Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
Björk glaðbeitt á blaðamannafundi eftir
verðlaunaafhendinguna.
Ljósmyndir/All Action Photos
Björk kemur á svið til að taka við verðlaunum sem besta alþjóðlega söngkonan. Elton John tekur á móti henni, en til hliðar við
hann er klæðskiptingurinn RuPaul og þá franski hönnuðurinn Jean Paul Gaultier.
Velti ekki fyrir mér verð-
launum eða milljónasölu
- sagði Björk eftir að hafa tekið við Brit-verðlaunum
Aini Matthíasson, fréttamaður Morgunblaðsins, skrifar frá Lundúnum.
ÞAÐ HEFUR varla farið fram hjá neinum að Björk Guðmundsdótt-
ir tók við tvennum Brit-verðlaunum í mikilli skrautsýningu í Lundún-
um á mánudag. Þar fékk Björk verðlaun sem besta alþjóðlega söng-
konan og sem besti alþjóðlegi nýherjinn, en samtök breska tónlistar-
iðnaðarins veita verðlaunin. I þeim slag hafði Björk betur í glí-
munni við m.a. Janet Jackson, Mariah Carey og Tinu Turner meðal
annarra, sem sýnir vel hver staða hennar er í breskum tónlistarheimi.
Verðlaunaafhendingin fór fram í
Alexandra-höllinni í Lundúnum,
sem er gríðarlega mikið glerhýsi,
einskonar gróðurhús án jurta, svo
stórt að inni í því mátti koma fyrir
3.000 matargestum, aukinheldur
sem í þriðjungi salarins, tjaldað af
frá gestunum, var lítið tívolí, með
parísarhjóli, hringekju og spákonu
og lítið spilavíti var í einu horninu.
Alexandra-höllin stendur á hæð í
miðjum gríðarstórum garði upplýst
af dansandi ljóskeilum og við inn-
ganginn var mikil þvaga af ungl-
ingsstúlkum og -piitum, sem biðu
í ofvæni eftir að fá að bera ein-
hvert poppgoðanna augum þrátt
fyrir napurt veður og snjókomu.
Tjaldað var yfir tröppurnar að höll-
inni til að ekki myndi væsa um hina
glæstu gesti sem streymdu að í
gríðarlöngum glæsikerrum.
fiflyson made
me a winner
Bresk Grammy-verðlaunun
Brit-verðlaunin eru eins og áður
sagði verðlaun sem samtök breska
tónlistariðnaðarins veita og er ætlað
að vera einskonar bresk útgáfa á
Grammy-verðlaununum banda-
rísku. Þetta var í þrettánda sinn
sem verðlaunin voru veitt, en fram-
an af áttu þau erfitt uppdráttar,
ekki síst meðal tónlistarfólks sem
fannst lítið til þeirra koma, enda
þóttu þau ekki taka mið af því sem
helst var á seyði í tónlistarheimin-
um. Fyrir nokkrum árum var ákveð-
ið að reka slyðruorðið af verðlaun-
unum og þau endurskipulögð. Liður
í því var að kalla fleiri til að taka
þátt í útnefningum og kosningunni
sjálfri og þegar tilkynnt var að
Björk hefði verið tilnefnd til tvénnra
verðlauna mátti víða lesa að það
væri sönnun þess að vel hefði til
tekist, því fáir ef nokkrir tónlistar-
menn hafa verið eins í sviðsljósinu
í Bretlandi síðasta misserið og not-
ið eins mikillar velvildar, eins og
heyra mátti á gríðarlegum fagnað-
arlátum þegar tilkynnt var um síð-
ari verðlaunin og þau veigameiri.
Glímt við stórstirni
Derek Birkett, útgefandi Bjarkar
og umboðsmaður, lék á als oddi
fyrir verðlaunaafhendinguna og
sagði hveijum sem heyra vildi að
hún fengi tvenn verðlaun. Þó það
hafi verið almennt mat manna að
hún væri nánast örugg með að fá
verðlaunin sem besti alþjóðlegi ný-
liðinn áttu fáir von á 'að hún hlyti
verðlaun sem besta alþjóðlega söng-
konan, því hún átti þar í höggi við
nokkur helstu stórstirni rokksög-
unnar. Eftir á að hyggja ætti mönn-
um þó ekki að hafa komið þetta svo
mjög á óvart, því þegar hafa selst
vel yfir 500.000 eintök af plötu
Bjarkar í Bretlandi, töluvert meira
en til að mynda af síðustu plötu
Janet Jackson og álíka mikið og
síðasta plata írsku rokksveitarinnar
U2, sem er líklega vinsælasta rokk-
hljómsveit heims um þessar mundir.
Björk sjálf, sem stakk nokkuð í
stúf við glysídæddar stjörnurnar í.
rauðum kjól með peysu um sig
miðja, var greinilega taugaóstyrk,
þar sem hún sat við borð úti í sal
með móður sinni Hildi, Dominic
sambýlismanni sínum og Derek Bir-
kett, en einnig var við borðið söng-
konan tíreska PJ Harvey, sem Björk
hugðist syngja með síðar um kvöld-
ið. Þess má geta að David Bowie
hafði samband við Björk nokkru
fyrir Brit-hátíðina og óskaði eftir
því að fá að syngja þar með henni,
en hún hafnaði því. Við næsta borð
sátu síðan meðal annarra Jakób
Magnússon menningarfulltrúi í
Lundúnum og Ragnhildur Gísla-
dóttir söngkona.
Brit-hátíðin hefur þann ann-
marka að vera samtímis upptaka á
sjónvarpsþætti, sem þýðir að skipu-
lag var skrykkjótt á stundum og
ekki auðvelt að sitja undir mis-
heppnuðum fimmaurabröndurum
kynnanna, sem þurftu að hlaupa í
skarðið óforvarandis og fengu líka
Björk og PJ Harvey syngja I Can’t Get No Satisfaction.
það hlutverk að hita upp sal af fólki,
sem var upptekið af því að sýna
sig og sjá aðra. Eftir að sýningin
sjálf byijaði og Elton John og klæð-
skiptingurinn risavaxni RuPaul
komu á svið gekk allt mun betur
og inn á milli tilkynninganna var
svo skotið tónlistaratriðum, meðal
annars með Pet Shop Boys, Van
Morrison, Take That, Björk og PJ
Harvey.
Tónlistin skiptir höfuðmáli
Eftir verðlaunafhendinguna vildi
Björk ekki gera of mikið úr verð-
laununum og sagði að þau skiptu
hana engu máli sem listamann, þó
vitanlega hefðu þau viðskiptalega
þýðingu. „Þegar ég var að semja
lög á þessa plötu velti ég ekkert
fyrir mér hvort hún ætti eftir að
seljast í milijónaupplagi eða hvort
hún ætti eftir að vinna til verð-
launa. Það eina sem skiptir máli
er að ég sé að gera það sem mig
langar. Ég hef áður kynnst því að
ég hafi verið að gera eitthvað sem
ég hef trúað á og lagt mig alla í
og engum öðrum fundist nokkuð
til þess koma, þannig að ég átti
ekki von á neinu sérstöku núna,
kannski að ég næði að selja fyrir
kostnaði,“ segir Björk og bætti því
við að hún hafi alltaf kunnað því
illa að vera metin sem íþróttamað-
ur. Plata hennar situr nú í níunda
sæti breska breiðskífulistans, en
kunnugir segja að Brit-verðlaunin
verði enn til að auka hróður Bjark-
ar í Bretlandi og spá því að platan
eigi eftir að fara stökk upp á við á
listanum.
Lítið fé lagt í kynningu
Derek Birkett tók undir það að
þetta ætti eftir að lyfta plötunni
upp á við, en hann sagði að lítið
fé hefði verið lagt í kynningu á plöt-
unni fram að þessu, í það minnsta
sé miðað við hvað lagt sé í að koma
hljómsveit á framfæri og auglýsa
upp plötur. Hann segir að vinsældir
Bjarkar stafi mikið til af því að
fólk finni það að hún sé einlæg í
sinni listsköpun og svo að hún sé
að skapa eitthvað alveg nýtt sem
allir geti hrifist af. Derek bætti því
við að fleiri verðlaun ættu eftir að
bætast í safn Bjarkar, því hún
myndi hljóta fern MPI-tónlistar-
verðlaun, sem veitt verða á næst-
unni, auk þess sem hann sagði að
hún myndi vinna til bandarískra
Grammy-verðlauna, en myndband
með henni fékk tilnefningu sem
besta myndbandið, Grammy-verð-
launin, sem afhent verða í næsta
mánuði, eru jafnan talin með helstu
verðlaunum tónlistarheimsins.
Stúlknauppreist
Eins og áður segir fékk Björk
PJ Harvey til að syngja með sér á
Brit-hátíðinni, en PJ Harvey héfur
vakið töluverða athygli í bresku
tónlistarlífi undanfarin tvö ár fyrir
einlæga og hamslausa túlkun og
kröftugar tónsmíðar, þó ekki hafi
hún notið almennra vinsælda. Áður
en þær áttu að stíga á svið fór
Björk og skipti um kjól, þannig að
þær voru báðar dökkklæddar á svið-
inu þegar þær fluttu nýstárlega
útsetningu á lagi Rolling Stones I
Can’t Get No Satisfaction. Á sjö-
unda áratugnum var það lag eins-
konar uppreistaryfirlýsing ungl-
ingspilta um allan heim og því við-
eigandi að þessar tvær söngkonur
sem eru í framlínu dægurtónlistar
dagsins í dag sveigi það eftir sínu
höfði.