Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 \- 4 TVÖFALT LAUNAKERFI eftir Valtý Sigurðsson Að tilstuðlan Sighvats Björg- vinssonar viðskiptaráðherra kann- aði Ríkisendurskoðun á dögunum launakjör nokkurra æðstu stjórn- enda í ríkisbankakerfinu. Það sem birt hefur verið úr skýrslu þessari er á ýmsan hátt athyglisvert og vekur spurningar. Þar kemur m.a. fram að landsbankastjórar miða grunnlaun sín við laun hæstarétt- ardómara en um launakjör þeirra síðarnefndu hefur nýlega staðið mikill styrr. Því er fróðlegt að bera saman launakjör þessara að- ila, svo og launakjör héraðsdóm- ara, við launakjör stjórnenda ríkis- bankanna. Laun hæstaréttardómara nema nú kr. 358.056,- á mánuði. (Grunnlaun kr. 252.786, yfirvinna 37 klst. kr. 97.132, bílastyrkur kr. 8.138.) Upplýsingar skortir um það hvemig laun stjómenda bankanna sundurliðast, m.a. með tilliti til yfirvinnu. Ljóst er hins vegar að þeir fá aukalega greitt fyrir setu á fundum bankaráðs, stjórnarstörf í dótturfyrirtækjum, auk risnu og fl. Þegar allt er talið nema meðal- laun bankastjóra Landsbankans tæpum 700 þúsundum á mánuði og aðstoðarbankastjórar fengu að meðaltali um 550 þúsund á mán- uði. Af þessum samanburði sést að bankastjórarnir era búnir að vinna fyrir launum hæstaréttar- dómaranna á hádegi dag hvern. Þessi samanburður hlýtur að vera uinhugsunarverður. í leiðara Morgunblaðsins 16. janúar sl., þar sem fjallað er um þessi mál, segir m.a: „Hitt er ekk- ert álitamál, að þau (laun stjórn- enda bankanna) þurfa að vera nægilega góð til þess að fjárhags- legt sjálfstæði þeirra einstaklinga, sem hlut eiga að máli, sé tryggt. Og jafnframt að þeir eiga þess ekki kost að afla sér tekna með vinnu annars staðar. Þess vegna er ekkert óeðlilegt, að æðstu stjórnendur bankakerfisins búi við launakjör, sem em með þeim beztu, sem þekkjast í landinu.“ Ekki minnist ég þess að ritstjór- ar Morgunblaðsins hafi tekið svona til orða í umfjöllun um launakjör dómara þótt þess væri vissulega þörf og ætti vel við. Þó efast ég ekki um vilja þeirra til þess að í landinu sé sjálfstætt og óháð dómsvald sem menn geti treyst fyrir hagsmunum sínum í einu og öllu. Nauðsyn á fjárhagslegu sjálf- stæði stjórnenda banka skal síst dregin í efa. Hins vegar voru dæmi þess í umræddri skýrslu að bankastjóri fengi greidd laun frá allt að sjö aðilum. Einhver hætta á hagsmunaárekstri hlýtur að vera í slíkum tilvikum. Þegar til viðbót- ar kemur að ekki tekst að fækka bankastjórum vegna þess að slíkt muni raska valdajafnvægi stjórn- málaflokkanna verður ekki mikið eftir af sýnilegu sjálfstæði bank- anna. Tilgangur alþjóðlegra krafna um sjálfstæði dómara er m.a. sá, að almenningur viti það að hann geti náð rétti sínum fyrir dómstól- um, óháð því hver gagnaðilinn sé. í því skyni eru ýmis störf talin ósamrýmanleg dómarastarfinu. Má þar nefna setu á löggjafar- þingi, almenna stjómsýslu, stjórn- arstörf eða rekstur fyrirtækja, málflutningsstörf, ritun lögfræði- legra álitsgerða o. fl. Eins og sjá má af þessu búa dómarar við vera- lega skerta möguleika til að afla aukatekna. Er hér sýnilegur mun- ur á miðað við aðrar stéttir. Héraðsdómari yið Héraðsdóm Reykjavíkur hefur í mánaðarlaun kr. 260.240,-. (Grannlaun kr. 192.511,-, yfírvinna 32 klst. kr. 63.975, fæðispeninga kr. 3.293,- og símakostnað kr. 461,-). Ef laun dómara, þ.e. bæði hæstaréttar- og héraðsdómara, eiga að nægja til að tryggja fjár- hagslegt sjálfstæði þeirra ættu sambærileg laun einnig að gera það hjá stjórnendum bankanna. Þá getur krafa um fjárhagslegt sjálfstæði aðstoðarbankastjóra varla verið svo rík að þeir þurfí helmingi hærri meðallaun en dóm- arar við Héraðsdóm Reykjavíkur og hærri laun en hæstaréttardóm- arar. Laun dómarastéttarinnar ættu að vera mönnum áhyggjuefni þar sem þau tryggja einfaldlega ekki nægjanlegt fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Því er hætta á að dómar- ar reyni að afla aukatekna umfram það sem æskilegt væri. Þá tryggja þau heldur ekki að til dómstarfa fáist hæfustu einstaklingar hveiju sinni. Þetta mun í náinni framtíð leiða til veikara dómsvalds. Sighvatur Björgvinsson sagði í Morgunblaðinu við kynningu um- ræddrar skýrslu að hún sýndi og sannaði svo ekki væri um villst að við byggjum við ónýtt launa- kerfi. Fælist tvískinnungur þess ekki síst í þeirri staðreynd að breitt bil væri milli grunnlauna og raun- veralegra launa. Undir þessi orð skal tekið hér. Þann 12. júlí 1992 ákvarðaði Kjardómur innbyrðis hlutföll launa æðstu embættismanna ríkisins. Þessi röðun er óbreytt þrátt fyrir að nú séu þessum aðilum ákvörðuð laun ýmist af Kjaradómi eða kjara- nefnd. Báðir þessir úrskurðaraðil- ar eiga skv. lögum, sem um þá gilda, að ákvarða aðilum, sem undir þá heyra, laun fyrir dag- vinnu, auk greiðslu fyrir aðra vinnu sem viðkomandi starfi teng- ist. En skoðum hvernig launakjör þessara aðila era síðan í raun. Tökum dæmi um launakjör sýslu- manna sem heyra undir kjara- nefnd. Grannlaun þeirra eru á bil- inu kr. 173.949,- til kr. 199.159,-. Fyrir um tveimur áram ákvað fjármálaráðherra að greiða sýslu- mönnum sérstaklega fyrir inn- heimtu opinberra gjalda. Sam- kvæmt því skiptast embættin upp í 4 flokka eftir stærð þeirra og árangur í innheimtunni yfirfærður í yfirvinnustundir. Samkvæmt þessu kerfi er algeng yfirvinna sýslumanna árið 1993 á bilinu 80 til 100 klst. á mánuði. Engin áhöld eru um að þau inn- heimtustörf sem greitt er fyrir með þessum hætti era hluti starfs- skyldna sýslumanna og það er kjaranefndar að ákvarða hvort Valtýr Sigurðsson „Með þessu fijálsa launakerfi við hlið hins lögbundna raskast svo mjög innbyrðis sam- ræmi í launum þeirra sem undir Kjaradóm og kjaranefnd heyra að launaákvörðunin telst hrein markleysa.“ fyrir þau störf skuli greidd yfir- vinna eða hvort hennar sé þörf. Orð mín má ekki skilja á þann veg að ég telji sýslumenn ofhaldna af launum sínum, því fer fjarri. Þetta dæmi á aðeins að sýna tvö- feldnina í kerfinu og þetta er síður en svo eina tilvikið. Með þessu frjálsa launakerfi við hlið hins lög- bundna raskast svo mjög innbyrð- is samræmi í launum þeirra sem undir Kjaradóm og kjaranefnd heyra að launaákvörðunin telst hrein markleysa. Þannig er dóm- stjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur mun launalægri í raun en t.d. sýslumaðurinn á Akranesi (sem hafði að meðaltali um 80 klst. yfirvinna á mánuði 1993) þrátt fyrir að Kjaradómur hafi að sjálf- sögðu ákveðið aðra launaröðun. I raun nær dómstjórinn ekki meðal- launum sýslumanna árið 1993 en í Héraðsdómi Reykjavíkur starfar 21 héraðsdómari, 5 dómarafulltrú- ar og 19 aðrir starfsmenn eða samtals 45. Þetta hlýtur að teljast óeðlilegt. Að öðru jöfnu er e.t.v. ekki ástæða til þess að fetta fingur út í það að fjármálaráðherra greiði stafsmönnum sínum hærri laun en lögákveðnar nefndir ákvarða. Það hlýtur hins vegar að vera veruleg spurning um lögmæti þeirra ákvarðana svo mjög sem það raskar innbyrðis samræmi þeirra kjara sem hinn lögákveðni aðili hefur ákvarðað auk þess sem með þessari aðferð er ekki gætt jafnræðis með þeim sem hlut eiga að máli. Af þessum ástæðum hafa komið fram hugmyndir í stjórn Dómarafélags íslands um að leita álits Umboðsmanns Alþingis á því hvort ekki sé um svo stórfellda mismunun að ræða að brotið sé á stórum hópum aðila sem taka laun eftir hinu lögbundna kerfí. Fyrir skömmu spurði ég norsk- an starfsbróður minn um niðurröð- un launa opinberra starfsmanna þar í landi. Hann dró þá upp vasa- bók og spurði hvaða upplýsinga ég óskaði. Voru þar raunlaun allra þessara starfsmanna tilgreind. Þá upplýsti hann mig einnig um það að hæstaréttardómarar þar í landi væru launahærri en bankastjórar ríkisbankanna. Ekki væri úr vegi að líta til nágrannaþjóða okkar um uppbyggingu launakerfisins enda æskilegt þegar til framtíðar er litið, að niðurröðun starfsgreina sé áþekk þrátt fyrir að laun í krón- um talin séu ekki sambærileg. Hvað sem því líður þá er nauð- synlegt að Alþingi fylgi því þegar eftir að lög um Kjaradóm og kjara- nefnd verði virt. Enn sem komið er virka störf þessara aðila ekki sannfærandi. Þá er tími til kominn að launamálum æðstu embættis- manna ríkisins verði skipað með þeim hætti að þau þoli dagsljósið. Því fer víðs fjarri að svo sé í dag. Höfundur er héraðsdómari við Hérsiðsdóm Rcykjavíkur og formaður Dómarafélags íslands. FRAMTÍÐ KV OTAKERFIS eftir Runólf Ágústsson Að undanförnu hefur mikil umræða átt sér stað um kvóta- kerfi í sjávarútvegi. Gagnrýni á núverandi kerfi hefur annars veg- ar beinst að þeim hagfræðilegu og siðferðilegu rökum sem rétt- læta veiðileyfagjald og hins vegar að svokölluðu braski með kvóta. Þótt með þessum hætti hafi verið bent á galla kvótakerfisins, hefur andstæðingum þess mistek- ist að benda á aðra raunhæfa leið til fiskveiðistjórnunar. Svo virðist því sem kvótakerfið sé komið til að vera, en að nauðsynlegt sé að breyta því með tilliti til framko- minnar gagpirýni. Veiðileyfagjald Frá fomu fari_ hefur réttur til fiskveiða í sjó við ísland verið sa'm- eiginlegur réttur almennings hér- lendis. Ákvæði í þá veru var að finna bæði í Grágás og Jónsbók. Þannig áttu allir óheftan og fijáls- an rétt til að nýta þá náttúraauð- lind sem sjórinn er. Áfskipti ríkisins af fiskveiðum í sjó hófust fyrst seint á 18. öld og hafa farið vax- andi síðan. Fram til ársins 1976 var þó einungis um almennar tak- markanir að ræða en árið 1984 má segja að almannaréttur til veiða hafi endanlega verið afnuminn hér- lendis með upptöku kvótakerfísins. „Af hverju er sveitarfé- lögum, verkalýðsfélög- um, lífeyrissjóðum, sjó- mönnum, fiskvinnslu- fólki eða öðrum sem áhuga og/eða hags- muni hafa af kvótaeign meinað að eignast kvóta og ráðstafa hon- um að vild með því að veiða hann, leigja eða gefa?“ í dag era veiðar í atvinnuskyni á íslandsmiðum háðar leyfi og þeim skipum sem hafa leyfi hefur verið úthlutað ákveðinni aflahlut- deild, prósentutölu í leyfílegum heildarafla þjóðarinnar hveiju sinni. Þannig hefur handhöfum kvóta samhliða afnámi almanna- réttar verið úthlutað tiltekinni hlutdeild í einkarétti til veiða. Um varanleika úthlutaðs kvóta má hins vegar deila með vísan til 1. gr. laga um stjórnun fiskveiða. Verðmæti kvótans felst þannig ekki í þeim atvinnuréttindum sem útgerðarmenn hafa nýtt og úthlut- un aflahlutdeildar byggði á, heldur" í afnámi þess aldagamla réttar almennings að geta veitt fisk í sjó sér til lífsviðurværis. Utilokunin myndar verðmæti kvótans og þannig fór við upptöku kvótakerf- isins saman myndun verðmæts einkaréttar og skerðing almanna- réttar. Því er fullkomlega eðlilegt að hið opinbera leggi aukin gjöld á úthlutuð veiðiréttindi. Með greiðslu veiði- eða aflagjalda væra útgerðarmenn þannig í raun að- eins að bæta almenningi þá skerð- ingu sem nýfengin réttindi þeirra hafa valdið á almannarétti. Viðskipti með kvóta Frá því að kvótum var úthlutað hafa útgerðarmenn keypt og selt slík réttindi fyrir milljarða króna. Á það hefur verið bent að svo virð- ist vera sem nokkur stórfyrirtæki séu að ná til sín verulegum hluta heildarkvóta þjóðarinnar. Þannig hafa þau bætt sér skerðingu lið- inna ára með aukinni hlutdeild þótt afli þeirra í tonnum (afla- mark) hafí e.t.v. ekki aukist. Beri núverandi fískveiðistefnan árangur með auknum heildarafla þannig að eðlilegt ástand skapist á ný og veiði komist í sama horf og áður, munu þessi stórfyrirtæki raka saman ævintýralegum gróða í skjóli einkaréttar. Áður hafa menn séð hveiju einkaréttur á þjónustu við herinn á Miðnesheiði skilar rétthöfum, skyldmennum þeirra og afkomenda. Sá einka- Runólfur Ágústsson réttur mun í framtíðinni þykja harla lítils virði samanborið við einkarétt til nýtingar á þjóðarauð- lind landsins. Það má þó ekki skilja þessi orð þannig að þessi þróun sé endilega neikvæð. Hagræðing í sjávarút- vegi með samruna kvóta og fækk- un skipa er þvert á móti jákvæð, upp að vissu marki a.m.k. Hins vegar má spyija hvort ekki sé þörf á lagareglum um hámarksk- vótaeign einstakra aðila. í öllu falli er ljóst að úthlutun framseljanlegra kvóta var for- senda þeirrar stórfelldu hagræð- ingar sem nú á sér stað í sjávarút- vegi. Umrædd skerðing almanna- réttar færir því ekki eingöngu ein- stökum útgerðarmönnum verð- mæti, heldur er hún einnig for- .senda aukins hagnaðar af atvinnu- greininni í framtíðinni. Hagræð- ingin er þannig í sjálfu sér rök fyrir veiðileyfagjaldi. Frjálst framsal kvóta Þróunin virðist vera sú hjá þeim þjóðum sem tekið hafa upp kvóta- kerfi að upphaflega er úthlutað takmörkuðum kvótum til tiltekins tíma og eru þeir þá bundnir upp- ranalegum rétthöfum. Síðan era heimildir þessar gerðar fram- seljanlegar og fá ótímabundið gildi. Þegar svo er komið, lúta kvótar svipuðum lögmálum og aðrir fjárfestingarmöguleikar og teljast eign handhafa. Hérlendis er kvóti enn bundin við skip og útgerðarmenn, ásamt því að vafí er eum eignaréttarlega stöðu hans. Tillögur liggja þó fyr- ir um að fískvinnsluhús geti á sama hátt eignast kvóta. En af hveiju á að binda afnotarétt þjóða- rauðlindarinnar við einstaka at- vinnurekendur? Af hveiju er sveit- arfélögum, verkalýðsfélögum, líf- eyrissjóðum, sjómönnum, físk- vinnslufólki eða öðram sem áhuga og/eða hagsmuni hafa af kvóta- eign meinað að eignast kvóta og ráðstafa honum að vild með því að veiða hann, leigja eða gefa? Höfundur erlektor í lögfræði við Samvinnuháskólann á Bifröst og fulltrúi sýslumnnns í Borgarnesi. Í f » I I * I p I I I I p I I h

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.