Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Hallarekstur RÚV
Ríkisútvarpið var rekið með
rúmlega 70 milljóna króna
halla á síðasta ári skv. upplýsing-
um, sem fram komu í Morgunblað-
inu í gær og hafðar voru eftir
Herði Vilhjálmssyni, Fjármála-
stjóra stofnunarinnar. Þar kom
v einnig fram, að þetta rekstrartap
* væri í meginatriðum í samræmi
við rekstraráætlanir og þann halla,
-sem samþykktur hefði verið á fjár-
lögum og sem hefði numið afskrift-
um.
Samkeppnih á fjölmiðlamark-
aðnum er mjög hörð, ekki sízt á
samdráttartímum, þegar áuglýs-
ingamarkaðurinn dregst saman.
Sú var tíðin, að Ríkisútvarpið var
eini ljósvakamiðillinn en svo er
ekki lengur. Nú er rekin hér önnur
sjónvarpsstöð og nokkrar útvarps-
stöðvar. Þar að auki er RÚV að
sjálfsögðu í samkeppni við þau
dagblöð, sem hér eru gefin út.
v Hallarekstur á RÚV í skjóli þess,
‘að ríkið á og rekur stofnunina,
slcápar öðrum fjölmiðlum óviðun-
andi samkeppnisstöðu. Þessi halla-
rekstur þýðir, að stofnunin hefur
t.d. í rekstri tveggja fréttastofa og
dagskrárgerð eytt meiri peningum
en hún hefur haft-ráð á eða lagt út
í önnur útgjöld, sem peningar hafa
ekki verið til fyrir. Á sama tíma
og fjölmiðlar í einkaeign verða að
haga rekstri sínum á þann veg,
að endar nái saman, er bersýni-
legt, að stjómendur RÚV treysta
á það, að þeir geti rekið stofnunina
með tapi vegna þess, hver eigand-
inn er.
Um nokkurt skeið hafa verið
uppi kröfur um að jafna rekstrar-
skilyrði ríkisfjölmiðils og íjöimiðla
í einkaeign. Fyrsta skrefið til þess
er að sjálfsögðu að búa svo um
hnútana, að RÚV sé ekki rekið
með tapi. Það á að vera markmið
í rekstri stofnunarinnar á þessu
ári. í framhaldi af því er eðlilegt
að setja stofnuninni þröngar skorð-
ur í rekstri.
Það er augljóslega erfitt fyrir
stjórnendur ríkisfyrirtækja að
temja sér þann hugsunarhátt, sem
mótar rekstur vel rekinna einka-
fyrirtækja. Og sú var tíðin, að
menn. gerðu ekki miklar athuga-
semdir við' taprekstur hjá ríkis-
stofnun eins og RÚV. En tímarnir
eru breyttir og viðhorf manna eru
gjörbreytt frá því, sem áður var.
Þess vegna verður krafan æ há-
værari um, að rekstur RÚV verði
lagaður að þeim veraleika, sem við
blasir á fjölmiðlamarkaðnum, og
að stofnunin fái ekki að leika laus-
um hala eftir eigin geðþótta.
Ekki skal dregið í efa, að margt
er vel gert í rekstri Ríkisútvarpsins
og vafalaust hefur mörgu verið
breytt til hins betra á undanförnum
áram. En það getur aldrei verið
„ásættanleg" niðurstaða eins og
fjármálastjóri RÚV komst að orði
hér í blaðinu í gær, að stofnunin
sé rekin með 70 milljóna króna
halla. Sá hallarekstur vekur upp
ákveðnar kröfur um að þær breyt-
ingar verði gerðar á rekstri RÚV,
sem tryggi eðlilega afkomu stofn-
unarínnar.
Björk
Björk Guðmundsdóttir hefur'
skotizt upp á stjörnuhimin-
inn í veröld dægurtónlistar á
undanförnum mánuðum og inn-
siglaði þann árangur í fyrrakvöld,
þegar hún hlaut tvenn helztu verð-
laun á Brit-hátíðinni svonefndu í
Bretlandi.
Það hefur ekki farið fram hjá
íslendingum, að þessi unga kona
hefur náð ótrúlegum árangri sem
söngkona á erJendri grund.
Björk Guðmundsdóttir hefur
náð þessum árangri nánast ein
síns liðs með sérstæðum persónu-
leika og tónlistarflutningi, sem
sker sig úr. Að baki henni hafa
staðið fjölskylda, vinir og sam-
starfsmenn en ekki aðrir, hvorki
klikur né hagsmunahópar, enda
dygði slíkt ekki í jafn fjöimennu
umhverfi og brezki markaðurinn
er.
Þessi árangur Bjarkar er lands-
mönnum hennar fagnaðarefni.
Brezka blaðið The Sunday Tim-
es segir nú um helgina, eða áður
en verðlaununum var úthlutað, að
í raun og veru séu engin fordæmi
fyrir þeim árangri sem Björk hefur
náð. Hún hafi ekki eytt miklum
peningum í auglýsingar og kynn-
ingarherferð. En tónlist hennar sé
meðal þess frumlegasta, sem gert
hafi verið á þessu sviði á þessum
áratug og sýni m.a. að rangt sé
þegar því er haldið fram að popp-
tónlist sé í dauðateygjunum.
Björk heillar áhorfendur með
framkomu sinni og einlægni henn-
ar er við bragðið. Þegar hún fékk
verðlaunin sagði hún að þau
myndu engu breyta um hana sem
listamann, en aftur á móti hafi
þau mikilvægt viðskiptagildi. Þeir
sem liggja á peningum viti hvar
þeir eigi að fjárfesta.
Slík verðlaun geta verið mikil-
væg fyrir listamenn af fjárhags-
ástæðum. En það er rétt hjá Björk
að þau breyta engu um listræna
hæfileika eða sköpunarþörf, sem
hún nefnir í samtali við Morgun-
blaðið í dag, þótt þau séu að sjálf-
sögðu góð auglýsing á hörðum
samkeppnismarkaði. Listaverð-
laun eru annars eðlis en verðlaun
í íþróttum eða skák þar sem aug-
ljóst er hver ber sigur úr býtum.
Björk gerir sér augsýnilega grein
fyrir þessum mikla mun og það á
eftir að verða henni drjúgt vega-
nesti í þeirri samkeppni sem fyrir
höndum er.
Björk Guðmundsdóttir er góður
fulltrúi lands og þjóðar á erlendri
grund. Hún er meiri landkynning
fyrir ísland en flest það sem gert
hefur verið á því sviði. Morgun-
blaðið sendir hinni ungu tónlistar-
konu hamingjuóskir með þann
glæsilega árangur, sem hún hefur
náð á listabrautinni.
Flutningsjöfnunargjald á olíu og bensín
Samkeppnisyfirvöld
gera ekki breytingar
FORSTJÓRI Samkeppnisstofnunar segir að það sé ekki á valdi sam-
keppnisyfirvalda að breyta ákvæðum laga um flutningsjöfnun olíu og
bensíns, sem Skeljungur hf. telur samkeppnishamlandi og hefur vakið
athygli samkeppnisráðs á. Hins vegar sé samkeppnisráði heimilt að
segja álit sitt á slíkum reglum ef það telur að þær stríði gegn markmið-
um samkeppnislaganna og torveldi frjálsa samkeppni. Hann segir að
samkeppnishamlandi ákvæði sé að finna I fjölda sérlaga og reglna og
muni Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð fjalla um þau eftir því sem
tækifæri gefist. Erindi Skeljungs hf. muni verða lagt fyrir samkeppnis-
ráð á næstunni.
í erindi Skeljungs hf. er setja for-
stjóra Samkeppnistofnunar í stjórn
flutningsjöfnunarsjóðs gagnrýnd.
Georg Olafsson, forstjóri Samkeppn-
isstofnunar, segir að Verðlagsstofn-
un hafi lengi annast umsýslu með
flutningsjöfnunarsjóðnum og verð-
lagsstjóri verið formaður sjóðsins
samkvæmt lögum um hann. Við gild-
istöku samkeppnislaganna hafi Sam-
keppnisstofnun tekið við verkefnum
Verðlagsstofnunar og heiti forstöðu-
mannsins breyst úr verðlagsstjóra í
forstjóra Samkeppnisstofnunar.
Hann segir að í samkeppnislögunum
komi fram að hann éigi að taka við
þessari stöðu. Telur hann það skyldu
sína að sitja áfram sem formaður
flutningsjöfnunarsjóðs að óbreyttum
lögum sjóðsins. Séu einhveijir form-
gallar taldir á því verði að fjalla sér-
staklega um það.
Aðskilin mál
Varðandi það hvort formennska
hans í flutningsjöfnunarsjóði stang-
aðist á við starf hans sem forstjóra
Samkeppnisstofnunar í ljósi breyttr-
ar áherslu í starfi stofnunarinnar
segist Georg líta svo á að það þurfi
ekki að vera. Hann vinni að málefn-
um flutningsjöfnunarsjóðs sam-
kvæmt sérstökum lögum og skoðun
hans á samkeppnismálum þurfi ekki
að koma því hlutverki við. Þetta séu
tvö aðskilin mál og bendir á að það
sé ekki á valdi samkeppnisyfirvalda
að breyta lögum.
Fleiri hús sæki um
fast vínveitingaleyfi
j f* gvw 00 Arni Sæberg
Samstarf um flugsamgongur
SAMKOMULAG var undirritað í gær milli flugmálastjóra íslands, Þorgeirs Pálssonar, og Michaels P. McDonn-
ell, flugmálastjóra írlands, um flugsamgöngur milli landanna tveggja. Meginefni þess er á þá lund að ríkin tvö
eru reiðubúin til þess að veita hvort öðru þau flugréttindi og taka á sig skuldbindingar sem felast í viðbótar-
samningi um flugmál (þriðja pakka Efnahagsbandalagsins) þar til hann tekur gildi. Aðilar náðu jafnframt
samkomulagi um að ganga til viðræðna um áætlunarflugsréttindi til landa sem eru utan Evrópska efnahags-
svæðisins og ekki er flogið til af öðrum hvorum aðilanum sæki flugfélag eða -félög tilnefnd af þeim um slík
réttindi auk ákvæða varðandi flugöryggismál og flugslysarannsóknir. Michael P. McDonnell sagði að með því
að framfylgja skuldbindingum í fyrrgreindum samningi áður en hann tekur gildi væri verið að búa til grundvöll
að samstarfi mijli flugfélaga smærri ríkja á útjaðri Evrópusamfélagsins. Sterk menningarleg tengsl væra
milli íslands og írlands sem ekki endilega fælust í verslunarferðum og þótt varla væri grundvöllur fyrir reglu-
bundu flugi frá írlandi væri meginmarkmiðið að kanna hvort ekki væri hagkvæmt að koma á einhvers konar
samstarfi um flugsamgöngur. Halldór Blöndal sagði við þetta tækifæri að áhugi hefði verið fyrir loftferðasamn-
ingi við eyþjóðir við Atlantshaf og þetta samkomulag gæti reynst ísbrjótur fyrir þess konar tengingu milli
þjóðanna. Frá vinstri: Þorgeir Pálsson, Halldór Blöndal og Michael P. McDonneli innsigla samkomulagið.
NEFND sem skipuð var á vegum dómsmálaráðuneytisins á siðasta ári
hefur gert tillögu um breytingu á verkreglum matsnefndar vínveitinga-
húsa. Yrðu breytingarnar í þá veru að fleiri hús sem sinna skemmtana-
haldi gætu fengið fast vínveitingaleyfi. Að sögn Ara Edwald aðstoðar-
manns dómsmálaráðherra er erfiðara að fylgjast með stöðum sem starfa
á grundvelli tækifærisleyfa hvað varðar skil á opinberum gjöldum og
einnig telji félagsmenn Samtaka veitinga- og gistihúsaeigenda sig búa
við skerta samkeppnisstöðu gagnvart þessum húsum.
Ari Edwald segir að niðurstaða
nefndarinnar hafi verið á þá leið að
heppilegt væri að gefa stöðum sem
hingað til hafa eingöngu starfað á
grundvelli tækifærisvínveitingaleyfa
kost á því að sækja um fast leyfi.
Helgi Jóhannesson héraðsdómslög-
maðúr sem jafnfram var formaður
nefndarinnar segir að gerð hafi verið
tillaga um breytingu á verkreglum
matsnefndar vínveitingahúsa í þá
veru að reglur um hvaða skilyrði hús
þurfi að uppfylla til að teljast fyrsta
fiokks verði rýmkaðar. Með því móti
geti fleiri hús sótt um vínveitinga-
leyfi til frambúðar. Einkum er um
að ræða reglur varðandi loftræstingu
og hreinlætisaðbúnað í eldhúsi. Segir
Helgi að erfiðara sé að fylgjast með
starfsemi staða sem ekki hafi fast
vínveitingaleyfi og fylgja eftir
greiðslu gjalda til hins opinbera vegna
slíkrar starfsemi. Segir hann einnig
að félagar í Sambandi veitinga- og
gistihúseigenda telji samkeppnisstöðu
sína skerta gagnvart þeim sem leigja
út húsnæði fyrir árshátíðir og einka-
samkvæmi enda borgi þeir ekki full
gjöld vegna starfseminnar og geti því
leigt út fyrir lægra verð.
Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar
Nýtt lagasafnskerfi
verður tekið í notkun
NÝTT lagasafnskerfi verður tekið í notkun hjá Skýrsluvélum ríkis-
ins og Reykjavíkurborgar, Skýrr, næstkomandi mánudag, og að
sögn Lilju Ólafsdóttur aðstoðarmanns forstjóra Skýrr, eru þegar
skráðir tæplega 600 notendur að lagasafninu, en öllum sem hug
hafa á er mögulegt að tengjast því. Skýrr hefur verið með eldra
lagasafnskerfi frá árinu 1984, en frá síðastliðnu hausti hefur verið
unnið að því að taka í notkun nýtt textaleitarkerfi. Jafnframt hafa
öll lög til dagsins í dag verið sett inn í kerfið, en í eldra lagasafn-
skerfinu voru aðeins lög til ársins 1990.
Lóðum í Fífuhvamms-
landi í Kópavogi út-
hlutað um mánaðamót
KÓPAVOGSBÆR er 5-7 árum á undan áætlun í lóðaúthlutun
miðað við gildandi aðalskipulag bæjarins, en nú liggur fyrir til-
laga um breytingar og endurskoðun á skipulaginu fyrir árin 1992-
2012. Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri bæjarins, segir þær lóðir
sem búist var við að dyggðu næstu árin eru uppurnar og segir
Birgir að um mánaðarmót sé stefnt að því að úthluta lóðum í
Fífuhvammslandi, austan Reykjanesbrautar. Aðalskipulag Kópa-
vogs er endurskoðað á fjögurra ára fresti til þess að það liggi
fyrir í upphafi hvers kjörtimabils endurskoðað.
Á árunum 1991-3 vora helstu segir Birgir að skipulagsyfirvöld
ENDURSKOÐAÐ aðalskipulag Kópavogs. Lóðum í Fífuhvammslandi
verður úthlutað um mánaðamót.
byggingarsvæði bæjarins í Digra-
neshlíðum, Kópavogsdal og á Nón-
hæð og segir Birgir að búið sé að
úthluta öllum lóðum á því svæði.
Það tekur um 2-3 ár fyrir bygging-
arframkvæmdir að komast á það
stig að hægt sé að flytja þangað
og því hefur fólksfjölgun enn ekki
orðið mikil á svæðinu, segir hann.
Um næstu mánaðarmót er stefnt
að því að hefja úthlutun lóða í vest-
ari hluta Fífuhvammslands en þar
er gert ráð fyrir 3.000 manna byggð
sem byggist upp fram til ársins
2002. Syðri hluti þess svæðis hefur
þegar verið deiliskipulagður í versl-
unar-, þjónustu- og íbúðasvæði og
bæjarins hafi kannað eftirspurnina
eftir lóðum þar og viðbrögðin lofí
góðu með framhaldið. „Það bendir
allt til þess _að lóðimar renni út,“
segir hann. Áætlað er að bygging-
arframkvæmdir geti hafíst i lok árs-
ins.
Allt í allt hefur Kópavogsbær
úthlutað jafnmörgum lóðum á und-
anförnum tveimur árum og önnur
sveitarfélög á höfðuborgarsvæðinu
samanlagt að sögn Birgis.
Ásókn í atvinnuhúsnæði hefur
dregist saman
Þann 1. desember 1992 voru íbú-
ar bæjarins 16.840 og gert er ráð
fyrir að fram til ársins 1998 fjölgi
þeim um 7-800 á ári að meðaltali
og verði íbúafjöldinn kominn í 21-22
þúsund árið 1998. í lok skipulags-
tímabilsins er gert ráð fyrir að íbú-
ar bæjarins verði orðnir 27 þúsund.
Miðar aðalskiðulagið við að lóðir
vestan Vantsendalands fullnægi
lóðaþörf bæjarins fram til 2012.
Ásókn í atvinnuhúsnæði hefur
dregist saman bæði í Kópavogi og
á höfuðborgarsvæðinu í heild og er
ekki gert ráð fyrir í skipulaginu að
iu*:(jfi (.jý .nbíiii’ioj iurivÍMi i
markmið um atvinnuuppbyggingu
í Kópavogi náist í bráð. Markmið
bæjarins er að atvinnumöguleikar
séu í samræmi við mannafla. Birgir
segir að í Fífuhvammslandinu sé
boðið upp á lóðir fyrir lági'eist at-
vinnuhúsnæði úr léttum byggingar-
efnum.
Kynningarfundur um tillöguna
um aðalskipulagið verður haldinn í
Félagsheimilinu að Fannborg 2, á
fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Að sögn Lilju Ólafsdóttur var það
að frumkvæði Sigurðar Líndal laga-
prófessors sem ráðist var í að tölvu-
taka lagasafnið sem gefið var út á
bók árið 1983, og 1984 hófst sam-
starf Skýrr og stjórnar lagasafnsút-
gáfu að koma safninu í textaleitar-i
kerfí. Árið 1986 var komið í gagnið
viðunandi textaleitarkerfi en jafn-
framt var unnið að því að uppfæra
texta safnsins þannig að hann væri
sem nýjastur hveiju sinni. Það tókst
árið 1989, en síðan var nýtt laga-
safn gefið út á bók árið 1990. Lilja
sagði að dómsmálaráðuneytið hefði
þá ákveðið að hafa annan hátt á
uppfærslu lagatextans, og þá hefði
þetta verkefni lagst af, og fram til
þessa hefði því ekki verið til upp-
færður texti lagasafns lengra heldur
en til ársins 1990.
„í haust hófumst við hjá Skýrr
handa við að gera nýtt textaleitar-
kerfi sem er miklu betra og þjálla í
allri umgengni heldur en það eldra
var, en í því er miklu auðveldara að
leita og hægt er að flytja úr því texta.
Jafnframt var hafist handa við að
setja inn öll lög úr Stjórnartíðindum
frá 1990 til dagsins í dag. Við erum
því núna með splunkunýtt leitarkerfi
og allan texta íslenskra laga til dags-
ins í dag,“ sagði Lilja.
Meðalkostnaður 3-4.000 krónur
Notendur lagasafnsins verða til
að byija með tæplega 600 talsins,
og er þar um að ræða stofnanir,
fyrirtæki, lögmannsstofur og ein-
staklinga, en öllum sem hafa mótald
á tölvum sínum eða eru fastlínu-
tengdir Skýrr er mögulegt að gerast
notendur lagasafnsins. Að sögn Ástu
er greitt fyrir mælda notkun safns-
ins, og sagði hún meðalnotkunina
sem verið hefði í gegnum tíðina vera
3.000 til 4.000 krónur. Laganemum
við Háskóla íslands mun hins vegar
bjóðast ókeypis aðgangur að laga-
safninu um skjáver Háskóla íslands.
Nýgengi HlV-smits 11,7
á hveija 100 þús. íbúa
83 EINSTAKLINGAR höfðu sam-
tals greinst með HlV-smit fram að
31. desember sl. Á árinu 1993
greindust 3 nýir einstaklingar með
HlV-smit, sex greindust með al-
næmi og átta létust vegna sjúk-
dómsins. 31 einstaklingur hefur
greinst með alnæmi, lokastig sjúk-
dómsins, á íslandi og eru 20 þeirra
látnir. Samanlagt nýgengi sjúk-
dómsins er því 11,7 á hverja 100
þúsund íbúa. Þetta kemur fram í
samantekt Landlæknisembættisins
um sjúkdóminn.
Kynjahlutfall HlV-smitaðra og al-
næmissjúklinga er u.þ.b. ein kona
fyrir hveija sex karlmenn. Af 71 karl-
manni eru 55 hommar/tvíkynhneigðir
sem smitast hafa við kynmök, sjö
fíkniefnaneytendur sem hafa spraut-
að sig í æð, tveir sem teljast til beggja
fyrrgreindra hópa, fimm gagnkyn-
hneigðir sem smitast hafa við kynm-
ök, enginn blóðþegi, enginn dreyra-
sjúklingur og tveir hafa smitast eftir
óþekktum leiðum. Af 12 konum eru
tvær fíkniefnaneytendur, sex gagn-
kynhneigðar sem smitast hafa við
kynmök og fjórar blóðþegar.
Af 71 karlmanni sem greinst hefur
með HlV-smit er einn á aldrinum
10-19 ára, 32 20-29 ára, 23 30-39
ára, 13 40—49 ára og tveir 50—59
ára. Af 12 konum sem greinst hafa
með HlV-smit eru sex á aldrinum
20—29 ára, ein 40—49 ára, tvær
50—59 ára og þijár 60 ára eða eldri.
Tuttugu látnir
Einn karlmaður á aldrinum 10—19
ára hefur fengið alnæmi og er hann
látinn, fimm karlmenn og ein kona á
aldrinum 20—29 ára hafa fengið al-
næmi. Þar af eru fjórir látnir. Tíu
karlmenn 30—39 ára hafa fengið al-
næmi, þar af eru átta látnir. Níu
karlmenn 40—49 ára hafa fengið al-
næmi, þar af eru fímm látnir. Tveir
karlar og tvær konur 50—59 ára
hafa fengið alnæmi, þar af er einn
látinn. Ein kona sextug eða eldri hef-
ur fengið alnæmi og er hún látin.
Tvö með 6
kg af hassi
TOLLVERÐIR á Keflavíkurflug-
velli fundu á sunnudag 4kg af hassi
í tösku konu um þrítugt sem var
að koma frá Amsterdam. Konan
hefur aldrei áður komið við sögu
fíkniefnamála og hefur við yfir-
heyrslur sagt, að hún hafi tekið
að sér að flytja efniðtil landsins
gegn 250 þúsund króna greiðslu.
Á sunnudag stöðvuðu tollverðir
annan farþega með 2 kg af hassi.
Konan hefur verið úrskurðuð í
gæsluvarðhald til 28. febrúar og hef-
ur fíkniefnalögreglan í Reykjavík tek-
ið við rannsókn málsins en aðrir hafa
ekki verið handteknir vegna þess.
Einnig situr í gæsluvarðhaldi til
23. febrúar maður um fímmtugt sem
handtekinn var við komu til landsins
frá Hamborg á sunnudag með 2 kíló
af hassi.
Afurðahæstu bú á landinu 1993
Bú Kg mjólk
Gunnar Sigurðsson, Stóru-Ökrum, Akrahreppi 6.340
Félagsbúið, Baldursheimi, Mývatnssveit 6.274
Viðar Þorsteinsson, Brakanda, Skriðuhreppi 6.232
Kristján B. Pétursson, Ytri-Reistará, Arnarneshr. 6.092
Sverrir Magnússon, Efra-Ási, Hólahreppi 6.061
Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum, Á.-Landeyjum 5.989
Félagsbúið Holtsseli, Eyjafjarðarsveit 5.965
Óskar Kristinsson, Dísukoti, Djúpárhreppi 5.879
Sigurgeir Pálsson, Sigtúnum, Eyjaíjarðarsveit 5.856
Reynir Gunnarsson, Leirulækjarseli, Álftaneshreppi 5.830
Nythæstu kýrnar 1993
Nafn Bær Mjólkur kg
Rauðbrá 141 Efra-Ási, Hjaltadal 9.483
Volga 102 Leirulækjarseli, Álftaneshr. 9.362
Rún 176 Brakanda, Skriðuhreppi 9.035
Rauðka 91 Gautlöndum, Mývatnssveit 8.987
Grana 430 Holtsseli, Eyjafjarðarsveit 8.782
Frekja 285 Hríshóli, Eyjafjarðarsveit 8.691
Frekja 406 Holtsseli, Eyjafjarðarsveit 8.610
Grýla 32 Steinsstöðum, Öxnadal 8.582
Afurðahæstu kúabúin á landinu á síðasta ári
Ungur skagfirskur
bóndi skýst á toppinn
UNGUR skagfirskur bóndi, Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum, varð
efstur á listanum yfir afurðahæstu kúabúin á síðasta ári samkvæmt
skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna. Kýr hans mjólkuðu að meðal-
tali 6.340 kg. Afurðahæsta kýrin var Rauðbrá 141 í Efra-Ási í Hjalta-
dal sem mjólkaði 9.483 kg.
í yfirliti Jóns Viðars Jónmundsson-
ar nautgriparæktarráðunauts Búnað-
arfélags íslands um nautgriparækt-
ina á siðasta ári kemur fram að þátt-
taka bænda í skýrsluhaldi hefur held-
ur aukist og nú eru 886 kúabú með
26.609 kýr með í því. Meðalafurðir
eftir svokallaða árskú voru 4.168 kg
mjólkur sem er 60 kg meira en í fyrra
en svipað og árið 1991. Afurðir juk-
ust mjög í Árnessýslu, eða um 129
kg milli ára, og einnig í Dalasýslu
þar sem nú eru mestu meðalafurðirn-
ar í einu héraði, eða 4.311 kg mjólk-
ur eftir árskú. Eyfirðingar fylgja fast
á eftir Dalamönnum með 4.309 kg
eftir hvetja kú en það er 20 kg minni
mjólk en á síðasta ári. Er það rakið
til óhagfelldrar verðráttu á þessu
svæði á síðasta sumri sem leiddi til
lakari heygæða en áður.
Fimm bú voru með yfir 6.000 kg
afurðir eftir hveija kú og er það svip-
að og árið áður. Hins vegar hefur
breikkað á toppnum því nú eru allm-
iklu fleiri bú með yfir 5.000 kg en
áður. Jón Viðar vekur einnig athygli
á því að allmörg bú eru með afurðir
sem ár eftir ár liggja undir 3.000 kg.
Telur hann að slíkar tölur bendi til
að alvarlegar brotalamir séu í ein-
hverjum þáttum rekstrarins og auð-
velt væri fyrir þessa bændur að ná
umtalsverðum árangri á skömmum
tíma með skipulegum umbótum í
samvinnu við leiðbeiningaþjónustuna.
Rauðbrá nythæst
Mestu meðalafurðirnar voru á búi
Gunnars Sigurðssonar á Stóru-Ökrum
í Skagafirði. Hann var með 16,8 ár-
skýr sem að meðaltali skila 6.340 kg
mjólkur með kjarnfóðurnotkun sem
að meðaltali nemur 870 kg fyrir hverja
kú. í yfirliti Jóns Viðars kemur fram
að Gunnar er ungur og mjög áhuga--
samur bóndi sem ætíð hefur haft góð-
ar afurðir. Hann hefur sótt jafnt og
þétt upp afreksmannalistann með
hveiju árinu og nær nú þeim árangri
að vera með efsta búið. í öðru og
þriðja sæti eru bú sem lengi hafa ver-
ið í fremstu röð, Félagsbúið í Baldurs-
heimi í Mývatnssveit og Viðar Þor-
steinsson á Brakanda. Viðar nær þess-
um árangri með mjög lítilli kjamfóð-
urgjöf, eða 581 kg að meðaltali.
Þrátt fyrir auknar afurðir voru
engin íslandsmet sett í afurðum hjá
einstökum gripum en toppur afurða-
hárra gripa breikkar stöðugt. Afurða-
hæsta kýrin varð Rauðbrá 141 í Efra-
Ási í Hjaltadal en hún mjólkar 9.483
kg. Þetta er fullorðin kýr, dóttir
Drangs 78012. Annað sætið skipar
Volga 102 í Leirulækjarseli í Mýra-
sýslu, dóttir Dreka 81010. Jón Viðar
segir að þessi unga kýr hafi skilað
einliverjum allra mestu afurðum sem
dæmi eru um hjá kú á fyrsta mjólkur-
skeiði hér á landi og fylgi hún þeim
afurðum eftir.