Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 7

Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 7 Stofnun Árna Magnússonar og Listasafn Islands •• Oryggisráðstafanir yfir- famar eftir stuld á Opinu TALSMENN Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafns íslands segjast þess fulívissir að öryggisráðstafanir í þessum stofnunum séu eins og best verður á kosið, en greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að þjófarnir sem stálu Ópi Edvards Munchs úr Ríkislistasafn- inu í Ósló á laugardagsmorgun þökkuðu fyrir lélega öryggisgæslu á korti sem þeir skildu eftir. Stuldurinn í Ösló varð báðum þessum stofnunum tilefni til að yfirfara öryggisþátt starfsemi sinnar. Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússon- ar á íslandi, segir að öryggismál hennar séu í stærstu tilliti í full- komnu lagi. Þannig sé sólarhrings- varsla í húsinu og hafí varðmenn samband við lögreglu með reglulega miilibili, og komi lögreglumenn umsvifalaust á vettvang ef mis- brestur verði á því. Helstu handrit séu jafnframt geymd í rammgerðum og eldtraustum hirslum sem ekki er hægt að komast inn í án sér- stakra lykla sem eru jafnan aðskild- ir. Ennfemur séu reyk- og hitaskynj- arar staðsettir um allt húsið. Tilhög- un örfárra þátta hafi e.t.v. ekki verið sem skyldi en af fyrrnefndu tilefni og einnig vegna brunans sem nýlega varð í Þjóðminjasafninu hafí öryggismál verið yfirfarin og hugs- anlegum smugum lokað. Jónas kveðst álíta vörslu handritanna til fyrirmyndar en hann teiji þó að stjórnvöld mættu leggja meiri rækt við öryggisþátt þeirra stofnana sem geyma menningarverðmæti hér- lendis, því aldrei sé of varlega farið vegna þeirra ómetanlegu muna sem á slíkum stofnunum er að finna. Fullkomið öryggiskerfi Stefán Halldórsson, umsjónar- maður i Listasafni íslands, segir vel að öryggismálum staðið í safninu. Hann hafi rætt við umsjónarmenn öryggiskerfisins í gær vegna ránsins á Ópinu og þeir fullvissað hann um að útilokað sé að atburðurinn í Ósló væri ieikinn eftir hér. í húsinu sé gæsla í öllum sölum á meðan opið er og þess fyrir utan séu t.d. stöð- ugt í gangi fullkomið öryggiskerfi sem byggist á viðurkenndum stöðl- um og farið sé yfir reglulega, s.s. hreyfiskynjarar sem greint gætu ef blað dytti af vegg. I safninu séu hins vegar ekki myndavélar sem eigi ekki að koma að sök. Stefán segir að aldrei hafi verið ástæða til Úr Listasafni íslands. að öryggiskerfið færi í gang, utan örfárra tilvika vegna rafmagnstruf- lana. „Miðað við það sem menn sem hafa þetta að ævistarfi segja mér, tel ég að öryggismálin séu í mjög traustum höndum," segir Stefán. Ráðið í tvær stöður á vinnumála- skrifstofu GUNNAR E. Sigurðsson hag- fræðingur hefur verið ráðinn deildarstjóri vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins frá 14. febrúar að telja. Þá hefur Frank Friðrik Friðriksson hag- fræðingur verið ráðinn í stöðu deildarsérfræðings skrifstofunn- ar frá sama tíma. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra skipaði í stöðurnar eftir að Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra vék lögum sam- kvæmt sæti vegna vanhæfi, en Gunnar E. Sigurðsson er bróðir hennar. París er borgin sem allir falla fyrir. í Parísarborg er að finna perlur lista- 57 umsækjendur voru um þessar tvær stöður á vinnumálaskrifstof- unni. Þær voru auglýstar lausar til umsóknar þann 22. desember. Þann 21. desember birtist auglýsing frá forsætisráðherra í Lögbirtingablað- inu, þar sem utanríkisráðherra er falið að fara með málið vegna van- hæfi félagsmálaráðherra, með vísan til stjórnsýslulaga. Þar sem emb- ættismenn félagsmálaráðuneytisins starfa í umboði ráðherra voru þeir einnig taldir vanhæfir í þessu máli. Utanríkisráðherra fól Benedikt Jónssyni, skrifstofustjóra almennr- ar skrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, sem fer með starfsmannahald, að vinna úr málinu og gera hlut- læga tillögu til ráðherra um ráðn- ingu á grundvelli hæfnismats og starfsreynslu. Benedikt Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir Gunnar E. Sigurðsson og Frank Friðrik Friðriksson hafi báðir haft sér- hæfða starfsreynslu og menntun umfram aðra umsækjendur. Báðir væru hagfræðingar, menntaðir á sviði vinnumarkaðsmála. Gunnar hefði starfað undanfarin ár á vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins og Frank hefði starfað á atvinnurekstrardeild skattstjóra. sögunnar á Louvre safninu, lokkandi veitingastaði í Latínuhverfinu, frægar byggingar, tískuhús, kaffihús og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Eigðu stefnumót við París eina helgi og njóttu þess að láta borgina koma þér á óvart. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða eða ferðaskrifstofuna þína. Helgarferð til Parísar kostar frá 36.730 kr. Innifalið í verði: Flug, gisting fyrir einn í 2 nætur í 2ja manna herbergi og flugvallarskattar. Lágmarksdvöl er aðfararnótt sunnudags, hámarksdvöl 4 nætur. Verð gildir til 31. mars 1994. SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300. ■ FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.