Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
11
Samstarf um kennslu í
Norðurlandafræðum
Dietfried Bernet. Einar Jóhannesson.
Austurrískur stjómandi á Sinfóníutónleikum
Verk eftir Web-
er og* Schumann
AUSTURRÍKISMAÐURINN Dietfried Bernet stjórnar Sinfóníu-
hljómsveit íslands á tónleikum í rauðri áskriftarröð í Háskólabíói
á morun fimmtudaginn 17. febrúar kl. 20. Einleikari á tónleikun-
um er Einar Jóhannesson klarinettuleikari. Á efnisskrá er forleik-
ur að óperunni „Der Freischiitz" eftir Carl Maria von Weber,
Klarinettukonsert nr. 1 eftir Carl Mária von Weber og Sinfónía
nr. 1, „Vorsinfónían“, eftir Robert Schumann.
Samkvæmt prentaðri efnisskrá
átti bandaríski hljómsveitarstjór-
inn Maximiano Valdes að stjórna
þessum tónleikum en hann átti
ekki heimangengt, þannig að til
leiks var fegninn austurríski
hljómsveitarstjórinn Dietfried Ber-
net. Tæplega þrítugur þurfti Di-
etfried Bernet að leggja hljóm-
sveitarstjórn á hilluna sökum
heislubrests, en þá var hljómsveit-
arstjóraferill hans óvenju glæsileg-
ur. Hann starfaði þá við bæði
óperuhúsin í Vín auk þess að vera
tónlistarstjóri í Mainz í Þýska-
landi. Eftir að Bernet náði heilsu
á ný hefur hver stórviðburðurinn
rekið annan á ferli hans.
Einleikarinn Einar Jóhannesson
1. klarinettuleikari SÍ er tónleika-
gestum að góðu kunnur. Einar hóf
klarinettunám hjá Jóni G. Þórar-
inssyni í Miðbæjarbarnaskólanum
en síðar nam hann í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík þar sem Gunnar
Egilsson var hans lærimeistari.
Að loknu einleikaraprófi þar fór
Einar til Bretlands þar sem hann
dvaldi um árabil við nám og störf.
Einar hefur farið í tónleikaferðir
víða um heim og oft flutt verk sem
sérstaklega hafa verið samin fyrir
hann. Einar hefur hlotið margvís-
legar viðurkenningar fyrir leik
sinn. Hann er stofnfélagi nokkurra
kammerhópa þ.á m. Blásarakvint-
etts Reykjavíkur, Tríó Borealis og
Ýmis. Efnisskrá tónleikanna er
hárómantísk. Tónleikarnir hefjast
á forleiknum að þekktustu óperu
Webers, „Der Freischútz". Klari-
nettuskonsert nr. 1 samdi Weber
fyrir vin sinn Heinrich Josep Bár-
mann sem var hljóðfæraleikari í
hirðhljómsveitinni í Múnchen. Haft
er eftir Weber að eftir að hann
skrifaði þennan konsert hafi hann
engan frið fengið fyrir öðrum
hljóðfæraleikurum hljómsveitar-
innar, allir vildu þeir að hann skrif:
aði einleikskonserta fyrir þá. í
Vorsinfóníunni sækir Robert
Schumann innblástur í kvæði eftir
vin sinn Adolph Böttger. Sinfónían
er samin snemma árs 1841 sem
var óvenju kalt og snjóþungt í Rín-
arlöndum, en það var vorið í lífi
þeirra Klöru konu hans sem gerði
honum kleift að finna unaðssemdir
vorsins svo snemma það árið.
*
eftir Ulfar Bragason
Kennsla í einu Norðurlanda-
tungumáli eða fleiri fer nú fram við
meira en tvö hundruð háskóla utan
Norðurlanda. Um eitt þúsund kenn-
arar eru þar að störfum við að
kenna þessar tungur, þar af eru
hátt á annað hundrað sendikennar-
ar. Um meira en tíu ára skeið hafa
Norðurlönd starfað saman að því
að bæta kennslu í tungumálum
landanna og fræðslu um menningu
þeirra við erlenda háskóla. í upp-
hafi var um tilraunaverkefni að
ræða en árið 1988 samþykkti Nor-
ræna ráðherranefndin að nefnd sem
í sæti einn fulltrúi hvers lands skyldi
annast þetta samstarf.
Samstarfsnefnd um kennslu í
Norðurlandafræðum erlendis
Samstarfsnefnd um kennslu í
Norðurlandafræðum erlendis er
samstarfsvettvangur fyrir þær
stjórnarstofnanir í ríkjunum á Norð-
urlöndum sem fjalla um kennslu í
tungumálum, bókmenntum og sam-
félagsháttum þjóðanna í öðrum
löndum, einkum svokallaða sendi-
kennslu. Hér á landi hefur Stofnun
Sigurðar Nordals umsjón með ís-
lenskukennslu við erlenda háskóla
og forstöðumaður hennar situr í
samstarfsnefndinni. Tilgangurinn
með starfi nefndarinnar er að auka
þekkingu og áhuga á menningu
Norðurlanda hjá kennurum í
dönsku, finnsku, íslensku, norsku
og sænsku sem starfa erlendis, efla
samstarf kennaranna og styrkja
norræna samvinnu. Aðsetur sam-
starfsnefndarmnar er á Norrænu
málstöðinni í Ósló og er Anna Helga
Hannesdóttir sérfræðingur á mál-
stöðinni ritari hennar.
Nefndin fær árlega fé af föstum
fjátveitingum Norrænu ráðherra-
nefndarinnar en jafnframt hefur
ráðherranefndin veitt henni fé
aukalega til að gangast fyrir ráð-
stefnum. Á síðasta ári hafði sam-
starfsnefndin rúmar fjórar milljónir
ísl. kr. til ráðstöfunar. Nefndin veit-
ir kennurum í Norðurlandafræðum
erlendis margháttaðar upplýsingar
um Norðurlönd og norræna sam-
vinnu og sendir þeim ýmis rit endur-
gjaldslaust. Þá styrkir hún sam-
starfsverkefni sem lúta að því að
kynna löndin og kennarar í Norður-
landafræðum standa fyrir. Það geta
t.d. verið skáldavökur, tónlistar-
kynningar, kvikmyndasýningar og
fyrirlestrar og málþing um menn-
Safn Ásgríms Jónssonar
Skólasýningar 1
þrjátíu ár
ÞRJÁTÍU ár eru nú liðin frá
því að sýning ætluð skólanem-
endum sérstaklega, var fyrst
sett upp í Safni Ásgríins Jóns-
sonar við Bergstaðastræti.
Skólasýningarnar í Safni Ás-
gríms voru nýlunda á sínum
tíma og jafnframt fyrsti vísirinn
að safnkennslu sem nú er orðin
einn mikilvægasti þátturinn I
fræðslustarfi safna. Á þeim
þrjátíu árum, sem liðin eru frá
því að þetta fræðslustarf hófst
í Safni Ásgríms, hafa tugir þús-
unda barna og unglinga komið
þangað. Á sýningum þessum
hafa að jafnaði verið myndir
úr íslenskum þjóðsögum, enda
má tengja efni þeirra námsefni
skólanna.
Á skólasýningunni, sem nú hef-
ur verið opnuð eru annars vegar
myndir úr íslenskum þjóðsögum
og hins vegar myndir sem Ásgrím-
Eitt verka Ásgríms Jónssonar.
ur málaði á ferðum erlendis, þ.e.
ferðinni til Ítalíu 1908-1909 og til
Þýskalands þijátíu árum síðar. í
báðum þessum ferðum kynntist
Ásgrímur heimslistinni sem hafði
djúp áhrif á listsköpun hans. í
fyrra skiptið voru það kynni hans
af verkum impressjónistanna og í
seinna sinnið endurfundirnir við
verk hollenska málarans Vincents
van Goghs.
Sýningin er opin um helgar kl.
1.30 til 16 og stendur fram í maí.
Auk þéss er tekið þá móti skóla-
hópum og er kennurum bent á að
hafa samband við safnkennara
Listasafns íslands.
(Fréttatilkynning)
ingu Norðurlanda. Nefndin styrkir
um það bú tíu slík samstarfsverk-
efni á ári. Á síðasta ári veitti nefnd-
in meðal annars styrki til norrænn-
ar bókmenntakynningar í Porto í
Portúgal og menningarhátíða í
Normandí á Frakklandi og Greifs-
wald í Þýskalandi.
Samstarfsnefndin heldur einnig
ráðstefnur fyrir kennara erlendis
um kennslu í Norðurlandamálum,
bókmenntum, sögu og samfélags-
fræðum. Að jafnaði gengst nefndin
fyrir einu slíku þingi árlega. Árið
1992 hélt hún ráðstefnu í Lyon í
Frakklandi fyrir kennara í hinum
rómönsku löndum Evrópu. í nóvem-
ber sl. stóð nefndin fyrir þingi í
Prag fyrir kennara í Tékklandi,
Slóvakíu, Ungveijalandi, Slóveníu,
Króatíu, Rúmeníu og Búlgaríu og
dagana 2. til 4. júní nk. mun nefnd-
in halda kennaraþing í Bonn fyrir
Þýskaland, Austurríki, Sviss, Hol-
land og Belgíu. Búist er við að ráð-
stefnan í Bonn verði ein sú fjöl-
mennasta sem nefndin hefur geng-
ist fyrir þar sem Norðurlandafræði
eru kennd við fjöluiarga háskóla í
þessum löndum og áhugi á að nema
Norðurlandamál og kynnast nor-
rænni menningu er hvergi meiri. Á
ráðstefnunni verður m.a. fjallað um
stöðu Norðurlanda gagnvart öðrum
ríkjum í Evrópu, Evrópusambandið
og áhrif þess á Norðurlandatungur,
þjóðernisstefnu og minnihlutahópa
á Norðurlöndum, samtímabók-
menntir, þýðingafræði og þýðingar
Norðurlandabókmennta á þýsku og
flæmsku.
Starfsemi samstarfsnefndarinn-
ar hefur veitt okkur íslendingum
tækifæri til að koma sjónarmiðum
okkar, máli og menningu á fram-
færi við mun fleiri en þá sem stunda
kennslu í íslensku erlendis. Á ráð-
stefnunni í Lyon fyrir rúmu ári flutti
Guðmundur Magnússon fyrirlestur
um efnahagsmál á Norðurlöndum
og Edda Erlendsdóttir lék á píanó
fyrir gesti, m.a. íslenska tónlist. Þá
hélt Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður erindi um konur og stjórn-
mál á þinginu í Prag. Einnig hefur
þess verið gætt að aðrir fyrirlesarar
fjalli um ísland og íslenska menn-
ingu í máli sínu rétt eins og mál
og menningu annars staðar á Norð-
urlöndum. Samstarfsnefndin hefur
líka stutt samstarfsverkefni, sem
íslenskir sendikennara hafa staðið
að og þeir hafa setið ráðstefnur sem
hún hefur haldið. Starf nefndarinn-
ar hefur þess vegna orðið til efling-
ar kennslu í íslensku erlendis.
Efling samstarfsnefndarinnar
Á undanförnum árum hefur
Samstarfsnefndin um kennslu í
Norðurlandafræðum erlendis ein-
beitt sér að þvi að efla kennslu í
Norðurlandamálum í Evrópu, bæði
með styrkveitingum og ráðstefnum.
Enda hefur nefndin viljað stuðla að
því að kennsla í Norðurlandamálum
og þekking á norrænu samstarfi
aukist í kjölfar þeirra stjórnarfars-
legu breytinga_ sem hafa átt sér
stað í álfunni. Áhugi Norrænu ráð-
herranefndarinnar beinist nú að því
að efla starf samstarfsnefndarinnar
og gera henni kleift með hærri fjár-
veitingum að sinna frekar en gert
hefur verið kennslu í Norðurlanda-
fræðum í Bandaríkjunum og
Kanada og jafnvel teygja starfsem-
ina til Japan og Kína.
Samstarfsnefndin hefur þegar
aflað sér gagna um kennslu og
rannsóknir í Norðurlandafræðum í
Vesturheimi. Stendur kennsla
vestra á þessu sviði víða í blóma
og merkar rannsóknir á norrænum
málum, bókmenntum og samfélags-
háttum hafa verið gerðar þar.
Nefndin hefur einnig sent fulltrúa
sína á kennaraþing í Bandaríkjun-
um til að flytja þar fyrirlestra um
stöðu norrænna mála og kennslu í
Norðurlandamálum fyrir útlend-
Úlfar Bragason
„íslendingum er mikill
akkur í að hlúð sé að
Norðurlandafræðum í
Yesturheimi.“
Þótt íslenskt nútímamál sé ekki
að staðaldri kennt annars staðar í
Norður-Ameríku en við Manitoba-
háskólann í Winnipeg leggja stúd-
entar stund á fornmálið og íslensk-
ar miðaldabókmenntir við marga
háskóla í Bandaríkjunum og
Kanada. Háskólabókasöfnin í
Winnipeg og í íþöku, New York
ríki, eru máttarstólpar íslenskra
fræða vestra. íslendingum er mikili
akkur í að hlúð sé að Norðurlanda-
fræðum í Vesturheimi. Þess vegna
ber að fagna því ef Norræna ráð-
herranefndin vill gera samstarfs-
nefndinni kleift með fjárframlögum
að auka starf sitt vestra til að efla
kennslu í Norðurlandafræðum þar
í samstarfi við heimamenn og sýna
í verki gildi norrænnar samvinnu.
íslenska er kennd við Tokaihá-
skóla í Japan og íslenskt fornmál,
bókmenntir og miðaldasaga eru
stunduð við nokkra skóla. Þá er
starfandi félag íslenskra fræða þar
í landi og vináttufélag íslands og
Japan. Er mikill áhugi á að auka
menningarsamvinnu landanna.
Hins vegar er ekki vitað að íslenska
sé kennd í Kínaþótt við íslendingar
stöndum í menningar- og vináttu-
sambandi við Kínverja. Menning-
arsamskipti annarra norrænna ríkja
við Japan og Kína munu ekki vera
hlutfallslega meiri. Engu síður væri
það þarft verkefni fyrir nefndina
að kynna Norðurlandafræði í báð-
um þessum löndum, ekki síst með
fyrirlestrum um menningararf
Norðurlanda, samfélagshætti í
löndunum og margþætt satnstarf
þeirra á sviðum félags- og menning-
armála.
Samvinna ríkjanna á Norður-
löndum er einstök. Enga þarf að
undra að hagsmunir þeirra fari
ekki alltaf saman. En þrátt fyrir
það er samstarf þeirra svo marg-
háttað, samhugurinn svo mikill, að
aðrar þjóðir líta á friðsamlega sam-
búð ríkjanna fnnm sem fyrirmynd
og-þykir það jafnvei sæta tíðindum
að margar þjóðir byggja þessi lönd.
Samstarfsnefndin um kennslu í
Norðurlandafræðum erlendis er að-
eins lítill angi af norrænni sam-
vinnu. En starfsemi hennar til efl-
ingar kennslu í Norðurlandamálum
og fræðslu um Norðurlönd er mikil-
vægt, ekki síst nú á tímum alþjóð-
legrar fjölmiðlunar og þjóðabanda-
laga þegar menning fámennra
þjóða á í vök að veijast.
Höfundur er forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals.