Morgunblaðið - 16.02.1994, Page 10

Morgunblaðið - 16.02.1994, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 Sjötíu og sex höfund- ar skrifa í afmælisrit DR. JÓNAS Kristjánsson, for- stöðumaður stofnunar Arna JVlagnússonar á Islandi, verður sj'ötugur 10. apríl nk. og ætla vinir Jónasar að heiðra hann með veglegu afmælisriti þann dag sem Hið íslenska bókmenntafé- lag gefur út. I ritinu sem verður eitt hið stærsta sinnar tegundar sem komið hefur út hérlendis eða um 800-900 síður í tveimur bind- um, birtast 76 frumsamdar greinar eftir jafnmarga höfunda, íslenska sem erlenda. Þeir sem heiðra vilja dr. Jónas og gerast áskrifendur að ritinu geta snúið sér til útgefanda fyrir 20. febr- úar og fengið nöfn sín skráð í „tab- ula gratulatoria" sem birt verður fremst í ritinu. Forseti ísiands hefur veitt dr. Jónasi lausn frá störfum frá 30. apríl nk., að hans eigin ósk. Dr. Jónas hefur seinustu 22 ár verið forstöðumaður stofnunar Arna Magnússonar á íslandi og prófessor við heimspekideild Háskóla íslands. Hann hefur ritað fjölda bóka og greina á sviði íslenskra fræða sem birst hafa bæði hér heima og erlend- is. Vísindafélög og stofnanir hér og ytra hafa veitt honum margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Jónas varði doktorsrit sitt, Um_ Fóst- bræðrasögu, við Háskóla íslands árið 1972 og nýlega sendi hann frá sér tvö yfirlitsrit um forna menningu Islendinga. Annars vegar er um að Dr. Jónas Kristjánsson fagnar 70 ára afmæli 10. apríl nk. ræða fornbókmenntasöguna Eddas and Sagas og hins vegar bók um elstu sögu þjóðarinnar og handrita- arfinn, Handritaspegil, sem í enskri þýðingu nefnist „Icelandic Manu- scripts". Ritnefnd Afmælisrits Jónasar Kristjánssonar skipa Guðrún Kvar- an, Gísli Sigurðsson og Sigurgeir Steingrímsson. V erkmenntaskólinn á Akureyri fnimsýn- ir söngleikinn Jósep NEMENDUR Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýna á morgun fimmtudag, söngleikinn Jósep eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Hann var upphafið að samstarfi félaganna. Að uppfærslu skól- ans vinna um sjötíu manns og hefur undirbúningur staðið yfir síðan sl. vor. Sagan er fengin úr Biblíunni. Hún er um Jakob og syni hans. Jakob hefur dálæti á Jósep, sem ræður drauma sína og annarra og gefur honum fallegan kyrtil. Bræð- urnir verða svo afbrýðisamir að þeir selja Jósep til Englands sem þræl, þar sem hann lendir í miklum hremmingum. Söguna segja þrír sögumenn, Andrea Ásgrímsdóttir, Vigdís Garðarsdóttir og Kristbjörg Hermannsdóttir. Með aðalhlutverk fer Ingólfur Freyr Guðmundsson. Leikstjóri er Sigurþór Albert Heimisson og um útsetningu tónlist- ar sá Michael Jón Clark. Í þessum söngleik sem öðrum eftir þá kump- ána Andrew og Tim er allur texti sunginn og var það Þórarinn Hjart- arson sem þýddi verkið. Tvö lög hafa nú verið hljóðrituð og þess að vænta að þau hljómi á öldum Ijós- vakans innan skamms. Frumsýning verður á morgun fimmtudag 17. febrúar kl. 20.30, önnur sýning verður 19. febrúar og þriðja sýning þann 20. febrúar. 011 Rfl 01 07A LÁRUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI L I IWv'klO/V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra athyglisverðra eigna: Á vinsælum stað á Seltjarnarnesi Nýendurbyggð 4ra herb. neðri hæð tæpir 100 fm í reisui. tvíbhúsi. Sérinng. Góður bílskúr. Skipti mögul. á stærri eign helst í borginni. Skammt frá Sundlaugunum í Laugardal Á úrvalsstað einbhús rúmir 170 fm auk bílsk. Glæsil. trjágarður. Skipti mögul. á minni eign t.d. í nágr. Glæsileg einstaklingsíbúð Nýgerð 2ja herb. íb. 56,1 fm á 1. hæð, jarðhæð, skammt frá Háskólan- um. Allar innr. og tæki ný. Sérinng., sérþvottaaðstaða. • • • Á söluskrá óskast einbhús í Laugarneshverfi eða nágrenni með 6-7 herb. Trausturkaupandi. AIMENNA FASIEIGHASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ---------------------- Til sölu einbýlishús í Setbergshverfi, Hafnarf. Fallegt einnar hæðar steinhús um 132 fm á góðum stað við Lyngberg, byggt 1988. Stofa, 3 svefnherb. og stór skáli. 52 fm vandaður tvöf. bílskúr. Stór og góð lóð. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. ----J Klarínettuleikur i _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Ljóð úr ýmsum áttum er yfir- skrift tónleika sem Guðni Franz- son hélt á Kjarvalsstöðum sl. sunnudagskvöld. Þar var flutt tón- list sem nútímalegust má teljast en á því sviði hefur Guðni haslað sér völl með frábærum árangri. Tónleikarnir hófust á tónverki eft- ir Þórólf Eiríksson og er það gert fyrir segulband og klarínett og nefnist Mar. Á segulbandinu eru sjávar- og hvalahljóð notuð sem undirleikur við fremur þýðan klarí- nettuleik. Þessi hljóðnáms-aðferð er gömul og vafasamt að hægt sé að kalla slíka upptöku á náttúru- hljóðum tónsmíð, jafnvel þó stíl- færð væru. Að þessu frádregnu var klarínetturöddin fallega sam- hljómandi en ekki rismikil. Þegar hlýtt er á ekta nútímatón- list er mjög nærri huga manna umræða um listrænt mat og mark- mið með gerð nútímatónlistar. Margar spurningar setjast að og er ýmist að svör við þeim má kalla að byggð séu á fordómum, skiln- ingsleysi eða gagnrýnislausri að- dáun. Margt í nútímatónlist er samstofna við frumstæða tóniist, þar sem háttbundið hljóðfall, stef- ræn samskipan (form) og sam- hljómum er að miklu leyti hafnað og því er hugmyndin að slík tón- list vísi fram á við nokkuð mót- sagnakennd. Þá er sú framtíð óljós sem nú- tímaleg tónlist stefnif að og allt eins gæti það hent að framtíðin beri það í sér að horft verði til fortíðar sem stendur okkur nær en frumstæð' tónlist. Þá er lítið vitað með hvaða hætti rafhljóð- færi kunni að þróast og þá jafnvel taka við af þeim hljóðfærum sem nú eru notuð og hafa mótast á rúmum 250 árum. Flest þau hljóð- færi sem notuð voru fyrir þann tíma voru lögð til hliðar, svo. að líklegt má telja að það sama geti gerst ef tekst að smíða nothæf rafhljóðfæri af margvíslegum gerðum. ' Hvað sem kann að koma upp verða þeir þættir sem þjappa má saman í vinnuaðferð og þar í mót innihald aðal átaksfletir listsköp- unar, en sá veruleiki sem hin list- ræna upplifun byggist á, fer eftir menntun og þjálfun listneytand- anna og þar gildir ekki nein ákveð- in regla, hvað svo sem hugsuðir kunna að staðhæfa. Það samræmi í stíl sem var mest áberandi á ýmsum tímabilum listasögunnar er ekki til staðar nú til dags. Öllu ægir saman og í list- rænum efnum er ríkjandi áttleysa og jafnvel kennd að nokkru ráð- leysi, svo oft stendur þar hver silki- húfan upp af annarri. Menn skipt- ast í hópa, reisa sér fílabeinsturna og gera hróp hver að öðrum. Þau verk sem Guðni Franzson lék að þessu sinni eru flest samin samkvæmt þeirri akademísku kenningu að vélvæddur nútíminn hafi breytt viðhorfum manna til hljóðheimsins og að hljóðið, sterkt og veikt, háróma og djúpraddað, hægferðugt og hratt, sé í raun nægilegur efniviður til listsköpun- ar. Þetta einkenndi flest verkin sem Guðni flutti. Bent Sörensen nefnir verk sitt „Söngva hinna rotnandi garða“ og Gabriel Iranyi byggir tónverk sitt á bænasöng gyðinga og kallar það „brot af pergamenti“. „Raðsamfella IXa“ heitir viðburðaríkt verk eftir Luc- iano Berio og eftir Arne' Mellnás var flutt skemmtilegt og vel unnið verk, sem hann nefnir „Endur- skyn“, samið fyrir segulbandsupp- töku á hreinum rafhljóðum og kiarinett. Fróðlegt var að heyra verk Grete von Zieritz, en hún er fædd í Vínarborg 1899 og verður því 95 ára á þessu ári og hefur lifað Guðni Franzson það umrót sem gengið hefur yfir evrópska listsköpun á þessari öld. Verk hennar, „Ein Mensch erinn- ert sich“, er ekki sérlega nútíma- legt en vel samið og falleg ihn- hverf íhugun. Síðasta verkið á tónleikum Guðna var „sekkjapípu- lag“ eftir William Sweeney, sem á að vera frásögn „af rómuðu alls- heijarverkfalli sem stóð í níu daga maímánaðar árið 1926“. Sekkja- pípulagið er nokkuð erfitt í flutn- ingi en ekki sérlega skemmtileg tónsmíð, reyndar heldur leiðinleg og langdregin og á ekkert skylt við þau átök sem það á að endur- segja. Guðni Franzson er frábær klarí- nettuleikari og þess njóta verkin ríkulega, verða lifandi tónleikur í. höndum hans, hvort sem um er að ræða staktónaleik, mótun blæ- brigða af ýmsum tegundum og styrkleika eða hröð tónferlis- mynstur. Hin tónræna framvinda verkanna og formskipan verður ávallt áhugaverð og túlkun hans í smáu og stóru sannfærandi. ITC-DEILDIN Fífa er með fund í kvöld kl. 20.15 á Digranesvegi 12, Kópavogi. Ræðukeppni verður á þessum fundi sem er öllum op- inn. Uppl. gefur Guðlaug Hanssen í síma 43914. HVÍTABANDSKONUR eru með fund í kvöld kl. 20 á Hallveigar- stöðum. ITC Björkin heldur fund í kvöld, 16. febrúar, í kaffiteríu ÍSÍ, Laug- ardal, kl. 20.30. Ræðukeppni. Fundurinn er öllum opinn. Upp- lýsingar gefur Hulda í síma 653484. BÓKSALA Félags kaþólskra leikmanna er opin að Hávalla- götu 14 kl. 17-18. VÍÐISTAÐASÓKN: Opið hús í dag kl. 14. Spilað bingó. ÁSKIRKJA: Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 10-12. 10-12 ára starf í safnaðar- heimilinu í dag kl. 17. Föstumessa kl. 20.30. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐASÓKN: Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13. DÓMKIRKJAN: Hádegisbænir kl. 12.10. Leikið á orgelið frá kl. 12. Léttur hádegisverður á kirkju- loftinu á eftir. Opið hús í safnaðar- heimilinu í dag kl. 13.30-16.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmu- morgunn í fyrramálið kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára TTT í dag kl. 17. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrð- arstund ki. 12 á hádegi í dag. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Ungl- ingastarf (Ten-Sing) í kvöld kl. 20. GRAFARVOGSKIRKJA: Sam- vera fyrir.eldri borgara í Grafar- vogssókn á morgun fimmtudag kl. 15. Sigurbjörg Helgadóttir organisti og Wilma Young skóla- stjóri Tónlistarskóla Grafarvogs leika saman á fiðlu og píanó. Starf eldri borgara í kirkjunni kynnt. Kaffiveitingar. KÁRSNESSÓKN: Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 9.30-12. Starf 10-12 ára barna í dag kl. 17.15-19. FELLA- og Hólakirkja: Helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30. Umsjón sr. Hreinn Hjartarson. HJALLAKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára börn í dag kl. 17-19. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegisverður í safnaðarat- hvarfinu, Suðurgötu 11, að stund- inni lokinni. HRUNAKIRKJA: Á morgun 17. febrúar kl. 21 verður fræðslu- fundur í safnaðarheimilinu þar sem Þorvaldur Kari Helgason forstm. fjölskylduþjónustu kirkj- unnar fjallar um efnið: Fjölskyld- an og hjónabandið. HJÁLPRÆÐISHERINN. Konu- kvöld verður í kvöld kl. 20.30 í Herkastalanum. Sýnikennsla í gerbakstri. Major Liv Gundersen flytur hugvekju. Söngur, veitingar og happdrætti. Opið öllum konum. HALLGRÍMSKIRKJA: Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 14.40. Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir foreldra ungra barna á morgun fimmtudag kl. 10-12. NESSÓKN. Kvenfélag Neskirkju hefur opið hús í dag kl. 13-17 í HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyrirbænir í dag kl. 18. safnaðarheimilinu. Kínversk leik- fimi, fótsnyrting og hárgreiðsla á sama tíma. Kóræfing litla kórsins LANGHOLTSKIRKJA: söngur kl. 18. Aftan- í dag kl. 16.15. BÚSTAÐASÓKN. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13.30. iNrJöjvlKKJ A: uænamessa ki. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafs- son. SILFURLÍNAN - sími 616262. SELTJARNARNESKIRKJA: Síma- og viðvikaþjónusta fyrir Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, alt- eldri borgara alla virka daga milli arisganga, fyrirbænir. Léttur há- kl. 16 og 18. degisverður í safnaðarheimili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.