðslunni. Það er að segja,
þeir stjórna landinu.
STEINAR PÁLSSON,
Hlíð,
Gnúpveijahreppi.
Breytum klukkunni til eðlilegs horfs
miðað við hnattstöðu íslands
Frá Ásgeiri Valdimarssyni:
RÉTT fyrir árið 1970 var ákveðið
af Alþingi Íslendinga að festa tíma
hér á landi þannig að við værum
ávallt á enskum vetrartíma. Þessi
tímaviðmiðun hafði áður verið höfð
sem sumartími hér eins og tíðkast
í mörgum löndum að flýta klukk-
unni á sumrin. Það er gert til að
nýta betur dagsljós fram á kvöld á
sumrin. Með því að velja sumartím-
ann sem fasta tímasetningu fyrir
allt árið er klukkan hér á landi allt-
af hálfum til einum og hálfum
klukkutíma á undan sólargangi. Að
mínu áliti hefði verið mun skynsam-
legra að festa tímasetningu hér í
því sem áður var vetrartími.
Rök mín eru þau að þá myndi
birta fyrr á morgnana og almennt
kæmi það sér vel fyrir allflesta.
Núna er miður janúar og það birtir
ekki fyrr en klukkan að verða ell-
efu. Þegar komið verður fram í
mars birtir ekki fyrr en milli átta
og níu þannig að enn ganga flest
skólabörn í myrkri í skólann. Hins
vegar dimmir þá ekki fyrr en um
áttaleytið á kvöldin og þá eru börn
flest heima eða í nánd við heimili
sín, reikna ég með. Fyrir 20-30
árum var almennt unnin eftirvinna
í útivinnu en miðað við styttingu
vinnutíma upp á síðkastið hefur
þeim örugglega fækkað sem vinna
eftirvinnu. Þörfin fyrir nýtingu
dagsbirtunnar fram á kvöld hefur
minnkað, tel ég, en betra og hag-
kvæmara væri að fá dagsbirtu fyrr
á morgnana. Barnanna vegna væri
best að þau gætu sem lengst farið
í björtu í skólann.
Fyrir utan þessi rök er afkáralegt
að sólin er í hásuðri klukkan 1:30
í Reykjavík í stað þess að vera það
klukkan tólf. Landið nær nokkurn
veginn yfir eitt tímabelti og því
munar l'A tíma í Reykjavík, 1 tíma
í Vík í Mýrdal og ‘/2 tíma í Neskaup-
stað. Þannig að tilfærsla um einn
klukkutíma myndi færa okkur inn
á rétt ról miðað við sólina. Miðja
landsins yrði nálægt því á réttum
sólartíma, Austfirðir hálftíma á eft-
ir sólinni og Vesturlandið hálftíma
á undan henni.
ÁSGEIR VALDIRMARSSON,
Eskihlíð 21,
Reykjavík.
Yíkveiji skrifar
Víkverji gluggaði á dögunum í
Hagtölur mánaðarins (janúar
1994), sem Seðlabanki íslands gef-
ur út. Þar er meðal annars fjallað
um tengsl hagvaxtar og afkomu í
ríkisbúskapum. Orðrétt:
„Halli á rekstri hins opinbera
setur hagþróun víða skorður. Þann-
ig hefur tekjuhalli hins opinbera í
OECD-löndum aukizt úr 1% af v.lf.
fvergri landsframleiðslu] að jafnaði
1989 í 4,6% í ár. Samfara þessu
hafa opinberar skuldir aukizt.
Heildarskuldir hins opinbera í
OECD-löndunum jukust að meðal-
tali úr 41% af v.lf. árið 1979 í 63%
árið 1982. Hluta hallans má rekja
til efnahagslægðarinnar á síðustu
árum. Stór hluti er þó til kominn
vegna svokallaðs kerfislægs halla,
sem ekki hverfur þrátt fyrir góð-
æri.“
Hér er staðhæft að halli hins
opinbera standi æskilegri hagþróun
fyrir þrifum, það er sporni gegn
þróun í átt til blómlegri þjóðarbú-
skapar, fleiri starfa í atvinnulífinu
og aukinnar verðmætasköpunar
(bættra lífskjara).
Ennfremur að stóri hluti ríkis-
sjóðshallans stafi af sjálfvirkri út-
gjaldaaukningu hins opinbera sem
ekki hverfi þótt góðæri tæki við af
slæmu efnahagslegu árferði.
Víkveija finnst þetta íhugunar-
efni, ekki aðeins fyrir stjórnmála-
menn, sem þó bera hina pólitísku
ábyrgð á framvindu af þessu tagi,
heldur ekki síður fyrir okkur hina,
venjulega borgara og skattgreið-
endur. Krafa okkar hlýtur að vera
sú að löggjafinn dragi enn frekar
úr opinberum útgjöldum sem hlut-
falli af þjóðartekjum, og reisi skorð-
ur við sjálfvirkri útgjaldaþenslu hins
opinbera.
xxx
Víkveiji les áfram úr Hagtölum
mánaðarins:
„Atvinnuleysi fer enn víða vax-
andi, en 34 milljónir manna eru án
atvinnu í aðildarlöndum OÉCD.
Rúmlega 8% alls vinnuafls í þessum
löndum eru án atvinnu, sem er að-
eins hærra hlutfall en var á botni
síðustu hagsveiflu árið 1983. Mest-
ur hluti aukins atvinnuleysis er í
Evrópu. Þar hafa 9 milljónir manna
bætzt á atvinnuleysisskrá á síðustu
þremur árum og var atvinnuleysið
komið upp í 11% á síðasta ári.
Ekki er búizt við að atvinnuhorfur
batni í Evrópu fyrir en á árinu 1995.
Atvinnuleysi hefur minnkað örlítið
í Bandaríkjunum; er nú tæplega
7%.“
Víkveiji hefur heyrt þær skoðan-
ir - og telur þær ekki út í hött -
að rétturinn til vinnu, rétturinn til
að nýta eigin menntun og starfs-
hæfni til þess að sjá sér og sínum
farborða sé hluti af almennum
mannréttindum. Víkveiji er einnig
þeirrar skoðunar að víðtækt at-
vinnuleysi sé í senn þjóðarböl og
persónulegt böl, sem takast verði á
við af fullri samfélagslegri einurð.
Atvinnuleysi hér á landi er að vísu
vel undir meðaltalsatvinnuleysi í
OECD-ríkjum. Það er samt sem
áður alltof mikið.
xxx
að er skylda allra áhrifaafla í
samfélaginu að leggjast á eitt
um að styrkja atvinnulífið. Ef halli
á rekstri hins opinbera spornar
gegn eðlilegri hagþróun, eins og
staðhæft er í Hagtölum mánaðar-
ins, verður að draga myndarlega
úr þessum halla. Það verður einnig
að búa íslenzkum atvinnuvegum
sambærilegt rek^trarumhverfi og
samkeppnisaðilar í umheiminum
búa við. Og síðast en ekki sízt að
efla menntun, vísindalegar rann-
sóknir og þróunarstarf í þágu at-
vinnuveganna.
Sem betur fer sjást batateikn á
framtíðarhimni. Islenzkt samfélag
er að þróast í átt til þeirra viðskipta-
hátta sem ríkja í veröldinni. Líkur
standa til þess að uppsveifla verði
í efnahagslífi umheimsins 1995 og
1996, m.a. í kjölfar GATT-samn-
inga, sem segja mun til sín í jákvæð-
um utanaðkomandi áhrifum hér á
landi. Aflatakmarkanir, innlögnin í
þorskbankann, mun segja til sín í
gjöfulli stofni að fáum árum liðnum.
Og þegar efnhagsaðstæður batna í
umheiminum opnast leiðir til að
nýta orkumöguleika okkar betur.